Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
Nýja f lugstöðvarbyggingin á
Keflavíkurflugvelli:
Milljóna
kyndikostnaö
oghergarð-
yrkjumanna
— þyrfti til að reka stærsta gróðurskála
á landinu á þaki stöðvarinnar
Ekki liggja fyrir neinar fastmótaöar
hugmyndir um þaö hvernig skuli nýta
stærsta gróöurskála á Islandi sem
-veröur á þaki nýju flugstöðvar-
byggingarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Eins og DV skýröi frá í gær á hann að
veröa 38 þúsund rúmmetrar, eða um
þaö bil helmingi stærri en stærsta
gróörarstöö á Islandi. Mikil glerútskot
til beggja enda veita birtunni inn.
Aætlaður byggingarkostnaöur
skálans nú mun vera liölega 390
milljónir króna. Kyndikostnaöur gæti
numið um 2 milljónum króna á ári.
Ekki er hægt aö gera sér grein fyrir
hversu mikinn mannskap mun þurfa
til garðyrkjustarfa þar sem umfang
gróðurs er enn meö öllu óljóst. En
garðyrkjumaöur sem DV ræddi málið
við í gær sagöi aö undir öllum kringum-
stæöum þyrfti „her” manna til að
halda svo stóru svæði í góðri hirðu.
Eina nýting þessa rýmis, sem fýrir
liggur, er að þar á að vera loft-
ræstikerfið fyrir allt húsiö. Verk-
fræðingar áætla aö umfangsmikiö
kerfi fyrir húsiö í heild og gróöur-
skálann geti ekki undir neinum kring-
umstæöum þurft meira en átta þúsund
rúmmetra, svo eftir eru 30 þús. rúm-
metrar.
Eftir því sem DV kemst næst er
þessi gróðurskáli leifar af gömlum
stórveldisdraumum í feröamennsku,
sem enginn aöstandandi vill nú
kannast við. Þá átti flugstöðin aö
vera mun stærri en nú og einhver
sægur af „transit” farþegum átti aö
geta gengiö um glerhúsiö og skoöaö
þverskurð af íslenskri náttúru á meðan
þoturnar tækju eldsneyti.
Þetta glerhýsi hefur síöan verið
rauöur þráður í öllum síðari tíma hug-
myndum, sem hafa miðað aö því að
minnka umfang stöövarinnar niöur í
núverandi umfang.
Fyrir utan áöurnefndan reksturs-
kostnaö velta tæknimennþví fyrir sér
hvemig hægt veröi aö komast hjá leka
á þeim fjölda samskeyta sem óhjá-
kvæmilegur verður. Hafa þeir
áhyggjur af því með tilliti til þess að
vind- og veðurálag virðist vera með
ólíkindum mikið á byggingar á Kefla-
víkurflugvelli miöaö við það sem gerist
og gengur. Ennfremur benda þeir á aö
í sólskini kunni aö skapast óhemju hiti
í gierskálanum (gróðurhúsavirkni)
svo þar verði einnig aö vera öflug loft-
kæling.
Stefán Benediktsson, þingmaöur
Bandalags jafnaöarmanna og arkitekt
aö mennt, hefur ásamt flokksbræðrum
sínum skoöað bygginguna í heild út frá
mörgum sjónarmiðum meö það aö
leiöarljósi aö spara við bygginguna. I
viötali viö DV í gær sagöi hann aö ef
gróðurskálanum væri sleppt, þak með
litlum halla sett í staöinn og átta þús-'
und rúmmetra hús byggt fyrir loft-
ræstikerfið, sem á að staðsetja í gler-
hýsinu, spöruöust um þaö bil 300
milljónir. Geröi hann þá ráð fyrir aö
viöbótarbyggingin í staðinn kostaöi
tæpar 90 milljónir.
Þá benti hann á aö hugmyndir um
nýtingu kjallara fyrir geymslur, sorp
o. fl. væru á reiki og ættu að ráðast af
klöppum þar undir, eftir því sem þær
kæmu í ljós. Taldi hann rétt að sleppa»
kjallaranum alveg enda væri engin
þörf fyrir svo stórt rými fyrir áöur-
nefnda starfsemi og ódýrara og betra
væri aö byggja yfir hana ofanjarðar.
Lauslega áætlaöi hann aö við það
mætti spara 100 milljónir króna.
„Hér nefni ég aðeins tvö atriöi sem
lækka myndu byggingakostnaöinn um
400 milljónir króna, eða 34 prósent, en
nánari skoðun hæfra sérfræðinga
myndi eflaust gera betur,” sagði
Stefán.
-GS.
Rætt við Iðju um hvarf kókkassa
Starfsmenn Coca-Cola verk-
smiðjunnar á Stuölahálsi hafa haft
samband við Iðju, félag verk-
smiðjufólks, vegna fullyröinga for-
ráöamanna fyrirtækisins um aö sjö
þúsund kókkassar hafi horfiö á einu
ári. Iöja hefur rætt máliö við stjórn-
endur.
Samkvæmt heimildum DV hefur
enginn veriö sakaöur um aö bera á-
byrgð á hvarfi gosbirgðanna. Einn
viðmælandi blaðsins sagöi aö yfirmenn
hefðu þó gefið í skyn að viss hluti
starfsmanna kynni aö tengjast málinu.
Urgur er í starfsmönnum á Stuöla-
hálsi. Þeir vilja meina aö skýringin
geti allt eins verið bókhaldsskekkja.
„Fyrirtækiö er aö þjófkenna fólk,”
sagöi ónefndur starfsmaöur.
-KMU.
MIKILL GASLEKII
NORSKUM BORPALLI
Mikill gasleki varð á norska
olíuborpallinum Vinland í fyrrinótt
og varö aö fjarlægja 76 manna
starfsliö af paUinum í björgunar-
bátum.
Vinland er miðja vegu miUi Nova
Scotia og Fable Island en pallurinn
er í eigu norska fyrirtækisins Ditlev
Simonsen í Stafangri. Einn
Islendingur var á olíuborpalU þess-
um, Bjöm Aðalsteinsson, en hann
mun ekki hafa sakaö frekar en aöra
starfsmenn.
Annar starfsmaður, íslenskur,
íslendingur um borð
fyrir sama fyrirtækið, Matthías P.
Hauksson í Stafangri, tjáði DV í gær
aö fólkinu heföi veriö komiö í
björgunarbáta strax og gaslekans
varö vart, þegar gas var komið á út-
hliðar fóðrmgsröra í borholunni. Aö
sögn Matthíasar var strax bmgöist
við eins og um slys væri að ræða enda
mjög alvarlegt þegar svona á sér
staö þar sem aUt getur spmngiö í loft
upp eöa borpallurinn getur sokkiö
þegar gasiö blandast sjónum
umhverfis.
Björgunarbátamir sem fólkiö fór í
eru yfirbyggöir og mjög öruggir en
mikiö óveður var þessa nótt og eigi
reyndist unnt aö koma fólkinu upp á
skip, þannig aö því var komið fyrir á
öörum borpalU og bíður það þess nú
aðveraflutt íland.
Borpallurinn Vinland stendur hins
vegar einn og yfirgefinn og gaslekinn
heldur stööugt áfram en geröar em
tUraunir nú tU aö koma viögeröar-
mönnum þangaö út, aö sögn
Matthíasar. -HÞ.
EV- SALURINN
TEPPIIM
Við erum
í takt
LÆKKA
LÆKKA
LÆKKA
LÆKKA
LÆKKA
við verðbóiguna!
TEPPABÚDIN
SÍÐUMÚLA 31 SiMl 84850
Chevrolet Concours 1977.
Dodge Aspen 1979.
rr^
Volkswagen Passat 1976.
ÓDÝRIR BÍLAR. ÁN ÚTBORGUNAR.
notodir bílor
Volkswagen Passat 1974. Munið EV kjörin.
EV- SALURINN
HGILL * eigu umbodssins
VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944
Ford Cortina station 1974.
Fiat 127 900 cl 1977. -
Ford Mustang 1966.
Fiat 131
Mirafiori
1980.
Fiat 127 900 special 1982
Mercedes Benz dísil 1972.