Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 4
4
Skoðanakönnun DY:
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL1984.
----------------------)
Allra flokka fólk vill
þjóöaratkvæði um bjór
I skoðanakönnun DV nýverið var
sama fólkið meðal annars spurt hvort
það væri fylgjandi eða andvígt þjóðar-
atkvæðagreiðslu um bjórinn, og hvaða
flokk eða lista það styddi. Því má sjá,
hvernig afstaðan til þjóðaratkvæðis
um hið umdeilda bjórmál skiptist eftir
flokkum.
Utkoman varð þjóðaratkvæða-
greiðslu mjög í vil. Mikill meirihluti
stuöningsmanna allra flokkanna vill
láta fara fram þjóðaratkvæði um,
hvort leyfa skuli áfengt öl hér á landi.
Fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu
um bjórinn voru í könnuninni yfir 82
prósent sjálfstæðismanna, tæp 77
prósent framsóknarmanna, 73,5
prósent alþýðubandalagsmanna, tæp
68 prósent alþýðuflokksmanna, yfir 81
prósent stuðningsfólks Kvennalista,
tæp 89 prósent stuðningsmanna Banda-
lags jafnaðarmanna og yfir 69 prósent
þeirra, sem ekki svöruöu til um á-
kveðinn flokk eða lista.
Sjá meðfylgjandi töflur. -HH.
Þjófar virðast vera með Iþrótta
hús Háskólans á heilanum
— „ekkert fémætt lengur í húsinu”
Svo virðist sem þjófar séu með
Iþróttahús Háskólans á heilanum
þessa dagana. Þar var brotist inn í
annað skiptið á stuttum tíma á
sunnudagskvöld. Þjófamir höfðu
ekkert upp úr krafsinu í þetta skiptiö
nema skeiðklukku og armbandsúr
sem ekki haföi verið náð í úr
geymslu.
Fyrra innbrotið Var mjög baga-
legt fyrir Iþróttafélag stúdenta. Þá
var stoliö verðlaunapeningum og
verðlaunagripum sem voru í húsinu.
Auk þess var s jónvarpstæki húsvarð-
arins stoliö og peningum vegna gos-
sölu, alls um 30 þúsund krónum.
„Það eina sem við getum beöið
um er að þjófamir hætti að
heimsækja okkur. Það er ekkert
fémætt lengur í húsinu. Ekkert slikt
skilið eftir,” sagði Magnús Péturs-
son, húsvörður Iþróttahúss há-
skólans.
JGH.
SLYSIÐ EKKISÖK RABBÍNANS
Að gefnu tilefni vegna fréttar DV í
gær vill talsmaöur Norðurstjömunnar
koma þeirri leiðréttingu á framfæri að
slysið sem um er rætt var ekki sök
rabbínans, heldur af öðrum orsökum.
Rannsókn stendur nú yfir.
Framkvæmdastjóri Norður-
stjörnunnar og vélstjóri liggja enn á
sjúkrahúsi, illa brenndir, en tveir aðrir
starfsmenn, sem einnig brenndust,
hafa fengið aö fara heim aö aðgerð
lokinni.
Afstaða sjálfstæðismanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn
var þessi:
Fylgjandi.........................138 eða 82,1% *
Andvfgir.......................... 24 eða 14,3%
Öákveðnir......................... 6 eða 3,5%
Afstaða framsóknarmanna var þessi:
Fylgjandi..........................43 eða 76,8%
Andvígir........................... 8 eða 14,3%
Óákveðnir.......................... 4 eða 7,1%
Svara ekki......................... 1 eða 1,8%
Afstaða alþýðubandalagsmanna var þessi:
Fylgjandi.........................36 eða 73,5%
Andvígir...........................12 eða 24,5%
Óákveðnir......................... 1 eða 2,0%
Afstaða alþýðuflokksmanna var þessi:
Fylgjandi.........................21 eða 67,7%
Andvigir.......................... 8 eða 25,8%
Óákveðnir......................... 2 eða 6,5%
Afstaða stuðningsmanna Kvennalista var þessi:
Fylgjandi.........................13 eða 81,3%
Andvígir........................... 2 eða 12,5%
Óákveðnir.......................... 1 eða 6,3%
Afstaða stuðningsmanna Bandalags jaf naðarmanna var þessi:
Fylgjandi..........................8 eða 88,9%
Andvígir...........................1 eða 11,1%
Afstaða þeirra sem voru óákveðnir gagnvart flokkum og listum
eða vildu ekki svara spurningunni um flokka eða lista:
Fylgjandi þjóðaratkvæði um bjór . 188 eða 69,4%
Andvígir .......................... 51 eða 18,8%
Óákveðnir.......................... 10 eða 3,7%
Vilja ekki svara.....................22 eða 8,1%
I dag mælir Dagfari
í daq mælir Dagfari
I daa rrtælir Daafari
Kjaftshögg þingmannsins
Því hefur verið slegið upp á for-
síðum að einn af þingmönnum þjóð-
arinnar hafi lamið mann i gólfið.
Þykir það greinilega fréttnæmt að
þingmenn hafi einurð til að berja frá
sér ef þeim mislíkar vlð viðmæl-
endur sína og segir það fréttamat
meira um það álit sem þjóðin hefur á
þingmönnum heldur en hinu að mað-
ur berji mann. Fer varla á milll mála
að þingmenn eru ekki hátt skrifaðir
þegar það telst til meiriháttar
tíðinda þá loks að þingmaður grípur
til barsmíða þegar hann vill hafa sitt
mál fram. Engu er líkara að fólk
haldi almennt að þjóðkjörnir full-
trúar á löggjafarsamkundunni séu
veifiskatar og amlóðar upp til hópa
sem ekki geti borið hönd fyrir höfuð
sér, hvað þá siegið frá sér, þegar
mikið liggur við.
Sennilega stafar þetta álit af
frammistöðu þingmannanna sjálfra,
sem sifellt eru að verða kurteisari og
almennilegri í viðmóti hver við
annan og mega ekki orðinu halla
öðru visi en að biðjast afsökunar á
eftir. Munnsöfnuður og hressilegar
skammir heyrast vart lengur í þing-
sölum og helgislepjan hefur jafnvel
gengið svo langt að þar mæta menn
með biblíuna upp á arminn og fara
með guðsorð í ræðupúlti.
Svona nokkur blúndulagning á
gömlum orrustuvelli, þar sem áður
rann blóð og sviti, gengur auðvitað
ekki til lengdar öðru vísi en að þjóðin
haldi að þingið sé einhvers konar
hvildarheimili eða endurhæfingar-
stöð fyrir liðónýta og geðlausa ó-
nytjunga.
Ekki er nema von að garpur eins
og Árni eyjapeyi hafi fengið ákúrur
fyrir bibliulestur og kurteisissnakk
frá umbjóðendum sinum i Eyjum
sem hingað til hafa ekki þekkt aðrar
umgengnis ven jur en auga fyrir auga
og tönn fyrir tönn.
Árni vili auðsjáanlega reka af sér
slyðruorðið og við nánari lestur á
biblíunni hefur hann áttað sig á því
að kenningin um augað og tönnina er
einmitt þaðankomin.
Lét hann höggið riða við fyrsta
tækifæri og valdi til þess Stýri-
mannaskólann sem vettvang. Fór
vel á þvi enda segir hann, högginu til
málsbóta, að hann hafi svarað fyrir
sig að sjómannasið.
Það hefur hins vegar gerst í íram-
haldi af þessu kjaftshöggi að sjó-
mannastéttln hefur mótmælt þvi að
hún berji fólk og nemendur Stýrl-
mannaskólans senda frá sér yfir-
lýsingu þar sem harmað er að skól-
inn hafi orðið vettvangur þessa sama
kjaftshöggs.
Virðist því svo komið fyrir þessari
aldagömlu sjómannsþjóð að enginn
vill kannast við þann þjóðlega sið að
berja mann og annan þegar þeir
liggja vel við höggi. Er þá af sem
áður var þegar s jávarplássin og ver-
búðirnar loguðu í áflogum þegar
flotinn lá í höfn og strákarnir þurftu
að fá útrás fyrir krafta sina.
Kannski verður þetta kjaftshögg
Árna það síðasta sem sögur fara af
ef marka má undlrtektir og afneit-
anir sjómanna. Auðvitað er ástæða
til að hafa áhyggjur af þessari
hæversku sjómannastéttarinnar ef
hún þykist vera hætt að berja fólk.
En hitt er þó bót i máli ef þingmenn
byggjast taka upp þráðinn þar sem
frá var horfið og halda þessum
gamla sið við lýði úr þvi sjómenn eru
ekki menn til þess lengur. Best væri
ef Árni og co efndu til áfloga í þing-
sölum og svöruðu fyrir sig með
kjaftshöggum. Þá fyrst verður eftir-
sóknarvert að komast á þing þegar
neðri deild verður breytt i hnefa-
lelkapall.
Dagfari.