Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. Spurningin Ertu búinn að setja sumardekkin undir bílinn? Gunnar Pétursson: Nei, ég er ekki bú- inn að því. Ég á einfaldlega engan bíl. Gísli Jónsson námsmaður: Já, eigin- lega. Eg þurfti bara að skipta á tveim- urdekkjum. Snorri Guðmundsson: Eg á engan bíl svo ég slepp viö það. Jón R. Levýson bensinafgreiöslumaö- ur: Já, fyrir löngu, ég er ekkert að sól- unda fé skattborgaranna að ástæðu- lausu. Þorsteinn Sæmundsson: Nei, ekki enn- þá. Eg geri þaö þegar ég kem heim til Eskifjarðar. t Öskar Gunnarsson: Já, það er langt síðan. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ólympíuleikamir em mesta alþjóðlega hátíð í heimi — og því á sjónvarpið að sýna meira f rá þeim íþróttaáhugamaður skrifar: Eins og öllum er kunnugt fara fram ólympíuleikar í Los Angeles í Bandaríkjunum í sumar. Keppnin hefst í lok júlí og stendur yfir í rúman hálfan mánuð. — Olympíuleikar eru mesta alþjóölega hátíö sem fram fer, nær allar þjóðir veraldar eiga þar þátttakendur og allir jarðarbúar eiga þess kost að fylgjast með þess- um stórkostlega viðburði í beinum sjónvarpsútsendingum. I mörgum löndum standa útsendingar yfir jafn- vel klukkustundum saman daglega. Einhvers staðar mun það hafa birst í blaði að íslenska sjónvarpið ætli enn einu sinni að „sníkja” mynd- ir frá danska sjónvarpinu og sýna okkur frá leikjunum löngu eftir að þeim er lokið en gildi slíkra sýninga er afskaplega takmarka’ð þegar öllum eru úrslit kunn. Hve lengi á einokunaraöilum Ríkisútvarpsins aö líðast slíkt? Island er sennilega eina landiö í veröldinni, nema ef til vill Albanía, þar sem það viögengst. Meira að segja ríki hinnar svörtu Afríku taka slíkt ekki í mál. Er til of mikils mælst að spyrja hina háu herra RUV, hver hin raunverulega á- stæða sé? Peningaleysi? Ahuga- leysi? Fyrirhyggjuleysi? Eitthvað annað? I síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu fengu Islendingar að sjá nokkra leiki beint frá Spáni. Þaö er lofsvert og virkilega spennandi en íslenskir sjónvarpsáhorfendur hljóta að fara að gera þá kröfu til RUV aö sent verði út beint frá ólympíuleik- um. Ef ástæðan er peningaleysi er nærri öruggt aö ýmis íslensk fyrir- tæki myndu hafa mikinn áhuga á að nýta auglýsingatíma áður en slík út- sending hæfist. A ólympíuleikunum í Los Angeles keppir vaskur hópur íslenskra iþróttamanna og að þessu sinni gæti svo farið aö Islendingur kæmist á verölaunapall. Islenskir íþrótta- áhugamenn eru hvattir til að láta heyra í sér um þetta mál. Ólympiuleikarnir eru mesta alþjóðlega hátið sem fram fer, segir bréfritari. Þessi mynd er tekin við setningar- athöfnina í Sovétríkjunum fyrir f jórum árum. H VIGETUR BÚR EKKIGERT ÚT A RÆKJU? LÍTILSVIRÐING í stað þess að leigja togara til rækjuveiða? Sjávarútvegsmaöur hringdi: Hví í ósköpunum getur Bæjarútgerð Reykjavíkur ekki gert togarann Bjama Benediktsson út á rækju eins og þeir fyrir vestan? Þessi spurning hefur leitað mjög á mig. Skipinu er lagt og það bundið við bryggju. Svo h'ður og bíöur, og þeir fyrir vestan taka skipiö á leigu og gera þaö út á rækju með hagnaöi. Eg spyr, var skipið ekki keypt til að byggja upp atvinnulífið í Reykjavík? Svari nú þeir hjá Bæjarútgerðinni. Og þá er einnig búið að leggja togar- anum Snorra Sturlusyni, að því er mér skilst. Hversu langt verður í að aðrir komi og leigi þaö skip og geri það út á rækju og græöi vel? Þetta er áhuga- manni um sjávarútvegsmál eins og mér óskiljanlegt. VIÐ BÖRN í EDEN — Hvers eiga þau að gjalda? Starfsfólk og foreldrar skóladag- heimilisins i Breiðagerðisskóla skrifa: Um miðjan apríl, nánar tiltekið 26. og 27. apríl, fóru böm og starfsfólk skóladagheimihsins í Breiðagerðis- skóla í 2ja daga vorferðalag í ölfus- borgir. Akveðið var aö heimsækja ýmsa staði í Hveragerði og þar á meðal Eden. I skoðunarferð okkar á fimmtudegi um Hverageröi voru 17 böm og 5 fullorðnir. Fengum við alls staðar góðar móttökur og sendum við þakklæti okkar til verksmiðj- unnar Kjöriss, sundlaugarinnar, leikskólans og Michelsens, gróður- húseigenda o. fl. sem áttu í hlut. En í Eden fengum við ekki eins hlýjar móttökur. Þegar þangað var komið var tekið á móti okkur með óhýru augnaráöi. Ætlunin var að leyfa bömunum að skoða blómjurtir og setjast síðan niður og bjóða þeim upp á veitingar, greiddar úr ferða- sjóði bamanna. Eigandi staðarins byrjaði á að spyrja okkur hvað viö værum að gera með þennan „krakkaskara” og einnig að gera veöur út af því aö við hefðum ekki látiö vita af komu okkar áður. Við gerðum kurteislega grein fyrir ferö okkar og áminntum bömin um leið að snerta ekki munina sem og þau gerðu. Fáein böm og einn fullorðinn settust síðan niður við borð við veitingastaðinn. Var þeim ókurteis- lega bannaö að setjast í þessi sæti. Þessi framkoma kom okkur, bæði börnum og fullorðnum, í opna skjöldu. Hurfum við öll á brott við hvasst augnaráð tveggja starfs- manna sem eftir stóðu í tómu húsi. Þessi lítillækkun við böm finnst okkur allsendis óviðunandi og vonum um leið að sem flestir læri að bera sömu viröingu fyrir bömum og full- orðnum. Hvers eiga börn að gjalda ? Bréfritari álitur að BÚR hefði átt að gera Bjama Benediktsson út á rækju í stað þess að leigja hann til þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.