Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Ætfa aö vera í sendiráð-
inu fram á síðasta dag
Breska lögreglan situr enn um sendiráð Ubýu í London en stjómmálasambandi
landanna hef ur verið slitið
Umsótur bresku lögreglunnar viö
sendiráö Líbýu í London hefur nú
staðið í rúma viku en öllu sendiráös-
fólkinu hefur verið vísað úr landi.
Horfir til þess að það muni h í rast inni í
skrifstofubyggingunni þar til fram á
brottfararstundu en frestur rennur út
síödegis á sunnudag.
Breska stjómin hefur rofið stjórn-
málasamband við Libýu og kallað
heim sendiráðsfólk sitt frá Trípólí.
Mun hafa verið gengið svo frá að Italía
taki að sér að líta eftir hagsmunum
Bretlands í Líbýu.
Umsátrið hófst á þriöjudag fyrir
viku, þegar 25 ára lögreglukona var
drepin og tiu libýskir andstæöingar
Gaddafis særðir við mótmælafund
fyrir utan sendiráð Líbýu í London. Úr
sendiráðinu hafði verið skotið af vél-
byssu á mannþröngina úti fyrir.
Thatcherstjórnin hefur itrekað að
hún muni virða alþjóðasamninga um
diplómatahelgi og þvi mun starfsfólk
h'býska sendiráðsins fá að fara óáreitt
úr landi. Moröingi lögreglukonunnar
mun þar sleppa viðurlagalaust og er
þaö ekki vel þokkað í Bretlandi.
Reynt verður að ganga úr skugga
um að sendiráðsfólkið hafi ekki vopn
eða sprengiefni í farangri sinum þegar
'það fer um borð i flugvélina sem flytur
þaö úr landi en um leið og það hefur
yfirgefið sendiráðsbygginguna verður
gerðþarhúsleit.
Sum bresku stórblaðanna hafa
skorað á önnur ríki að fylgja fordæmi
Bandarikjanna og Bretlands um að
slíta stjómmálasambandi við Libýu og
einangra Líbýu frá hinum siömennt-
aða heimi.
I Líbýu eru starfandi um 8 þúsund
breskir ríkisborgarar og er talið að
þeir muni verða þar áfram við störf.
Kenya Safari rallið:
Svíi og
Finnar
sigruðu
Svíinn Bjöm Waldegaard sigraði í
gær í Kenya Safari Motor rallinu á-
samt aðstoðarmanni sínum, Svían-
um Hans Thorselíus, á Toyota
Celica bíl. I öðru sæti varð Finninn
Rauno Aaltonen á Opel Manta og i
■þriðja sæti heimsmeistarinn
Hannu Mikkola, sem einnig er
Finni, á Audi Quattro.
Waldegaard, sem sigraöi siðast í
þessu erfiða ralli 1977, þá fyrir
Ford, tók forystuna þegar á fyrsta
sólarhringnum og hélt henni þrátt
fyrir haröa keppni frá Aaltonen á
síðustu metrunum. Ralliö stóð í
fimm daga og eknir voru 5.258 kíló-
metrar.
EFÞÚKAUPIR
11
KRONA
INNLÁNSSKÍRTEINI
í SAMVINNUBANKANUM
FÆRÐU
"«■* T2í"',n' «** mé ,óð,b^n,
l^£^,sasast!s2ftS!aíste^l
r- . *"""**■«
l-
1. s SK,r1eini ar
1*“"*' lnnl lyraas, * 2o . ' >•**,
KRÓNUR
í ÁRSVEXTI!
Einföld leið til ávöxtunar!
Innlánsskírteini Samvinnubankans
gera þér kleift að ávaxta
sparifé þitt á einfaldan hátt.
Skírteinin eru bundin í 6 mánuði, en
með því að endurnýja þau eftir
hálft ár skila þau samtals 22,1% ársvöxtum.
Þú velur upphæðina, að lágmarki 5000 krónur,
við tryggjum þér 6% hærri vexti
en þú færð af almennri sparisjóðsbók.
Innlánsskírteini Samvinnubankans
eru skattfrjals.
Samvínnubankínn
. abÍBvnaótía tnugus 1 éa lám slíoí) |