Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Síða 30
38 DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn J FMAMJ JÁSOND Um sumartímann fœkkar innbrotum í Reykjavík. Þá eru hin afbrotagjörnu ungmenni úti vid og afla sér tekna en þegar auraleysid sverfur ad þeim á útmánuðum eins og heyleysið að bœndum forðum þá fjölgar innbrotum stór- lega. Myndin sýnir meðaltalstölur eftir mánuðum árin 1975—79. Grétar Norðfjörð hefur unnið að frœðslu um afbrotavarnir og skipulagt ýmislegt í þeim efnum nákvœmlega einn áratug. Hér hefur hann í höndum af- brotaskýrslur síðustu vikna. DV-mynd Loftur Aö sjálfsögðu hefur íslensk lögregla ævinlega átt innan sinna vébanda framsýna og atorkusama einstaklinga. þó aö tregöa kerfisins hafi stundum borið atorku þeirra ofurliði og staöiö í vegi fyrir hugmyndum þeirra. Þegar þessi orð eru rituð, þann 22. febrúar, eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan Grétar Norðfjörð lögreglumað- ur tókst á hendur nýtt og mikilvægt starf á íslandi sem var í því fólgið að skipuleggja varnir gegn afbrotum, halda til haga hverskyns upplýslngum Nákvæmlega áratugur liðinn síðan lögreglan í Reykjavík tók upp skipulegt varnarstarf gegn afbrotum Fyrir hálfum mánuði geröum viö á þessum vettvangi nokkra grein fyrir starfsemi svonefndra öryggisfyrlr- tækja sem nú eru farin aö spretta upp hér á Islandi. Við sögðum frá ýmsum þeim tækja- búnaöi sem borgarar landsins geta orðið sér úti um til þess aö verja eignir sínar, Iif og limi fyrir ránsmönnum og þjófum. Viö sögðum frá einförum nætur- innar — þeim mönnum sem ferðast um myrkvaöa höfuðborg Islands, þegar aörir sofa, og aögæta hvort ekki sé allt meö kyrrum kjörum í fyrirtækjum og margvíslegum byggingum þar sem verðmæti eru saman komin. Viö bentum á þá staðreynd aö glæpamenn eru stööugt aö færa sig upp á skaftið og kemur þar eiturlyfja- plágan mjög viö sögu. Reyndir menn og virtir skildu fyrir löngu hvert stefndi og hvöttu óspart til víðtækra varnaraögeröa, en það var ekki á þá hlustað. Þaö er fremsta hlutverk Alþingis aö setja lög og sjá til þess aö þeim sé framfylgt en stjórnvöld Islands voru önnum kafin viö aö kollvarpa heil- brigöu efnahagslífi í landinu og því fór sem fór. Þannig fer þegar valdhafar skeyta ekki um skyldur sínar en eru aö garfa í málum sem þeir hafa ekkert meö aö gera og valda þar um bölvun einni. Löggæsla og ríkiskerfi Löggæsla landsins er háö hinu svifa- seina ríkiskerfi og er raunar einn af öngum þess. og á þaö var drepið um daginn aö hyggilegt væri aö fara aö kanna hvort ekki væri þjóðinni far- sælla aö fela einkarekstrinum ýmisleg sviö löggæslunnar til ums jónar. Þessi orö voru ekki látin falla til þess aö gera lítiö úr íslenskum lög- reglumönnum nema síður væri. en þaö gefur augaleiö hvílíkur fjötur um fót þaö er hverskyns starfsemi að eiga alla sina þróun og þroska undir hinu svifaseina og steingelda ríkisbákni. 1975 76 77 78 Innbrot í Reykjavík á síðustu níu árum. Takið eftir að hið virka varnar- starf, frœðsla og kynning, hefur borið þann ánœgju- lega árangur að hinir þjóf- óttu eiga erfiðara um vik að brjótast inn og þess vegna fœkkar skráðum inn- brotum jafnt og þétt. SKELEGG BARÁTTA GEGN ÞJÓFUM Afbrotavarnir Baldur Hermannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.