Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Qupperneq 36
36 DV. MIÐVDCUDAGUR 4. APRlL 1984. Dæmalaus 'Veröld Dæmalaus V'eröld Dæmalaus Verölp LEIÐARLJÓS Kötturtil fyrírmyndar Við íslendingar erum fá- menn þjóð, svo mjög að heimsathygli hefur vakið fyrir löngu. Reyndar kæmust við fyrir í hverju meðal smá- þorpi í Evrópu svo að ekki sé minnst á bandaríska bsi. Það er sama hvað hver segir, við verðum að fjölga okkur og það rækilega. Landrými er nægUegt tU að rúma mUl- jónir íslendinga og að þvi skal stefnt að mati hæfustu manna. Hér á síðunum til hliðar getur að líta frásögn af ketti á Langholtsvegi í Reykjavík sem vann það einstæða afrek að gjóta 12 kettlíngum án þess að blása úr nös. Að vísu kann einn fremsti dýralæknir þjóðarinnar ekki að skýra þessa frjósemi kattarins þannig að fullnægjandi sé en það breytir ekki eðli málsins. Afrek kattarins er til fyrir- myndar fyrir islenskar hús- mæður. Það má sanna með einföldu dæmi: Segjum sem svo að 10.000 íslenskar húsmæður tækju Doppu sér tU fyrirmyndar og eignuðust 12 börn hver á næsta ári. Þá væru íslendingar allt i einu orðnir 120.000 fleiri en venjulega. Ef þetta endurtæki sig ár eftir ár yrði þess ekki langt að bíða að Islendingar yrðu milljón talsins — jafnvel margar mUljónir. Kötturinn á Langholtsveg- inum hefur sýnt okkur svo að ekki verður um villst að dýrin standa okkur mönnunum framar á fjölmörgum sviðum. Aftur á móti væri verra ef hundarnir færu að taka upp á þessu. Nógu erfitt er að fela einn hund í híbýlum sínum þó að ekki birtist 12 nýir þegar minnst varir. íslenskar húsmæður! Stillið saman strengi ykkar. Fjölgið landsmönnum. Gerið ísland að milljónaþjóð! Doppa stó ÍsJandsmet i frjósemi og gaut 12 kettiingum án þess að blása úr nös. Hér sést hún með 3 afkvæmum sinum, 9 stykkjum var komið fyrir i vist annars staðar. Doppa slær íslandsmet: DV-mynd Sveinn. OGURLEG FRJOSEMI Nýlega var slegiö Islandsmet á Langholtsvegi. Tæplega tveggja ára köttur, Doppa aö nafni, gaut 12 kettl- ingum í einum rykk án þess að blása úr nös. „Þetta er þaö mesta sem ég hef heyrt um á ferli mínum hér á landi,” sagöi Brynjólfur Sandholt dýralæknir í samtali viö DV. ,,Um ástæöumar skal ég ekki fullyrða. Bæði getur þessi frjó- semi legið í ættum og svo er hinn möguleikinn aö fressin sem hlut áttu aö máli hafi verið tvö um hituna. ” Venjulega eiga læður 3—7 kettlinga þannig aö afrek Doppu er allrar at- hygli yert. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún komiö 23 kettlingum í þennan heim, fyrst 6, svo fimm og nú síðast 12 eins og fyrr sagöi. Eigendur Doppu á Langholtsveginum vildu ekki leggja þaö á blessaða skepnuna að ala önn fyrir öllum þessum afkvæmum og því var 9 stykkjum komiö fyrir í vist annars staöar og eru því aðeins þrír í heimahúsum. Litlu f jölskyldunni líöur vel eftir at- vikum. -EIR. GARY „HOTPANTS” Á VINIíHOLLYWOOD Þaö er líf og fjör í smábænum Ottowa 1 í Kansasríki í Bandaríkjunum. Bærinn er fullur af fréttamönnum sem svífast einskis til að draga fram í dagsljósiö frásagnir af bernskubrekum stráks sem fæddist þar í bæ þann 28. nóvember áriö 1936. Þá hét strákurinn Gary Hartpence en í dag Gary Hart og keppir aö útnefningu demókrata vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum. | Fréttamennimir hafa haft árangur | semerfiöi: — Foreldrar Gary Harts voru fá- tækir og strákurinn þurfti að þola ýmislegt hjá strangri og strangtrúaöri móöur sem var félagi í sértrúarsöfnuöi sem nefnist Nazarenamir. — Gary mátti eiginlega aldrei koma út aö leika sér, mömmu hans var lítið um þaö gefið, segir æskuvinurinn, DuaneHoobing. — Hartpence flutti aö heiman 18 ára gamall og stundaði nám í Oklahoma. Þar gat hann um frjálst höfuð strokiö og daglegar venjur hans breyttust. — Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Lee Ludwig, sem er prestsdóttir frá Kansas. — Hjónaband þeirra hefur veriö stormasamt, tvivegis hafa þau skilið og segja menn aö hjónaband þeirra þessa stundina byggist á pólitískri nauðsyn. — Gary breytti nafni sínu úr Hart- pence árið 1960 og segja sumir aö þaö hafi veriö gert vegna þess aö í skóla var hann oft uppnefndur, ,Hotpants”. — Hart á 2 börn. 19 ára dóttur og 18 ára son. Strákurinn heitir John og er skíröur í höfuöið á John F. Kennedy, fyrrum forseta. — Gary Hart á marga vini í Holly- wood sem styöja hraustlega viö bakið á honum núna þegar mikið liggur við. Þar f ara menn eins og Robert Redford, Warren Beatty, Jack Nicholson og Goldie Hawn. Meira um smábæinn Ottowa í Kans- assíðarmeir... Gary Hart biandar geði við kjós- endur og er hinn alþýðlegasti. GAGNRÝNENDUR ERU Gríska tónskáldið Manos Hadzidakis, sem samdi tónlistina i kvikmyndina „Never on Sunday” og hlaut óskarsverðlaunin fyrir bragöiö, hefur veriö dæmdur í 4 mánaöa fang- elsi. Var það vegna þess aö hann lét þau orö falla í útvarpsþætti árið 1980 að SVÍN gagnrýnendur, og þá sérstaklega tón- listargagnrýnendur, væru svín. Sungið og dansað í kvikmyndinni Hever on Sunday. Nú situr tón- skáldið i fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.