Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Page 29
DVÞRIÐJÚDÁGlÍR 15'. MÁTlÖð4. ’"
29
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Bkki eru þetta KBA-páfagaukar, að visu, en skyidir
þeim engu að síður.
Fangavörður á Lítla
Hrauni veitti því athygli að
fangi, sem nýlega var þangað
kominn, hlustaði alltaf með
athygli á Passíusálmana i út-
varpinu, en það er venjulega
haftopiðöUkvöld.
„Svo þér geðjast að
Passfusálmunum,” sagði
fangavörðurinn.
„Nei, aUs ekki,” svaraði
maðurinn, „ég hélt þetta tU-
heyrði refsingunni.
Hér í Sandkornum var því
haldið fram i síðustu viku að
Ingvar Gislason, þingmaður
og fyrrum ráðherra, hefði
sagt NT, hinum umskapaða
Tíma, upp. Þessi saga leið-
réttist hér með og hið sanna í
málinu er að Ingvar Gislason
er áskrifandi að NT og hefur
aldrei sagt blaðinu upp. Sand-
korn biðjast velvirðingar á
þessum mistökum.
KEA-gaukar
Eftirfarandi texti er feng-
inn úr því ágæta blaði Islend-
ingi sem gefið er út á Akur-
eyri en er ekki í eign KEA:
Ef Akureyringur segði Ný-
sjálendingi frá þvi að hann
væri félagsmaður í KEA, rteki
Nýsjálendingurinn upp stðr
augu. Stafar þetta af nokkr-
um mismun í merkingu orð-
anna. Á Nýja-Sjálandl lifir
nefnilega páfagaukstegund
ein, sem tekur nafn eftir
KEA, eða öfugt. Páfagauks-
tegund þessi (á latínu Nestor
natabilis, Nestor hinn eftir-
tektarverði) hefur sér það til
sérkennis að leggjast á sauð-
f é, i þeim tilgangi að ná til fit-
unnar í kringum nýrun, sem
Ulfygli þessu þykir mest
hnossgæta. Aðferðin sem fugl
þessi notar, er að setjast á
bak skepnunnar og kroppa
niðuraðnýrum.
Vituö þér enn, eða hvað?
Ritstjóra
skipti
Og enn af því ágæta blaði
Islendingi. Þar munu hafa
orðið ritstjórasklpti og hefur
Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson tekið við ritstjórn-
inni af HaUdóri HaUdórssyni.
Mun HaUdór nú snúa sér að
því að skrifa sögu Jóns Sól-
ness, fyrrverandi þing-
manns. Þarf ekki að efast um
að úr því verður skemmtUeg
bók og mikið iesin.
Haiidór Haiidórsson.
Flóknar
reglur
I blaðið Norðurland á Akur-
eyri ritaði Óttar Einarsson
nýlega pistU um vanda hús-
byggjendanna. Þar minnist
hann þess hvemig
póUtíkusamir lofuðu
örmagna lýð sem stæði í að
koma þaki yfir höfuðið nýjum
og betri tímum eftir kosning-
amar síðustu. Attatíu
prósenta lán með kostakjör-
um í óratíma, ekkert mál. En
því miður, kjósandinn mis-
skUdi víst eitthvað. Attatíu
prósent koma kannski á
næstu öld, og það voru settar
reglur og fyrirvarar tU aö
breyta vondum lánum í góð. I
útfærslu Ottars var þetta
þauuig: 1. umsækjandi sé að
byggja í alfyrsta sinn —
fyrsta sinn nægir ekki. 2. Um-
sækjandi má ekki vera undir
tvítugu. 3. Umsækjandi má
ekki vera yfir tvítugu. 4. Um-
sækjandi má ekld vera giftur.
5. Umsækjandi má ekki vera
ógiftur. 6. Umsækjandi skal
vera örvasa drykkjuræfill á
framfæri aldraðrar móður
sinnar og leggi fram staðfest
vottorð sóknarprests og hér-
aðslæknis þar aö lútandi.
Umsjónarmaður:
Ólafur B. Guðnason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
NÝJAR KVIKMYNDIR:
CROSS CREEK
Ein af þeim kvikmyndum sem
fékk nokkrar tUnefningar til óskars-
verölauna en varð af þeim öllum er
Cross Creek. Myndin gerist 1928 og
er byggð ó sannri sögu um kafla í lífi
Marjorie Kinnan Rawlings, rithöf-
undar sem ákvað að fórna öryggi
innan fjölskyldu, skildi við eigin-
mann og byrjaði nýtt líf í Cross
Creek í Flórída.
Eftir að sögum hennar hafði veríð
hafnað nokkrum sinnum breytti hún
um ritstíl og fór aö skrifa um fólkið í
kringum sig og landið sem það
byggði. Tókst henni vel upp við þess-
ar sögur og hlaut meðal annars
Tilvonandi rithöfundur, Majorie Kinnan Rawlings (Mary Steenburger),
nýkomin til Flórida, spyr hóteleigandann, Norton Baskin (Peter
Coyote), til vegar.
Pullitzer verðlaunin fyrir skáld-
söguna The Yeraling. Einnig er mjög
fræg sjálfsævisaga hennar sem ber
sama naf n og kvikmyndin.
Aðalhlutverkið er í höndum Mary
Steenburger. Aðrir leikarar eni
minna þekktir en meðal þeirra eru
Rip Tom og Alfre Woodward, en
þau voru bæði tilnefnd til óskars-
varðlauna fyrir aukahlutverk. Leik-
st jóri er gamla kempan Martin Ritt.
H.K.
Majorie er trufluð við ritstörf sín
af Geechee (Alfre Woodward)
sem vill verða ráðskona hjá henni.
Páimi Jónsson tekur fyrstu skóflustunguna að hinni nýju verslunarmið-
stöð.
Fyrsta skóf lustungan að nýju
verslunarmiðstöðinni ínýja miðbænum:
HAGKAUP OG 45
SÉRVERSLANIR
Fyrsta skóflustungan að nýju
verslunarmiðstöðinni í nýja miðbænum
hefur verið tekin en miðstööin er byggð
á vegum Hagkaups sem mun flytja
aöalstarfsemi sína í húsið. Jafnframt
munu 45 sérverslanir af ýmsum
stærðum vera innan miðstöðvarinnar,
flestar við yfirbyggða göngugötu
(Mall).
Við verslunarmiðstöðina verður
bílageymsla á tveimur hæðum með
u.þ.b. 1000 bílastæðum og stækkanleg
um500bílastæði.
Stefnt er að því að opna miðstöðina í
júlí 1987. Istak mun annst jarðvinnu í 1.
áfanga verksins, arkitektar
byggingarinnar eru frá teiknistofunni
Laugavegi 96, Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen sér um verkfræðilega
hönnun og framkvæmdastjóri verkefn-
isins er Ragnar Atli Guðmundsson við-
skiptafræðingur. -FRI
Forráðamenn framhaldsdeildar Fósturskóla isiands.
DV-mynd GVA
Framhaldsdeild við Fósturskóla Islands:
FYRSTV NEMENDURN-
IRAÐ ÚTSKRIFAST
Fyrstu nemendurnir úr eins árs
framhaldsdeild við Fósturskóla Is-
lands verða brautskráðir á þessu vori.
Nám þetta er ætlað fóstrum með
starfsreynslu sem hyggja á forstöðu-
störf svo og störf er varða ráðgjöf og
umsjón dagvista fyrir böm. Þetta er
fullt nám og eru nemendur 24 talsins.
Er meginmarkmið námsins að auka
skilning og þekkingu nemenda á al-
mennri stjómsýslu, og megináherslan
er lögð á þróun og nýjungar í skipu-
lögðu uppeldisstarfi dagvista.
Fjallað er um ýmsa þætti
stjómunar og forystu svo sem stefnu-
mótun, áætlanagerö, skipulags-
breytingar og starfsmat.
Fósturskólinn hefur ámm saman
baríst fyrir fjárveitingu vegna fram-
haldsdeildar. Aö mati kennara og
nemenda, sem nú eru að ljúka námi,
hefur árangur þessarar fyrstu fram-
haldsdeildar orðið mjög góður.
-KÞ