Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Side 3
DV. MÁNUDAGUR9. APRIL1984.
3
„Kartöflusnakk” frá Eyrarbakka:
UM 20 ÞÚSUND
POKAR A MÁNUÐI
Nýstofnaö hlutafélag á Eyrarbakka,
Ekta hf., hyggst hefja framleiðslu á
„snack”-vörum í sumar. Slíka mat-
vöru leggja landsmenn sér til munns
einkum í veislum í heimahúsum og
bílferöalögum.
„Meiningin er að byrja aö framleiða
í júní,” sagöi Jón Sigurðsson í samtali
viö DV. Hann stendur aö fyrirtækinu
ásamt Valdimar Sigurjónssyni og Páli
Halldórssyni.
Þeir félagar eru nýkomnir frá Sviss.
Þar kynntu þeir sér framleiöslu hjá
fyrirtækinu Zweifel og keyptu af því
einkaleyfi.
Hráefniö er kartöflur. Ur þeim ætla
þeir aö móta skrúfur og hringi og með
haustinu bæta þeir kartöfluflögum viö.
Hráefnið í skrúfumar og hringina
segja þeir útilokað aö fá hérlendis en
þeir stefna aö því aö nota íslenskar
kartöflur í f lögurnar.
„Við getum framleitt allt sem flutt
er inn. Til aö byrja með stefnum viö aö
því aö framleiöa 20 þúsund poka á
mánuöi,” sagöi Jón Sigurðsson.
Þremenningarnir hafa reist 200 fer-
metra hús undir snakkverksmiöjuna.
Þeir gera ráð fyrir aö þrjá starfsmenn
þurfi fyrstu mánuðina en þeim fjölgi
síöan upp í sex.
-KMU.
Björgunarsveitir:
Þyrlurekstur sé í
höndum íslendinga
„Teljum viö fjarri Iagi aö íslenska
þjóöin geti kastaö ábyrgðinni á þyrlu-
rekstri á vamarliöið og óskum þess
eindregiö aö unnið veröi aö f jármögn-
un til þyrlukaupa,” segir í bréfi sem
Björgunarsveitin á Höfn í Hornafiröi
hefur sent forsætisráðherra, fjölmiðl-
um og þingflokkum.
Björgunarsveitin Ingólfur í Rvík
hefur einnig sent forsætisráöherra bréf
þar sem bent er á nauösyn þess aö
þyrlurekstur sé í höndum Islendinga.
Vonast slysavarnafólkiö til aö Land-
helgisgæslunni verði gert kleift aö fá
nýja björgunarþyrlu.
-KMU.
Fyrir námsfólk jafnt og aðra sem
við vinnu sína sitja er mikilvæg
undirstaða árangurs að sitja
rétt og þægilega.Stóll frá
Stáliðjunni er því góð gjöf
handa fermingarbarninu,
^ góður stuðningur áður
en lengra er haldið.
STALIÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
EV-SALURINN I FIATHÚSINU
EV kjör eru
landsþekkt
sérkjör
sem enginn
annar býður
því við lánum
í 3. 6,9.
eða jafnvel 12
mánuði.
EV-kjör eru
kjör sem erfitt
er að trúa en
eru engu að síður
staðreynd.
Við bjóðum einnig
ÓDÝRA
BILA
ÁN
ÚTBORGUNAR.
FIAT RITMO 1982
FIAT 128 1978
FIAT131 1978
FIAT132 1977
FIAT125 P 1978
DODGE ASPEN 1977
DAIHATSU CHARMANT 1979
SKODA120 LS1980
...
AUSTIN ALLEGRO 1977
—^ m Æ mmMí
SAAB 99 1974
-*e*
CHEVROLET NOVA1977
FIAT 127 1978
ALFAETTA 1978
LADA 2103 station 1977
FORD LTD. 1979
AUSTIN ALLEGRO 1975
1929 notadir bílar í eigu umbodssins
- ALLT Á SAMA STAÐ EGILL
- r&r VILHJÁLMSSON
1984
Smiðjuvegi 4c - Kópavogi - Simi 79944- 79775