Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 25
184.
DV. MANUDAGUR 9. APRlL 1984.
25
iþróttir_______________ íþróttir íþróttir
Lárus Guðmundsson sést hér í leik með Waterchei. Hann skoraði þýðingarmikið mark fyrir lið
sitt um helgina, jafnaði metin 1—1 gegn Beerchot.
i-pra^
Jón Diðriksson hefur sett 25 íslandsmet
Jón verður í verslun okkar að Laugavegi 69
þriðjudaginn 10. apríl frá kl. 14-18 og gefur
ykkur góð ráð í sambandi við val á íþrótta-
fatnaði og skóm.
Easy Rider,
stærðir
5-11 1/2.
kr. 1.347,-
Bómullarjogginggallar, verð frá kr. 980,
Fitness,
stærðir
5-11 1/2,
kr. 1.170,-
Sportvöruvers/un
/ngóffs Óskarssonar
Laugavegi 69 Klapparstig 44
sími 11783. simi 10330.
Stúdentar hirtu
blakbikarinn
íþróttafélag stúdenta varð bikarmeistari í blaki karla 1984. ÍS sigraði
Þrótt í úrslitaleik í Hagaskóla á laugardag með þrernur hrinuin gegn
einni; 6—15,15—9,15—12 og 15—11.
Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem karlalið Þróttar sigrar ekki á
meiriháttar blakmóti hérlendis. Um leið var þetta í fyrsta sinn frá árinu
1979 sem karlalið stúdenta fær titil.
Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að fjörugu og góðu blaki er gömlu
erkifjendurnir mættust. Þróttarar hófu leikinn af krafti og tóku fyrstu
brinu. Eftir það höfðu stúdentar yfirhöndina.
Sterkar há- og lágvarnir einkenndu leikinn, einkum ÍS-megin. Fyrir
vikið hélst knötturinn oft lengi á lofti og leikurinn varð skemmtilegur á að
horfa. Einstaka skellir rötuðu þó beint í gólf, sérstaklega frá Þorvarði Sig-
fússyni, ÍS, og Guðmundi Pálssyni, Þrótti.
Indriði Arnórsson hrelldi Þróttara með göinlum töktum. Þórður Svan-
bergsson og Páll Svansson nánast múruðu fyrir miðjusmassara íslands-
meistaranna. Friðjón Bjarnason hirti ótrúlegustu bolta úr gólfinu og
Friðbert Traustason sá svo um að „mata” sóknina.
Stúdentar sigruðu á baráttuanda, sem þeir náðu upp í 2. hrinu. Það varð
kannski banabiti Þróttara að fá ekki fulla mótstöðu frá andstæðingunum
strax í fyrstu hrinu. Auðveldur sigur þá gerði þá værukæra.
-KMU.
7 marka Valssigur
— Valur—Víkingur 29-22 (14-12)
Valsmenn komu nokkuö á óvart í gærkvöldi er þeir burstuðv
Vikinga í úrslitakeppni 1. deiidar í handknattleik í Laugardals
höllinni. Valsmenn skoruðu 29 mörk en Víkingar 22. Valsmeni
höfðu tveggja marka forskot í leikhléi 14—12.
í síðari hálfleik juku Valsmenn fengið forskot og um tíma
var munurinn tiu mörk. Valsmenn gáfu hins vegar örlítið eftir I
lokin og Vikingar náðu að minnka muninn.
Þeir Steinar Birgisson og Sigurður Gunnarsson voru einna
bestir hjá Víkingi en Þorbjörn Guðmundsson sýndi gamla
takta hjá Val, skoraði 7 mörk. Það gerði Jakob Sigurðssor
einnig. .
Valur—Víkingur 29—22 (14—12).
MörkVals:
Þorbjörn Guðmundsson 7, Jakob Sigurðssou 7, Stefán Halldórsson 5,
Valdimar Grimsson 5, Björn Bjömsson 3, Þorbjörn Jensson 1 og Stcindir
Gunnarsson skoraði einnig eitt mark.
Mörk Vikings:
Steinar Birgisson 6. Sigurður Gunnarsson ð, Guðmundur B. Guðmunds-
son 3, Hörður Harðarson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Ólaiur Jónsson 2.
Lcikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og Sigurður Baldursson. b/-SK.
Skrípaleikur FH
og Stjörnunnar
-FHsigraði 34-26
FH-ingar tryggðu sér Islandsmeistaratitilinn í handknattleik í gær-
kvöldi með sigri sinum á Stjömunni 34—26 eftir að staðan í leikhléi hafði
verið 18—llFHivil.
Dcildar meiningar hafa verið manna á meðal um það hvort FH-ingar
hafi verið orðnir meistarar þegar þeir hófu þennan leik. Þeir héldu því
sjálfir fram eftir leikinn að þeir hefðu tryggt sér titilinn með þessum sigri
á Stjömunni og fögnuðu sigrinum innilega í gærkvöldi. Langþráður sigur
var í höfn.
Leikurinn í gærkvöldi var hrein vitleysa lcngst af. Áhugi ieikmanna
minni en enginn og oft var um hreinar sýningar að ræða hjá leikmönnum
beggja liða. Það er óþarfi að fara fleiri orðum um þennan ieik. Hann var
einfaldlega ekki þess virði.
FH—Stjarnan 34—26 (18—11)
Nokkrar tölur úr ieiknum: 1—4,6—4,10—8,15—8 og 18—11 í ieikhiéi. 15_
22,26—21 og 32—26.
Mörk FH. Hans 8 (2v.), Þorgils Óttar 7, Atli 5, Valgarð 4, Pálmi 5, Guðjón
3, Jón 1 og Kristján Arason skoraði 1 mark.
Mörk Stjörnunnar: Magnús Teitsson 9, Bjarni Bessason 5, Gunnar Einars-
son 4 (lv.), Gunnlaugur Jónsson 3, Eyjólfur 2 (lv.), Guðmundur Þórðar-
son 1, Skúli Gunnsteinsson 1 og Birkir Sveinsson skoraði citt mark.
Leikinn dæmdu þcir Hákon Sigurjónsson og Árni Sverrisson og voru
slakir. -SK.