Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1984. Umræður á Alþingi um samningana: ALBERT ANDVÍGUR AÐGERD- UM RÍKISSTIÓRNARINNAR — segir atvinnureksturinn geta staðið undir launagreiðslunum Albert Guömundsson fjármála- ráöherra lýsti andstöðu sinni viö samþykkt ríkisstjómarinnar um að- geröir fyrir hina lægst launuöu er kjarasamningur ASI og VSI var til umræöu utan dagskrár á Alþingi í gær. Olafur Ragnar Grímsson hóf um- ræöuna með því aö beina þeim spum- ingum til forsætisráöherra hvort aögeröir ríkisstjórnarinnar kæmu ekki til framkvæmda nema öll verka- Iýösfélög samþykktu samninginn og hvemig ætti aö fjármagna þessar aögeröir. Einnig beindi hann þeirri spumingu til fjármálaráöherra hvort hann myndi segja af sér ráðherraembætti í samræmi viö fyrri yfirlýsingar. Albert Guömundsson sagöist verða aö hryggja Olaf Ragnar með því aö enn væri ekki komið aö því aö hann væri aö hætta en sagði þó að þaö gæti komiö aö því bráölega aö hann myndi fara úr ráðherrastólnum. Hann sagöi aö 4% markiö á hækkun launa heföi verið sett um áramót þegar fjárlögin vora afgreidd. En eftir því sem tíminn liði og ekkert geröist þá hækkaöi þetta prósentu- hlutfall. Hann sagöist hafa litiö svo á aö þegar forsætisráöherra og iðnaðarráðherra vora aö tala um 6% svigrúm til launahækkana hafi þeir veriö aö tala um hinn frjálsa markað. „Mér kemur hann ekkert viö svo lengi sem breytingar á fjár- lögum koma þar ekki inn í,” sagöi Albert. Albert sagði aö samþykkt ríkis- stjórnarinnar um aögeröir í skatta- og tryggingamálum gætu stefnt stefnu ríkisstjórnarinnar í hættu. Af þessum sökum væru þessir samning- ar ekki eins frjálsir og stefna ríkis- stjómarinnar heföi gefiö tilefni til. En þaö sem væri þó alvarlegra aö aðgeröir þessar væra í raun niöur- greiðslur á launum fyrir atvinnu- rekendur. „Viö eram aö taka af niöurgreiðslum til bænda til aö greiða niöur laun sem at- vinnureksturinn á aö geta staðiö undir vegna lækkandi vaxta og lækkandi veröbólgu,” sagöi fjár- málaráöherra. „Þessi samþykkt er mér á móti skapi. Slíkar niöur- greiðslur era ekki annaö en niður- greiðslur á launakostnaöi fyrir- tækjanna. Það er illa komið fyrir at- vinnurekstrinum þegar hann getur ekkigreitt laun.” Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagöi aö þaö væri á töluveröum misskilningi byggt aö launarammi fjárlaganna væri spranginn með þessum samningum. Sagöi hann aö í upphafi ferils síns heföi ríkisstjómin gert ráö fyrir aö verðbólgan yröi komin niöur í 30% um síðustu áramót og í 10% í lok þessa árs, eöa 15% frá upphafi til loka þessa árs. En nú hafi meiri árangur náöst og veröbólgan væri nú um 10%. Með þessum árangri væri meira svigrúm til hækkana og að teknu tilliti til þeirra launa- hækkana sem samið hafi verið um yrði veröbólgan í árslok rétt yfir 10% í staö þess aö fara undir 10%. Steingrímur sagði aö engin á- kvöröun heföi veriö tekin um hvemig aðgeröir ríkisstjórnarinnar yröu fjármagnaðar en viöræöur um þaö myndu fara fram við samningsaðila. Sagði hann aö rætt heföi verið um aö taka þetta fé af niðurgreiðslum á vöraveröi, af útflutningsuppbótum og ein hugmyndin væri aö tekjutengja barnabætur þannig aö þær lækkuöu hjá þeim sem hærri heföu launin og færöust til þeirra lág- launuðu. Sagöi Steingrímur aö þaö heföi verið sett fram sem krafa samningsaöila þegar þessar tilfærslur vora kynntar fyrir ríkis- stjóminni aö þær yröu f jármagnaöar innan ramma fjárlaga en ekki yröi fariö í sérstaka fjáröflun í þessu skyni. Um samninga BSRB sagði Steingrímur að þeir heföu ekki verið ræddir innan ríkisstjómarinnar og því vildi hann ekkert segja um hvort boðið yrði þaö sama og ASI heföi samið um. Albert Guömundsson sagði hins vegar um þetta atriöi aö hann gæti ekki á þessu augnabliki boðið BSRB þaö sama og ASI hefði fengið. Þetta yröi aö fara eftir sam- komulagi ríkisstjómarinnar. „Þaö er ekki hægt að ætlast til aö ég svari svona spurningu á þessari stundu,” sagöi fjármálaráöherra. Steingrímur sagöi aö ríkisstjómin hefði samþykkt sínar aögeröir meö því skilyrði að heildarsamkomulag yröi um kjarasamningana og ríkis- stjómin liti á þetta skilyrði sem grandvallarþátt. Ef það brygöist þyrfti ríkisstjórnin aö taka afstööu sína til málsins í heild til endur- skoðunar. Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins, sagði að yfir- lýsing ríkisstjómarinnar heföi veriö gefin í trausti þess aö samnings- aðilamir heföu umboð sinna um- bjóðenda, enda stæöi í samningnum aö hann væri geröur milli ASI og VSI fyrr hönd sinna aöildarfélaga. En ef einstök félög lýstu yfir vantrausti á samninganefndimar þá þyrfti ríkis- stjómin að endurskoða sína af- stööu. Á þaö myndi reyna aö hve miklu leyti þessir samningar myndu gilda fyrir aöila vinnumarkaöarins og sagöist hann vona vegna þessarar samþykktar rikisstjómarinnar aö ekki yrði lýst vantrausti á samninga- nefndirnar. Utandagskráramræöumar tóku allan þingtíma sameinaös þings í gær og stóöu f ram undir kvöld. -ÖEF. 8. umferð Reykjavíkurskákmótsins: Kalli ogJói með aðra hönd á stýri Jóhann Hjartarson fórnaði skiptamun gegn hollenska stór- meistaranum Hans Ree og vann — hvaðannað? „Stigiö — Sigtryggur vann”, var viökvæöiö hér í gamla daga í glím- unni og sömu sögu er að segja um Jóhann Hjartarson í skákinni núna. Þaö er ekki lengur neitt tiltökumál þótt hann felli útlenda stórmeistara í Jóhann Hjartarson hefur gjör- samlega stoliö senunni á Reykjavík- urskákmótinu meö fádæma skemmtilegri taflmennsku. Hol- lenski stórmeistarinn Hans Ree fékk hina verstu útreiö í gær, tapaöi meö hvítu mönnunum í aöeins 26 leikjum. Sigurganga Jóhanns heldur því enn áfram og nú þarf hann að líkindum ekki nema einn vinning úr þremur síðustu skákunum til þess aö ná öör- um áfanga aö stórmeistaratitli. Drottningarbragð varö uppi á ten- ingnum í skák þeirra í gær og hugöist Jóhann tefla vandað og yfirvegaö.- Ekki vildi þó betur til en svo, að Ree tefldi hvasst afbrigöi og þá var ekki annað aö gera en að taka hraustlega á móti. Mörgum þótti staöa stór- meistarans vænlegri framan af, en meö snjallri skiptamunsfóm tókst Jóhanni aö skapa sér öflugt mótspil og er stórmeistarinn lék ónákvæmt fékk hann hvert vinstri handar högg- iöafööraíandlitiö. Glæsilegur sigur Jóhanns. Hvítt: HansRee Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Bg5 Be7 5. Re3h6 6.Bh4 0—0 7.Dc2b6!? I skák Ree við Beljavsky á ólym- píumótinu í Luzern ’82 lék svartur 7. - Rbd7 en í athugasemdum sínum viö skákina nefnir Ree textaleikinn, sem athyglisveröan möguleika. 8. Bxf6 Bxf6 9.e4Rcd6! Nú er 10. cxd5 syaraö meö 10. - Rxd4 og svartur má vel viö una. Ree ákveöur aö hróka langt og blása til kippum en það sem ef til vill má teljast markvert, er sú staðreynd að hann er farinn aö tefla til vinnings gegn hverjum sem vera skal með svörtum mönnum ekkert síður en hinum hvítu en þaö hefur löngum veriö tabö á fárra manna meðfæri. Jóhann er þá einn efstur meö 7 v eftir 8 umferöir og er nú þegar kominn meö höndina á annan stórmeistara- sóknar en 10. Hdl ásamt Be2 og stuttri hrókun er traustara. 10. 0-0-6!? dxe4 11. Dxe4 Bb7 12. h4 Hb8 13. Bd3 g6 14. Dg4 Bg7 15. Be2? Skyndilega treystir Ree sér ekki í flækjumarsemuppkæmueftirl5. h5 - g5 16. De4 He8 17. Dh7+ Kf8, þótt ýmsar blikurséu á lofti eftir 18. Be4! Það er linkulegt aö hörfa meö biskupinn. 15. -Re7 16. h5 g5 17. Rf5 18. Bf3 c5! Bráösnjall leikur. Hann fórnar skiptamun en fær í staöinn hættuleg- ar hótanir, enda opnast hvíta kóngs- staöan. 19. dxc5 Dc7 20. Rd7 Bxc3 21. bxc3? Eftir þetta verða hótanir svarts of sterkar. Aö sögn Jóhanns varö hann að leika 21. cxb6! og eftir 21. -Bxb2+ 22. Kxb2 Bxf3 23. Dxf3 Dxc4 24. Rxb8 Hxb8 25. Kal! er tafliö langt því frá aö vera einfalt. 21. -bxc5 22.RXÍ8? 22.-Da5! 23.Kd2 áfanga. Reiknifróður maöur tjáöi mér aö líklega þyrfti hann hálfan vinning í næstu umferð og þar næstu til þess að ná þessum dýrmæta áfanga en ekki gat hann kveðið á um þetta fyrir víst vegna þess að kerfið sem teflt er eftir, svissneska kerfiö, veldur nokkurri óvissu þar um. Alls tefla 60 keppendur í þessu skemmtilega Reykjavíkurmóti og Ef 23. Hd3, þá einfaldlega 23. - Dxa2 og mát á bl vofir yfir. 23. -Rd4! 24. Kel Eftir 24. Bxb7 kæmi 24. -f5! og drottningin getur ekki foröaö sér vegna 25. -Dxa2+ og máts á e2. 24. -Rxf3+ 25. Kfl Skák Jón L. Ámason Eða 25. gxf3 Dxc3+ og 26. -Bxf3 og vinnur. 25. -Da4 26. Hd6f5! — Og stórmeistarinn lagöi niöur vopn. Ef 27. Dg3, þá 27. -Dxc4+ og mátar. Þannig er biöstaöan í skák Mar- geirsog deFirmian: Svart: Margeir Pétursson abcdefgh Hvítt: deFirmian — Hvíturlékbiöleik. þaö veltur á því hversu öfluga and- stæöinga Jóhann fær í næstu umferö- um hvort hann nær fanganum eöa ekki. Svipuðu máli gildir um hina vík- ingana íslensku sem á mótinu tefla. Karl Þorsteins lagöi Guðmund Sigurjónsson í gærkvöldi og sam- kvæmt lauslegum útreikningum er hann nú þegar komrnn með áfanga í alþjóöatitil — þó kann aö vanta hálfan vinning upp á. Margeir, Helgi og Jón L. eiga enn von í stórmeistaraáfanga. Af skák þeirra Karls og Guömund- ar er þaö helst aö segja aö Karl haföi svart en tefldi hvasst aö venju og fékk vænlegri stööu. Honum varð þó á aö tefla óvarlega — hann hefur kannski vanmetið andstæöinginn — og sá af efnilegu peði í klær dauöans. Kalli lét þó engan bilbug á sér finna en tefldi djarfmannlega og lét jafnan skína í tennurnar. Guömund- ur reyndi þá aö lækka í honum rostann meö mannsfórn en Kalli þá fórnina, hélt uppteknum hætti og vann. Guömundur hefur teflt mjög daufingjalega á þessu móti og þó aö han'n vinni Hauk Angantýsson og geri jafntefli við Elvar Guömunds- son og Piu Cramling, þá er ætlast til meira af stórmeistara í skák á vorum dögum. Friörik Olafsson vann Braga Kristjánsson í gærkvöldi. Friörik hefur vegnaö mjög illa á þessu móti en hann má eiga það aö hann teflir þó hverja skák og spennir bogann eins og hann getur. Hann er æfingalaus og ryðgaður í fræöunum en undir ryðinu glyttir alls staðar í blikandi snilligáfu afburöamannsins og hver veit nema hún eigi ennþá eftir aö stafa geislum sínum yfir hiö heill- andi sviö skáklistarinnar. Annaö eins hefur nú gerst í henni veröld. Aö loknum 8 umferöum er Jóhann efstur með 7 v, 2. Reshevsky 6 v, 3. Defirmian 5,5 og lakari biöskák, 4.— 6. Jón L., Helgi og Schneider 5,5 v, 7. -8. Margeir og Wedberg, báöir meö 5 v og ögn betri biöskák. Þrjár umferöir eru eftir og veröa nú tefldar í striklotu um helgina. Sú 9. hefst í dag kl. 17.00, nema hvaö Jón L. Árnason og Reshevsky hefja sína skák fyrr af alkunnum trúarástæð- um þess síðarnefnda — þær ástæöur banna honum alla taflmennsku eftir sólarlag á föstudegi og hafa nú ráösnjallir menn á orði að hyggileg- ast sé aö hafa Reykjavíkurmótin eftirleiðis úti í Grímsey um sumar- sólhvörf til þess aö sneiöa hjá vanda semþessum. ÚRSLIT í 8. UMFERÐ Hans Hee, Jóhann Hjartarson.................................................0—1 DeFirmían, Mnrgeir Pétursson................................................Bið Jón L. Arnason, Helgi Olafsson..........................................1/2—1/2 Tom Wedberg, Larry Christianscn.............................................Bið Axcl Ornstein, Samuei Reshevsky............................................0—1 Yuri Balashov, V. Saltzmann.............................................1/2—1/2 Lev Gutman, Eric Lobron....................................................0—1 Lars A. Schneidcr, Murray Chandlcr..........................................1—0 Eyfim Geller, Pia Cramling..................................................1—0 Robert Byrne, E. King...................................................1/2—1/2 Leonid Shamkovich, Lev Alburt...............................................1—0 Guðm. Sigurjónsson, Kari Þorsteinsson.......................................0—1 McCambridge, Johnny Hector..................................................1—0 Bragi Kristjánsson, Friðrik Olafsson........................................0—1 P. Ostermeyer, ElvarGuðmundsson.............................................l—O M. Knezevic, K. Ticlcmann...................................................1—0 Harry Schiissler, Carsten Höi...............................................1—0 Haukur Angantýsson, Magnús Sólmundarson.....................................Bið G. Taylor, Lúrus Jóhannesson................................................1—0 Asgeir l*ór Arnason, Dan Hansson........................................1/2—1/2 Hilmar Karlsson, Karl Burger............................................1/2—1/2 Holger Meyer, Halldór G. Einarsson..........................................1—0 Jan M. Nykopp, Guðm. Halldórsson............................................1—0 Róbert Harðarson, Pálmi R. Pótursson........................................l—O Benóný Benediktsson, Benedikt Jónasson......................................0—1 Bragi Halldórsson, Agúst Karisson...........................................1—0 Haraldur Huraldsson, Sœvar Bjarnason........................................0—1 Leif ur Jósteinsson, Andri Ass Gré tarsson..................................Bið Þröstur Bergmann, Björgvin Jónasson.....................................1/2—1/2 Arnór Björnsson, Gylfi Þérhallsson..........................................0—1 Jón L. Arnason vann blðskákina gegn King úr 7. umferð og Christianscn vanu Ostcrmayer. _BH. HANS REE LÁ FLATUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.