Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
(Jtlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
íranir og írakar státa
hvorir um sig af stórsigrum
— en vígstaðan samt talin lítið breytt þrátt fyrir hernaðarumsvifin í vikunni
Staöan í Persaflóastríöinu milli
Irans og Iraks er enn í þoku því aö hvor
stríðsaðili um sig sendir út fréttir um
aö hann hafi stráfellt óvininn, eða ber
til baka svipaðar tíundir hins af stríös-
rekstrinum.
Her Irans er sagöur hafa sótt allt til
bæjarins Al-Qumah, sem er um 30 km
inni í Irak. Segjast Iranar hafa rofið
vegasamband milli Baghdad og Persa-
flóa, náö 20 þorpum á sitt vald og fellt
yfir 2.500 hermenn Iraks.
Iranskir hermenn á vígstöövunum búa sig undir áhlaup á Iraka.
Fréttastofa Irans segir aö Irönum
hafi veriö vel fagnað af íbúum Al-
Qurnah, sem kalli Khomeini leiötoga
sinn.
En fréttamaður Reuters, sem var
meöal fyrstu erlendu fréttamanna er
til bæjarins komu í gærkvöldi, sagöi aö
Al-Qurnah væri kyrfilega á valdi Iraka
og hvegi sæist bóla á Irönum i
nágrenninu.
Hann hefur það eftir embættismönn-
um í bænum aö bæjarbúar hafi aöstoð-
aö Iraksher viö að strádrepa íranskt
herliö um 12 km austar. Irakar halda
því fram aö 1500 Iranir hafi veriö felld-
ir og 350 teknir til fanga í þeirri orra-
hríö.
Annars herma fréttir Iraka aö 4770
Iranir hafi veriö felldir á tvennum víg-
stööum síöan á miðvikudagskvöld.
Iraksstjóm er sögö hafa snúiö sér til
framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóö-
anna og varað viö því aö magnist styr j-
öldin sé öryggi alls þessa heimshluta í
hættu.
I Washington, þar sem menn fylgjast
náiö meö framvindu stríðsins vegna
flutninganna frá olíuríkjunum viö
Persaflóa, er talið aö vígstaðan hafi
h'tiö breyst þrátt fyrir allt bramboltiö
síöustudaga.
Iran hefur ítrekaö hótanir um aö
stöðva allar skipaferðir um Hormuz
sund ef Irakar valda spjöllum á olíu-
vinnslu Irans eöa olíuflutningum. —
Reagan Bandaríkjaforseti áréttaöi í
fyrradag heitingar um aö senda herliö
til Hormuz-sunds ef ferðir olíuskipa
veröa stöövaðar.
Heima í Teheran fylgja Iranir leiðtoga sinum Khomeini af mikilli innlifun.
Fjaðrafok
af sjálfs-
morði í
ísrael
Mikið fjaðrafok hefur oröið í Israel
út af sjálfsmorði eins af virtari banka-
stjórum landsins sem sætti rannsókn
út af meintu misferli meö fjármuni
bankans.
Yaacov Levinson (52 ára) haföi meö
kaupsýsluþekkingu sinni aukið svo
uppgang Hapoalim-banka verkalýðs-
hreyfingarinnar á tíu árum, aö hann
var orðinn með voldugri bönkum í
Israel. — En Levinson lá undir ákæru
um aö hafa millifært fé úr bankanum
til bandarískra fyrirtækja sem hann
satístjóminni í.
Hann skaut sig til bana í gær.
Þau tíðindi komu mörgum til aö
standa á öndinni og þykja þau líkleg til
þess aö draga bæöi efnahagslegan og
pólitískan dilk á eftir sér. Er til dæmis
kominn upp ágreiningur innan verka-
mannaflokksins út af málinu. — Hann
er í stjórnarandstöðu en hefur sam-
kvæmt skoöanakönnunum aukiö mjög
fylgi sitt og eygði töluveröar sigur-
vonir í kosningunum sem fyrirhugaöar
eru 1985.
I bréfi sem Levinson lét eftir sig lítur
hann á sjálfan sig sem sektarlamb og
segist ekki þola lengur þessa niöurlæg-
ingu. „Þeir úthella blóði mínu, dropa
fyrir dropa,” skrifaöi hann.
Ekkja hans hefur óskaö þess aö
ýmsir helstu forystumenn Histadrut,
verkalýöshreyfingar Israels, láti ekki
sjá sig viö jaröarförina.
Böm í Beirút, þeirri stríöshrjáðu borg, hafa ekki átt sjö dagana sæla aö undanförnu. Myndin sýnir barn aö leik
innan um vopnaða hermenn.
Vopnahlé í Líbanon?
Saudi Arabía kunngeröi í morgun að
vopnahléssamkomulag heföi tekist
meö ófriöaraðilum í Líbanon eftir viö-
ræöur síðustu daga í Beirút og í
Damaskus.
Boöa meöalgöngumenn Saudi
Arabíu að lýst veröi yfir vopnahléi
síöar í dag en ósagt er látið hverjum
skilmálum þaö sé bundiö.
Frá Sýrlandsstjóm og Líbanonstjóm
hefur ekkert heyrst varöandi þetta
vopnahléssamkomulag.
Heyrst hefur aö til þess að vopnahlé
takist verði að skipa nýjan forsætisráð-
herra og nýja ríkisstjórn í Beirút,
afneita opinberlega samningunum við
Israel um brottflutning Israelshers frá
Líbanon og hefja aö nýju þjóösáttar-
viðræöurnar í Genf.
Oupplýsthvern-
ig Carterskjöl-
inkomustí
hendur Reagans
Alríkislögreglunni bandarísku (FBI)
hefur ekki tekist aö upplýsa hvernig
minnisblöð Jimmy Carters fyrir sjón-
varpseinvígi hans viö Reagan á sínum
tíma komust í hendur kosningaráð-
gjafa Regans.
Niöurstaða rannsóknarinnar er á þá
lund aö ekki finnist neinar sönnur fyrir
því aö þessi skjöl hafi komist meö ólög-
mætum hætti í hendur Reagans
manna.
FBI hóf rannsókn í málinu að fyrir-
mælum Reagans sjálfs, en nú er látið
_ sem rannsókninni sé lokiö. Þingnefnd,
sem vinnur aö sjálfstæðri rannsókn
heldur henni þó áfram...
Baskar mót-
mæla með
verkfalli
illverkum
Baskar efna til sólarhrings alls-
herjarverkfalls í dag í mótmælaskyni
við morö hryöuverkamanna á einum
þingmanna sósíalista sem batt enda á
kosningabaráttuna fyrir kosningamar
næsta sunnudag til sjálfsstjómarþings
baska.
Enrique Casas er fyrsti þingmaður-
inn myrtur á Spáni síöan lýðræðis-
stjóm kom þar til valda. — Hann var
myrtur á þröskuldinum heima hjá sér
þegar hann fór til dyra í gær eftir aö
ókunnugir menn höföu barið þar upp á.
— Casas var eindreginn andstæöingur
ETA sem eru hryðjuverkasamtök rót-
tækra aðskilnaöarsinna.
Aö allra áliti hafa flugumenn ETA
drýgt morðið sem mælist mjög illa
fyrir. Hefur kosningafundum veriö
slegið á frest og boöaö til verkfalls í
dag í Bilbao og nágrenni.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson