Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. Garðhús er nokkuð sem ekki heyrðist nefnt á nafn fyrir nokkrum árum en er nú orðið afar vinsælt fyrir- bæri. Segja má meö nokkrum sanni aö garðhús hafi sprottið upp á höfuð- borgarsvæðinu eins og gorkúlur nú á allra seinustu árum. Garðhúsin hafa komið nokkuð í staö hinna hefðbundnu gróðurhúsa þó auðvitað séu þau einnig víöa, enda í raun allt annar hlutur. Garðhús hafa mikið veriö notuð hér á landi til aö stækka stofur út í garða. Það er að segja að fólk hefur byggt út frá stofunum sinum glerhús sem gegn- ir því hlutverki að vera setustofa og um leið blómaskáli. Margir hafa arinn í garðhúsinu og nýtist húsið þá allt árið. Á veturna er notalegt að sitja þar viö snarkandi eldinn og á sumrin í sólinni. Svo merkilegt sem það nú er þá eru það ekki einungis þeir sem búa í einbýlis- eða raðhúsum sem geta byggt sér slíkt garðhús. Víða eru nú komin garöhús á svölum í f jölbýlishúsum og er það einmitt slikt garðhús sem viö litum inn í á dögunum. Þaö eru hjónin Svavar Lárusson og Elsa Christensen sem hafa látið gera garöhús á svölum sínum en þau voru svo heppinn að hafa 70 fermetra svalir þar sem þau búa á efstu hæð í háhýsi við Espigerði. Margir Islendingar kannast vafalaust við þau Elsu og Svavar því þau hafa verið fararstjórar Utsýnar á Italíu sl. tíu ár. Og sannarlega ríkir italskt andrúmsloft í garðhúsinu þeirra þó hið geysifallega útsýni sem þau hafa til allra átta sé sannarlega íslenskt. „Þaö má í raun og veru segja að þetta hafi verið vandræöa svalir,” sagöi Elsa er hún gekk meö okkur inn i garðstofuna. „Hér var bölvað rokrassgat og auk þess var alltaf vandamál meö leka niður á hæöina fyrir neðan. Þar er svefnherbergi undir og ég held að það hafi þurft að skipta örugglega þrisvar um parket á gólfinu vegna lekans. Það var því ekki svo mjög erfitt að fá leyfi til að byggja garðstofuna þó byggingin hafi verið háð ýmsum skilyrðum,” hélt Elsa áfram. „Eg var búin að ganga með þessa hugmynd lengi í maganum að gera þessa stofu. Við höfum búið hér í tiu ár og í raun höfðu þessar 70 fermetra svalir ekki nýst okkur neitt. Með því að setja þak yfir ca 40 fermetra höfum við fengið um þrjátíu fermetra svalir þar sem er logn og mjög heitt þegar á annað borð er heitt úti,” sagði Elsa. „En þetta átti eftir að verða meira mál en ég hélt að það væri. Eftir að við höfðum fengið leyfi frá byggingarfulltrúa fengum við arki- tekta hússins, þá Ormar Þór Guðmundsson og Ömólf Hall, til að teikna húsið fyrir okkur. Síðan fengum við alveg frábæran smið, Erling Kristjánsson (á Ystunöf), en hann lá yfir þessu öllu saman og vann þetta verk alveg ótrúlega vel. Húsasmiðjan var okkur líka mjög hjálpleg en þaðan fengum viö þessa planka sem eru frá Þýskalandi og eru mjög sterkir og góðir. Það þurfti að einangra allar svalirnar og leggja lagnir því við erum með tvo ofna hér inni sem við kusum að hafa til að við gætum verið hér allt áríð um kríng. Þetta var mjög mikið verk allt saman. Miklu meira heldur en ég hafði getað imyndað mér aö það yrði. Alls konar smáútsjónarsemi og lagfæringar. Það er einmitt eitt ár núna í mai síðan við byrjuöum á húsinu og núna emm við að leggja síðustu höndá það.” Elsa og Svavar létu setja upp arín í gjaröstofunni sem setur mjög skemmtilegan svip á heildarmyndina. Einnig er Elsa með borðstofuhúsgögn og segir aö þegar gestir hafi komið í mat hafi hvergi annars staðar verið borðað. „Það er alveg sérstök til- finning að sitja hér og horfa hér yfir. Við sjáum Keflavík, Garðskagavita,. Alftanesið og hér yfir allt,” sagði Elsa. „Eg verð alltaf þakklát arkitektunum Þarna er rétt búið að setja upp bitana og Elsa virðir fyrir sér útsýnið. Þessi mynd var tekin fyrir ári. Það var rétt búið að glerja garðhúsið er það var notað til að verka fugla. Svavar Lárusson til hægri. Elsa býður smiðnum Erlingi og tengdaföður hans kaffi og var það i fyrsta skipti sem kaffi var drukkið í garðstofunni. Að vísu var rigningarsuddi þegar við heimsóttum Elsu þannig að hið geysimikla útsýni sést ekki á myndinni. Myndin er tekin á svölunum og sýnir vel fyrirkomulagið. Ekki naudsynlegt að eiga garð til að byggja garðhús: „Þessar svalir voru alltaf hálfgert vanda- mála- stríð ” fyrir að hafa sett glugga hér neðan undir hinum því þegar maður situr við borðiö getur maður einmitt notið útsýnisins.” .Þó að Elsa hafi fengið, með því að útbúa svalirnar á þennan hátt, borð- stofu og setustofu þá hefur hún einnig fengiö kalda geymslu. ..Smiðurinn ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagðist vilja fá skáp hér og það yrði köld geymsla. En hann neyddist til þess því að þar var mér fúlasta alvara. Það er svo merkilegt að þó að þessi íbúð eigi að kallast lúxusíbúð þá er hér engin köld geymsla sem þó getur verið svo nauösynleg og þess vegna var ég ákveðin i að fá hana hér. Ingvar og Gylfi smiðuðu fyrir okkur skápinn,” sagöi Elsa. I garðstofunni hefur hún komið fyrir mörgum blómum eins og tilheyrir í slíku húsi. I stærri kerum má sjá nokkrar tegundir blóma einkar smekk- lega raöaö saman. Við spurðum Elsu hvort hún væri mikið fyrir blómin. „Já, ég hef alltaf verið hrifin af blómum, en lítil frænka mín sem er garðyrkjufræðingur hefur hjálpað mér að raða í kerin. Eg hef séð það síðan ég setti blómin hingaö inn hvað þau taka mikinn kipp, maöur nánast sér þau vaxa. Jólarósin er til dæmis ekki ennþá farin að fella blöðin. Og hér eru rósirnar að springa út,” segir hún. I þaki garðstofunnar er plexigler sem hleypir inn útfjólubláum geislum sólarinnar. „Eg er ekki viss um að ég myndi vera í sólbaði hér inni,” segir Elsa, „ætli ég færi ekki heldur út á svalimar því hér inni verður óbærílega heitt þegar sólin skín.” Inn á milli blómanna i garðstofunni eru margs konar tréstyttur og á gólfinu stendur leirvasi sem ábyggi- lega er metri að hæð ef ekki meira. „Við fengum þennan leirvasa að gjöf frá hótelstjóra úti á Italíu eftir tíu ára starf,” segir Elsa. „En tréstyttunum höfum við safnað á ferð okkar um heim- inn. Við höfum alltaf haft það fyrir sið að kaupa eina tréstyttu í því landi sem viö heimsækjum.” Það er greinilegt að hugmyndaflugið getur gért ýmislegt skemmtilegt í sambandi við slíkar garðstofur, garð- hús eða hvað við eigum að kalla þaö. Það þarf sem sagt ekki endilega að vera garður til staðar til að hægt sé aö reisaslíktgarðhús. Rósirnar dafna sannarlega vel i garðstofunni hjá Elsu og margar eru ókomnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.