Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 10
10
DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Umsjón:
Gunnlaugur A. Jónsson
Sovétríkm eru aö auka sprengju-
árásir sínar á þorp og birgöa-
flutningaleiöir skæruliöa í Afganist-
an í vorsókn gegn andstæðingum
hinnar Sovétstuddu stjómar
landsins, að því er leiðtogar upp-
reisnarmanna halda fram.
Blóðugri bardagar
og aukinn flótta-
mannastraumur
Uppreisnarmenn, staösettir í
Peshawar viö norövesturlandamæri
Pakistan, sögðu í viötali viö Reuters-
fréttastofuna aö Sovétríkin beittu nú
í auknum mæli hersveitum á jöröu
niöri og ykju þar með líkumar á
blóðugri bardögum og auknum
flóttamannastraumi frá Afganistan.
„Þeir beita sókndjarfari aöferöum
en áöur,” sagöi prófessor Barhan-
uddin Rabbani, leiötogi Jamiati-
islami, aöalbaráttuhreyfingarinnar í
norðurhluta Afganistan.
Baráttuaöferöir Sovétmanna
höföu áöur einkennst af því aö koma
upp herstöðvum fyrir afganska
stjórnarherinn víös vegar um landið
og láta hann um aö berjast viö
skæruliðana aö langmestu leyti í stað
þess að senda sovéskar hersveitir á
bardagasvæðin.
Arásir Sovétmanna upp á síökastið
hafa einkum beinst aö birgða-
flutningaleiöum noröur og austur af
Kabúl, höfuöborg landsins, í kringum
borgina Kandahar í suöurhluta lands-
ins, aö þvi er leiötogar uppreisnar-
manna segja.
Ráðast beint á þorp og
flutningaleiðir
„I þetta sinn hafa þeir ekki fyrir
því að setja upp herstöðvar heldur
ráðast þeir beint á þorp og birgöa-
flutningaleiðir okkar,” sagöi
Rabbani.
Hann sagði aö sovéski herinn, sem
hefði verið vanur að halda sig innan
víggirtra herstöðva sinna eöa aðeins
sótt fram í stómm skriödreka-
sveitum, væri nú tekinn aö senda
hermenn sína út í bein átök viö
skæruliðahópa.
„Nú koma þeir út úr skriðdrekun-
um,” sagöi hann, „og þar meö
veröur líka meira mannfall í þeirra
rööum.”
Sovésku hersveitirnar sem komu
til Afganistan í árslok 1979 til aö
styöja viö bakiö á hætt kominni
stjórn kommúnista i landinu eru nú
taldar hafa á aö skipa 105 þúsund
manna liði sem er 2,5 sinnum meira
en áætluð stærð afganska hersins.
Gulbuddin Hekmatyar, leiötogi
Hezb-I-íslami, islamsks bók-
stafstrúarhóps, segir að fyrri stefna
Sovétríkjanna, að koma upp varö-
stöövum víös vegar yfir vetrartím-
ann, heföi komið þeim sjálfum illa.
Ráðamenn í Moskvu
þoldu ekki sóunina
„Mujahideen-skæruliöarnir náöu
stöövunum oft á sitt vald og komust
þannig yfír mikiö magn sovéskra
vopna,” sagði hann til skýringar.
„Ráðamenn í Moskvu hafa væntan-
lega ekki getað þolaö slíka sóun. ”
Hin nýja aðferð Sovétmanna
Afganskir skæruliðar með sovésk vopn sem þeir hafa komist yfir.
Ráðamönnum i Moskvu var tekið að ieiðast þófið, þótti sem baráttuað-
ferðir sovéska hersins skiluðu of litlum árangri og hefðu það i för með
sér að sovésk vopn höfnuðu alltofoft ihöndum afganskra skæruliða.
og Pakistan. Sú er a.m.k. skoöun
prófessors Sibghatullah Mojaddedi,
leiötoga afgönsku þjóöfrelsis-
hreyfingarinnar og foringja þriggja
flokka bandalags.
Vestrænir stjórnarerindrekar í
Islamabad sem fylgjast með gangi
styrjaldarinnar í gegnum skýrslur
frá sendiráöum þjóða þeirra í Kabúl
segja aö liðhlaup úr afganska
stjórnarhernum séu m jög mikil.
Kornungir menn
þvingaðir í stjórnarherinn
Herinn hefur fyllt í sköröin meö því
aö taka kornunga menn upp af göt-
um borganna og þvinga þá til aö
ganga í herinn. Þá hefur stjómin
hert herskyldulögin til þess aö ná til
eins margra manna og frekast er
mögulegt.
Þá hefur ríkisstjóm landsins grip-
iö til þeirra ráöa að skrá félaga úr
Kommúnistaflokknum í herinn þar
sem þar væri hópur manna sem
treysta mætti aö myndu berjast af
heilum hug fyrir málstaðinn í stað
þess að flýja úr hernum viö fyrsta
tækifæri og gerast liðhlaupar.
Rabbani og Hekmatyar hafa báöir
skýrt frá því að bardagar hafi mjög
aukist í kringum borgina Jalalabad í
austurhluta Afganistan og þá eink-
um við brú þá sem skæruliðar hafa
notað fyrir birgöaflutninga yfir
Kabúlána viö Kama.
Þá hefur sovéski herinn og afg-
anski stjórnarherinn aukiö mjög viö-
búnaö viö Tezin og Koh-I-Safi, tvo
bæi viö þýöingarmikinn þjóöveg
austur af Kabúl sem Jamiat-I-Islami
notaði undir birgöaflutninga til
sveita sinna í Panjsher-dalnum, aö
því er Rabbani sagöi.
Búist við nýrri
sókn Sovétmanna
Skæruliöar hafa átt von á nýrri og
öflugri sókn sovéska herliðsins niöur
í dalinn en til þess hefur enn ekki
komiö.
Hins vegar hafa sovéskar
sprengjuflugvélar haldið uppi öflug-
um árásum á aöflutningsleiðir niöur
í daiinn eftir að sovéskar sveitir, sem
nálguöust þetta svæði, voru hraktar
til baka í byr jun marsmánaðar sl.
Alis hafa sovéskar hersveitir áöur
gert sex atlögur aö dal þessum en
engin þeirra hefur borið tilætlaöan
árangur. Sá hluti Panjsherdalsins
sem næstur er Kahúl er aöeins í um
niutíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg-
innL
Búist við enn blóðugri styrjöld í Afganistan:
Nýjar baráttuaðferðir
Sovétmanna f Afganistan
— berjast nú í auknum mæli sjálf ir við afgönsku skæruliðana
viröist beinast aö því aö skera á
aðflutningsleiðir skæruliöa svo og
draga úr þeim styrk sem þeir sækja
til íbúa landsins meö því aö ýta enn
undir flóttamannastrauminn til Iran
<---------------m. .
Afganskir flóttamenn á leið um
Kama-dalinn sem er nærri landa-
mærum Pakistan. Margir flótta-
menn fara um þennan dal á flótta
undan styrjöldinni i landinu og
talið er liklegt að hinar nýju bar-
áttuaðferðir sovéska hersins
muni enn á ný auka flóttamanna-
strauminn frá Afganistan.
Hin nýja baráttuaðferð Sovétmanna iA fganistan einkennist meðal annars afþviað sovésku hermennirnir
eru nú teknir „að koma út úr skriðdrekunum " og berjast iauknum mæli sjálfir við afganska skæruliða.
NHMNíiASKÍAmtt E
verðlækkuná
öli og gosdrykkjum
HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON