Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR 9. APRlL 1984. 13 ASÍ-forysta í vanda Þegar kjarasamningalotunni er nú aö mestu lokið er auösætt aö forysta verkalýöshreyfingarinnar í landinu veröur aö taka stööu sína og samtaka sinna alvarlega til skoöun- ar. Gangur samningamálanna og niöurstaða þeirra er þess eðlis. Á því er ekki nokkur minnsti vafi að óformleg samstaða var milli for- ystumanna aðila vinnumarkaðarins, báöum megin viö samningaboröiö, aö kjarasamningar ASI og VSI yröu þaö ófrávíkjanlega mót sem alit sam- komulag um kaup og kjör skyldi steypt í. Sú ákvörðun nokkurra félaga undir forystu Dagsbrúnar í Reykjavik aö brjótast undan samftot- inu og semja ein var þvi enginn fagnaöarboöskapur — hvorki fyrir þá í Garðastrætinu né hina á Grensásveginum. Á hvorugum staðnum hefur rikt mikill áhugi á þvi aö þetta „einkaframtak” tækist þótt afstaöan hafi sjálfsagt komiö fram með ólíkum hætti. Niðurstaða fengin Nú er niöurstaöan fengin. Dags- brún og co. tókst aö ná samningum sem eru hagstæðari en ASI-VSI sam- komulagið. Jafnframt náöist sá árangur aö ein af umdeildustu til- slökunum ASI gagnvart VSI, ákvæðin um unglingakaupið, fékkst felld niður eftir á. Sum félög, sem höföu undirritað ákvæöiö, hlupust frá því meö sérsamkomulagi eftir á en önnur fengu þaö niöurfellt með einhliða ákvöröun VSI. Þannig tókst miklum minni hluta verkalýðsfélaga að breyta til hækkunar kjarasamn- ingum sem mikill meirihluti verka- lýösfélaga haföi undirritaö og sam- þykkt. Ályktun Þjóðviljans Þaö sem einna mest mun þó hafa komiö á óvart er hversu lítið Dagsbrún þurfti fyrir þessu að hafa. Lítilsháttar „fingraæfingar” hluta úr degi í Mjólkursamsölunni og við Reykjavíkurhöfn knúðu fram breyt- ingar á einu viðkvæmasta og um- deildasta ákvæöi ASI-VSI samkomu- lagsins. Meira þurfti ekki. Þjóðviljinn segir þetta sanna tvennt: 1. Að það sé rangt ályktaö hjá ASt- forystunni aö fólk sé ekki reiðubúiö aö beita sér til þess að stööva kjara- skerðinguna. 2. Að þaö sé einnig rangt ályktaö hjá þessari sömu forystu aö engu sé hægt að ná fram nema með dýrum og langvarandi allsherjarátökum á vinnumarkaðinum. Þar talar sá sem veit Núverandi forysta ASI er sam- steypa Alþýðubandalags, Sjálfstæö- isflokks og Framsóknarflokks sem var mynduö um svipað leyti og ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsen í því skyni aö gefa henni skjól til 14 kjara- skerðinga. I oddvitasætinu í þessari valdasamsteypu situr Alþýöubanda- lagiö svo ef einhver veit hvað hún hugsar og ályktar þá er þaö einmitt Þjóöviljinn. Frásögn Þjóðviljans af röngum ályktunum þessarar forystu er því fullrar athygli verö því þar tal- arsásemveit. Sá sem þetta ritar er hins vegar þeirra skoðunar aö ályktanir forystu ASI hafi ekki breyst heldur rikisstjórnin. Ályktanirnar eru nú ósköp áþekkar og þær hafa verið viö svipaöar aðstæöur undanfarin fjögur ár. Niöurstaðan hefur alltaf orðið sú að fólkiö í félögunum vildi ekki verj- ast og því væri tilgangslaust fyrir samtökin aö snúast til varnar. Þetta hefur ekkert breyst. Eina breytingin er í stjómarráöinu. Þar hafa nýir menn sest í ráðherrastólana. Sé niöurstaða ASl-forystunnar nú röng, eins og Þjóöviljinn segir, þá hefur hún veriö jafnröng í þau 14 skipti sL f jögur ár sem hún sat og þagði. Þau fjögur ár eru nú aö koma íslenskri verkalýðshreyfingu í koll eins og Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, hefur bent á. Reikningsskil í haust Nú veröur forysta verkalýðs- „Frásögn Þjóðviljans af röngum ályktunum þessarar forystu er þvi fullrar athygli verð þvíþar taiar sá sem veit." hreyfingarinnar þvi að hugsa sinn gang. A komandi hausti verður háð þing ASL Þá á að skiia af sér sú valdasamsteypa sem aett var á lagg- SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR irnar fyrir 4 árum , m.a. til þess aö veita ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen skjól. Hvaö svo sem um ástæðumar má segja þá er það ómót- mælanleg staöreynd aö á þessum fjórum árum hefur kaupmætti félagsmanna ASI hrakaö jafnt og þétt. Á sama tíma hefur Alþýðusam- bandiö oröiö fyrir miklu áfalh hvað varöar stööu samtakanna út á viö og inn á viö — nú síðast þegar nokkur aðildarfélög bmtu á bak aftur heildarkjarasamninga sem samtök- in höfðu gert. Of mikil pólitísk tengsl við óheillaferil síöustu ríkisstjórnar eiga án efa drjúgan þátt í því aö grafa undan trúverðugleik foryst- unnar og þar meö samtakanna sjálfra. Reikningsskihn fara svo fram á hausti komanda og þá er eins gott fyrir alla hlutaðeigendur að menn hafi undirbúiö sig með jákvæð- ar tiUögur í staö undanhalds um nýja áróöurssókn, m.a. á fjölmiðla- markaöinum, og um hvernig gera eigi ASI aö trúverðugum oddvita í kjarabaráttu gersamlega án tilUts tii hvaö þeir heita sem sitja í stjórnar- ráöinuhverju sinni. Veröi sUkar jákvæöar uppbygg- ingartUlögur ekki undirbúnar veröur ASI-þingiö í haust aðeins eitt sótt- hitakastið enn tU viðbótar í þeirri uppdráttarsýki sem herjað hefur á íslenska verkalýðshreyfingu á undanfömum árum. • „Á því er ekki nukkur minnsti vafi að óformleg samstaða var milli forystu- manna aðila vinnumarkaðarins, báðum megin við samningaborðið, að kjarasamningar ASÍ og VSÍ yrðu það ófrávíkjanlega mót sem allt samkomulag um kaup og kjör skyldi steypt í.” Flokkamir banna vinnustaðafélög I lok síðasta mánaöar kolfelldu gömlu flokkamir frumvarp til laga um breytingar á vinnulöggjöfinni. Þetta frumvarp gekk út á þaö eitt að veita verkalýðnum heimUd til aö semja sjálfum um kaup sín og kjör í vinnustaöafélögum. Þaö gekk m.ö.o. út á aö afnema einkarétt núverandi stéttarfélaga á samningum viö at- vinnurekendur. Þessu voru kerfisflokkarnir að sjálfsögöu á móti. Málflutningur þeirra var á þá leið aö löggjafinn, Alþingi Islendinga, ætti ekki að skipta sér af skipulagi verkalýös- hreyfingarinnar, það væri hennar aö hafa frumkvæði í þessum efnum. Þeir gagnrýndu einnig að framtíöar- skipan hreyfingarinnar væri ekki út- færö tU hlítar í f rumvarpinu. Hvað í ósköpunum em mennirnir aö fara? Þeir segjast í ööru oröinu vera andsnúnir því aö löggjafinn skipti sér af skipulagi verkalýös- hreyfingarinnar en í hinu orðinu kvarta þeir yfir því aö framtíöar- skipulag hennar sé ekki útfært til hlítar í fmmvarpinu. Þaö þarf nú talsverða hugarleikfimi tU að skilja þessar aöfinnslur. Foringjarnir gegn fólkinu Kjarni málsins er sá að löggjafinn skiptir sér nú þegar af skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Þaö gerir hann með lögunum um stéttarfélög og vinnudeUur sem sett voru árið 1938. Þaö var m.ö.o. löggjafinn sem þröngvaöi núverandi skipulagi upp á verkalýðinn, en ekki öfugt. Gegn þeirri þvingunarráöstöfun barðist fjöldi verkafólks af miklum krafti meö Héðin Valdimarsson, formann Dagsbrúnar, í broddi fylkingar. Vinnustaöafrumvarpið sem kerfis- flokkarnir kolfeUdu gerir einungis ráö fyrir því aö löggjafinn slaki á þeirri kló sem hann setti á verkafólk árið 1938. Hér er meira aö segja farið fuUrólega í sakirnar því lagt er tU að vinnustaðafélög meö fuUum samningsrétti megi aðeins taka til starfa þar sem 25 eöa fleiri vinna, enda hafi 2/3 starfsmanna samþykkt þá skipan mála. Hér er verið að leggja til aukin réttindi sem fólk ræö- ur síðan hvort það notfærir sér eöa ekki. Þegar höfundur vinnustaðafrum- varpsins, VUmundur Gylfason, lagði þessar hugmyndir fyrst fram á þingi haustið 1980 urðu ýmsir til að leggj- ast gegn þeim. AthygUsvert var aö þaö var ekki sjálft fólkið í verkalýðs- hreyfingunni sem var andsnúið hug- myndinni heldur „verkalýðs- foringjarnir” — menn sem þiggja margföld verkamannslaun fyrir aö semja um 12.600 krónur handa um- bjóðendum sínum. Þegar þessir foringjar verkalýðs- ins eru spurðir áUts á tillögum um Kjallarinn GARÐAR SVERRISSON, STARFSMAÐUR ÞINGFLOKKS BANDALAGS JAFNADARMANNA aukin réttindi verkafólks til að semja sjálft um kaup sitt og kjör þá segja þeir „nei takk” og hóta flokksbræðr- um sínum öUu illu ef þeir samþykki aukin réttindi handa fólkinu. Og kerfiö sér um sína. Þaö er í málum eins og þessu sem gömlu fjórflokkarnir verðskulda að kaUast kerfisflokkar. Þegar hags- munirnir eru þeir sömu veröa skoðanirnar þær sömu. Þessir flokkar hafa komið sér þægUega fyrir í fUabeinsturnum hinnar ihalds- sömu verkalýðsforystu og eru hræddir við að færa valdið til fólksins með 12.600 krónumar. Þeir vUja ríg- halda í óbreytt skipulag sem stendur launajöfnun algerlega fyrir þrifum. Þetta naglfasta óréttlæti kemur í veg fyrir að láglaunafólk fái lágmarks hlutdeUd í eigin verömætasköpun. Útvörpum mál- flutningi kerfisins I umræðum um þetta mál á þingi voru fluttar nokkrar stórfurðulegar ræöur. Það er á engan hallaö þófram komi aö sú kostulegasta var flutt af Eiöi Guönasyni sem mér skilst aö sé jafnaðarmaður. Um vinnustaöa- frumvarpiö sagöi þessi þingflokks- formaöurm.a.: „Þetta frumvarp er, eins og hér hefur raunar veriö á minnst, kannski ekki nema hálfhugsað. Þetta er ekki nema hálf hugsun. Þaö vantar miklu ítarlegri útfærslu og raunar hef ég miklar efasemdir um að stjórnmála- flokkarnir eigi meö þessum hætti að hafa afskipti af málum verkalýðsfé- laganna.” Og síðar: „Stjórnmála- flokkar eiga ekki aö hafa afskipti af þessum málum meö þeim hætti sem hérumræðir. . .” Hver skilur þetta? Þingmaðurinn er á móti afskiptum en vill „miklu ítarlegri útfærslu”. Hvaö er nú hálf hugsun og hvaö heil? Eftir að hafa fylgst með afgreiðslu kerfisflokkanna á vinnustaöafrum- varpinu verður sú hugsun áleitin hvort ekki sé rétt að útvarpa beint frá Alþingi. Þingmenn gætu þá átt á hættu að allur almenningur væri aö ; hlusta á þá. Hér er um einfalt og mjög ódýrt framkvæmdaratriöi að ræöa. Fólkið í landinu þyrfti þá ekki aö láta flokkssneplana segja sér eða þegja um þaö sem fréttnæmt er á þingi. Með slíku Alþingis-útvarpi gæfist okkur kostur á beinna og skilvirkara lýöræöi. Okkur gæfist kostur á aö heyra „fulltrúa jafnaöarstefnunnar” berjast gegn réttindum verkafólks í beinni útsendingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.