Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. Heilbrigjðisnef nd Reykjavíkur gef ur út vandaðan bækling um garðaúðun: Leyfum fuglun- um að syngja og blómunum að frjóvgast —og látum eitrið eiga sig Eiturúöun á tré kom mjög til um- ræðu á síðastliönu ári og varð sú umræða til þess að eiturloftiö minnkaði til muna. Hins vegar munu mörg tré hafa verið étin upp til agna. Þess má þó geta að fái tréð góöa umönnun og sé sterkt fyrir þolir það slíka árás. Þó er ekki víst að þaö blómgist í ár ef það hefur þolað árásina illa. En viö skulum gæta aö því aö það er ekki bara eitrið sem kemur í veg fyrir maökana. Nú í vor mun Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar gera átak í því að draga tii mikilla muna úr garöaúðun. Að minnsta kosti verður eitrinu ekki úðað um allar götur bæjarins eins og vatni eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Til að koma í veg fyrir það eiturloft sem hefur myndast á höfuðborgar- svæðinu, verður gefinn út sérstakur leiðbeiningabæklingur um þörf og ekki þörf þess að úða eitri. I þessum bæklingi kemur fram að eiturúðun á aðeins að framkvæma ef sýnt er að ekki ræðst við skaðvaldana á annan hátt og þá einungis með væg- ustu eiturefnum. Þau eiturefni, sem notuö hafa verið undanfarin ár, hafa mikla ókosti. Þau drepa ekki aðeins skaövaldinn á trjánum heldur allt dýralíf þar í kring og eitrið getur einnig skaðað manninn. Eiturefni þaö, sem notaö hefur verið hér á landi, er 1300 sinnum sterkara en efniö sem notað er á hinum Norður- löndunum. Ef þörf er á að nota eitur- efni er bent á hættuminnsta efnið, sem er malation, og á einungis að nota þaö á þau tré sem hafa mergð skordýra, og ef raunveruleg hætta er á tjóni af þeirra völdum. I bæklingi þeim, sem Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur er að senda frá sér, kemur einnig fram að aöeins þrjár tegundir fiðrilda af tuttugu og fimm tegundum valda trjáskaöa. Aðeins einu sinni á áratug eru fiðrilda- stofnarnir stórir og þeir ráðast ein- göngu á ákveðnar trjátegundir. Með því að velja í garðinn okkar I byrjun júní er sá tími sem setja ber niöur plöntur, svo sem sumarblóm og fjölærar plöntur. Þó mun vera í lagi að setja niður plöntur örlítiö síð- ar. Þegar blóm eru sett niður verður að sjálfsögðu að velja þeim góöan stað og mikla birtu. Þó f er það mikið eftir því hvaða planta á í hlut hvað hún þolir og er því nauðsynlegt að kynna sér vel meðferð plantn- anna áður er þær eru keyptar. Ekki borgar sig að setja of mikið á einn stað. Ef margar trjáplöntur sem skordýr sækja síst eftir getum við átt mun fleiri ánægju- stundir í garðinum og verið laus við eiturloft. öll barrtré, svo sem greni, fura, lerki, þinur, þöll, sólber, alaskaösp, alparifs, gljávíðir, gullregn og fleiri tegundir eru í þeim flokki þar sem ekki er þörf á neinum aðgerðum til að verja þau. I flokki trjáa, sem auövelt er að verja fyrir fiðrildalirfu með límborða á haustin, eru: álmur, askur, beyki, elri, gráreynir, heggur, hlynur, reyniviður, silfurreynir og úlfareynir. Þau tré, sem verja má með vetrar- úöun, eru allar víðitegundir (óþarfi er þó að verja gljávíöi), rauðber (rifs) rósir og lágvaxiö birki (allt að 2,5 cm hátt). Trjágróður, sem þarf að fylgjast með aö vori, er birki og allur víðir nema gljávíðir. Eftirlit með þessum trjám er frá 20. maí til 15. júní. Ef greinilegt er aö margar lirfur eru á trénu þarf að fækka þeim. Má gera þaö með ýmsum ráðum, til dæmis úða á trén vatni, sóda, sápuvatni eða tóbaks- legi, hrista tréð rækilega eða tína lirfumar úr laufinu. Árangursríkast er að úða eitri en það hefur ýmsa ókosti í för með sér. Þó má benda á aö nota aðeins vægt efni og úða aðeins þau tré sem eru í hættu. Gagnslaust er að úða þegar lirfumar em fullvaxnar. I bæklingi þeim, sem heilbrigðis- nefndin er að gefa út og Auglýsinga- stofa Kristínar að vinna við um þessar mundir, er sérstaklega varað við brekkuvíði en hann er sérstaklega lús- sækinn og viðkvæmur f yrir lirfum. Bæklingur þessi er mjög fróðlegur fyrir garðeigendur og ættu þeir að kynna sér hann mjög vel áður en haf ist er handa við aö úða eitri. r tegundir eru settar niður verða þær aö passa saman. E£ setja á niður rósir verður að velja besta staöinn í garðin- um. Rósir þurfa mjög mikla umönnun en best er aö setja þær niður á vorin áður en þær laufgast. Einnig verður aö athuga að hlúa verður mjög vel að rósunum um vetrartímann. Lauka, eins og t.d. páska- liljulauka og túlípana, þarf ekki að taka upp á haustin. Hins vegar eru til laukar sem þola illa veturinn eins og gladíólur og begóníur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.