Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 44
44 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. LEIÐARLJÓS Hippareiga peninga r Margrét Ásgeirsdóttir snýr blaðinu við: ur Gallery Lækjartorgi yfir í Magasín „Þetta er tilraun til aö gefa út tímarit sem er skemmtilegt og meö viti,” sagöi Margrét Ásgeirsdóttir þegar timarítiö Magasín 5 kom á markaöinn fyrir skömmu. „ViÖ ætl- um að reyna að vera með sem mest af aðkeyptu efni, góöar greinar, sögur og annaö, og viö leggjum á þaö mikla áherslu aö blaöið sé frumlegt, ekki líkt öörum tímaritum sem hér eru gefin út. Ég dreg ekki dui á þá skoðun mína aö bandaríska útgáfan af tímaritinu Cosinopolitan er aö nokkru fyrirmyndin. ” Magasín 5 er f jölskylduútgáfa. Rit- stjórinn, Steingrím ur Steingrimsson, er sonur Margrétar og svo skrifar systir hans, Halldóra Maria, um tísku í blaðið og prýöir auk þess for- síðu fyrsta tölublaðsins sem gefið er út í 5 þúsund eintökum. „Það má segja að ég hafi farið úr myndlistinni yfir í tímaritaútgáfuna, þetta var rökrétt framhald af því að ég hætti aö starfa í Gallery Lækjar- torgi sem ég rak ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni, sambýlismanni mínum fyrrverandi,” sagði Margrét sem þegar er farin að vinna að efnisöflun Margrét og Halldóra Maria dóttir hennar virða fyrir sór fyrsta tölublað í annaö tölublað. timaritsins Magasin Ssem nýkomið er á markaðinn. Þaö hefur margt breyst síðan Loftleiðir flugu með hippa yfir Atlantshafið svo þúsundum skipti. Hipparnir elskuðu Loftleiðir og Loftleiðir græddu. Forráðamenn Flugieiða hefðu átt að vera staddir í Þýskalandi fyrir 2 árum þegar heimssamtök fyrrverandi hippa héldu mót sitt í litlum, vinalegum smábæ þar scm Rín slcikir bakka sina líkt og eðal- vin varir þyrstrar konu. Þar voru þeir margir, um og yfir fertugt, bisnessmenn, vel stæðir listamenn, frægt fólk og ófrægt en átti það sameiginlegt að vera stuttklippt og undan- tekningarlaust í betri efnum en áður. Sumir meira að segja stórríkir. Flugleiðir eiga að leysa haUavandann á Norður- Atlantshafsleiöinui með því að taka upp siði Loftleiða og gera út á hippamið. Það er óþarfi að vera með halla á flugleiðum því nú eiga hippamir peninga. -EiR. Hippaflugvélar Loftleiða, gljáandi Rolls-Roycear, voru ódýrasti kosturinn ef fljúga átti yfir hafið og lótu farþegar það ekki ó sig fá þótt ferðin tæki 15 tima: „Það var partístemmning frá flugtaki tíl lendingar," sagði ein flug freyjan. Nú eru hippar hættir að vera hippar og Loftleiðir heita Flug- leiðir. Einnig er orðið tap á Norður-Atlantshafsleiðinni. Harteríári. En e.t.v. ekki eins hart og margur hyggur sem fylgist ekki nægilega vel með hvað varð um þessa gömlu hippa sem eitt sinu elskuðu Loflleiðir og flugu ekki með öðrum í píla- grímsferðum sinum austur og vestur. Mitya heitir litli strákurinn sem hvíl- ir í öruggum höndum afa síns sem er stærri en hann lítur út fyrir að vera. Afi heitir nafnilega Konstantin Tjem- enko og er leiðtogi Sovétríkjanna. Stóri afi Loftleiðir: HIPPAFLUGFÉLAGIÐ SEM ALLIR ELSKUÐU got you across tegre1 there „Við vorum kölluð hippaflugfélagiö einfaldlega vegna þess að meö okkur var ódýrast að fljúga yfir Atlants- hafið,” er haft eftir íslenskri flugfreyju í bandarisku blaöi þar sem fjallaö er um fyrirbærið Loftleiðir. Því er bætt viö að allir hafi elskað Loftleiðir vegna kjaranna og skipti þá húðlitur, stjóm- málaskoöanir eöa hársídd ekki neinu máli. Þetta var á þeim tíma sem allir gengu um í bláum gallabuxum, síð- hærðir og í Bandaríkjunum dreymdi fólk um að heimsækja meginlandið, gömlu Evrópu, fæðingarstað forfeðr- anna. Noah Hardy, sem nú er 45 ára, segir: „Þetta voru aöallega síðhærðir hippar, fólk sem ætlaöi aö hjóla yfir Evrópu og einstaklingar sem höfðu ekki annan farangur en gítarinn sinn, sem fylltu Loftleiðavélarnar. Eiginlega var þetta alls konar fólk og biðstofur Loftleiöa á Kennedyflugvelli vom ólíkar öllum öðrum, önnur eins fjölbreytni í útliti sást ekki hjá farþegum annarra flugfé- laga.” Þýskur útgáfustjóri sem man þessa tíma segir að það hafi fylgt því viss áhætta að fljúga með Loftleiöum: „Maður vissi aldrei hvort maöur kæm- ist alla leið yfir á gamla meginlandiö eöa endaöi í Reykjavík, tepptur í nokkra daga. En þetta var allt hluti af skemmtuninni.” Fjörið byrjaði strax eftir flugtak. Gítararnir teknir fram og nýjustu rokklögin sungin í kór. Okeypis koniak eyðilagði ekki stemmninguna eða eins og ónafngreind flugfreyja komst að orði: „Það var partístemmning frá f lugtaki til lendingar. ” Samkvæmt frásögn blaösins fór skemmtunin þó nokkrum sinnum úr böndunum. Eitt sinn fann flugfreyja t.d. par allsnakið við „íþróttaiðkanir” undir flugteppi og í annað skipti varð uppi fótur og fit þegar allsnakinn Ameríkani hljóp sér til skemmtunar fram og aftur í flugvélinni. Þá segir blaöiö að maturinn hafi verið bæði góður og sérstakur, borinn fram með íslensku smjöri sem sé engu líkt og svo eldfjallavatni sem sé það fínastaíheimi. Loftleiðir höföu það af aö flytja 273.000 hippa yfir Atlantshafið áður en félagið lagði upp laupana og sameinað- ist öðru flugfélagi og nú heita þau Flugleiðir. . . Dæmalaus Veröld Dæmalaus Veröld Dæmalaus Veröld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.