Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Qupperneq 7
DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984.
7
Bndur Neytendur
Samtals verð Hlutlallslegur samanburður,
Hagabúðin H|arðarhaga 47. Reykjavik 2831,55 lægstaverð 100 100,0
Víðir Starmýri, Reykjavik 2844,70 100,5
Kjörval Pverholti 6, Mosfellssveit 2927,85 103,4
Arnarkjör Lækjarfit 7, Garðabæ 2957,30 104,4
KjötmiJslöðin Laugalæk 2. Reykjavik 2963,60 104,7
Kaupfélag Kjalarnesþings, Mosfellssveit 2968,15 104,8
Árbæjarmarkaðurinn Rofabæ 39, Reykjavik 2973,35 105,0
Ásgeir Tindaseli 3, Reykjavik 2986,05 105,5
Hölagaröur Lóuhólum 2-6, Reykjavik 2993,80 105,7
Kjöt og fiskur Seljabraut 54. Reykjavik 3013,10 106,4
Melabúöin Hagamel 39, Reykjavik 3027,10 106,9
Sundaval Kleppsvegi 150. Reykiavik 3034,00 107,1
Breiðholtskjör Arnarbakka 4-6. Reykjavik 3035,75 107,2
S.S. Austurveri Háaleitisbraut 68, Reykjavík 3038,70 107,3
S.S. Glæsibæ Álfheimum 74, Reykjavík 3045,70 107,6
Vörðufell Pverbrekku 6. Kópavogi 3046,95 107,6
KRON Eddufelli, Reykjavik 3059,85 108,1
Verðsamanburðurinn á milli
verslananna 17 á 75 vörutegundum
leiddi í ljós umtalsverðan verðmun.
Það er vikið að því annars staðar hér
á síðunni að á hæsta og lægsta
heildarverði hafi verðmunurinn
verið rúmar 228 krónur. En hæsta
samanlagða verð var 8,1% hærra en
lægsta heildarverðið í þessum
samanburði. Ef sh'ku munar í hverri
vikuinnkaupaferð má reikna með
900—1000 króna sparnaöi á mánuði
með hagstæðum innkaupum.
Af þessum 17 verslunum kemur í
ljós aö lægsta samanlagða veröið á
75 vöruheitum var í Hagabúðinni viö
Hjaröarhaga í Reykjavík sem
reyndist 2.831,55 krónur. Næstlægsta
verðið var í Víði, Starmýri, 2.844,70
krónur, 0,5% hærra, og þriðja lægsta
var í Kjörvali, Þverholti MosfeUs-
sveit, 2.92735 krónur, 3,4% hærra en í
Hagabúðinni. Hæsta verðið var í
Kron, Eddufelli, 3.059,85 krónur, 8,1%
hærra en lægsta verð. Það er nokkuö
athyglisvert að vöruverð í Kjörvali í
Mosfellssveit er þama í lægri
kantinum, vegna þess að sú verslun
er opin 72 klukkustundir í viku
hverri, m.a. á sunnudögum. And-
stæðingar lengri afgreiðslutima
verslana hafa haldið því fram að
vöruverð hækki með tilkomu lengri
afgreiðslutíma. En vöruverðið í
Kjörvali gæti afsannað þá kenningu.
Og það er önnur verslun í Mosfells-
sveit í þessum samanburði, Kaup-
félag Kjalamesþings. Þar er af-
greiöslutiminn mun skemmri en
vöruverðið hærra en í Kjörvali. I
fjórða og fimmta „sæti” eru svo
Amarkjör í Garðabæ og Kjötmið-
stöðin í Reyk ja vík og í báöum er m.a.
laugardagsopnun.
Mjólkurvörur, kjöt, nýir ávextir og
nýtt grænmeti eru ekki með í þessum
verðsamanburði, heldur er eingöngu
um að ræða pakka- og dósavörur eins
og sést á meðfylgjandi lista. Þessi
verðsamanburður kemur heim og
saman við þær kenningar sem uppi
hafa verið hér á neytendasíðunni og
sem verðkannanir okkar hafa einnig
sýnt að það borgar sig greinilega að
gera verösamanburð á milli versl-
ana og vörumerkja. Það erkjarabót.
-ÞG
HRINGBRAUT 120:
Byggingavöfur
GolHeppadeild
Simai: Timburdeild
28-600 Malningarvörui og verklaeri
28-603 Flisar og hreinlaetistaeki
28-604
28-605
28-430
m i byggingavörurI 0KKAR
TILB0Ð I TEPPUM
; >4 r '*< u* & , s ’ c * ' <$L% < 1 r* ■y*«-yjiSr ■€' ■•••
■ , .- ■ -.f, . • -
^r, s'- - *•, |r t■* 1 % > | j yjjP!
■ II,-- ií' tí' Ær * 'haZiáá állÍl
n- m. • ■ s' *• Í' t
V • ! t? , tjt-i
-
Tegund: Topper
Efni: * Nælon
Litur: Brúnn/hvitur - yrjótt.
Verð: Áður kr. 238.
NÚ KR. 226.
Topper teppin eru lykkjuteppi m/foam undirlagi, tilvalin þar
sem þörf er á ódýru teppi með ágœtu úrliti og áferö. Topper
teppin eru heppileg fyrir unga fólkið sem er aö byrja búskapinn
eöa húsbyggjandann, sem þarf aö teppaleggja stóran flöt.
Topper — teppi gerast varla ódýrari.
r-i- 3 W-1 ■f-if-'V t-T
•»
legum afborgunum.
Útborgun allt niður i ,
20%
og eftirstöðvar /
greiðast með allt að f
6 mánaðar-
HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)
Þú getur haldið áíram að telja
endalaust. Nýtt forrit fyrir IBM
PC einkatölvuna verður til á
hverjum degi. Um allan heim
keppast forritaframleiðendur við
að einbeita sér að þessari eftir-
sóttu tölvu.
Þess vegna getur IBM PC
einkatölvan auðveldað þér svo
margt, bæði i einkalífinu, i fyrir-
tækinu og við kennslu. Svo sem
hraðari upplýsingaöflun, meiri
hagkvæmni, gerð greiðslu -
og fjárfestingaáætlana, lækkun
kostnaðar án niðurskurðar, verð-
lagningu á framleiðslu ofl. ofl.
sem setur þig framar keppi-
nautunum.
Þú hefur betri yfirsýn og færð
aukinn tíma til að sinna mikil-
vægum þáttum í rekstrinum og
heima íyrir - t.d. með fjölskyld-
unni.
Hvers vegna hefur þú ekki
samband við eitthvert söluum-
boðanna fyrir IBM PC einka-
tölvuna? Þú
skýrir fyrir
þeim þarfir
þínar og
óskir, og þeir
finna réttu
lausnina
með þeim for-
ritum sem
henta þér
best. - Því
máttu
treysta.
Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna:
Gísli J. Johnsen
Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8,
Kópavogi, sími 73111
Skrifstofuvélar hf.
Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33,
Reykjavík, sími 20560
Örtölvutækni sf., Ármúla38,
Reykjavik, sími 687220
UTTLE TRAMP CHARACTER LICENSED BY BUBBLES. INC.. S.A. GGK