Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 24
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1984. DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1984. 25 íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttii Iþróttir íþróttir iþróttir íþróttir fþróttir BjarniÁg. Friðriksson. Bjarni fékk gull og silfur íDanmörku Júdókappinn Bjarni Ag. Friðriksson varð Norðurlanda- meistari í opnum flokki NM-meist- aramótsins í júdó sem fór fram i Danmörku. Þá fékk hann silfur- verðlaun í 95 kg flokki. Kolbeinn Gíslason fékk einnig silfur — varð annar í þungavigt. -SOS. Skagamenn lögðu FH Skagamenn lögðu FH-inga að velii 2—01 Hafnarfirði þar sem þeir áttust við í litlu-bikarkeppninni. Hörður Jóhannesson og Sigþór Omarsson skoruðu mörk Skaga- manna. -SOS. Stórsigur hjáEssen Alfreð Gíslason og félagar hans hjá Essen tryggðu sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum v-þýsku bikarkeppninnar í handknattleik þegar þeir unnu Heineken Tusen 26—13. Stuttgart til Banda- ríkjanna Ásgeir Sígurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart fara til Banda- ríkjanna í keppnisferð eftir að keppnistimabillnu lýkur í V-Þýska- landi. -SOS. Maradona rekinn af leikvelli Argentínumaðurinn Diego Mara- dona var reklnn af leikvelli þegar hann sparkaði i mótherja sinn á sunnudaginn, þegar Barcelona vann sigur 3—2 yfir Espanol. Atletico Bilbao og Real Madrid eru nú efst með 47 stig þegar ein umferð er eftir í spönsku 1. deUdar- keppninni, en markatala BUbao er bétri — 51—29 — en markatala Real Madrid sem er 57—36. Barce- lona kemur næst með 46 stig. Stórsigur FH-inga — yfirHaukum FH-ingar unnu stórsigur 7—0 yfir Haukum i Litlu-bikarkeppninni i knattspyrnu í gœr þegar Hafnar- fjarðarliðin mættust á Hvaleyrar- holti. Ingi Björn Albertsson skoraði tvö mörk, en þeir Dýri Guðmunds- son, Guðmundur HUmarsson, Sig- urður Sveinbjörnsson, Pálmi Jóns- son og Jón E. Ragnarsson skoruðu eitt mark hver. -SOS. Keegan ætlar að verða knapi Keevin Keegan, knattspyrnukappinn snjalli sem leikur með Newcastle, til- kynnti á laugardaginn að hann hefði hug á að keppa sem knapi á Grand National kappreiðunum á næsta ári. — Það er mikil vinna framundan hjá mér, sagði Keegan sem á mikið af hestum og elur upp hesta ásamt Mike Channon, sem leikur með Norwich. Þeir byrjuðu i hestamennskunni af fullum krafti þegar þeir léku með Southampton. Keegan ætlar að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna eftir þetta keppnis- timabil. -SOSj Því er fljótsvarað! Vegna þess að þar er veðurlag gott, sólskin og heitur sjór, rólegheit eða fjör, bara eftir því hvað þú vilt. Atlantik býður upp á frábæra gististaði sem henta allri fjölskyldunni, og leggur kapp á að gera dvölina sem þægilegasta fyrir gesti sína, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Það fara allir ánægðir og sólbrúnir frá Mallorka, með góðar endurminningar um dvölina og sumir eru þegar farnir að hugsa um hvenær þeir komist aftur til Mallorka. Mallorka er málið! Matthaus kom, sá í Mannheim Staðan er nú þessi í Bundesiigunni: Stuttgart 29 16 9 4 64-28 41 Bayem 29 17 6 6 71—34 40 Hamborg 29 17 6 6 62-31 40 Gladbach 29 17 6 6 65-40 40. Bremen 29 15 7 7 62—37 37 Leverkusen 29 13 7 9 48-43 33 Köln 29 13 5 11 54-45 31 Diisseldort 29 11 7 11 56—54 29 Uerdlngen 29 11 7 11 54—60 29 Bielefeld 29 10 8 11 36—42 28 Kaiserslautem 29 11 5 13 58—54 27 Braunschweig 29 11 4 14 47-65 26 Mauuheim 29 7 11 11 35-50 25 Dortmund 29 9 6 14 43-56 24 Bochum 29 7 7 15 45-63 21 Frankfurt 29 4 12 13 35—55 20 Offenbach 29 6 5 18 37—85 17 Niiraberg 29 6 2 21 34—64 14 Stórsigur Aberdeen vann tvo góða sigra um páskana og getur nú fátt komið í veg fyrir að félagið verði Skotlandsmeistari. Aberdcen vann stór- sigur 5—1 yfir meisturum Dundee United síð- asta vetrardag og síðan lagði félagið St. John- stone að velli 2—0 á laugardaginn. Glasgow Rangers lagði Celtic að velli 1—0 og Dundee United og Dundee gerðu jafntcfli 1—1. Aberdeen er með 48 stig eftir 29 leiki, Celtic 44 stig eftir 32 leiki, Dundee Utd. 39 eftir 29 leiki og Glasgow Rangers 35 eftir 30 leiki. -SOS — tryggði Gladbach sigur 3:2 með tveimur mörkum. Frá Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stutt- gart skutust upp á toppinn í Bundesligunni eftir sigur 1—0 í Bochum. Bayern Miinchen mátti þola tap 2—3 í Bremen á sama tíma í frá- bærum leik. Þaö voru margir snjallir kappar í sviðsljósinu í V-Þýskalandi á laugardaginn en enginn eins og Lothar Matthaus hjá Borussia Mönchenglad- bach. Þaö vakti geysilega athygli þegar Jupp Heynckes, þjálfari Gladbach, lét Matthaus ekki byrja inn á gegn Mannheim. Engin skýring var gefin á því hvers vegna þessi snjalli leik- maöur væri látinn vera á bekknum en menn renná grun í aö það hafi verið vegna þess aö hann er á förum til Bayem Miinchen. Hans-Gunter Bruns skoraöi 0—1 fyrir Gladbach en þeir Gunter Sebart og Thomas Remark svöruöu fyrir heimamenn viö mikinn fögnuö 43 þús. áhorfenda sem fylltu leikvanginn. Ut- litið var því ekki gott fyrir Gladbach. Það var svo á 70. mín. að Heynckes lét Matthaus fara inn á og er óhætt aö segja að hann hafi komið, séð og sigrað. Matthaus jafnaði 2—2 með góðu skoti af 17 m færi, aðeins tveimur mín. eftir að hann kom inn á, og síðan skoraði hann sigurmark (2—3) Glad- bach aðeins einni mín. fyrir leikslok — úr aukaspymu af 18 m færi. Þegar Matthaus, sem átti stórleik, skoraöi sigurmarkið hljóp hann beint til Heynckes og faðmaði hann þannig að það hafa örugglega tekist sættir meö þeim. mjög sár eftir leikinn og þakkaði hann t.d. ekki þjálfara Bremen fyrir leikinn á eftir eins og venja er hér hjá þjálfur- Miiller hetja Stuttgart Benthaus, þjálfari Stuttgart, var mjög óhress með leikvanginn í Bochum þar sem Stuttgart vann 1—0 með marki Andreas Miiller á 8. mín. leiksins. - Ég hef aldrei séð svo slæman völl. Hann var harður sem malbik, sagði Benthaus eftir leikinn. Ásgeir Sigurvinsson fór illa að ráði slnu í leiknum eftir að vera búinn að einleika glæsilega í gegnum vörn Bochum náöi hann ekki að skora — skaut yfir af tvegg ja metra færi. Úrslitin urðu þessi í V-Þýskalandi á laugardaginn: Bielefeld-Hamburg 0—1 Bremen-Bayern 3—2 Diisseldorf-Frankfurt 4—2 Mannheim-Gladbach 2—3 Leverkusen-Kaiserslautem 2—0 Uerdingen-Dortmund 2—1 Braunschweigh-Köln 2—2 Bochum-Stuttgart 0—1 Offenbach-Niimberg 3—1 • Wolfgang Rolff skoraði sigur- mark Hamburger á 86. mín. — af sex metra færi. 30 þús. áhorfendur. • Leikmenn Diisseldorf fögnuðu geysilega eftir sigur sinn 4—2 yfir Frankfurt enda sigurinn langþráður. Aöeins 10 þús. áhorfendur sáu leikinn. Rudi Bommer og Gunter Thiele, sem skoruðu sín tvö mörkin hvor fyrir Diisseldorf, áttu mjög góöan leik. Diisseldorf komst yfir 2—0 en Frank- furt náði að jafna 2—2. Það var Atli Eðvaldsson sem lagði síðan upp þriðja mark Diisseldorf sem Thiele skoraði og Bommer gulltryggði síðan sigurinn meö þrumuskoti af 18 m færi — 4—2. -HO/-SOS. Bayern tapaði í Bremen 40 þús. áhorfendur sáu Bremen leggja Bayem aö velli 3—2 í Bremen. Heimamenn fengu óskabyrjun þegar þeir Rudi Völler og Wolfgang Sidka skomðu 2—0 eftir 30 mín. Eins og svo oft áður létu leikmenn Bayem slæma byrjun ekki á sig fá. Michael Rummenigge skoraði glæsimark 2—1 á 50. min. og aðeins þremur mín. seinna var Karl-Heinz Rummenigge búinn að jafna 2—2 — hans 21. mark í Bundesligunni. Það var svo vara- maöurinn Frank Neubarth sem tryggði Bremen sigur á 77. mín. — skallaði knöttinn þá í netið. Udo Lattek, þjálfari Bayem, var —sagði Sigurður Pétur Sigmundsson eftir að hann sigraði ívíðavangshlaupi ÍR Sigurvegarinn í 69. víðavangshlaupi ÍR — Siguröur P. Sigmundsson, FH. „Þetta var auðveldari sigur en ég hafði reiknað meö því Hafsteinn Oskarsson fyigdi mér alveg aö Hljóm- skálanum. Ég bjóst við að hann mundi reyna að ná forustunni á Tjaraargöt- unni en til þess kom þó ekki. Hlaupiö var erfitt, mjög hvasst á móti lokakafl- ann,” sagði Siguröur Pétur Sigmunds- son, FH, — hagfræðingurinn úr Hafnarfirði — eftir aö hann haföi sigr- að í 69. víðavangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta. Sigraöi mjög ömgglega en þetta er í fyrsta skipti sem hann verður sigurvegari í hlaupinu. Hefur lítiö tekiö þátt í því, síðast fyrir átta árum. Juventus heldur sfnustriki - og italíumeistaratitillinn blasir við félaginu Juventus heldur sínu striki á ítalíu — •vann 3—2 sigur yfir Udinese á laugar- daginn. Þaö var Paolo Rossi og vara- maöurinn Vignola (2) sem skoruöu mörk Juventus. Vignola kom inn á fyrir Pólverjann Boniek sem var slak- ur. Brasilíumaðurinn Zico lék að nýju meö Udinese og skoraði hann eitt mark, sitt átjánda mark á ítalíu, en Michel Platini hjá Juventus er marka- hæstur—með nít ján mörk. Roberto Pmzzo skoraði sitt 100 deildarmark á Italíu þegar Roma varð aö sætta sig við jafntefli 2—2 gegn Avellino. Brasilíumaðurinn Toninho Cerezo skoraði hitt mark Roma en þeir Ramon Diaz (Argentínu) og Gian Pietro náðu aö jafna fyrir Avellino. • Hansi Miiller átti stórleik með Inter Milano, þegar félagiö geröi jafn- tefli 1—1 viö Fiorentina í Flórens. • Trevor Francis tryggöi Sampdoria sigur 1—0 yfir Pisa. Danski leikmaður- inn Michael Laudrup skoraöi tvö mörk fyrir Lazio, sem vann Napolí 3—2. • Juventus er efst með 40 stig, Roma 36, Fiorentina 34, Verona, Torino og Inter Milano eru með 31 stig. Þrjár umferðir eru eftir á Italiu. -SOS Einvfgí Monaco og Bordeaux Frá Áraa Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. — Það er nú oröið algjört einvígi á milli Monaco og Bordeaux um franska meistaratitilinn í knattspyra- unni. Bordeaux átti stórleik í Auxerre á laugardag, sigraði 1—4, og heldur því enn í vonina aö ná Monaco. Tvær um- ferðir eru eftir og Monaco á mun erfiðari leiki, Toulouse úti og Nantes heima, en Bordeaux á eftir að leika viö Bastia heima og fallliðið Rennes úti. Eins stigs munur. I fyrsta skipti í sögu Auxerre var völlurínn troðfullur á laugardag, 16 þúsund áhorfendur. Nokkur tauga- veiklun var í byrjun en á 21. mín splundruðu Muller og Lacombe vörn Auxerre og Girard skoraði. A 35. mín. komst Bordeaux í 0—2 þegar Lacombe skoraði úr heldur vafasamri víta- spyrnu. Auxerre minnkaði muninn í 1—2 á 37. mín. með marki Geraldes. Bordeaux skoraði tvívegis í s.h., varnarmaðurinn Thouvenel á glæsileg- an hátt á 75. mín. eftir mikinn einleik, síðan Miiller. Þá átti Audrain skot í þverslá marks Auxerre. A sama tíma vann Monaco Rouen 1—0 á heimavelli með marki Bruno Bellone. Nokkur þreyta í 5 landsliðsmönnum Monaco sem léku gegn V-Þýskalandi sl. miðvikudag. Karl Þórðarson lék aö venju með Laval en liðið tapaöi 1—0 í Brest. Keppninni í 2. deild er lokið. Cannes, liðið sem Teitur Þórðarson leikur með, varð í 6. sæti eftir sigur á útívelli í síð- ustu umferð. Cannes vann Martigues 3—1. Helstu úrslit í 1. deild á laugar- dag: St. Etienne-Toulouse 0—1, Metz- Nantes 2—1, Toulon-Lens 3—0. Staða efstuliða: Monaco 36 21 9 6 54-28 51 Bordeaux 36 21 8 7 68—31 50 Auxerre 36 20 7 9 57-31 47 Touiouse 36 1 9 6 11 56-39 44 Nantes 35 1 7 8 1 0 45-29 42 -AS/hsím. „Eg átti enga möguleika á enda- sprettinum því Sigurður Pétur var bú- inn að „sprengja” mig með hraða sín- um í hlaupinu. Eg var búinn þegar við komum á Tjarnarbrúna,” sagði Haf- steinn Oskarsson, sem varð annar i hlaupinu, en hann sigraði í því 1983. Það var kalt og hvasst þegar hlaupið fór fram. Snjóaöi þegar keppendur voru aö koma í mark. Þátttaka mikil. 88 skráðir, flestir frá IR eða 27 og IR sigraöi og IR vann auðvelda sigra í sveitakeppni hlaupsins. I kvennaflokki sigraði Unnur Stefánsdóttir, HSK, á 19:22,8 mín. en Rakel Gylfadóttir, FH, kom rétt á eftir á 19:23,2 mín. Unnur var í 38. sæti í sjálfu hlaupinu en alls luku 66 keppni. Fyrstir í karlaflokki urðu. 1. Sigurður P. Sigmundss., FH14:18,3 2. HafsteinnOskarsson, IR 14:26,1 3. Sigfús Jónsson, IR 14:50,8 4. Sighv. Dýri Guðmundss. IR 15,12 5. GunnarBirgisson,lR 15,27 6.SteinarFriðgeirsson, IR 15,43 7. Guðm. Sigurðss. UMSS 16,01 8. Magnús Friðbertsson, UIA 16,30 9. Steinn Jóhannsson, IR 16,33 10. JóhannH. Jóhannsson.,lR 16,53 -hsim. Lothar Mattháus átti mjög j maöur. i leik fyrir Gladbach eftir að hann kom inn á sem vara- Lyfjapróf hert í Bandaríkjunum i I Bandaríkjamenn hafa * ákveðiö aö herða ólina i sam- | bandi viö Iyf japróf á banda- J rískum og erlendum frjáls- | íþróttamönnum sem keppa í ■ Bandarikjunum. Þetta kom I fram á alþjóölegu þingi í I Indianapolis i Indiana á föstu- * daginnlanga. I Þar kom fram aö sérstök! * iyfjanefnd (TAC) mun fjár- | magna og kosta ferðir Banda- B ríkjamanna og erlendra frjálsíþróttamanna sem setja heimsmet í Bandaríkjunum til næstu lyfjaeftirlitsstöövar þar sem lyfjapróf á þeim færi fram. Það eru sextán læknar, sem starfa viðs vegar um Bandaríkin á vegum banda- rísku ólympíunefndarinnar (USOC), sem sjá um lyfja- prófin. Stjórn Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins (IAAF), sem kom saman í Manila í desem- ber sL, tilkynnti að ekkert heimsmet yrði staðfest í framtíðinni nema sá sem heimsmetið setti gengist undir lyfjapróf strax á eftir. Þeim frjálsíþróttamanni í Bandaríkjunum sem sett hefur heimsmet og neitar að fara í lyfjapróf verður ekki refsað heldur fær hann ár- angur sinn ekki staðfestan semheimsmet. • Ef lyfjapróf er jákvætt verður heimsmet ógilt og síöan mun IAAF úrskurða hvaða refsingu frjálsíþrótta- maöurinn fær sem hefur notaðörvandilyf. • Þá hafa Bandaríkjamenn ákveðið að herða lyfjaeftirlit á ýmsum frjálsíþrótta- mótum. -SOS. „Keppi til aldamóta” „Ég er ekki hættur — ætli ég hlaupi ekki í víöavangshlaupi ÍR fram til aldamóta, þó svo ég hafi nú slegið met Oddgeirs Sveinssonar, KR,” sagði Jón Guðlaugsson, Héraðssamband- inu Skarphéöni, kom í mark i Víöavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. Þetta var í 26. skipti sem Jón tók þátt í hlaupinu og hann sló þar meö met Oddgeirs, KR, sem hljóp 25 sinnum fyrir og eftir heimsstyrjöldina síöari. Jón Guðlaugsson er 58 ára og hljóp fyrst í víðavangshlaupinu 1954. -hsím. -----------1 Undanúrslit annað kvöldi — íbikarkeppninni íhandknattieik Dregið hefur veriö í undan- úrslit í bikarkeppni karla í handknattleik og verða leik- irnir á miövikudagskvöld. Stjaraan og Valur leika í nýja íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi en Víkingur og Þróttur leika í Laugardals- höll. Báðir leikirnir hefjast I kl. 20. Síöasti leikurinn í 8-liöa úr- | slitum var háður sl. miðviku- dagskvöld. Þá léku Víkingur . og KA í íþróttahúsinu við | Seljaskóla. Víkingur sigraði ■ 40—21. -hsím. ■ 1 Jón Guðlaugsson, hijóp í 26. skipti í Víðavangshlaupi ÍR. Heimshorna- fíakk Barcelona mætir Bilbao Barcelona og Atletico Bilbao leika til úrslita i spönsku bikarkeppninni 5 maí. Urslit urðu þessi í seinni undan- úrslitaleikjum keppninnar — sam lögö úrsiit innan sviga: Bilbao—Real Madrid 0—1( 1—1) LasPalmas—Barcelona 1—0(2—2) Bilbao og Barcelona unnu bæöi í víta- spyraukeppni eftir framlengdan leik Jafntefli í Vín Austurríkismenn og Grikkir geröu jafntefli 0—0 í vináttulandsleik í knatt- spyrau sem fór fram í Vín. 9.700 áhorf- endur sáuleikinn. ítalir lágu í Manchester Englendingar unnu sigur 3—1 yfir Itölum í fyrri undanúrslitaleik þeirra í Evrópukeppnl 21 árs landsliöa sem fór fram í Manchester. Mark Chamber- lain, Mick D’Avray og Mel Sterland skoruðu mörk enska liösins en Renica skoraöi mark ítala. 3.496 áhorfendur. Bróðir Zico þjálfari Brasilíu? Einn af þeim þjálfurum sem eru oröaöir viö landslið Brasilíu í knatt spyrau er hinn ungi þjálfari, Edu Coimbra, sem þjálfar Vasco da Gama Hann er eldri bróöir knattspyrau- snillingsins Zico. Brasilíumenn ákveða þaö fyrir 15. maí hver taki viö landsiiö inu og stjórni þvi í leikjum gegn Englandi, Uruguay og Argentínu í sumar. -SOS STAÐAN HAFÐIREIKN- ff IAUÐVELDARI SIGUR EN ÉG sigraði Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhúsinu. Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580 AF HVERJU MALLORKA í FRÍINU?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.