Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 12
F.t
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö 25 kr.
Varnir eru ekki verslun
Flestir íslendingar gera sér grein fyrir alvörunni og
afleiðingunum af því, ef bandarísk skipafélög taka yfir
alla flutninga fyrir varnarliðiö til og frá landinu. Inn-
lendu skipafélögin missa svo stóran spón úr aski sínum,
að fótunum er nánast kippt undan hagkvæmum fargjöld-
um á fiskflutningi okkar vestur um haf.
Annað tveggja mun gerast, að íslensku skipafélögin
tapa stórfé á fiskútflutningum, ellegar hitf, að hækkanir á
farmgjöldum munu hafa í för með sér hækkun á fiskverði
á markaönum vestra, sem gerir afurðir okkar ósam-
keppnisfærar.
Hvort heldur sem veröur, er ljóst, að fyrirætlanir hins
bandaríska skipafélags stefna íslenskum hagsmunum í
voða, þar sem þeir eru mikilvægastir og tilfinnanlegastir.
Þjóðarbúskapur íslendinga stendur og fellur með fiskút-
flutningi á Bandaríkjamarkað.
Því er hins vegar ekki að neita, að þessi hætta hefur
lengi legið fyrir. Samkvæmt bandarískum lögum hafa
skip, sem sigla undir bandarískum fána, allan forgang aö
flutningum á vegum bandarísks herliðs. Hér er því ekki
einu sinni um þaö að ræöa, að íslendingar geti undirboðið
bandarísk skip í eðlilegri samkeppni. Bandarísku lögin
hafa verið í gildi frá upphafi aldarinnar, en aldrei á þau
reynt, eftir að íslensku skipafélögin tóku að sér áður-
nefnda flutninga.
Ef menn vilja horfast í augu við staðreyndir, verður
að viðurkenna, að íslendingar hafa í skjóli þessara farm-
flutninga haft gífurlegt hagræði af veru bandaríska varn-
arliðsins. Þaö verður ekki flokkað undir hermang og
heldur ekki undir neins konar aronsku í neikvæðum skiln-
ingi þess orðs. En með þegjandi samkomulagi og gagn-
kvæmum skilningi hafa stjórnvöld beggja landanna auö-
vitaö gert sér grein fyrir efnahagslegu gildi þess, aö ís-
lensk skipafélög önnuðust flutningana fyrir varnarliðið.
Sú staðreynd býður þeim háska heim, að sterk þjóðfé-
lagsöfl leggi áherslu á dvöl varnarliðsins út frá allt öðrum
forsendum en þeim, hvort vama eða öryggis sé gætt. Þeg-
ar íslenska þjóöin er orðin efnahagslega háð dvöl varnar-
liðsins er hætta á ferðum. Ef við seljum öryggi okkar og
sjálfstæði af viðskiptahagsmunum, erum við á rangri
braut.
Með sama hætti og það er fráleitt að bandarísk einok-
unarlög setji eðlilegri samkeppni og þjónustu skorður á
þessu sviði, er það einnig ótækt með öllu, að við beitum
hótunum gagnvart Bandaríkjamönnum til að tryggja
viðskiptahagsmuni okkar. Þess vegna er því vísað á bug,
þegar upp koma raddir um pólitískan þrýsting af okkar
hálfu á kostnað varnarsamstarfsins.
í þessu sem öðru megum við íslendingar ekki brúka af-
stöðu okkar til Atlantshafsbandalagsins og varna lands-
ins sem skiptimynt í deilu um það, hverjir hafi vöruflutn-
inga í sínum höndum.
Bandaríkjamenn eiga sjálfir aö átta sig á, að alda-
gömul einokunarlög hafa ekki staðist tímans tönn og eru
úr öllu samhengi við það frelsi í miUilandaviðskiptum,
sem Bandaríkjamenn predika. Vel má vera, að íslensku
skipafélögin hafi um of makað krókinn á kostnað Banda-
ríkjanna, en Bandaríkjamenn eru vitaskuld engu betur
settir, ef flutningarnir eiga aö vera verndaðir af eigin ein-
okun.
Siglingar til og frá íslandi mega ekki standa og falla
með peningum frá varnarliðinu. Innlendu skipafélögin
verða að vinna sig út úr þeirri stöðu. Fáum íslenskum
fyrirtækjum er betur treystandi til þess. Skipafélögin
eiga ekki að kalla á pólitíska hjálp. Viðnámið verður aö
koma frá þeim sjálfum. ebs.
68or.TtFr<TA p sriTriArnivTÁM vn
DV. MÁNUDAGUR 9. APRlL 1984.
en skilgreiningu á „notendabúnaði" er áfátt i frumvarpinu, þviekki er ótvirætt, hvort átt er einnig við
radíótæki og þá sérstakiega taistöðvar i bifreiðum."
Fjarskiptalaga
frumvarpið
Þaö vekur athygli hve frumvarp
það um fjarskipti, sem nú Iiggur-
fyrir Alþingi, tekur á fáum annmörk-
um núgildandi laga frá 1941. Gerðar
eru smávægiiegar orðalagsbreyting-
ar á stangh, en efnisbreytingar ná
skammt eðaorkatvímælis.
Felldur er úr gildi einkaréttur
ríkisins aö því er varðar „notenda-
búnað”, en skilgreiningu á „noienda-
búnaði” er áfátt í frumvarpinu, þvi
ekki er ótvírætt, hvort átt er einnig
við radíótæki og þá sérstaklega tal-
stöðvar í bifreiðum. Það ræðst af því
hvort bifreið telst vera „húsrými”
eða „starfsstöð” skv. frumvarpinu
og hvort talstöö telst „tengd” hinu
opinbera fjarskiptakerfi eða ekki. I
greinargerð meö frumvarpinu er
„starfsstöð” talin ein eöa fleiri
byggingar á sömu lóð, en ekki er
minnst á bifreiðar.
Skemmdarstarfsemi
Einkaréttur ríkisins til annars en
„notendabúnaðar” er óskertur skv.
frumvarpinu. Nær hann til innflutn-
ings, sölu, leigu, dreifingar, smiða,
viðgerða og breytinga á hverskonar
fjarskiptabúnaði. Á það hefur marg-
oft verið bent á undanförnum árum
að íslenzkur rafeindaiðnaöur getur
átt framtíð fyrir sér, njóti hann eðli-
legra rekstrarskilyrða. I því sam-
bandi skiptir heimamarkaður veru-
legu máli. Hið opinbera fjarskipta-
kerfi er þar stærsti aðilinn á sviði
fjarskiptanna. Hvaða álit, sem
menn annars kunna aö hafa á mögu-
leikum íslenzks rafeindaiönaöar á
sviöi fjarskiptanna, þá er það hrein
skemmdarstarfsemi að útiloka hann
áfram með lagaboöi. Það er til al-
mannaheilla horfir í fjarskiptum ætti
að vera nægilega tryggt meö Póst- og
Kjallarinn
KRISTJÁN
BENEDIKTSSON
FJARSKIPTA-
VERKFRÆÐIIMGUR
símamálastofnun í hlutverki opin-
bers eftirlits — og framkvæmdaaðila
fyrst ogfremst.
Ekki eru ýkja mörg ár síðan þeir
einstaklingar utan Pósts og síma,
sem vildu afla sér þekkingar, eða
gera eitthvað sjálfstætt á f jarskipta-
sviðinu, voru stimplaöir allt að því
ótíndir glæpamenn. Flestir kannast
við þær öfgar, sem einkennt hafa
framkvæmd einkaréttar ríkisins oft
á tíðum, og núverandi fjarskiptalög
hafa beinlínis gefið tilefni til. Þótt
hér hafi vissulega orðið hugarfars-
breyting, þá vekur furðu að lagt er tU
að lögin haldi áfram á sömu braut.
Þeir sem vilja hanna, framleiöa,
smiöa eða gera við eitthvað annað en
„notendabúnað” skulu áfram settir
undir náð og miskunn embættis-
manna, eöa undanþáguheimildir
jafnvel felldar niður.
Engarundan-
þáguheimildir
I frumvarpinu er feUd niður
heimild ráðherra til að veita vissar
undanþágur frá einkarétti ríkisins
(3. grein í núgUdandi lögum).
Nefndin sem samdi frumvarpiö
hefur ekki séð ástæðu tU að nefna
þetta í greinargerö sinni. Áhrif
þessarar niðurfellingar ráöast af því
hvort einkarétturinn sem slíkur er
talinn rúma undanþáguheimUdir.
Væri áhugavert aö fá áUt lögfróöra
manna á því.
Skv. frumvarpinu er Póst- og
símamálastofnuninni eins og nú falið
að annast framkvæmd á einkarétti
ríkisins tU f jarskipta. Hlutverk Póst-
og símamálastofnunar er lítið skU-
greint að öðru leyti. Stofnunin hefur
engar skyldur að marki, aöeins
heimildir.
• „Hvaöa álit, sem menn annars kunna að
hafa á möguleikum íslenzks rafeinda-
iðnaðar á sviði fjarskiptanna, þá er hrein
skemmdarstarfsemi að útiloka hann áfram
meðlagaboði.”