Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 12
12
ÐV. MÍÐVIKUÐÆGUR 4.APRIL; 1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FÚÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
ÞátttakaníNato
1 dag er þrjátíu og fimm ára afmælisdagur Atlants-
hafsbandalagsins. Islendingar eru stofnaðilar banda-
lagsins og þess sögufræga dags, 31. mars 1949, verður
lengi minnst þegar Alþingi samþykkti inngönguna undir
lögregluvernd gegn múgæsingum og uppþotum. Allar
götur síðan hafa staðið látlausar deilur um aðild íslands
að Nato og raunar hefur sá ágreiningur klofið þjóðina í
tvær andstæðar fylkingar þótt ekki séu þær jafnstórar.
Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur hvað eftir annað í al-
mennum kosningum látið í ljós stuðning við þá flokka
sem fylgja Atlantshafsbandalaginu að málum. Minni-
hlutinn er engu að síður hávær og fyrirferðarmikill þótt
segja megi með sanni að mjög hafi dregið úr tilfinninga-
legum forsendum þeirrar andstöðu.
I fyrstu var höfðað til þjóðernis og sjálfstæðis og hvort
tveggja talið í hættu með Nato aðild. '
Talsmenn Atlantshafsbandalagsins í röðum íslenskra
stjórnmálamanna voru uppnefndir landssölumenn og
þjóðsvikarar og stór hópur íslendinga tók þátt í barátt-
unni gegn Nato í nafni föðurlandsástar sem Nato and-
stæðingar höfðuðu mjög til.
Sagan hefur sannað að sjálfstæði Islands hefur í engu
verið skert með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu og
raunar er það svo að aðildarríki Nato geta hrósað sér af
því með réttu að tilheyra, öll með tölu, þeim örfáu ríkjum
í veröldinni þar sem lýðfrelsi og mannréttindi eru í heiðri
höfö.
Auðvitaö má lengi deila um það hvort Nato hafi tryggt
frið eða stöðvað framrás kommúnismans í okkar heims-
hluta. Sú kenning hefur að minnsta kosti verið sett fram
að Sovétríkin hafi aldrei ætlað sér að ganga lengra en
Yalta samkomulagið um skiptingu Evrópu hafi falið í sér.
En hitt er engu aö síöur staðreynd að Nato sem hernað-
arbandalag hefur aldrei farið með ófriði á hendur öðrum
, þjóðum.
Friður hefur ríkt í Evrópu allt frá því að bandalagið
var stofnað.
Islendingar geta verið stoltir af því að hafa tekið hönd-
um saman við frjálsar þjóðir í Evrópu og lagt sitt af
mörkum til að tryggja frið og frelsi.
Reynslan af stofnun Atlantshafsbandalagsins er góð.
Hún hefur sannað gildi sitt.
Þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu hefur fylgt sú
kvöð að erlent herlið dvelur hér á landi. Það er ill nauð-
syn sem er fleinn í holdi allra þeirra sem hafa andúð á
vígbúnaði. Dvöl erlends herliðs innan landamæra sjálf-
stæðs ríkis er ekki eftirsóknarverð og öllum frjálshuga Is-
lendingum til ama. Þjóðin má aldrei sætta sig við er-
lenda herliðið sem ævarandi staðreynd.
Sá dagur mun vonandi einhvern tíma renna upp að er-
lendir hermenn hverfi af landi brott og þjóðin sjálf verði
fær um að tryggja varnir sínar og öryggi.
Langvarandi sambúð þjóöarinnar og varnarliðins
bandaríska býður ýmsum hættum heim. Þeim hugsunar-
hætti vex ásmegin að varnarliðið eigi að greiða fyrir dvöl
sína með alls kyns fjáraustri til framkvæmda sem sjálf-
stæð þjóð á sjálf að standa undir. Við erum háðir varnar-
liðinu með ýmislega fyrirgreiðslu og þjónustu sem veitt
er með beinum og óbeinum tengslum við varnarliðið og
dvöl þess hér. Siglingar til og frá landinu eru eitt dæmi
þess. Flutningar fyrir varnarliðið vestur um haf gera ís-
lenskum skipafélögum kleift aö halda uppi samgöngum
við Vesturheim. Fyrirgreiðsla Bandaríkjastjórnar vegna
flugsins er af sama toga.
Við skulum halda áfram að vera þátttakendur í At-
lantshafsbandalaginu, en aldrei þrælar þess. ebs
Ofanbyggðarvegur
á útivistarsvæðum
— athugasemdir við fyrirhugaða
staðsetningu
Ofan byggðar í Breiðholti er
Vatnsendahæð. Ur aflíðandi brekk-
um hennar er fagurt útsýni og kyrr-
sælt mjög. Þetta er útivistarsvæði
þeirra sem í Breiðholtinu búa. Þarna
geta mæður leyft bömum sínum
áhyggjulaust að dvelja dagstund við
leik eða í berjamó á góðviðrisdögum
sumarsins eða renna sér á skíðum og
snjósleðum á vetrum. Þarna fer
vinnandi fólk í gönguferðir og nýtur
kvöldkyrröarinnar og horfir á sólar-
lagið aö afloknu amstri hversdags-
ins, l^ust við skarkala borgarlifsins,
án þess þó aö hafa þurft aö leita langt
yfir skammt.
Gaukshreiðrið
Nú á að taka þetta allt frá okkur.
Hvemig stendur á því, kann ein-
hver að spyrja. Svarið mun vera það
Beina br&ða linan sýnir legu Ofan-
byggðarvegar ains og ætíun yfír-
vatda er að byggja hann, en punkt-
aða linan sýnir tiUögu um nýja legu
sem segir frá i greininni.
að minnka þarf umferð þeirra er búa
sunnan Reykjavíkur um Breiðholts-
braut þegar Reykjanesbraut (Kefla-
víkurvegur) mdli Hafnarfjarðar og
Breiðholts verður orðin staðreynd.
Þá leyfir undirritaður sér að
spyrja á móti, hvers vegna í ósköp-
unum ekki megi nota annaö land
undir umférðarvandræði utanbæjar-
manna en vinsælt hvíldar- og úti-
vistarsvæði fast viö byggð, og hvers
vegna eiga þeir, sem fengu úthlutaö
byggingarreit á friðsælum stað á
borgarmörkunum, allt í einu að fá
bróöur Keflavíkurvegarins fyrir
nágranna, nágranna sem er bæði há-
vær, sóðalegur og auk þess stór-
hættulegur. Af hverju er veriö að
verpa eggjum í hreiður annarra?
önnur lausn
Að sjálfsögðu hljótum við Reyk-
víkingar að vilja að aðrir fái komist
á sem auöveldastan hátt leiðar sinn-
ar og ennfrekar ef það þýöir að álag-
ið á gatnakerfi borgarinnar minnk-
ar, en það leiðir af sér sparnað i
rekstri og viðhaldi og að auðveldara
verður að komast milli staða í um-
ferðinni. Þess vegna er það hags-
munum allra, sem hlut eiga að máli,
fyrir bestu að þetta umferðarvanda-
mál verði leyst en hér -er um tals-
verða umferð að ræða því að umferð-
arspá fyrir Ofanbyggðaveg mun
gera ráð fyrir nokkur þúsund öku-
tækjum á sólarhring.
Nú er það svo, eins og meðfylgj-
andi yfirlitsmyndir sýna, aö nóg er
af óbyggðu landi milli núverandi úti-
vistarsvæðis og Elliöavatns, auk
þess sem þar er vegur þegar fyrir
hendi. Þess vegna vaknar sú spum-
ing, hvort ekki megi byggja þessa
nýju hraðbraut ofan á núverandi
vegi og beygja út af henni til suðvest-
urs sunnan byggðar og útivistar-
svæða í Breiðholti. Lega hennar fær-
ist þá að vísu úr lögsagnarumdæmi
Kjallarinn
STEINDÓR
GUÐMUNDSSON
VERKFRÆDINGUR
Reykjavíkur yfir í Reykjaneskjör-
dæmi, en það er rökrétt því aö þá er
búiö að koma henni fyrir á landi
þeirra sem hún er gerö fyrir.
Lokaorð
Síöastliðið miðvikudagskvöld var
haldinn almennur fundur í Selja-
skóla til þess að mótmæla fyrirhug-
aðri hraðbrautargerð. Flestir uröu
undrandi og reiöir þegar þeir áttuöu
sig á því, að þrátt fyrir alla umhverf-
ismálaumræðu undanfarinna ára, þá
hafði viðhorf stjómmálamanna,
arkitekta og annarra aðila sem mef
skipulagsmál fara, ekkert breyst.
Hugsunarleysið virtist vera orðiC
alls ráðandi á ný og mönnum reynd-
ist erfitt aö finna sökudólginn.
Menn urðu sammála því á fundin-
um aö leita uppi þá sem bera ábyrgð
á þessu og bera fram mótmæli auk
þess sem efnt verður til undir-
skriftarsöfnunar meöal íbúa hverfis-
ins.
Ástæða er til þess að hvetja alla
þá, sem telj a sér málið skylt að koma
í veg fyrir enn eitt slysið í skipulags-
málum, og að lokum vil ég leyfa mér
aö leggja það til, að þessari mann-
virkjagerð verði mótmælt enn frekar
með því að þeir, sem eru þessu mót-
fallnir, planti trjám ofan byggðar á
þeim svæðum þar sem þeir vilja ekki
hafa veginn.
Megi þau tré síðar verða aö mynd-
arlegum skógi þar sem engin hrað-
braut fær þrifist.
Bótaréttur steypu-
kaupenda enginn -
löggjafinn sefur
á verðinum
Þann 27. júní 1983 var í Hæstarétti
kveöinn upp mjög afdrifaríkur dómur í
máli, sem reis út af gallaðri steypu í
einbýlishúsi. Steypan var keypt árið
1962 en skemmdir á veggjum hússins
komu í ljós áriö 1976. Hæstiréttur taldi
sannað, að seld hefði verið gölluð
síeypa, en sýknaði steypuseljanda af
skaðabótakröfunni þar sem dómurinn
taldi, að um viöskiptin giltu lög nr.
39/1922 um lausafjárkaup og að ábyrgð
seljanda væri því aðeins í eitt ár.
Einn dómenda, Magnús Thoroddsen,
var þó með sérákvæði. Taldi hann
„með öUu ótækt að feUa skaðabætur
vegna steypugaUa undir hinn
skamma fyrningarfrest 54. gr. laga
nr. 39/1922.” og að „skapa þyrfti dóm-
venju á þessu sviði.” Niðurstaða hans
varð sú, að taka bæri mið af lögum nr.
14/1905 um fyrningu skulda og annarra
kröfuréttinda og miða við 10 ára
fymingarfrest frá afhendingardegi
steypunnar. Sérákvæði þetta dugði þó
ekki til að koma ábyrgð á steypu-
seljandann þar sem meira en 10 ár
voru liðin fré kaupum steypunnar.
Borgudómur, sUpaÍAur aöal-
Kjallarinn
• „Af niðurstöðum þessa dóms verður ekki
annað séð en að Hæstarétt hafi brostið kjark
til að skapa dómvenju um tækniatriði, sem ekki
voru fyrir hendi, þegar núgildandi lög um bótarétt
í viðskiptum voru sett.”
GÍSLIJÓNSSON
PRÓFESSOR