Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 7
DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
7
kjúklingasalat þar sem notkun innmatarins er ekki nauösynleg.
Innmaturinn í
kjúklingum
alltaðlO%
af verðinu
Neytendur Neytendur
Kjúklingaframleiðsla hefur tekið
mikinn fjörkipp hér á landi seinustu
ár. Alls eru starfandi f jögur sláturhús
sem eru reyndar mismunandi stór.
Mikil samkeppni hefur veriö milli
framleiðenda og hefur það m.a. komið
fram í verðinu. Ætla má að neysla á
kjúklingum hafi aukist mikiö.
Nú hafa okkur borist fyrirspurnir
um það hvers vegna innmaturinn fylgi
ekki meö kjúklingum. En flestir sem
neytt hafa kjúklinga um árabil eru
vanir því að þessi matur fylgi með.
Hann er m.a. notaður til að gera sósur.
Því er til að svara að hjá sumum fram-
leiðendum fylgir þessi innmatur með
en hjá öðrum ekki.
Hjá yfirdýralækni fengum við þær
upplýsingar aö frá þeirra hendi væri
lögð áhersla á að innmaturinn væri
ekki látinn fylgja með. Ástæöan fyrir
því væri sú að hættan á sýklamyndun
væri mun meiri þegar hann væri látinn
fylgja með. Ef hætta er á því að í
kjúklingum leynist sýklar, salmonella
sýklar, er það fyrst og fremst í
innyflum og hálsi kjúklingsins, þ.e. í
meltingarveginum. Hættan á sýkingu
er ávallt fyrir hendi þó hún sé reyndar
ekki mikil og sýklarnir drepast við
hitastig yfir 80°C. Að sögn Páls Agnars
Pálssonar yfirdýralæknis er þetta ráð-
stöfun sem á að koma neytendum til
góða.
Gunnar Jóhannsson, framleiðandi
Holta-kjúklinga, sagði að innmaturinn
væri ekki látinn fylgja með þeirra
kjúklingum. Astæðurnar fyrir því
væru ekki vegna heilbrigöisráöstafana
heldur vegna þess að reynsla þeirra
væri sú að ekki nema örfáir nýttu sér
þennan innmat. Gunnar taldi aö 90—95
prósent þeirra sem keyptu kjúklinga
borðuðu ekki innmatinn, hann færi
beint í ruslafötuna. Innmaturinn væri
70—100 g og gæti þá verið allt að 10
prósent af kílóverðinu. Þetta væri því
oft dulin aöferð til að fá hærra verð
fyrir kjúklinga. Það er því spurning
hvort neytendur vilja borga svo mikið
fyrir þennan innmat þegar reyndin er
'sú að ekki nema örfáir nýta sér hann.
Selt í lausu
Okkur hér á neytendasíðunni dettur í
hug aö órannsökuöu máli að hugsan-
legt væri að selja innmatinn í lausu. Þá
gætu þeir sem vilja nota hann keypt
hann en aðrir, sem viröast vera í yfir-
gnæfandi meirihluta, þyrftu ekki að
borga aukalega fyrir þennan fylgimat
sem oftast hafnar í tunnunni. -APH
Svona auövelt er aö losa fiskinn frá beinunum
'Zrv '-"'
/ V ■ .> J-\: \ -. Ay
Ristið með hníf eftir endilöngum fisknum. Losið síðan fiskinn frá kviðnum, síðan hryggnum. Auðveldast er að fjarlægja bein og hrygg ef byrjað er við sporðinn.
Skeriö silunginn upp og fjarlægið
innyfli og blóðrönd vandlega. Einnig
tálknin.
Kryddiö fiskinn með salti og pipar og
veltið upp úr eggjahrærunni og síðan
möndluflögunum.
Bræðið smjörið á þykkbotna pönnu
og þegar það freyðir er silungurinn
settur á pönnuna og steiktur í u.þ.b. 4—
5 mínútur á hvorri hlið. Best er að nota
breiðan spaða við að snúa fiskinum til
þess að flögumar detti ekki af.
Þegar búið er að fjarlægja silunginn
af pönnunni er afganginum af
möndluflögunum, ef einhver er, bætt á
pönnuna og örlitlu smjöri. Hellt yfir
fiskinn um leiö og hann er borinn fram
með hvítum kartöflum og sítrónu.
Smiöshöföa 23 sími 812 99
—
Er byftingarkennd nýj-
ung frá Wella.
Er notað þegar hárið
er lagt eða blásið og
skilar sérlega góðum
árangri \ hár sem feng-
ið hefur permanent.
Afrafmagnar hárið,
hárgreiðslan helst bet-
ur og hárið greiðist og
leggst betur en ella.
Inniheldur einnig nær-
ingu og gerir hárið
viðráðanlegra og
gefur því glans.
NÝJASTA
nýttJ^sJS
FRÁ
WElltI
-------------------\
Svona notar þú
f rá
WEllA
•
Hristið dósina vel fyrir
notkun.
•
Sprautið froðunni í
lófann og látið hana
þenjast út. Hæfilegt
magn er á stærð við
golfkúlu.
•
Dreifið froðunni jafnt í
hárið.
•
Greiðið, leggið eða
blásið hárið eins og
óskað er.
•
Þú getur keypt
á hárgreiðslustofunni
þinni
Heildsölubirgðir
Halldór
Jónsson
h/f