Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Qupperneq 43
43
DV. MANUDAGÚR 9. APR!lL1984, '
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Elín varafor-
maður
Náttúruverndarráð heldur
sitt árlega þing um næstu
helgi. Þar verður að vanda
f jailað um hvað megi og hvað
megi ekki gera úti í guðs-
grænni náttúrunni.
Formaður ráðsins er nú
Eyþór Einarsson grasa-
fræðingur. Er gert ráð fyrir
að hann gegni því embætti
áfram. Hins vegar mun nýr
maður setjast í varafor-
mannsembættið. Segir sagan
að Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra vilji
koma þangað góðum og gegn-
um sjálfstæðismanni og verði
næsti varaformaður Elin
Pálmadóttir, blaðamaður á
Mogga. Það er Jónas Jónsson
búnaðarmálastjóri sem gegn-
ir nú varaformennsku í
Náttúruverndarráði.
Ræðusnilld
Húsvíkingar héldu um síð-
ustu hclgi hörkufund með
Valur Amþórsson
stjórnarformanni og for-
stjóra StS. Var meðal annars
rætt um verðlag í Miklagarði,
ísfilm, útflutning á kjöti og
atvinnumál.
Víkurblaöið segir frá
fundinum á hressilegan hátt
og fer í frásögninni lofsam-
legum orðum um ræðusnUld
Vals Arnþórssonar stjórnar-
formanns. Segir blaðið:
„Ekki er tími tU að rekja
ræðu Vals hér frekar, og væri
þó fuU ástæða tU, því að maður-
inn er svo frábær ræðumaður aö
hann gæti örugglega gert sam-
vinnumenn úr Jaruzielski og
Tatcher.”
Mörgum er sjálfsagt i
fersku minni er DV skýrði frá
miklum bjórfiutningum, sem
áttu sér stað frá sovéska
sendíráðinu i hús eitt á Sel-
tjarnarnesi. Voru fluttir í
rykk 72 bjórkassar út í bæ
sem þótti nokkrum tíðindum
sæta.
En liklega munu talsmenn
sendiráðsins eiga í erfiðlelk-
um með að skýra opinberiega
frá ástæðu þessa. Hún mun
nefnUega vera sú að birgða-
vörður sendiráðsins treysti
sér ekki til að geyma allt
þetta bjórflóð innan veggja
stofnunarinnar. Hann mun
hafa óttast að starfsmenn
yrðu svo drjúgir í drykknum
að mjög kynni að ganga á
birgðirnar. Því greip hann tU
þess ráðs að biðja kunningja
sína hjá Carlsbergumboðinu
að geyma bjórinn sem þeir
gcrðu.
The Day After í
undirheimum
Borgarbió á Akureyri hefur
verið nokkuö tU umræðu
undanfarnar vikur og mán-
uöi. Þar hefur mörgum
norðanmönnum þótt talsvert
skorta á að forráðamenn
héldu vöku sinni og byðu gott
sýningarefni. A þessu hefur
þó víst orðið nokkur bót.
Ein er sú mynd, sem beðið
hefur verið eftir með nokk-
urri óþreyju, The Day After
heitir hún og f jaUar um hörm-
ungar kjarnorkustríðs. Lík-
lega þýðir þó iítið að taka
hana til sýninga nú því að
myndbandaleiga í bænum
hefur haft hana á boðstólum
lengi. Dæmi eru um að heiiu
bekkjardeUdirnar í skólunum
hafi fengið myndina og sest
framan við skjáinn.
Halldór Pálsson
Skynsemin
ræóur?
Á fundi, sem íþróttadeUd
Fáks héit á dögunum um út-
flutningsmái hrossa, var að
sjáifsögðu heitt i kolunum.
Meðal frummælenda var
Gunnar Bjarnason, einn
frammámanna í Trabant-
klúbbnum „Skynsemin ræður”.
Þegar Gunnar og flciri
höföu iokið máli sinu, kom í
pontu HaUdór Pálsson, fyrr-
Gunnar BJarnason
verandi búnaðarmáiastjóri.
Hann ræddi mcðal annars um
verslunarfrclsið og minnti á
að Gunnar hefði sótt um
heimUd til að setja á lág-
marksverð á hrossum og
bætti svovið:
„Þú heldur alltaf, Gunnar,
að það sé hægt að stjórna
þjóðfélaginu eins og frjáls fá-
viti.”
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Stjömubíó
— Ofviðrið
BRÆLA
Stjörnubió
T empest/Of viflri
Leikstjóri Paul Mazursky
Aðalhlutverk John Cassavettes, Gena Row-
lands, Susan Saradon, Vittorio Gassman og
Molly Ringwald.
Ofviðrið (Tempest) er bölvuð
bræla ef svo má að orði komast,
Mazursky tekst fremur Ula upp að
flestu leyti, jafnvel hvaö hlutverka-
skipun varðar, John Cassavettes,
sem lífsleiður arkitekt, er langt frá þvi
að vera sannfærandl
Myndin er sögð vera gamanmynd
sem kemur á óvart og vissulega
kemur hún á óvart sem slík að einu
leyti, það er að húmorinn vantar
algjörlega fyrir utan Raul Julia
í hlutverki ruglaðs einbúa á grískri
eyju. Er hann sá eini sem gefur
Ofviðrinu einhvern smáneista.
Myndin fjaUar um PhiUip (Cassa-
vettes), mikUsmetinn arkitekt í New
York sem kvæntur er fyrrverandi
leikkonu, Antoniu (Rowlands), og eiga
þau eina 16 ára gamla dóttur (Ring-
wald). PhUUp er orðinn þreyttur á
stórborgarlífinu og vinnu sinni en
hann vinnur að byggingu spUavítis
fyrir mann að nafni Alonzo (Gass-
man), vafasaman tappa með tengsl
viömafíuna.
PhUUp ákveður að flytja frá New
York til Grikklands í leit að uppruna
sínum, sem virðist vera vinsælt
tómstundagaman hjá vel stæðum
Könum, og fer dóttir hans með
honum. 1 miUitiðinni taka Antonia og
Alonzo upp sambúö og halda svo á
eftir PhUUp þar sem Antonia vUl að
dóttir sín sé hjá sér.
PhiUip hittir unga stúlku (Sara-
don) í Grikklandi og saman fara þau
og dóttirin tU lítUlar eyju þar sem
ruglaður einbúi ræður ríkjum.
Þar búa þau saman i eitt ár eöa
þar til dag einn er Antonia og Alonzo
sigia framhjá eynni, lenda í ofviðri
og er bjargað á land af eyja-
skeggjunum. Til lokauppgjörs
kemur á miUi allra persónanna.
Mazursky vakti fyrst verulega
athygli fyrir mynd sína An unmarri-
ed woman með JiU Clayburgh í
aðalhlutverki og er það tvímælalaust
hans besta mynd en áður hafði hann
gert myndir á borö við Greenwich
ViUage og WUUe and PhU. Flestar
myndir hans eru léttar þjóðféiags-
kannanir og hefur honum iðulega
tekist vel tU á þeim vettvangi, aUa-
vega hefur hann löngum verið í hópi
minna uppáhalds leikstjóra.
Hér er það sama uppi á teningnum
en vandamáUð er sem fyrr segir að
Cassavettes fellur mjög iUa að þeirri
skapgerð sem hann á aö túlka. Hann
hefur löngum verið einn af harðsoðn-
ustu persónuleikum í kvikmyndum,
svona á við 15 mín. egg, og á því í
mesta basU með hlutverkiö. Raunar
hefur hann löngum verið lítt vand-
látur á hlutverk enda leikur hann
eingöngu í myndum til að fjármagna
eigin myndir.
Aðrir komast betur frá sínum,
einkum Saradon og JuUa, en þar
fyrir utan eru fáir góðir punktar í
myndinni. Helst mætti nefna ágæta
tónUst Stomu Yamashta.
I einu atriði myndarinnar er
PhUUp að ræða við ástkonu sína og
segir að það að fara í rúmið með
henni væri „algjör 17. júní”. Eg efast
ekkert um það en myndinni i heUd
má fremur líkja við föstudaginn
langa.
Friðrik Indriðason.
John Cassavettes íhlutverki sínu sem hinn lífsþreytti arkitekt.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Tilkynmng
til launaskattsgreiöenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
launaskatts fyrir mánuðina janúar, febrúar og mars er 15.
apríl nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu-
manns ríkisjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið
launaskattsskýrslu í þríriti.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
ÚTIBÚSSTJÓRI
AKRANESI
Oskum eftir að ráða sem fyrst útibússtjóra til að stjórna
rekstri verslana okkar á Akranesi.
Við leitum að áhugasömum og röggsömum stjórnanda með
góða þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Við bjóðum áhugavert starf. Húsnæöi fylgir.
Upplýsingar gefa Olafur Sverrisson kaupfélagsstjóri og
Georg Hermannsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra.
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA,
BORGARNESI,
SÍMI93-7200.
Pjannprbabetölutitn
Crla
Snorrabraut 44.
Simi 14290.
PRJÓNAGARN,
PRJÓNAMUNSTUR
0G PRJÓNAR
I FJÖLBREYTTU ÚRVALI.
Póstsendum._______________ Pósthólf 5249.