Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. 13 BETRIHBLSA - HAMINGJURÍKARA LÍF í tilefni tillögu á þingi — „Baráttan gegn ýmsum öðrum sjúkdómum, fræðsla um þá, samtök hinna sjúku og annarra hafa miklu áorkað." Enn einu sinni Wýt ég aö biöja DV um smápistil til aö vekja athygli á litlu þingmáli, sem ég hefi flutt. Þjóöviljinn minn hefur ekki fremur en áöur, þegar um þingmál frá mér hefur verið aö ræöa hirt um aö gera því skil, enda máliö ekki merkilegt á heimsmæli- kvaröa þess blaös. Eg held, aö hvert þaö átak, sem viö gerum í fyrirbyggjandi aögeröum varöandi heilsu og heilbrigði þegnanna sé mikilvægt og þjóðhagslega rétt, auk þess aöalárangurs sem þaö skilar hverjum og einum í hollustu og heil- brigðara lífi. Grunninntak laga okkar um heilsugæzlu snýr beint aö hinum fyrirbyggjandi þætti. Enn eru menn þó allt um of aö fást viö afleiöingamar af röngu líferni, andvaraleysi og óhollum venjum; baráttan við hvers konar sjúkleika, sem unnt heföi veriö aö Wndra, er enn allsráðandi. Barátta Atök hafa vissulega veriö gerö. Hin hetjulega barátta viö undirrót berklanna ásamt hjálparstarfinu — sjálfsbjargarstarfinu er eitt bezta dæmiö og þaö áþreifanlegasta um árangur. Krabbameinsleitin, sífellt vökulli aögeröir þar, hafa vissulega skilað mörgum heilum í höfn, sem horfið heföu langt um aldur fram. Baráttan gegn ýmsum öðrum sjúk- dómum, fræösla um þá, samtök hinna sjúku og annarra hafa miklu áorkaö. Svo mætti áfram telja. Sjúkra- og iðjuþjálfun hefur til þessa verið bundin við hvers konar endurhæfingu og lækningu og vissulega hafa þær stéttir í samvinnu við aörar heilbrigöisstéttir skilað mörgum vel á veg, jafnvel svo að kraftaverki hefur líkzt. Hlut þeirra hefur þó hvergi verið haldiö á lofti sem vert væri og áherzlur aö ýmsu öðru beinzt. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hinar fyrirbyggjandi aögeröir hafa að mestu beðið, enda endurhæfingar- þörfin mjög mikil og þessar stéttir enn ekki f jölmennar. En til framtíðar horft er þaö fullvíst, aö aöalóherzla verður lögö á forvamarstarf, enda gera engir sér betur ljóst gildi þess en sjúkra- og iðjuþjálfar. Spumingin Wýtur aö vera, hversu fljótt unnt er að vinna aö því starfi skipulega og vel. Þar þarf visst átak, sem allir þurfa aö vinna aö. Sá sem nýlega hefur notiö þjálfunar og leiðsagnar, aö ógleymdri fræöslu um þessi mál, kemst ekki hjá því aö hugleiða það alvarlega, hversu mikið mætti gera, ef rétt væri aö staðið og starfskraftar væm fyrir hendi. Lengi Kjallarinn HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur gigtin veriö ásælin við okkur, og allir kannast viö þaö, að menn segi, aö ekkert ami svo sem að sér, nema „bara gigt”. En þessi „bara gigt” er býsna flókið fyrirbæri og veldur ómældu vinnustundatapi, mikilli van- líöan og ófáum daggjöldum á sjúkra- húsum og endurhæfingarstöðvum. I alvarlegustu myndum birtist svo þessi „bara gigt” síöar í varanlegu heilsu- tjóni alltof margra. Það er því til mikils að vinna. Og þörfin kallar svo sannarlega og víðar en viö hyggjum. Mér hefur því þótt einboðið, aö við gerðum skipulegt og samræmt átak til aö koma sjúkra- og iöjuþjálfun inn á heilsugæzlustöðvar okkar s.s. raunar lagafyrirmæli eru um. Inn í það átak varðandi forvarnarstarfiö eiga skól- armr tvímælalaust aö koma, leikfimi, sund og heilsufræðikennsla eiga aö aölagast þessum markmiöum enn beturennúer. Almenn fræðsla um vinnustellingar og rétta vinnuaðstöðu þarf aö stór- aukast og þar ætti aö vera unnt aö nýta fjölmiöla okkar vel. Inn í þá mynd kemur Vinnueftirlit ríkisins, en til þess þarf að efla alla aöstöðu þess og möguleika til betra fræöslustarfs. Samtök launþega og atvinnu- rekenda eiga vissulega aö koma inn í þessa mynd einnig, því beggja hagur er í því, aö þarna sé skipulega unniö meö fyrirbyggjandi starf í fyrirrúmi. Ríkisvaldið taki við sér Ríkisvaldið má svo sannarlega taka betur viö sér, því þeir fjármunir, sem til þessa renna, skila sér margfaldlega til baka í framtíöinni. Síðast en ekki sízt eiga þær heilbrigðisstéttir, sem Wut eiga aö máli að fá að vera leið- beinandi og virkjandi afl — byggja upp starfið eins og þeim sýnist skynsam- legast, því þama er fólk meö verulega góða menntun og þekkingu og umfram allt mikinn áhuga á því verkefni, sem framundan er. Þingsályktunartillagan er fyrst og fremst flutt til að vekja sér- staka athygli á þýðingarmiklu máli, veigamiklu atriöi í heilsugæzlu okkar, sem hvergi nærri hefur verið gefinn nægur gaumur. Hér þarf samræmt, skipulegt átak, sem huga þarf aö sem allra fyrst. Heilsufarsleg, sem andleg velferð fólks á ævinlega aö sitja í fyrirrúmi, en til viðbótar kemur beinn fjárhagslegur ávinningur, sem margir meta ekki síöur í því kaldrifjaöa markaösþjóö- félagi, sem aö virðist stefnt af ýmsum. Um þetta átak ættu því allir að geta sameinast. • „Mér hefur því þótt einboöið, að við gerðum skipulegt og samræmt átak til að koma sjúkra- og iðjuþjálfun inn á heilsugæzlu- stöðvar okkar s.s. raunar lagafyrirmæli eru um.” Öryggismál sjómanna Á yfirstandandi ári hefur sú sorg- lega staðreynd enn og aftur komið upp á yfirboröið að stór skörö hafa verið höggvin í raðir sjómanna vegna skip.tapa og slysa þar sem oröið hafa mannslát Eins og æviWega áöur hafa þessi slys oröið til að vekja umræður og deilur með stóryröum og jafnvel kjaftshöggum. Eg mun ekki ætla mér þann vafasama heiður aö elta ólar viö kjaftshögg og þvíum-. líkt, en ætla þess í staö aö varpa fram nokkrum stóryrtum athuga- semdum til sjómanna sjálfra, jafnt skipstjóra, stýrimanna, háseta, vél- stjóra og annarra sem störf sín stunda á sjó og eiga líf sitt oftlega undir því aö skip og búnaður þess sé í því ástandi að búast megi viö aö skipiö og búnaður þess þoli þau fang- brögö viö ægi sem ætlast er til. Það sem að sjómönnum lýtur Áður en lengra er haldiö ætla ég aö lýsa því yfir aö ég mun ekki taka þátt í né leggja dóm á umræður þær sem átt hafa sér staö vegna gúmmíbáta- sleppibúnaðar þess sem kenndur er annars vegar viö Sigmund Jóhanns- son og hins vegar Karl Olsen. Eflaust eiga báöir þessir búnaöir eftir að reynast sjómönnum og öörum sæfar- endum happadrjúg björgunartæki. Það sem ég ætla hér að reifa er eins og áður sagöi það sem aö sjómönnum sjálfum lýtur. Nú er þaö svo aö þess er krafist af löggjafanum í orði að þeir menn sem skipstjórn, stýri- mennsku, vélstjórn og önnur þau störf um borð í skipum stunda, sem sérþekkingu krefjast, eiga aö hafa lágmarks sérmenntun frá viökom- andi skólum í sínu fagi. Þetta atriði er því miður aöeins í orði. Á borði er þetta í reynd þannig að menn eru oft ráönir til þessara ábyrgðarstarfa án nokkurrar kunnáttu eöa reynslu hvaö þá heldur að gengiö sé úr skugga um aö þessir menn uppfylli þær lækmsfræðilegu kröfur sem geröar eru til manna sem lokið hafa prófum frá viðkomandi skólum. Nú, um hegningarvottorð og þvíumlíkt er aö sjálfsögöu ekki spurt. Reyndin er oft þannig við ráðningar. 1. Ef lun góöar tekjur er aö ræöa fer oft um ráðningu manna eftir ættartengslum, t.d. svilar, mágar, symr, bræður, frændur og svo framvegis. 2. Sé ekki útlit fyrir aö um verulegar tekjur geti verið að ræða fer ráön- ing oft eftir útliti, þaö er að segja aö viðkomandi hafi hraustlegt og gott útlit og umfram allt líti út fyrir að vera þægur og undirgef- inn. 3. Réttindamenn. Ef ekki er um réttindamenn aö ræöa þá koma til svokallaðar undan- þágur og er þeim ungað út í sam- gönguráðuneytinu alveg eftir óskum útgerðarmanna og skipstjóra sem hafa í höndum meðmæli frá viðkom- andi stéttarfélögum sem oftlega byggja fjárhagslega afkomu sína að miklu leyti á sölu meömæla. Eg ætla ekki aö svo stöddu að til- taka einstök dæmi máli minu til sönnunar en viökomandi skal á þaö bent aö þau eru mýmörg fyrir hendi og þau er hægt aö birta hvenær sem er. Þá er komið aö þeim þætti máls míns sem hvaö mest snýr aö sjó- mönnum sjálfum. Ef um slys er aö R Kjallarinn GEORGS. AÐALSTEINSSON STÝRIMAÐUR, VESTMANNAEYJUM ræða má í flestum tilfellum benda á orsakavaldinn. Oft er um mannleg mistök að ræöa, en oftar er aö skip og búnaður hafa brugöist, t.d. skip sokkið vegna vanbúnaðar (balllest og þ.u.l.), skálkun ábótavant. Tæki bresta vegna elli og þreytu eöa þau vísvitandi eöa af vanþekkingu lögð í álag langt umfram öryggisstuöul. Sparnaðarráðstafanir Tóg og vírar, lásar, blakkir, oftast ekki með öryggisstuðul í samræmi viö álag. Þessi atriði eru oftast van- búin vegna spamaðarráðstafana út- geröarmanna eöa fulltrúa þeirra, skipstjóra, stýrimanna og útgeröar- stjóra. I fjölmörgum tilfellum heföi mátt foröa frá slysum ef þessi atriöi hefðu verið í fullkomnu lagi. Van- þekkingu er einmg oft um aö kenna. Sú sorglega staðreynd, aö björgunar- tækjum er oft stórlega ábótavant vegna sparnaöar, nísku, fjármagns- skorts eða hreinlega slóðaháttar og undirgefni viökomandi skipstjórnar- manna viö útgerðir, liggur á boröinu. Fjöldi skipa er á undanþágu meö björgunartæki árum saman og hafa þessi atriöi oröiö mörgum sjó- manninum aö fjörtjóni. Einnig er fjöldi skipa á undanþágu meö haf- færisskírteini árum saman svo í flimtingum er haft manna á milli og þessi skip jafnvel kölluö „Panama- dósir”. Komi svo eitthvað upp á meö þessi skip og búnaö þeirra eru vissir aöilar í þjóðfélaginu fljótir til og ráö- ast óvægUega á Siglingamálastofnun og stjórnanda hennar með stóryrö- um og svíviröingum þó svo að fyrir liggi aö sjálfur ráöheira hafi stund- um tekið fram fyrir hendur stofnunarinnar. Réttara væri fyrir þessa aöila aö vera hvassyrtari í garö sjómanna sjálfra og útgeröar- manna. Þannig aö þessi mál komi betur fram í dagsljósið. Hvaö höfum við ekki oft orðið vitni aö því aö skipum hafi veriö stórlega breytt og aö eftir breytingar hafi þau Wn sömu skip verið álitin mann- drápskollur og ekki eingöngu álitin heldur verið þaö? Farist og meö þeim fjöldi manna. Oft sér maður aö settir hafa veriö olíutankar og vatns- tankar ofan þilja. Það jafnvel upp á bátadekk. Þaö þarf ekki aö fara mörgum oröum um hvaö hér er á seyði. Eitt er þaö atriði sem mjög er í tísku meðal sjómanna, þ.e. við hleðslu fiskiskipa í rúmsjó, að láta fisk á Wllur þannig aö dæmi eru til þess aö settir séu tugir tonna og ekk- ert undir. Þaö þarf náttúrlega diki aö ræöa hvaö svona háttalag þýöir gagnvart stööugleika skips. Einnig er umbúnaöi lestaropa oft stórlega ábótavant. Hvaö hafa ekki mörg skip fariö niöur vegna óskálkaöra lestar- lúga? Neyöarútgöngum á íslenskum skip- um er stórlega ábótavant, oft hrein- lega ekki fyrir hendi. T.d. neyöarút- gangar úr hvalbak, keis og káetu. Kvartið yfir ófull- nægjandi búnaði Eg ætla ekki aö svo stöddu aö tína fleiri atriöi en þau eru næg. Eg vil aðeins segja viö ykkur sjómenn. Hafið sjálfir einurð í ykkur til aö fylgjast meö og láta álit ykkar í ljós og kvarta til viökomandi yfirvalda finnist ykkur skip og búnaöur þess ekki fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru. Eg get fWlyrt aö fenginni reynslu að Siglingamálastofnun er okkur sjómönnum mikils virði og aö þeir menn sem ráöiö hafa þar ferö- inni eru tilbúnir aö hjálpa okkur viö aö koma kröfum um lagfæringu í gegn. Viö skulum vera þess minnug- ir. Og hagnýta okkur þaö ef nauðsyn krefur. Við skipstjórnarmenn vil ég segja þetta. Ef þiö haldiö aö tilkynningar- skylda sé ykkar einkamál og henni beri aö sinna eftir geöþóttaákvöröun ykkar þá fullyrði ég aö þiö eruö á rangri hillu í lífinu. Tilkynningarskyldu ber að sinna af fullri alvöru og þaö skilyrðislaust. Að endingu. Eitt er þaö atriöi sem aö okkur sjómönnum sjálfum snýr. Þ.e. varðstööur. Þaö er leitt til þess aö vita hvaö slælega eru hafðar varöstööur (útkíkk) um borð í mörgum (allflestum) fiskiskipum. Einn maöur, skipstjóri eöa stýri- maöur, á vakt í stýrishúsi og oft van- svefta. • „Nú er það svo að þess er krafist af lög- gjafanum í orði að þeir menn, sem skipstjórn, stýrimennsku, vélstjórn og önnur þau störf um borð í skipum stunda, sem sér- þekkingar krefjast, eiga að hafa lágmarks sér- menntun frá viðkomandi skólum í sínu starfi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.