Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 3
D$ tófeVlkÚDÁGUR'4. 'ÁPRÍ'l984. Skipulagsbreytingar innan stærsta fyrirtækis landsins: AXEL GÍSLASON AÐSTOÐAR- FORSTJÓRISAMBANDSINS „Við teljum að þetta eigi að styrkja stöðu Sambandsins,” sagði Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, er hann og Valur Amþórsson stjómarformaður kynntu blaðamönnum breytt skipuiag Sambandsins á f undi í gær. Stjórn Sambandsins samþykkti skipulagstillögur norsks róðgjafafyrir- tækis á fundi sínum síðastliðinn föstu- dag. Gert er ráð fyrir að skipulags- breytingamar verði komnar til fram- kvæmda 1. júlí næstkomandi. ábyrgð gagnvart honum. Fram- kvæmdastjóm, sem óður var hluti af formlegu skipulagi Sambandsins, verðurlögðniður. Innflutningsdeild og véladeild verða lagðar niður í núverandi mynd. Stofn- aðar verða verslunardeild og landbúnaðarþjónustudeild. Nýtt fyrir- tæki, Bílvangur sf., mun taka yfir rekstur bifreiöaumboða, sem véladeild hefur haft með höndum. Jötunn hf. mun taka yf ir iðnvélar og tæki. Verslunardeild mun sjá um Kjartansson. Undir iðnarðardeild, sem Hjörtur Eiríksson stýrir áfram, heyrir fyrst og fremst útflutningsiðnaður, ullar- og skinnavara. Hún mun annast verslun með ull, gæmr, skinn og húðir sem áður var undir búvörudeild. Að öðru leyti verður starfsemi búvörudeildar óbreytt. Yfir henni verður Magnús Friðgeirsson. Starfsemi skipadeildar verður óbreytt. Framkvæmdastjóri hefur ekkiveriðráðinn. Axel Gislason aðstoðarforstjóri, Valur Amþórsson stjómarformaður og Erlendur Elnarsson forstjóri á blaða- mannafundi í gær. DV-mynd Bjamleifur. I stað fjármáladeildar kemur fjár- hagsdeild. Undir hana falla allar al- mennar fjárreiður Sambandsins en einnig tölvumál, verðlagning, áætlanir og teiknistofa svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdastjóri verður Eggert A. Sverrisson sem áður var fulltrúi for- stjóra. Innan forstjóraskrifstofu mun sér- stakur framkvæmdastjóri starfa að þróun og nýsköpun í rekstri samvinnu- hreyfingarinnar. Sá verður Þorsteinn Olafsson. Valur Arnþórsson sagði á blaða- mannafundinum í gær að með þessum breytingum væri verið að skýra og skerpa stjórnunarlínur, leggja aukna ábyrgð á forstjóra en um leið að efla lýðræðið innan Sambandsins. Valur sagði skipulagsbreytingarnar mikil tímamót. Samband islenskra samvinnufélaga er stærsta fyrirtæki landsins. Umsetn- ing þess á síöastliðnu ári var um 7.100 milljónir króna og eru þá samstarfs- fy rirtæki ekki meðtalin. -KMU. SAMBANO iSLENSKRA SAMVINNUFÉLAG A SKIPULAG 1. JÖLÍ 1984 Nýtt skipurlt fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga. Helstu breytingar frá eldra skipu- lagi eru þær að gert er ráð fyrir að starf stjómarformanns muni á næstu árum þróast í fullt starf að málefnum Sambandsins og samvinnuhreyfingar- innar. Tilgangur þessarar breytingar er að auka þátttöku og áhrif lýðræðis- lega kjörinna fulltrúa á stjóm Sam- bandsins og efla hinn félagslega þátt hreyfingarinnar. Ráðinn er aðstoðarforstjóri sem fer með daglega yfirstjóm með forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. I þetta starf hefur verið ráðinn Axel Gíslason, áður framkvæmdastjóri skipadeildar SIS. Framkvæmdastjórar, sem áður vom ráðnir af stjóm Sambandsins, verða nú ráðnir af forstjóra og bera neytendavörur. Framkvæmdastjóri verður Hjalti Pálsson. Þessi deild mun yfirtaka meðal annars birgðastöð, byggingavörudeild, fataiðnað fyrir innanlandsmarkaö og auglýsinga- deild. Landbúnaðarþjónustudeild, sem Jón Þór Jóhannsson mun stýra, yfir- tekur búvéladeild, fóðurvörudeild og starfsemi Dráttarvéla hf. ásamt fleiru. Starfsemi sjávarafurðardeildar verður nánast óbreytt. Sigurður Markússon verður áfram fram- kvæmdastjóri hennar. Fræðslu- og kaupfélagadeild mun annast fræðslumál, útgáf ustarfsemi og starfsmannahald. Ennfremur þjón- ustu og tengsl við kaupfélög. Fram- kvæmdastjóri verður Kjartan P. Áhafnir 50 vertíðarbáta senda Áma Johnsen alþingismanni skeyti og krefjast opinberrar afsökunar: Leysum okkarmál áannan vegen meö kiaftshöggi Mikil reiöi ríkti meðal sjómanna á verötíöarflotanum suðvestanlands í gærmorgun er menn ræddu sin á milli um þau ummæli Áma Johnsen í DV á mánudag að hann hefði svarað Karli Olsen að sjómannasiö með þvi að löðrunga hann. Talstöðvarnar log- uðu, eins og sjómenn kalla það, og loks tóku menn sig saman um að senda Arna skeyti í mótmælaskyni. Ahafnir 50 báta tóku sig saman um málið og undir hádegið í gær var Arna sent skeytið. I því segir: „Við undirritaðar áhafnir eftirtal- inna skipa mótmælum harðlega þeim ummælum, sem höfð eru eftir þér í DV þar sem þú segist svara fyrir þig að sjómannasið. Þessi ummæli hafa valdið mikilli reiði meðal okkar sjómanna þar sem við höfum leyst okkar mál á annan veg en með kjaftshöggi. Það er því skýlaus krafa okkar að þú biðjist opinberlega af- sökunar á þessum ummælum. Skít- kast og óhróður, slagsmál og kjafts- högg leysa engan vanda,” segir þar og áhafnir eftirtalinna báta standa að skeytinu: Barði RE, Búrfell KE, Vatnsnes KE, Gulltindur GK, Faxi Vatnsnes KE, Gulltindur GK, Faxi GK, Sæmundur Sigurðsson HF, Happasæll KE, Araar KE, Vikar Arnason, KE, Amey KE, Gunnar Hámundarson KE, Vonin KE, Albert Olafsson, KE, Elliði GK, Knarrarnes KE, Fram KE, Jóhannes Jónsson KE, Sæborg RE, Sæljómi GK, Helgi S.KE. Þorsteinn KE 10, Þorsteinn HF 107, Jón Garðar KE, Kristján KE, Sigurborg AK, Guðrún GK, Vörðufell HF, Heimir KE, Bergþór KE, Hópsnes GK, Sólfari AK, Grunn- víkingur RE, Hafnarberg RE, Þor- kell Arnason GK, Bliki ÞH, Grótta AK, Vörðunes GK, Hafliði AR, Þor- steinn Gíslason GK, Sjávarborg GK, Hraunsvík GK, Sigurður Þorleifsson GK, Máni GK, Már GK, Sigurþór GK, Höfrungur II GK, Hrafn Svein- bjarnarson annar og þriðji GK, Gaukur GK, Binni í Gröf KE, Hólm- steinn KE og Geir KE. „Þetta eru allt vertíðarbátar og skeytið er sent að frumkvæði starf- andi sjómanna en ekki neinna sam- taka í landi," sagði Oskar Þórhalls- son, skipstjóri á Amey KE, í viðtali viðDV. -gs. MERKIÐ OKKAR Létt og sterk bómull með Lycra-teygju sem þægilegt er að vera í enda er reynslan sú að þeir sem velja Schiesser kaupa ávallt Schiesser Schiesser^ Þegar á gæðin reynir LAUGAVEGI 26 SÍM113300 GLÆSIBÆ SÍMI31300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.