Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 2
2
DV. MANUDAGUR 9. APRIL1984.
Grænhöfðaeyjar:
Ms. Fengur
heldur út
— veisla um borð
Fengur, skipið sem Þróunarsam-
vinnustofnun blands gaf Grænhöfða-
eyjum, mun nú senn halda út til sinna
ný ju heimkynna, suður í höfum.
Skipið hefur undanfarinn hálfan
mánuð veriö að veiðum við Norður-
land. Tilgangurinn hefur veriö að full-
reyna vélar og annan tækjabúnað áður
en haldið veröur suöur á bóginn.
I tilefni brottfararinnar var efnt tii
veislu um borð í skipinu. Meðal gesta
voru ráðherramir Geir Hallgrímsson
og Sverrir Hermannsson. Albert Guð-
mundsson hætti sér hins vegar ekki
lengra en á bryggjuna — sagðist vera
nógu sjóveikur samt.
Fengur er annað skipið sem
Islendingar gefa til Grænhöfðaeyja,
hitt er ms. Bjartur sem var selt upp í
kaupverðFengs.
SigA.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra hætti sér ekki um borð i ms.
Feng — sagðist vera nógu sjóveikur
á bryggjunni! Geir Hallgrimsson og
Sverrir Hermannsson áræddu hins
vegar skipgöngu og var rikulega
launað i formi gómsætra krása.
DV-m yndir E. Ó.
Bjórskammtur f lugliða
um 4000 flöskur á ári
— Kristján Pétursson tollvörður segir bjórinnf lutning f erðamanna ólögmætan
„Samkvæmt 3. kafla 7. greinar á-
fengislaga er óheimilt að selja áfengt
öl yfir 2,25% vínanda hérlendis, nema
til vamarliðsins, sendiráða og til út-
flutnings. Sala á áfengum bjór yfir
2,25%, sem nú er seldur til komufar-
þega og áhafna til Islands, er því ólög-
mæt aðgerð þar sem reglugerð fjár-
málaráöherra á ekki stoð í lögum,”
sagði Kristján Pétursson deildarstjóri
í Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli í
viötali viö DV.
„Þaö hefur ávallt verið skoðun
okkar hér við tollgæsluna og ýmissa
lögfróðra manna aö bjórinnflutningur
áhafna og síöar farþega til landsins sé
ólögmætur. Þaö er helvíti hart hlut-
skipti að þurfa daglega í sínu starfi að
horfa upp á svo almenn lagabrot að-
gerðalaust vegna fljótfærnislegrar á-
Trabantvinafólagið Skynsemin ræður gekkst fyrir heilmikilli sýningu á
bifreiðum klúbbfélaga i gær. Hófst hún á akstri bifreiðanna um bæinn
og endaði hún niðri á Lækjartorgi. Þar var Gunnari Bjarnasyni. stofn-
anda og formanni klúbbsins, afhentur nýr Trabant station de lux auk
þess sem hann fékk verðlaunagrip og skjal frá Trabant verksmiðjunum
i viðurkenningarskyni fyrir ötult starfí þágu bifreiðarinnar hór á landi.
SigA /DV-myndS.
kvörðunar ráöherra. Á sama tíma
veröum við að f ramfylgja mjög ströng-
um og óvinsælum reglum viö banni á
innflutningi á fjölmörgum tegundum
landbúnaöarafurða. Það verður aö
gera þá lágmarkskröfu til stjórnvalda
að þau gefi út reglugerðir sem ekki
stangast á við gildandi lög. ”
Að lokum sagði Kristján: ,,Þá má
geta þess að vegna þrengsla í
komuverslun fríhafnarinnar og tollsal
eykur þessi aögerð á þau vandræði
sem fyrir voru. Það er athyglisvert aö
samkvæmt nýju reglunum getur á-
hafnarfólk nú flutt til landsins 24
flöskur í hverri ferð. Ætla má aö
hverj um áhafnarmanni í áætlunarflugi
sé úthlutað með reglugerðinni um 4000
flöskum af bjór á ári. ”
-óbg.
Porsche-bílar á
lækkuðu verði
— á bílasýningunni í Húsgagnahöllinni
Það eru þrír glæsivagnar frá
Porsche-verksmiðjunum til sýnis á
bílasýningunni í Húsgagnahöllinni sem
hófst á föstudagskvöldið. Og ef kemur í
ljós að einhver áhugi er á kaupum á
bílum þeirrar tegundar og fjármunir
fyrir hendi verður komið upp söluum-
boði.
Það er Jón Sigurður Halldórsson,
bílaáhugamaður og Porsche-eigandi,
sem staðið hefur í ströngu við aö fá
þessa bíla á sýninguna og hann sagði í
viðtali viö DV að nú væri verið að
kanna hvort hér væri grundvöllur fyrir
umboði með þeirri þjónustu sem
tilheyrir, varahlutalager og menntuð-
um viðgerðarmönnum.
Það eru til f jórir Porsche bílar hér á
landinu og eru eigendur þeirra himin-
lifandi yfir þeim. Þetta eru frábærir
bílar, sagði Jón, en hann hefur staöið í
bréfaskriftum við Porche-
verksmiöjurnar í eitt ár vegna
sýningarinnar. Hann sagði líka að
þetta væri meira til gamans gert og
vegna eigin áhuga á að fjölga þessum
bílum hérlendis. Á sýningunni verður
tekiö viö pöntunum og verða bílamir á
lægra verði vegna sérstakra samninga
viö Porsche-verksmiðjumar.
Odýrasta týpan af Porsche, sem er
924 týpan, kostar 905 þúsund krónur,
en veröið á dýmstu gerðinni fer allt
upp í tæpar 2,8 milljónir. „Það kemur
þá bara í ljós hvort menn hafa áhuga
eða ekki,” sagði Jón Sigurður
Halldórsson að lokum.
óbg
Slyddan um helgina:
Hellisheiði
lokaðist
Slyddan og snjókoman hér sunn-
anlands um helgina kom ansi flatt
upp á þá sem hugðust keyra austur
fyrir fjall um helgina.
Um tima lokaðist Hellisheiðin
algerlega og var þar aöallega um
að kenna fljótræöi ökumanna sem
þegar voru búnir að setja sumar-
dekkin undir bifreiðarnar.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
gekk þó allt slysalaust og var búiö
að ryöja heiðina á sunnudags-
morguninn.
Þetta ætti samt að kenna mönn-
um að vera ekki of fljótir til því að
vetur konungur er tregur aö
kveðja. Sig.A
Skagafjörður:
Velheppnuð
sæluvika
— rólegthjá lögreglu
Sæluviku Skagfirðinga lauk í gær
og að sögn lögreglunnar á Sauðár-
króki var hún með eindæmum
róleg hvað hana varöar.
Nokkuð bar á ölvun eins og
gengur og gerist og voru fimm
manns teknir, grunaðir um ölvun
viðakstur.
Sjö árekstrar urðu þessa viku en
allir rninni háttar. Það má því
segja að þetta hafi verið sæluvika í
alla staði hjá Skagfirðingum því
hátíðin sjálf heppnaðist mjög vel.
-SigA.
Ríkiðtekurenn
meira af
bensfnverði
Fjármálaráöuneytið ákvað á
föstudag að hækka vegagjald á
bensini um tíu aura á hvem lítra.
Hækkunin tók gildi á laugardag.
Utsöluverð á bensini mun þó ekki
hækka heldur mun innkaupajöfn-
unarreikningur taka á sig hækk-
unina. Þessi hækkun er talin gefa
rikissjóði um tíu miUjónir króna
miðaðviðheiltár. -kmii
RAFMAGNS
Hentuqt tæki sem kemur að qóóum notum ef laga 120 V " 7SO W
létta máltíð í skyndi.
Þu grillar, ristar, gratinerar á fljótan og þægilegan
hátt. Frábært fyrir ostabrauö.
Sfflbúðin
Grensásveqi 5 Sími: 84016