Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. 11 LOFTRÆSTIKERFI Gott loft er gulli betra „Ókannað markaðssvæði” VIÐ ERUM FLUTTIR — segir Símon Pálsson sem hefur verið ráðinn markaðsfuHtrúi Flugleiða í Suðurríkjum USA Símon Pálsson, deildarstjóri í markaóssviöi Flugleiða, heldur vestur til Bandaríkjanna um helgina. Hann hefur veriö ráðinn sölu- og markaösfulltrúi fyrir- tækisins fyrir Suöurriki Banda- rikjanna, með aðsetur í Charlotte i Norður-Karólínu. „Charlotte er stærsta borgin í Norður-Karólínu og mesta verslunarmiðstöð Suðurríkjanna. Það er talaö um aö 20 þúsund sölumenn fari út úr borginni á degi hverjum,” sagði Símon í samtali við DV. Aðspurður sagði hann að ferðin vestur legðist vel í sig. „Þetta er mjög spennandi verkefni og þetta er svo að segja ókannað markaðssvæði fyrir okkur.” — Hvertverðurstarfþitt þama? „Það er fyrst og fremst fólgið í því að vera tengiliður við söluaðila og ferðaskrifstofur, sem selja okkar vöru.” — Er þetta stór markaður fyrir íslenskt flugfélag? „Eg get ekki nefnt neinar tölur, en þær benda til þess að þarna sé gíf urlegur markaður.” Því til stuönings sagði Símon að ekkert Atlantshafsflug væri rekið frá Baltimore í noröri tU Atlanta í Georgíu í suðri. Charlotte er svo mið- punktur svæöisins þar á mUU. Og Flugleiöir hafa gert samstarfssamn- ing við innanlandsflugfélag á staönum, Piedmont, sem er það stærsta í Suðurríkjunum. — En hvernig ætlar þú svo aö selja Suðurrikjamönnum ferðir með Flugleiöum? „Við erum með stöðuga aug- lýsingaherferð í blööum, bæði staðarblöðum og alríkisblööum, við erum með almannatengsl við fjöl- miðla og ferðaskrifstofufólk og viö verðum með tengsl við önnur flug- félög en Piedmont á svæðinu.” —Verðurþetta erfitt starf? „Þetta er mikil yfirferð, því að við erum aö tala um svæði sem er 5— 6 sinnum stærra en Island, og það verður að hafa samband við 750—800 ferðaskrifstofur.” Er loftræstikerfið í lagi hjá þér? Tökum að okkur lagfæringar og stiHingar á gömlum sem nýjum loftræstikerfum. Önnumst við- gerðir og rekstur loftræstikerfa. Sala á stjórntækjum, stjórn- skápum og varahlutum. Honeywell RAKA- OG HITAMÆL- IIMGAR ÞJÓNUSTA, SERHÆFÐIR MENN. „ Við ætlum okkurað fá okkar hluta af markaðinum, "segirSímon Páls- son, sem ætlar að selja i Suðurríkjamönnum ferðir yfir Atlantshafið með Flugleiðum. — Verðurþetta tilþess aðSuður- ríkjamenn fara nú að flykkjast með Flugleiðum yfir Atlantshafið? ,„Eg segi nú ekki að flykkjast, en viö ætlum okkur að fá okkar hluta af markaðinum.” — Attu von á því að verða lengi vestra? „Við verðum fyrst að gera okkur grein fyrir hvað hægt er að gera þarna. En við verðum þarna næstu árin. Eg segi alltaf að enginn eigi að vera lengur en 3—5 ár á sama stað og ég vona að ég verði kominn annað þá,” sagðiSímon Pálsson. Símon er kvæntur Þuríði Vilhjálmsdóttur flugfreyju hjá Flugleiðum. -GB. m&mi i • * '3 i:i 3 RAFSTYRING HF. Skeifunni 3A, simi81775. St. Jósefsspítali Landakoti Aöstoöarlækair Árs staða aðstoðarlæknis á handlækningadeild St. Jósefsspítala Landakoti er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Staðan er veitt frá 1. júlí nk. Umsóknir sendist yfirlækni handlækningadeildar. Röntgenlæknir Aðstaða sérfræðings í geislagreiningu við röntgendeild St. Jósefsspítala Landakoti er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir röntgendeildar. Reykjavík, 29. mars 1984. FRAMKV ÆMD AST JÖRI. HIN HEIMSFRÆGA KÁLGARÐS DÚKKA ER LOKSINS KOMIN TIL ÍSLANDS Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 sími 14806 UMBOÐSMENN ÓSKAST HAFNIR llpplýsingar hjá Magnúsi B. Einarssyni. Simi 92-6958. ÞÓRSHÖFN Upplýsingar hjá Jónínu Samúelsdóttur. Sími 96-81185. Einnig eru allar upplýsingar á afgreiðslu DV Þver- holti 11, sími27022. §||||

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.