Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Side 14
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
Flutningaskipið Kampen var algjörlega vanbúið tH að leggja upp i ferðina til íslands í október. Ábyrgðarleysi skipstjórans kostaði hann
sjálfan lifið og sex áhafnarmeðlimi að auki.
Orsök þess að f lutningaskipið Kampen sökk við Suðurland
í nóvember síðastliðnum:
VÍTAVERT ÁBYRGÐAR-
LEYSISKIPSTJÓRANS
— segir í niðurstöðum sjóréttar í Hamborg
Flutningaskipiö Kampen, sem
fórst viö suöurströnd íslands í
nóvember síöastliönum, heföi aldrei
átt aö leggja upp í sína hinstu för.
Samkvæmt niðurstööum sjóréttar í
Hamborg var skipiö af f jölmörgum
ástæöum ósjóhæft. Rétturinn komst
ennfremur aö þeirri niðurstöðu að
ekki væri sannaö aö útgerðarfélag
skipsins, Schulauer Schifffahrtskont-
or, licföi vitaö af bágbornu ástandi
skipsins og ábyrgðin fyrir skipstap-
anum skrifaöist því á skipstjórann
en hann var einn sex skipverja, sem
fórust, er skipið sökk.
Samkvæmt upplýsingum frá
fréttaritara DV í Þýskalandi, Hans
Sætran, er þetta þó ekki í fyrsta sinn
sem útgeröarfélag þetta tapar skipi
vegna vanbúnaöar.
I niðurstöðum sjóréttarins í Ham-
borg segir aö þaö sem mestu skipti
um hvernig fór meö Kampen var aö
ekki var hægt að loka lestarlúgum
skipsins nægjanlega vel. Sjór komst
því í lestar skipsins — sérstaklega
bakborðsmegin — og olli slagsíðu.
Ekki bætti úr skák að farmur skips-
ins, kol, var rakur fyrir og skreiö því
auðveldlega til.
— Farmurinn einn og sér var
nægjanlega hættulegur fyrir þetta
skip þó svo enginn sjór heföi komist í
lestarnar, segir rétturinn.
En það var fleira sem var að. Þeg-
ar Kampen hélt úr höfn í Amsterdam
áleiðis til Islands var skipiö ofhlaöiö.
Það risti sex sentímetrum dýpra en
hleðslumörk á Noröur-Atlantshafi á
þessum árstíma segja til unn að leyfi-
legtsé.
— Þetta hlaut skipstjóranum aö
vera kunnugt um, segir rétturinn.
Þar aö auki höföu lausar lestar-
lúgur gert göt á skilrúm milli lestar-
rýmis og jafnvægistanks bakborös-
megin, skömmu fyrir Islands-
ferðina, en ekki var búið að gera viö
þessi göt áður en lagt var upp í hina
örlagaríku ferð.
I viöbót við allt þetta var áhöfn
skipsins fámennari en átti að vera.
Samkvæmt reglum áttu 17 manns að
vera um borö en voru aðeins 13 í síð-
ustu ferðinni. Meöal annarra vantaði
loftskeytamann, en heföi hann verið
með heföi kannski verið hægt að
bjarga öllum skipverjum. Loft-
skeytamaður hefði getað komiö
upplýsingum á framfæri um hvernig
ástatt var fyrir skipinu eftir að það
fékk á sig slagsíöuna. Og einnig heföi
hann getaö séö um aö neyöarkall
skipsins væri sent á neyðarbylgjunni
í staö strandbylgjunnar eins og gert
var. Með því tapaðist dýrmætur tími
fyrir björgunarsveitirnar.
Þaö var því fyrst og fremst víta-
verðu kæruleysi skipstjóra Kampen
að kenna aö skipið lagöi í þá helför
sem kostaöi sjö manns lífið og þar á
meöalskipstjórannsjálfan. -SþS
Megn óánægja félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur:
SAKA FORMANNINN UM
EINRÆÐISLEG VINNUBRÖGÐ
— „Er að gefast upp á þessu/’ segir Helga Enoksdóttir formaður
sem hef ur leitað aðstoðar hjá VMSÍ
14
Góðsala
í mjólkur-
afurðum
Tölur um mjólkurframleiöslu á síö-
asta ári liggja nú endanlega fyrir. Inn-
vegin mjólk til mjólkursamlaga var
samtais rúmlega 106 milijónir lítra, er
þaö 1,8% aukning frá árinu áður. Sam-
dráttur vará Suöur- og Vesturlandi, en
aukning varö einna mest í mjólkur-
samlögum á Noröurlandi.
Munur á mjólkurframleiöslu frá
sumri til vetrar, hefur veriö mjög baga-
legur fyrir samlögin, og hafa bændur
verið hvattir til aó draga úr þessum
mun. Þaö hefur veriö gert meö því að
greiða mun fyrr fyrir vetrarmjólk en
sumarmjólk.
Þetta hefur orðiö til þess aö miklar
breytingar hafa oröið á buröartíma
kúnna á Suöur- og Vesturlandi nú síö-
ustu tvö ár, og stefnir í jafnari
mjólkurframleiðslu allt áriö vegna
þess.
Sala á mjólkurafurðum var yfir
heildina litiö góö, en sérstaklega seld-
ust ostar, kotasæla og skyr í meira
mæli. Aftur á móti varö samdráttur í
sölu á jógúrt og undanrennu.
Smjörfjall landsmanna var í lok síö-
asta árs rúm 300 tonn. -öþ
Hækkanir
opinberra
gjalda
Hækkanir ríkisskattstjóra á opin-
berum gjöldum vegna athugana rann-
sóknardeildar embættisins, námu tæp-
um 7.800.000 krónum í 33 málum á ár-
inu 1983. Skattsektir úrskurðaöar af
ríkisskattanefnd námu 379.000 krónum
í 6 málum. Einu máli var vísað til’
Rannsóknarlögreglu ríkisins og dómur
gekk i einu skattsvikamáli á árinu.
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra
athugaöi 651 mál á árinu. Bókhalds-
skoðanir voru framkvæmdar í 533
fyrirtækjum og voru 413 afgreiddar
meö athugasemd. Skattstofunum bár-
ust upplýsingar um 467 aöila frá
erlendum skattayfirvöldum. -GB
NATOveitir
styrki til um-
hverfismála
Atlantshafsbandalagið mun á árinu
’84 veita nokkra styrki til fræðirann-
sókna á vandamálum er varða opin-
bera stefnumótun í umhverfismálum.
Styrkirnir eru veittir á vegum nefndar
bandalagsins, sem fjallar um vanda-
mál nútímaþjóöfélags, og er æskilegt
að sótt veröi um styrki til rannsókna er
tengjast einhverju þeirra verkefna,
sem nú er fjallað um á vegum nefnd-
arinnar. Gert er ráö fyrir því að um-
sækjendur hafi lokið háskólapróf i. Um-
sóknum skal skilað til utanríkisráöu-
neytisins fyrir 31. mars ’84 og lætur
ráöuneytiö í té nánari upplýsingar um
styrkina þar á meðal framangreind
verkefni. -öþ
Feröastyrkir
til Svíþjóðar
Islandsnefnd Letterstedtska sjóðs-
ins hefur ákveöið aö veita feröastyrki á
árinu 1984 handa íslenskum fræöi- og
vísindamönnum sem ferðast vilja til
Svíþjóöar á því ári í rannsóknarskyni.
Til úthlutunar úr sjóönum eru 15.000
sænskar krónur. Tekið skal fram aö
ekki er um eiginlega námsferöastyrki
að ræöa, heldur koma þeir einir til
greina, sem lokið hafa námi en hyggja
á f rekari rannsóknir á sínu sviði.
Umsóknir skal senda til Islands-
nefndar Letterstedtska sjóösins, c/o
Þór Magnússon, Þjóðminjasafn Is-
lands, Pósthólf 1439, 121 Reykjavík,
fyrir 1. mars 1984, þar sem veittar eru
nánari upplýsingar.
Megn óánægja ríkir nú meðal
félagsmanna í Verkalýösfélagi
Grindavíkur. Beinist óánægjan eink-
um að formanni félagsins. Er formaö-
urinn sakaöur um aö sýna einræði viö
stjórn félagsins, halda sjaldan fundi í
félaginu og greiða atvinnuleysisbætur
úrfélagssjóöi.
DV hefur rætt viö allmarga félags-
menn. Kváðu þeir allir að fundir heföu
ekki verið haldnir í félaginu í ár. For-
maöur heföi ítrekað veriö beöinn um
aö halda fundi, bæði meö félagsmönn-
um, svo og meö stjóm og trúnaðar-
mannaráöi, en án árangurs. Hann
heföi þá lokaö skrifstofu f élagsins f yrir
mörgum mánuðum og flutt starfsem-
inaheimtilsín.
Atvinnuleysisbætur heföi formaöur-
inn greitt út á tímabilinu frá í vor til
hausts, en heföi ekki farið hinar hefö-
bundnu leiðir í tryggingakerfinu. Hann
heföi greitt bæturnar úr félagssjóði
sem geröi þaö aö verkum aö vextir af
sjóönum töpuöust. Kváöu félagsmenn
félagið ekki starfhæft um þessar
mundir þar sem formaður bryti öll
gildandi lög og reglugerðir.
Helga Enoksdóttir, formaöur verka-
lýösfélagsins, kvaöst hafa haldiö fund
meö stjóm og trúnaöarmannaráöi í
maí í fyrra. Þá heföi veriö haldinn
félagsfundur í april á siöasta ári.
Astæðuna fyrir þessum fáu fundum
kvað hún vera þá að mjög erfitt væri
aö starfa með fólkinu í verkalýðsfélag-
inu. Fundirnir færu út um þúfur, enda
bæri þar mest á órökstuddum fullyrö-
ingum. „þetta er orðiö ófremdar-
ástand og ég er að gefast upp á þessu,”
sagöi Helga. „Þaö hefur hvarflað aö
mér að segja upp vegna þessa ástands.
En ég hef leitað til Verkamannasam-
bands Islands um aðstoð og er nú að
bíöa eftir henni. Sú aöstoö, sem ég fer
fram á, em einfaldlega leiðbeiningar
um hvernig starfa eigi viö slíkar aö-
stæöur sem hér. Erindreki VMSI hefur
veriö upptekinn aö undanfömu, en um
leið og hann hefur aöstoöað mig mun
ég boöa til aðalfundar.
-JSS
Samvinna Háskóla Islands
og Minnesotaháskóla
Carol Pazandak, aðstoðarmaður rektors Minnesotaháskóla, færir forseta
islands, Vigdisi Finnbogadóttur, gjöf frá rektornum. Dr. Guðmundur
Magnússon, rektor Háskóla islands, fylgist með.
Ljósm. G.T.K.
Mjög góö samvinna hefur tekist
milli Háskóla Islands og Minnesotahá-
skóla í Minneapolis. Á 70 ára afmæli
Háskóla Islands bauð rektor Háskóla
Islands rektor Minnesotaháskóla,
Peter Magrath og frú, aö vera viöstödd
hátíöarhöldin.
Þegar forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsótti Bandaríkin á
sýninguna Scandinavia Today, bauö
rektor Minnesotaháskóla henni sér-
staklega í heimsókn.
I framhaldi af því styrkti Banda-
ríkjastjórn samskipti háskólanna með
upphæð sem nemur $50.000,-. Aöal-
tengiliöur háskólanna við þá styrkveit-
ingu var Carol Pazandak, aðstoöar-
maður rektors Minnesotaháskóla. Hún
afhenti forseta Islands, Vigdísi Finn-
bogadóttur, gjöf frá rektor Minnesota-
háskóla á Bessastööum föstudaginn 10.
febrúar sl., aö viðstöddum rektor Há-
skóla Islands, dr. Guömundi Magnús-
syni og fleiri gestum.