Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Side 12
DV. ÞRIÐJUDAGlÍR 24. APMÍL'ð84. 12 Frjálst.óháð dagblað Utgáfufólag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. s i Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuói 250 kr. Veró í lausasölu 22 kr. Helgarblaó 25 kr. Umskipti nauðsynleg Hvaö er framundan í efnahagsmálum? Með aðgeröum sínum hefur ríkisstjórnin náð verðbólgunni niöur. En verður það varanlegur árangur? Hvað þarf til að koma svo að ekki sæki aftur í sama farið? Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ræddi þessi mál á ársfundi bankans fyrir helgina. Hann nefndi, að verðbóta- kerfið á laun hefði aðeins verið afnumið til vors 1985. Af- nám þess hefði gefið góða raun. Því væri sú spurning ofarlega á baugi, hvort ekki væri æskilegt að hverfa til frambúðar frá hvers konar vélrænni tengingu verðlags og launa viö vísitölur og aöra verðmæla. Þessi hugmynd Jóhannesar Nordal er freistandi. Enn í ár verða launþeg- ar að þola skerðingu kaupmáttar, ef að líkum lætur. Slík skeröing getur ekki og má ekki verða varanleg. Is- lendingar höfðu lengi lifað um efni fram. Því varð óhjá- kvæmilegt að snúa við blaðinu. Hitt er ljóst, að á næstu árum þarf að auka þjóðarframleiðsluna og bæta jafn- framt kjörin. Hvort unnt verður að hverfa algerlega frá vísitölukerfi á laun, verður þá mest undir því komið, aö ríkisstjórnir næstu ára haldi verðbólgu í skefjum. Fyrir slíku er engin fyrirfram trygging. En sannarlega væri æskilegt, að vísitalan verði ekki sett í samband að nýju. Ennfremur verður að vona, að forystumenn launþega- hreyfingarinnar verði næstu árin jafnhagsýnir og þeir eru nú. Heppnist hvort tveggja, að ríkisstjórnir svo og verkalýðsforingjar sýni næga skynsemi, er von til þess, að árangurinn, sem náðst hefur, verði varanlegur. Núverandi ríkisstjórn hefur heldur ekki alveg hreint mjöl í poka sínum. Ríkisútgjöld hafa ekki verið skert í samræmi við þá skerðingu, sem almenningur hefur þol- að. Vandamál síðustu ára hafa verið síaukin ríkisútgjöld án tillits til aukningar framleiðslu þjóðarinnar. Jóhannes Nordal ræddi í því sambandi um „sjálfheldu velferðar- ríkisins”. Ríkisvaldið og aðrir opinberir aðilar hefðu tek- ið á sig vaxandi skuldbindingar til hagsbóta fyrir al- menning og til þess að verja einstaklinga, landshluta og jafnvel fyrirtæki fyrir áföllum. Síaúknar kröfur legðust á ríkissjóð, sem mönnum finnst þeir eiga rétt til að gera og bera litla ábyrgö á að greiða. Þar má nefna byggða- stefnu, sem oft hefur gengið fram án tillits til arðsemis- sjónarmiða. Ríkið þarf að taka sig taki, eigi árangurinn í efnahags- málum ekki að glatast í nýrri verðbólguskriðu eða varan- legri skerðingu á ráðstöfunartekjum landsmanna. Ríkisstjórnin getur ekki látið við sitja. Hún þarf að sjá til þess, að samkeppni, byggð á arðsemi, verði leiðar- vísirinn í atvinnumálum. Það þýðir meðal annars, að hverfa verður frá því að sjávarútvegur njóti fríðinda í fyrirgreiðslu. Hann verður aö sitja við sama borð og aðr- ir. Varpa verður landbúnaðarstefnunni fyrir róða. Örva verður sparnað í landinu með háum raunvöxtum og stuðla að fjármagnsmyndun í fyrirtækjunum. Það yrði byltingarkennd en nauösynleg breyting, ef ríkisvaldið hætti að hindra, að atvinnulífið byggist á arðsemissjónar- miðum. Þess er að vænta, að seðlabankastjóri hafi átt við slíka breytingu með orðum sínum. Hann sagði að minnsta kosti: „Ég efast ekki um, að margir þeirra, sem notið hafa skjóls eða forréttinda í því miöstýrða, en þó sundur- hólfaða banka- og sjóðakerfi, sem hér hefur þróazt. . ., muni líta með nokkrum ugg til þess aö verða skipað til sama borðs og öllum öðrum...” ....... . , . - . Haukur Helgason. langt er síöan menn fóru að hugleiða þaö að fastsetja páska. Dr. Sigur- björn Einarsson, biskup, sagði mér t.d. einu sinni, aö þetta væri stöðugt þrætuefni á alþjóölegum kirkjuþing- um. Hinir frjálslyndu vilja breyt- ingu, en aðrir halda í þetta eins og við framsóknarmenn í mjólkurlögin, og vilja öngva breytingu. Vissulega yrði nokkurt hagræði að því að fastsetja páska, ef það of- býöur eigi trúarsannfæringu guð- hræddra manna. Vegna svoleiöis sannfæringar eru líklega flestir reiðubúnir að hliðra nokkuð tU. Nú hefur á hinn bóginn komiö nýtt upp á teninginn, sumsé aö stjarnfræðingar; menn með tölvur hafa í kaldri ró, án guðfræði líka, talið sig hafa fundiö dánardægur Frelsarans. Hafa sumsé reiknaö með mikilli nákvæmni út daginn sem krossfesting Jesú átti sér staö á Gol- gata, en það var föstudaginn 3. apríl áriö 33. Þannig aö tímans vegna (ef þetta stenst), virðist nú unnt að fast- setjapáska. Þó er rétt að hafa það í huga, að allar reglur þurfa að sanna gildi sitt. Réttur reikningur og trú PASKAR Anvrriölo Hvaða mánaöardag verður 17. júní haldinn í ár, var stundum sagt í fimmaurabröndurum, í gamla daga? Og hefur þá efalaust mátt rekja þetta til þeirra hátíðisdaga, sem eru á reiki í dagatalinu, en það eru einkum og sér í lagi páskamir og hvitasunnan, en páska reiknuðu biskupar og prelátar handa fólkinu, því pína Frelsarans og dauði, varð að harmónera viö önnur teikn í sólkerfinu. I raun og sannleika var þetta ekk- ert undarlegt, því fyrir tveim öldum eða svo vissu ekki allir menn fæðingardag sinn, heldur aðeins ár- taiið og í hvaöa viku vetrar, sumars, þeir voru fæddir, þannig að nokkrum dögum gat munað, ár frá ári, hvaða afmælisdag þeir áttu. Og það sama gilti reyndar um dánardægur manna iíka. Þeir dóu í vikum. Samt voru þetta ekki fávísir menn, ef einhver skyldi haida það. Stjömu- fræði var háþróuö vísindagrein á Norðurlöndum, þegar á víkingaöld, bæði vegna siglingalistar, tímatals, trúariðkunar og vistráðninga. Aukanætur Ef tímatal Islendinga til forna er skoðað, kemur í ljós að höfuöáhersl- an var lögð á vikutalningu, en ekki mánaöa. I tveimur misserum, sumri og vetri voru (venjulega) taldar 52 vikur, sem eru 364 dagar, sem er degi styttra en sólárið. Því svöraðu Forníslendingar með svonefndum sumarauka, eftir ákveðinni reglu, til að tímatalið héldi jafnvægi sínu. Það er athyglisvert hversu íslenskir bændur og sæfarar voru vel að sér í stjömufræði, því reglur um sumarauka era settar á 10. öld, að ráði Þorsteins Surts og einnig era til regiur um skiptingu missera í mánuöi frá 12. öld. Mánuðir töldu 30 daga, en þá urðu 4 dagar umfram í sumarmisserinu, svonefndar auka- nætur, er skotiö var inn eftir þriðja sumarmánuðinn. Þessar eidfornu reglur vora furðu lífseigar á Islandi, þótt auðvitaö bær- ist hið rómverska tímatal hingaö með kirkjunni, og þá meö viðeigandi reikningi á páskum og öörum heilög- um dögum. Vikutalinu héldu Islendingar þó áfram, afþökkuöu að mestu mánuði, þar til á ofanverðri 18. öld. Menn ræddu um vikur, ekki mánuði, janúar, febrúar o.s.frv. Og það er athyglisvert að nú, tveim öldum síöar, á tölvuöld, virðast menn hafa tiihneigingu til þess aö skipta árinu upp í númeraðar viðskiptavikur, er þeir nota við að skipuleggja fundi, ráðstefnur, sumarleyfi o.s.frv. Þetta sjáum við á erlendum almanökum og dagbókum. Eftir helgina JONAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Þessi reikningur vísindamann- anna tveggja frá Oxford hefur auðvitað vakið heimsathygli. En minnumst þess að Islendingar vora snjallir stjamfræðingar og það voru menn í öörum löndum einnig, því t.d. Júlianska tímatalið, sem Júlíus Sesar kom á árið 46 fyrir Krist, gerði ráð fyrir aö meöallengd ársins væri 365 dagar og 1/4 úr degi, en það er aöeins 11 mínútum og 14 sekúndum lengra en sóláriö og þetta er gjört með svo furðulegri nákvæmni, án þess að menn hefðu klukku, eöa önnur mælitæki. Og þetta tímatal var notaö, þar til Gregoríus páfi 13. innleiddi nýjan stíl árið 1582, en þá voru feildir 10 dagar úr árinu og komið á því mynstri eöa skipan sem notast er við enn þann dag í dag, sem er svo nákvæmt aö skekkjan er aðeins einn dagur á 3000 árum. Við hljótum því að undrast stjarn- fræðiþekkingu manna.til forna og ekki síður þekkingu Forníslendinga; er gátu skipt ári á nothæfan hátt, að því er virðist án alls, er viö nú nefn- um mælitæki og án klukku. Á því er enginn efi, að páskar era að breytast, og það án tillits tii trúar- skoðana. Þeir eru orðnir að árvissri ferðahelgi. Það er staðreynd. Það er því hentugt fyrir hótel og ferðaiðnað að hafa páskana fasta. Þó kunna aðr- ir hagsmunir að vera mikilvægari. Þess vegna hefur nú komið fram enn ein hugmynd, en hún er sú, að • „Vissulega yrði nokkurt hagræði að því að fastsetja páskana, ef það ofbýður eigi trúarsannfæringu guðhræddra manna.” Þetta er talið hentugt í viðskiptalíf- inu og í alþjóðlegum samskiptum. Þó er þess aö geta, að íslenska vikan byrjar á sunnudegi, en alþjóð- lega viðskiptavikan á mánudegi. Þetta veldur þegar raglingi, samanber .JSjónvarp næstu viku”, en þá verður fjórði dagur „sjónvarpsvikunnar” á fimmtudegi, sem er vitaskuld ótækt, en látum það nú vera. Höldum okkur að páskum. Þvargað um páska Páskadagur mun geta fallið á tímabilið frá 22. mars til 25. apríl, eftir reikningi er miðast við tungl- mánuði og voru samþykktir á síðara kirkjuþinginu í Nicaea árið 787. Þessa minningarhátið um upprisu Jesú Krists halda menn fýrsta sunnudag eftir aö tungl verður fullt, næst eftir jafndægri á vori. Og því era páskar á eilifum þeytingi frá ári til árs, innan þeirra marka, er getið varhéraöframan. Ekki treystum við okkur hér við suðurströndina til þess hér og nú, að gefa á því viöhlítandi skýringu, hvers vegna þetta er svona, en páskahátíðin er mjög gömul og eldri meðal gyðinga. Var til löngu fýrir daga Móse meöan Hebrear voru enn htrðingjar. Hinu er ekki að leyna, að mjög hafa tvenna páska. Fasta páska handa feröalöngum og svo trúar- páska, sem hringluðu meö tunglinu, ef svo má orða það. Umræöa um þessa aðferð fer nú fram t.d. í ensku kirkjunni. Það er örðugt aö gjöra slíkt upp við sig. Páskar hafa nefnilega ennþá töluvert gildi, sem auðveldara er að finna en skilgreina á prenti. Þeir tengjast trú vorri, vorkomu, veöur- lagi.afla ogýmsuöðra. Smám saman nálgast páska- hátíöin á Islandi — vorið og verkalok á vetrarvertíð. Pínmgarsagan kemur með Passíusálmunum, sem lesnir era í útvarpið á hverjum vetri, og þótt hávaðasamt hafi víst verið í þinginu og í ríkisstjórninni á dymbil- viku, eða í kyrru viku, þá bar pásk- ana enn að með þeim hætti, er ég held aö flestir telji réttan. Gunnar J. Möller las í vetur, og las vel, og ein- hver annar mun svo koma með allan trúarhita séra Hallgríms að ári. Og vonandi verður svo enn um hríð, því þrátt fyrir góðar tölvur og ást á rétt- um reikningi, er það þó fyrst og fremst boðskapurinn, fremur en ferðahelgin, er kaliar fram rétta páska og gjörði þaö að þessu sinni, hvað sem verða mun, ef við fáum tvenna páska; aðra fyrir iðnaöinn og hina fyrir Guö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.