Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 21
DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984.
21
um
íþrottir
helgar
mnar
Einar Vilhjálmsson er
orðinn einn af allra bestu
spjótkösturum heims.
Enginn spjótkastari í
heiminum hefur náð betri
árangri en Einar það sem
af er þessu ári og vonandi
að það haldist þannig í
framtiðinni.
dagblað
Ásgeir
með mark
dagsins
sjábls.26
Teitur
skoraði í
Frakklandi
— sjá bls. 26
Hef sett stef nu
á 100 metrana
— sagði Einar Vilhjálmsson eftir að hafa sett nýtt glæsilegt íslandsmet
\ íspjótkasti
— Einar kastaði 92,40 metra og er það besti árangur í heiminum í ár
Essen á toppinn
—sigraði Hofweier 24-14 en Grosswaldstadt tapaði
21-22 fyrir Bergkamen
„Við lckum um helgina gegn
Hofweier og unnum stóran sigur 24—14.
Mér gekk sæmiiega og skoraöi fimm
mörk,” sagði Alfreð Gíslason hjá
Essen í Bundesligunni þýsku í hand-
knattleik.
Essen er nú í efsta sæti deildarinnar
þegar þrjár umferðir eru eftir. Helstu
keppinautar Essen, Grosswaldstadt,
töpuðu um helgina fyrir Bergkamen
með einu marki. Essen hefur jafnmörg
stig og Grossvaldstadt en mun hag-
stæðari markatölu. Essen á eftir að
Alfreð Gíslason.
leika gegn Göppingen, Dankersen og
Schwabing.
Siguröur Sveinsson skoraði 8 mörk
„Það var ætlun okkar að lyfja-
prófa alla íslensku keppendurna
Met hjá
Jabbar
Frægasti körfuknattleiksmaður heims,
Bandaríkjamaðurinn Kareem Abdul Jabbar,
sem lelkur með Los Angclcs Lakers i NBA-
deildinni bandarisku, náði einstökum áfanga
umhelgina.
Hann skoraði 22 stig í leik Lakers og Utah
Jazz og náði þar með að setja nýtt stigamet í
NBA-deildinni. Hefur skorað 31.420 stig frá
því að hann hóf að leika í deildinni. Hann
þurfti að skora 21 stig í leiknum um helgina til
að hnekkja meti Wilts Chamberlain en það
var 31.419 stig.
-SK.
þegar Lemgo sigraöi Hiittenberg í gær.
Sigurður skoraði 7 markanna úr víta-
köstum. -sk.
sem æfa í Bandaríkjunum og
kepptu í Texas um helgina en af
því gat ekki orðið vegna tækni-
íegra örðugleika,” sagði Alfreð
Þorsteinsson, formaður lyfja-
nefndar ISt, í samtali við DV í
gærkvöldi.
„Eg hafði samband við
íslenska sendiráðið í Washington.
Bað þar ákveðna menn að kanna
fyrir mig hvort lyfjaprófið væri
framkvæmanlegt en það reyndist
því miður ekki vera,” sagði
Alfreö.
Hann bætti því við að þetta mál
væri í fullum gangi og eitthvað
myndi eiga sér stað mjög fljót-
lega.
-SK.
„Lyfjapréf ekki
framkvæmanlegt”
— segir Alfreð Þorsteinsson, form. lyfjanefndar ÍSÍ
Frá Jóni Þór Gunnarssyni, fréttamanni DV í
Bandarikjunum:
„Ég er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessum árangri
og hef sett stefnuna á 100 metrana,” sagði Einar
Vilhjálmsson en hann setti um helgina nýtt íslandsmet í
spjótkasti á stórmóti í Texas í Bandaríkjunum, kastaði
92,40 metra sem er besti árangur sem náðst hefur í heim-
inum í ár.
„Mer fannst fyrsta kastn
metið kom þó í næsta kasti
allt sem ég átti til í þetta
árangurinn,” sagði Einar.
Þessi frábæra frammistaöa Einars
var hápunktur mótsins í Texas en fleiri
íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu
og náðu góðum árangri. Vésteinn Haf-
steinsson viröist vera orðinn mjög
öruggur með 62—63 metra í
kringlukastinu. Hann sigraöi í Texas,
kastaði 62,24 metra. Bróðir hans,
Þráinn, kastaði 54,14 metra sem er
mjög góöur árangur hjá tugþrautar-
manni.
Þórdís Gísladóttir sigraöi í hástökk-
inu, stökk 1,84 metra. Oskar Jakobsson
var meðal keppenda í kúluvarpinu
þrátt fyrir að hann eigi við meiðsli að
stríða og hann olli nokkrum von-
brigðum. Gerði öll köst sín ógild en
flest voru þau um 19 metrar. Iris
Grönfelt keppti í spjótkasti og kastaði
53,32 metra og nægöi það henni í annað
sætiö.
-SK.
mjog gott tækmlega seð en
á eftir. Ég bókstaflega lagði
kast og er mjög hress með
„Einar
gæti
— spjótkastiðá
ÓL í sumar,
segirþjálfarihans
Frá Jóni Þór Gunnarssyni, frétta-
manni DV í Bandaríkjunuin:
„Einar hefur veriö í mikilli framför
að undanförnu og hann á eftir að bæta
árangur siun enn frekar,” sagði Pricc,
þjáifari Einars Vilhjáimssonar spjót-
kastara, cftir frjáisíþróttamótið í Tex-
as um helgina.
Þessi snjalli þjálfari sagði einnig að
Einar ætti mikla möguleika á ólympíu-
leikunum í sumar og hann gæti ekki
séð annað en að hann ætti sigurmögu-
leika þar. „Einar er mjög sterkur um
þessar mundir og hann hefur aldrei
kastað betur,” sagði Price.
Alfreð Þorsteinsson.
-SK.
[ Koíbeinn i
; sjoundi :
I Kolbeinn Gíslason júdómaður
■ náði frábærum árangri um helgina
er hann tók þátt í opna hollenska
meistaramótinu í júdó.
Kolbeinn varð sjöundi af 27
keppendum og er þetta mjög góð
frammistaða. Margir af bestu júdó- I
mönnum heims tóku þátt í móti !
þessu. Bjarni Friðriksson var einnig 1
á meðal þátttakenda en ekki var |
nokkur leið aö afla upplýsinga um _
árangur hans. SK. |