Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 12
12
ÐV. FOST.UBAGUR24, í'EBRUAR 1984.
Frjálst.óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastióri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarveró á mánuói 250 kr. Veró í lausasölu 22 kr.
Helgarblaó 25 kr.
Erþettahægt?
I síðustu viku var lætt inn á alþingi sérkennilegu máli.
Landbúnaðarráðherra leggur fram stjórnarfrumvarp um
breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. Er þar um aö
ræöa lántökur vegna jarðakaupa, véla- og bústofns- og
fóðurkaupa á árunum 1979 til 1983. Ákvörðun um lánakjör
skal tekin af Veðdeild Búnaðarbankans og fulltrúum
Búnaöarfélags Islands og Stéttarsambands bænda.
Enginn hafði spurnir af þessu frumvarpi fyrr en það
var lagt fram. Engar umræður hafa átt sér stað í þjóð-
félaginu um nauösyn þess.
Það kemur eins og skrattinn úr sauöarleggnum.
Nýlega var tekin ákvörðun um aö breyta lausaskuldum
útgerðarfyrirtækja í löng lán. Sú ákvörðun átti sér langan
aðdraganda og olli deilum. Atökin stóðu um þá grund-
vallarspurningu hvort verjanlegt sé að fyrirtækjum eða
atvinnurekstri, sem stendur illa og er skuldum vafinn,
eigi að bjarga með stjórnvaldsaðgerðum af þessu tagi. Sú
meginregla hefur gilt í fjármálaviöskiptum almennt að
lántakandi greiði sín lán eins og lánskjör segja til um.
Aðeins þegar neyð eða þjóðarvoði er yfirvofandi hefur
þótt réttlætanlegt að breyta lánskjörum meö lögum, eins
og gert var á dögunum gagnvart útgerðinni.
Enginn hefur hins vegar minnst einu oröi á slíka neyö
hjá bændum, og satt að segja verður ekki séð hvernig
lausaskuldir bænda vegna véla- og fóðurkaupa komi
nokkrum einasta manni við, nema þeim sem að lánunum
standa.
Ekki er nóg með að ríkisstjórnin hyggist veita bændum
lögverndaðan rétt til að breyta lausaskuldum í löng lán,
heldur verða lánskjörin ákveðin af bændasamtökunum
sjálfum!
Þetta er sannarlega ekki dónaleg fyrirgreiðsla og ekki
nema von að tveir þingmenn geri það af skömmum sínum
að flytja sams konar frumvarp í þágu launafólks, ríkis-
stjórn og bændum til háðungar.
Ef bændur eiga að fylgja útgerðarmönnum, hvers
vegna þá ekki að breyta lausaskuldum launafólks í löng
lán, með kjörum sem það sjálft ákveður, ef og þegar það
hefur fjárfest í íbúðarhúsnæði, innbúi, verkfærum og
tækjum, sem þetta fólk þarfnast vegna vinnu sinnar?
Ef það er stefna stjórnvalda að breyta lausaskuldum
einstakra stétta í landinu í föst lán með lögum hlýtur röð-
in að vera komin að launafólki, verslunarmönnum, iðnaði
og hverjum öðrum, sem stendur í skuldabasli vegna fjár-
festinga.
Útgerðarskuldunum var bjargað fyrir horn af þeirri
einföldu ástæðu að fiskveiðar og fiskvinnsla eru undir-
stöðuatvinnugrein í landinu. Flotinn var að stöðvast og
neyðarástand að skapast.
Slíku ástandi er ekki til að dreifa í landbúnaði.
Engu að síður hefur komið í ljós að þetta er ekki í fyrsta
skipti sem bændur njóta slíkrar fyrirgreiðslu. I fjórtán ár
samfellt hafa bændur notið lögverndaðrar undanþágu frá
því að greiða lausaskuldir sínar hjá kaupfélögunum. Og
nú á enn að framlengja þessi fríðindi.
Utflutningsuppbæturnar og niðurgreiðslurnar hafa
löngum verið þyrnir í augum þeirra sem hafa gagnrýnt
forgangsaðstöðu bænda. Veldi framleiðsluráðsins, verð-
lagning og einokun í skjóli bændasamtaka hefur þótt með
ólíkindum. Kaupfélagsvaldið hefur riðið húsum í land-
búnaðinum.
Frumvarp landbúnaöarráðherra um breytingar á
lausaskuldum bænda er dropinn sem fyllir mælinn. Nú
verða menn að segja hingað og ekki lengra. Það hljóta að
vera einhver takmörk fyrir þessari einstefnu. ebs
Eru 5 milljarða
skattsvik
smámál?
Kjallarinn
Eru skattsvikin „þjóöaríþrótt”, —
þar sem sá er talinn mestur sem
best getur leikiö á kerfiö eöa eru
skattsvik þjóöfélagsmeinsemd, sem
stjórnvöldum ber skylda til aö grípa
á og sporna gegn af fyllstu hörku?
Þessi spuming vaknar þegar víöa
í þjóðfélaginu má sjá af lífskjörum
og lífsstíl manna aö þaö er oft
hrópandi ósamræmi milli lifnaðar-
hátta og þess sem greitt er í
sameiginlega sjóði landsmanna. — 1
skjóli blindu og sofandaháttar
stjómvalda gegnum árin, sem lokar
eyrum, augum og öömm skilningar-
vitum þegar um skattsvik er rætt,
dafnar svo þessi „þjóöaríþrótt” og á-
fram geta skattsvikarar keppt hver
viö annan um hver sé mestur og
besturí íþróttinni.
Pólitiskur vilji
eða viljaleysi?
I Helgarpóstinum 10. nóv. sl. talar
skattrannsóknarstjóri um aö þaö
vanti pólitískan vilja til aö gera átak
íþessummálum.
Á þennan pólitíska vilja eöa
viljaleysi vilja Alþýðuflokksmenn nú
láta reyna, — og hafa flutt á Alþingi
tillögu um aö úttekt veröi gerð á um-
fangi skattsvika sem felur í sér eftir-
farandi:
1. Umfang skattsvika hérlendis
miðað viö upplýsmgar um þjóöar-
tekjur í þjóöhagsreikningum og
öömm opinberum gögnum annars
vegar og upplýsingar um f ramtaldar
tekjur í skattframtölum hins vegar.
2. I hvaða atvinnustéttum og at-
vinnugremum skattsvik eigi sér
helst staö.
3. Umfang söluskattssvika hér á
landi.
4. Helstu ástæöur fyrir skatt-
svikum og hvaöa leiöir eru vænleg-
astartil úrbóta.
Hve mikil eru
skattsvikin?
Engin skipuleg úttekt hefur veriö
gerö á því hér á landi hve umfangs-
mikil skattsvikm em ef undan er
skiliö aö prófessor Olafur Bjömsson
reyndi í ítarlegri grein um skattamál
á árinu 1975 aö varpa nokkru ljósi á
þaö.
Byggöi hann sitt mat á því aö ef
bomar eru saman þjóðartekjur
gerðar upp á grundvelli upplýsinga
um magn og verðmæti þjóðarfram-
leiðslunnar annars vegar og skatt-
framtala hins vegar þá skakkaöi 10—
11% sem skattframtöl væru lægri en
þjóðhagsreikningstölur en byggt var
á þjóðhagsreikningstölum áranna
1959-1960.
Ef þessar tölur eru lagöar tii
grundvallar þá samsvarar þaö á
árinu 1983 að um 5 milljarðar og 283
millj. hafi verið dregnar undan
skatti eða 33% af áætluðum heildar-
tekjum ríkissjóðs á árinu 1984 og þá
em söluskattss vikin ekki meðtalin.
Tappar í eyrum
Hér ber auövitað aö undirstrika aö
um mat er að ræöa á skattsvikum.
Það er þó athyglisvert aö í mörgum
löndum þar sem úttekt hefur fariö
fram á skattsvikum, svo sem í
Noregi, Bandaríkjunum og Svíþjóð,
er um svipaða stærö af skattsvikum
að ræöa eöa um 11% af þjóöar-
tekjum.
Jafnvel þó aö um mat sé aö ræöa
eru þessar tölur yfir 5 milljarðar kr.,
eða 33% af heildartekjum ríkissjóös
á árinu 1984, svo svimandi háar og
svo æpandi aö maður skyldi ætla aö
stjórnvöld kæmust ekki hjá því eitt
augnablik aö taka tappann úr eyranu
og kíkinn frá blinda auganu.
Nei, allt kom fyrir ekki þegar
þessi mál voru fyrir nokkru rædd á
Alþingi. Þetta virtist vera smámál i
augum stjómarherranna, sem reka
ríkisbúskapinn meö halla, — sem
geta ekki staöiö viö skuldbindingar í
húsnæðiskerfinu, — sem hert hafa
svo að láglaunafólki aö neyð hefur
skapast á mörgum heimilum. Alveg
sama og ekkert mál,. — þó aö sem
svarar þriöjungi eöa helmingi, eins
og sumir vilja halda fram, af ríkis-
fjármunum sé stolið undan skatti.
Það virtist ekki þess viröi aö leggja
eyrun við eöa eyöa í það orðum í söl-
um Alþingis. Salir Alþingis eru hálf-
tómir, lítil viöbrögö þó veriö væri aö
ræöa mestu og hrikalegustu þjóö-
félagsmeinsemd sem viö búum viö
sem skattsvikin eru. — Ekkert mál.
„Þjóöaríþróttin” — skattsvikin —
virðist enn eiga framtíö fyrir sér.
Orð skattrannsóknarstjóra um
pólitískt viljaleysi fengu byr undir
báöa vængi í sölum Alþingis. Alþingi
virtist ekki koma málið við.
Skattaeftirlitið
Allt okkar skattaeftirlit er einnig
mjög slælegt því að illa er búiö aö
skattstofunum. Afleiöing þess er aö
JOHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUFLOKKINN
Ef reynt er aö draga upp mynd af
því sem innheimtist vegna skatta-
eftú-lits skattrannsóknardeildar —
og áriö 1983 tekið sem dæmi — kemur
eftirfarandi í ljós: Ef það mat er lagt
til grundvallar sem áöur er vitnað til
aö 5 milljörðum og 283 millj. hafi
veriö skotiö undan skatti á árinu
1983, aö undanskildum söluskatti, þá
innhcimtist aöeins með viðurlögum
0,05% eöa 2 millj. og 854 þúsund af
þeirri upphæð á því ári hjá skatt-
rannsóknardeildinni (sölusk. undan-
skilinn).
Gera má ráö fyrir aö eitthvaö inn-
heimtist hjá skattstofunum einnig,
en varla er um stórar upphæöir aö
ræða vegna endurálagningar út-
svars eða tekjuskatts þar sem
,Heiðvirðir og skilvisir skattgreiðendur eiga á þvi kröfu að stjórnvöld
gripi i taumana."
flóknari skattframtöl, til aö mynda
fyrirtækja og einstaklinga í atvinnu-
rekstri, fá mjög litla skoöun, sér-
staklega hjá skattstofunum. Allur
tími og starfskraftur fer í að yfirfara
skattframtöl launþega. Gefur það
auga leiö aö lítið kemur út úr því
eftirliti, enda launþegar í lítilli
aöstööu til aö svíkja undan skatti
jafnvelþótt þeirvildu.
Á árinu 1982 voru það aöeins 207 af
tæplega 24 þús. skráöum framtölum
félaga og einstaklinga í atvinnu-
rekstri sem fengu ítarlega skoöun og
sérstaka meöferö og rannsókn hjá
embætti skattrannsóknarstjóra eöa
innan við 1% allra framtala. Og á
árinu 1983 var 651 mál til athugunar
eöa innan við 3% af öllum skráöum
framtölum emstaklinga og fyrir-
tækja í atvinnurekstri.
Afleiðingin
Afleiöing þess hve illa er búiö aö
skattstofunum kemur einnig fram í
því aö lítið mnheimtist vegna skatta-
eftfrlits. Á sl. þremur árum
úinheimtist eftfrfarandi vegna
skattaeftfrlits, þ.e. hækkanfr hjá
rfldsskattstjóra meö viöurlögum vegna
athugunar hjá rannsóknardeild rikis-
skattstjóra.
Árið 1981 innheimtust tæpar 2
millj. og 160 þús., þar af 739 þús.
vegna söluskattssvika.
Áriö 1982 innheimtust 3,1 milljón,
þar af 2,3 vegna söluskattss vika.
Árið 1983 innheimtust 7,8 millj.,
þar af 4,9 millj. vegna söluskatts-
svika.
eftirlitið beinist frekar þar aö fram-
tölum launþega en framtölum fyrfr-
tækja.
Meö þessum tölum er ekki veriö
aö kasta rýrö á það starf sem unnið
er á skattstofunni eöa skatt-
rannsóknardeild ríkisskattstjóra.
Þessar tölur eru miklu frekar áminn-
úig til stjórvalda um þaö hve illa er
búiö að skattstofum og rannsóknar-
deild sem vantar mikiö á að hafi yfir
að ráöa þeún sérhæföa starfskrafti
sem nauðsynlegur er til aö eftirlitið
veröiárangursríkt.
Undirheimar
skattsvikanna
En hvaðertilráða?
Heiövfröir og skilvísir skatt-
greiðendur eiga á því kröfu að stjórn-
völd grípi í taumana. — Kröfu á því
aö þurfa ekki aö bera byrðir fyrir þá
betur settu. — Væri hægt aö lýsa
upp undirheúna skattsvikanna
mundi þversögnin um lága skatta en
munað í lífskjörum skýrast
verulega.
Ekki er nóg að gera bara úttekt á
umfangi skattsvika. Þingmenn Al-
þýöuflokksms hafa eúinig lagt fram
tillögu til þmgsályktunar um aö-
gerðfr stjómvalda gagn skattsvikum
þar sem bent er á leiðir til þess að ná
fram úrbótum á sviöi skattrann-
sókna, skattaeftirlits og meöferöar
ákæru- og dómsmála í skattsvika-
málum til aö ná markvissari tökum
á skattsvikum og bókhaldsbrotum
isem liö í því að uppræta skattsvikin.
:Um þaö veröur f jallað í næstu grein.