Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 13
DVMIÐVKUÐAGUR'4. ’APRQ/1984. 13 Þjóðarbúið, þjóðarkakan og fleiri falshugtök Þaö er alkunna, að við hugsum oftar en ekki um stjórnmál í líkingum eöa hlutbundnum táknum, jafnvel þegar þau snúast um óhlut- bundin (abstrakt) hugtök. Þetta getur auðveldaö okkur skilning, en það getur líka torveldað hann. Og sannleikurinn er sá, að nokkur al- geng íslensk orðasambönd eru til marks um þann misskilning tilverunnar, sem gerir menn gjarnan aö samhyggjumönnum. Viö skulum reyna að greina tvö þeirra. „Rekstur þjóðarbúsins" Stjórnmálamönnum verður tíðrætt um „rekstur þjóðarbúsins”. Þeir likja landinu við risastórt bú, sem þeir sjái um að reka — þeir hugsa í hlutbundnum táknum. En ekki er til neitt eitt þjóðarbú með eitt markmið eða eina hagsmuni, heldur eru búin jafnmörg heimilunum og fyrirtækj- unum í landinu, og þau eru rekin hvert með sitt markmið, hafa hvert sína hagsmuni. Á sumum heimilum er sparað, á öðrum eytt. Sums staðar er öllu handbæru fé eytt í skemmt- anir, annars staðar er því varið í skólagöngu barnanna hérlendis eða erlendis. Sum félög eru líknarfélög, önnur og fleiri eru fyrirtæki, rekin í gróða skyni. Og þessi fyrirtæki hafa Ótímabærar athugasemdir HANNESH. GiSSURARSON CAND. MAG. hagsmuni, sem kunna að rekast á: ferðaskrifstofan keppir við fata- verslunina um fé unga fólksins, svo að eitthvað sé nefnt. Hugmyndin um eitt þjóðarbú með eitt markmið og eina hagsmuni tor- veldar okkur að skilja, að megin- vandi stjómmálanna er sá, hvernig ólíkir einstaklingar með ólík mark- miö og ólíka hagsmuni geti orðið hver öðrum að gagni án nokkurrar teljandi nauöungar — hvernig sam- hæfa megi rekstur allra búanna i landinu, stórra og smárra. Þessi vandi er leysanlegur í langflestum málum með markaösviðskiptum fremur en ríkisafskiptum, með skipulagi utan um starfsemi ein- staklinganna fremur en skipu- lagningu. Menn halda, þegar þeir hugsa í þessum hlutbundnu táknum, að ríkið sé eins og bóndi við búrekstur. Þeir gleyma þvi, að ríkið er ekki og á ekki að vera annaö en varðmaöur, sem gætir eigna ein- staklinganna, svo að þeir geti hver og einn rekið sitt bú með sín mark- miö og sína hagsmuni. „Skipting þjóðarkökunnar" 1 fjölmiölum er annað orðasam- band enn algengara: „skipting þjóðarkökunnar”. Spurt er í áhyggjutón, hvort þjóðarkökunni sé réttlátlega skipt eða ekki, og hver blaðafulltrúinn af öörum kemur á sjónvarpsskjáinn og heimtar stærri bita fyrir sína vinnuveitendur af blessaöri kökunni. En þetta er full- komin fásinna. Lífið er ekki eins og risastórt afmælisboö, þar sem einhver hamast við að skipta köku. Við erum ekki böm, sem biöum eftir aö fá hvert sína sneið. Viö enun full- orðið fólk og þurfum að vinna fyrir því, sem við fáum. Enginn skiptir neinu, því að engu er aö skipta. Hlutirnir koma í heiminn fastir við einhverja einstaklinga, ef svo má segja. Einhverjir eiga þá, og aðrir • „Lífið er ekki eins og risastórt afmælisboð, þar sem einhver hamast við að skipta köku.” Samhyggjumenn gleyma þviað kökuna verður að baka, áður en henni er skipt, og að við baksturinn hefur einhver þegar eignast hana." geta ekki eignast þá nema með við- skiptum. Þeir, sem hugsa sér samanlagöa framleiöslu þjóðarinnar eins og köku til skiptanna, skilja það ekki, að hlutirnir skiptast þegar í sjálfri framleiðslunni á menn. Ríkið getur með öðrum oröum ekki látið einn mann fá sneið nema með því að taka hana af einhverjum öðrum. Vegna þessarar hugmyndar um eina risastóra þjóðarköku sést mönnum yfir, að hlutirnir koma ekki fyrirhafnarlaust í heiminn. Besta ráðið til aö fá fólk til að framleiöa er að leyfa því að njóta framleiðslu sinnar. Og vegna þessarar hugsunar í hlutbundnum táknum gerast ýmsir jöfnunarsinnar. Hvað er eðlilegra en skipta kökunni í afmælisboðinu jafnt á milli allra bamanna? Þessir ágætu menn gleyma því, sem öllu máli skiptir — þeim skilyrðum, sem lífið setur fyrir bakstrinum. Falshugtök félags- hyggjunnar En það er „system i galskabet” eins og Danir segja — það er regla á ruglinu. Samhyggjumenn ruglast alltaf á tveimur ólikum fyrirbærum: skipulaginu utan um keppni ólikra einstaklinga (og samtaka þeirra) að ólikum markmiðum og félögum, sem mynduð eru hvert í sínum tilgangi. Samhyggjan er réttnefnd „félags- hyggja”, því að hún er sú alranga skoðun, að skipulagiö sé og eigi að vera eins og risastórt félag, þótt það sé allt annars eðlis. Frjálshyggjú- menn telja, að skipulagið eigi aö vera hlutlaust um hin ólíku markmið einstaklinganna, en auövelda þeim að keppa að þeim með setningu al- mennra reglna. En samhyggju- eöa félagshyggjumenn reyna að neyða þeim markmiðum, sem þeir telja æskileg, upp á aðra, og nota til þess ýmis falshugtök önnur, sem ekki ber síður að vara við en þjóðarbúinu og þjóðarkökunni. Þeir kalla það „félagslegt réttlæti”, þegar þeir taka eignirnar af mönnum. Þeir kalla það „félagsleg sjónarmið”, þegar þeir taka ráðin af mönnum. Og þau verkefni, sem einstaklingunum er best treystandi til að leysa sjálfum, kalla þeir „félagsleg vanda- mál”. Það er kominn tími til aö hreinsa þessi og önnur falshugtök fé- lagshyggjunnar úr máli okkar og hugsun. dómara og tveimur sérfróðum meðdómendum, taldi seljanda steypunnar skaðabótaskyldan. Brjóta þurfti niður meginhlutann af veggjum hússins, sem er einlyft, og steypa þá upp að nýju. Það verk var hreint ekki álitlegt en með einstakri hugkvæmni tókst eigandanum að framkvæma viðgerðina án nokkurs rasks innanhúss en viðgerðin varð aö sjálfsögöu mjög kostnaðarsöm. Það er íhugunarvert, að innan dómskerfis landsins skuli geta komið fram þrjú sjónarmið í þessu máli. Brast Hæstarétt kjark? Hinn skammi fyrningarfrestur skv. lögunum um lausafjárkaup, þ.e. eitt ár, byggist á því, að gert er ráð fyrir að kaupandi geti kynnt sér vöruna með skoöun og að gallar komi yfirleitt fljótt fram. Gæöi steypu verða hins vegar ekki könnuð með skoöun og talið er, að galla gæti í flestum tilvikum fyrst orðið vart eftir 10—20 ár. Um leið og steypa er hörðnuð, er hún oröin fast- eign og fyrning á ábyrgð á leyndum göllum í fasteign er 10 ár. Steypa getur því alls ekki talist lausafé og aldeilis er fráleitt, að ábyrgð seljanda sé aðeins í eitt ár. Galli í steypu kemur alls ekki fram á einu ári. Dómur Hæstaréttar þýðir því í raun, aö hægt er að selja húsbyggjanda ónýta steypu í trausti þess, að gallar komi ekki í ljós áður en ábyrgð seljanda fellur niður. Bóta- réttur steypukaupenda er því enginn og engin h vatning er til vöruvöndunar. Af niðurstöðum þessa dóms verður ekki annað séö en aö Hæstarétt hafi brostið kjark til að skapa dómvenju um tækniatriði, sem ekki voru fyrir hendi, þegar núgildandi lög um bóta- rétt íviðskiptumvorusett. Seljandi húss ábyrgur í 10 ár en steypuseljandi í 1 ár Hugsum okkur nú að eigandi umrædds húss hafi selt það 10 ára gamalt og 4 árum síðar hafi nýi eig- andinn orðið var við steypugalla í veggjum hússins. Samkvæmt lögum nr. 14/1905 mundi seljandinn vera skaðabótaskyidur þar sem um sölu á fasteign væri að ræða og ekki liðin 10 ár frá því sala fór fram. Seljandinn, sem byggöi húsið, ætti hins vegar eng- an bótarétt gagnvart seljanda steyp- unnar. Sá bótaréttur gilti aðeins í eitt ár frá því steypan var keypt skv. dómi Hæstaréttar. Af framangreindu dæmi er ljóst, aö húsbyggjandi tekur þá áhættu, að steypan í húsi hans, sem hann hefur lagt ævitekjur sínar í að byggja, sé einn góðan veðurdag talin ónýt og þar með húsið óseljanlegt án þess að hann eigi nokkurn bótarétt gagnvart þeim, sem seldi honum steypuna. Þurfi hann hins vegar að selja húsið skömmu eftir að það hefur verið byggt, gæti hann átt von á því að þurfa að taka á sig ábyrgð fyrir hönd steypuseljanda, kæmi í ljós innan 10 ára galli í steyptum veggjum, sem rekja mætti til gallaörar steypu. Réttarstaða húsbyggjanda er væg- ast sagt minni en engin, þar sem hann með sölu á húsi sinu mundi verða að taka á sig ábyrgð fyrir steypu- seljaudann. Löggjafinn sefur á verðinum Skömmu eftir að hinn umræddi hæstaréttardómur var kveðinn upp var hann gerður að umtalsefni í leiðara Alþýöublaösins og vakin athygli á því, hve bágborin réttar- staða húsbyggjenda væri. Nú, tæpum 9 mánuöum síðar bólar ekki á neinum viðbrögðum á Alþingi við að tryggja rétt húsbyggjenda. Það er ekkert smámál, ef steypt mannvirki reynist ónýtt. Hugsum okkur að í ljós kæmi, að steypan í stíflu Hús það sem máiaferii fyrir Hæstarétti stúðu um. stærsta raforkuvers landsins, Búrfells- virkjunar, væri ónýt og að búast mætti við, aö í næsta krapahlaupi mundi áin fleyta henni fram. Ljóst er að það er mjög knýjandi, að sett verði löggjöf, sem veitir hús- byggjendum vernd gegn því að hægt sé að selja þeim ónýta steypu án nokkurrar ábyrgðar. Það þykir ekki stætt á því að veita aðila rétt til að reka ferðaskrifstofu án þess að lögð sé fram trygging, svo að ekki sé hætta á því, að viðskiptavinir verði strandaglópar úti í heimi þótt ferðaskrifstofan fari á hausinn. Hins vegar geta menn stofnað steypustöð og selt steypu án þess að tryggt sé á nokkum hátt, að skaði yrði bættur þótt fyrirtækið færi á hausinn. I hús- byggingum er þó um miklu meiri áhættu að ræða heldur en þá að verða strandaglópur erlendis og þurfa sjálfur að kosta sig heim. Auk þess sem tryggja þarf steypu- kaupendum hæfilega ábyrgð, ef galli kemur fram, þyrfti að lögskylda steypuseljendur til að kaupa tryggingu 10—20 ár fram í tímann þannig, að bætur væru tryggðar þótt steypufyrir- tækið færi á hausinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.