Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984.
3
HVAÐA DÓMA FA ÞEIR
FYRIR ÁTVR-RANH)?
Hvaöa dóma fá þeir menn sem
ákærðir hafa verið fyrir ránið hjá
ATVR fyrir utan útibú Landsbanka
Islands aö Laugavegi 77, þann 17.
febrúar síðastliðinn?
Þessarar spurningar hafa menn
spurt sig eftir að ákæran á hendur
þeim var gefin út í fyrradag í Saka-
dómi Reykjavíkur. Brot mannanna
eru talin varða við 244., 252. og 254.
grein almennra hegningarlaga.
Akæruskjaliö er í fjórum liðum.
Fyrst er William J. Scobie ákæröur
fyrir að hafa brotist inn í verslunina
Vesturröst og stolið þaðan hagla-
byssu og skotum sem hann notaöi
síðan við ránið fyrir utan Lands-
bankann.
Þetta er talið varða við 244. grein
hegningarlaga. I lögunum er þess
getið að refsing skuli ekki vera lægri
en 3 mánaða fangelsi en allt að 6 ára
fangelsisvist.
I öðrum hluta ákæruskjalsins eru
þeir William og Ingvar Heiðar
Þórðarson ákærðir fyrir aö hafa rænt
leigubílnum. Litið er svo á að þátt-
taka Ingvars sé bein, en til vara hlut-
deild.
Þetta brot er talið varða við 252.
grein hegningarlaga. Til vara er
þetta talið varða við 233. og 259. grein
hegningarlaga. 252. greinin kveður á
um að refsing sé ekki lægri en 6 mán-
aða fangelsi en allt að 10 ár. Hafi
brotið verið alvarlegt getur refsingin
þó oröiðallt að 16 ára fangelsi.
I þríðja hluta ákæruskjalsins er
þeim William og Ingvari gefið aö sök
að hafa staðið að ráninu fyrir utan
Landsbankann að Laugavegi 77.
Aðild Ingvars er talin bein, en til
vara hlutdeild.
Þetta brot er talið varöa við 252.
grein hegningarlaga, en til vara hjá
Ingvari 22. grein hegningarlaga. Að-
ur hefur verið minnst á refsinguna,
frá 6 mánaða fangelsi til allt að 16
ára. Að sögn lögfræðinga er talið
ólíklegt aö krafist verði 16 ára fang-
elsis.
I fjórða hluta ákæruskjalsins er
faðir Williams, Griffith D. Scobie,
ákærður fyrir að hylma yfir. Segir
þar meðal annars að eftir aö hann
hafi haft fulla vitneskju um ránið og
séð ránsfenginn hafi hann veitt at-
beina til aö fela féð. Og þá hafi hann
verið með í förum til Hafnarfjarðar
er Ingvari var afhentur hans hlutur í
ránsfénu, alls 360 þúsund krónur.
Yfirhylmingin er talin varða við
254. grein hegningarlaga. I þeirri
lagagrein er minnst á refsingu allt að
4árum.
Af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki
verið gerð krafa um hámarksrefs-
ingu eins og fram kom í einu dag-
blaðanna í gær. Farið er fram á refs-
ingu, skaðabætur og greiðslu saka-
kostnaðar.
Af hálfu Sakadóms var ákveðið að
dómurinn skyldi fjölskipaður. For-
seti dómsins er Armann Kristinsson
en meðdómendur þeir Jón Abraham
Olafsson og Jón Erlendsson.
-JGH
Selfoss:
HJIÍKRUNARHEIMIU ALDR-
AÐRA TEKIÐ í NOTKUN
Frá Kristjáni Einassyni, fréttaritara
DV á Selfossi.
Hjúkrunarheimilið við Sjúkrahús
Suöurlands á Selfossi var tekið í notk-
un siðastliöinn laugardag en þá komu
fyrstu fjórir íbúarnir í húsið.
Hjúkrunarheimilið er í gamla sjúkra-
húsinu við Austurveg sem hefur verið
gertupp.
Margrét Guðmundsdóttir frá Dalbæ
Mezzoforte í Mannheim
„Þakið ætlaði af húsinu þegar fréttaritarinn á hljómleikunum.
strákamir spiluðu Garden Party, Hljómsveitin Mezzoforte er nú um
salurinn var troðfullur og rosaleg það bil að ljúka hljómleikahaldi í
stemmning,” sagði fréttaritari DV í Þýskalandi en alls spila þeir í 21 borg
Heidelberg í Þýskalandi, Elíza þar í landi og alls staðar við fádæma
Guðmundsdóttir, í gær. Mezzoforte hrifningu áhorfenda. I kvöld munu
spilaði í Mannheim í fyrrakvöld í þeir leika í Miinchen. Frá Þýska-
Capitol-hljómleikahöllinni og var landi fara þeir til Dánmerkur. -ÞG
í Hrunamannahreppi kom fyrst til
dvalar á hjúkrunarheimilinu og i
gestabók, sem liggur frammi í anddyri
hússins, höfðu hjónin Jóhaim Pálsson
frá Dalbæ, sonur Margrétar, og
Hróðný Sigurðardóttir skrifað: „Við
komum á Selfoss kl. 14 með Margréti
til dvalar á nýja hjúkrunarheimilinu.
Við viljum lýsa ánægju okkar með að
starfsemin skuli vera haf in í þessu húsi
og hve vel hefur tekist til með endur-
nýjun á því. Jafnframt flytjum við
þakklæti okkar fyrir það að Margrét
skuli fá pláss hér. Guð blessi nýja
hjúkrunarheimilið. ”
-GB
Hór eru tveir af fjórum vistmönnum sem fluttu inn á hjúkrunarheimiiid við
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi á laugardag.
DV-myndKristján Einarsson.
Jk | tií Jt V-700TÖLVUSTÝRÐA HUÓMTÆKJASAMSTÆÐAN
f\ I W r\ FRÁ AIWA BÝÐUR UPP A ÓTRÚLEGAR TÆKNINÝJUNGAR
Ármúla 38 (Selmúla megin) - 105 Reykjavík
Símar: 31133 83177 - Pósthólf 1366.
Tölvustýrð tæki á tölvuöld
„Hvað annað?"
Af hverju kaupa frá fortíðinni
þegar framtíðin er í boði?
Þrýsta á einn hnapp er allt sem þarf til fyrir
upptöku eða afspilun frá plötuspilara, útvarpi
eða öðru. Engar flóknar stillingar á segulbandi
eða magnara.
Bæði plötuspilarinn og segulbandið hafa auto-
matic „Intro-Play”, það er með því að styðja á
einn hnapp spilar hvort tækið sem er 10 fyrstu
sek. af hverju lagi á plötunni eða kassettunni.
Beindrifinn plötuspilarann er hægt að stilla til
að hlusta á lögin á plötunni í þeirri röð sem þú
óskar (og endurtekur ákveðna röð allt að 10
sinnum). Sért þú að taka upp frá plötuspilara,
sér segulbandið um að alltaf sé jafnt bil á milli
laga á kassettunni. Segulbandið er með bæði B
og C dolby. Útvarpið er með LB, Mb og FM
stereobylgju og sjálfvirkan stöðvaleitara, einnig
12 stöðva minni. Magnarinn er 2x45 RMS
wött og tilbúinn fyrir Lazer plötuspilarann.
Allt þetta ásamt fleiru og sérstaklega
falllegu útliti.
Kostar aðeins kr. 48.880,-
Það borgar sig örugglega að kynna sér AIWA.