Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984. Margir láta landslagsarkitekta skipuleggja lóðina: ff Getur verið hættulegt að blanda of mörgum efnum saman" Þessi mynd er tekin við Kóngsbakka 2—16 en íbúar þar tóku sig saman og létu Auði teikna upp lóðina og bæta við gróðri. Aðalhönnun Auðar er þó götumegin við húsin þar sem hún hefur teiknað upp mjög gott svæði fyrir ibúana sem gefur þeim jafnvel tækifæri til að planta matjurtum. Þessa lóð teiknaði Pétur fyrir ibúa við Lindarsel og er það ný lóð sem enn er ekki fullunnin. móti, jafnvel þó teikningin sé komin á borðið.” Þau Auöur og Pétur sögöu að venju- lega kæmi fólk með teikningar af hús- inu er það væri komiö upp og vildi þá láta skipuleggja lóðina. „Fólk áttar sig ekki á aö best væri að láta skipuleggja lóöina strax, samhliöa hönnun hússins, þannig gætum við verið í sambandi viö arkitekt hússins. Með því móti mundi margt fara betur í skipulagi. Það er til dæmis oft búið að steypa einhvem hluta hússins sem er á vitlausum stað til að garðurinn njóti sín sem best. Við getum bent á atriði í sambandi við staðsetningu glugga, aðkomu að hús- inu, verönd og steypta veggi sem geta ráðið miklu um útlit lóðarinnar. Yfir- leitt eru ekki tekin til greina náttúru- einkenni lóðarinnar þegar hús eru reist. Við getum nefnt hús sem byggt var í hrauni í Hafnarfirði. Hrauninu var rutt fram og aftur á mjög harðneskjulegan hátt og loksins þegar átti að skipu- leggja lóðina vildu eigendur láta hraunið njóta sín sem eðlilegast og þá þurfti garöyrkjumaðurinn að róta öllu aftur á sinn stað. Með þessu var kom- inn margfaldur kostnaður sem ekki heföi orðið ef tillit hefði verið tekið strax til umhverfisins. ” — Er þá ekki dýrt að láta landslags- arkitekt skipulegg ja lóöina? „Ef á heildina er litið er það ekki svo dýrt. Ef þú ert með teikningu á borðinu getur þú unnið markvisst í garðinum í Þessi raðhúsalengja er við Sundlaugaveg 29— 35. Íbúar þar fengu Auði til að teikna aðkomuna að húsinu en fengu siðan Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeistara til að vinna verkið. Eins og sjá má hefur það heppnast mjög vel. DV-myndir Bragi. áföngum. Það'getur oröið dýrt að setja rangar plöntur niður sem síðan þarf að færa úr stað seinna. Langbest er aö plantan f ái sinn rétta stað í byr jun. Það eru líka margir, sem ekki hafa kunnáttu, sem blanda saman ólíkum plönturn sem ekki passa saman og þaö getur verið mjög slæmt. Hver planta þarf að passa viö staðsetninguna. Einnig á að forðast aö blanda mörgum efnum saman, t.d. mörgum tegundum af grjóti eöa hellumynstri, sjávargrjóti, holtagrjóti og hraun- grýti, því það getur orðið ljótt þegar heildarsvipurinn er kominn. Venjulega reynum við að hafa heildarmyndina á garðinum lausa við allan íburð. Við kjósum að garðurínn sé látlaus og fall- egur.” Ahugi á landslagsarkitektum hefur' aukist mjög mikið nú á allra seinustu árum og stööugt f jölgar þeim sem láta landslagsarkitekt skipuleggja lóð sína. Landslagsarkitektarnir Auöur Sveins- dóttir og Pétur Jónsson hafa haft ærin verkefni að undanförnu við að skipu- leggja einkagarða og svo aftur úti- vistarsvæði. „Okkar starf byggist á faglegri ráö- gjöf um meðferð og mótun lands, meðhöndlun á trjágróöri og notkun á gróðri, einnig uppbyggingu grænna svæða og skipulag á útisvæðum,” sögöu þau Auður og Pétur er DV heim- sótti þau á teiknistofu þeirra að Lauga- vegi42. „Það eru mjög margir sem halda að okkar starf byggist eingöngu á því að skipuleggja einkagarða en starfið er oröiö mun umfangsmeira. Þó finnst okkur að hið opinbera megi notfæra sér meira þjónustu landslagsarki- tekta. Núna er enginn starfandi lands- lagsarkitekt hjá því opinbera sem er mjög miður. A Akureyri er garðyrkju- stjórinn einnig landslagsarkitekt eins og sjá má á umhverfi bæjarins. Það má seg ja að Akureyri sé til fyrirmynd- ar í þeim efnum,” sagði Pétur og Auður tók í sama streng. A borðum og í skápum hjá þeim Auði og Pétri eru ógrynni af teikningum sem þau hafa gert. Eru það bæði einka- garðar, annaðhvort eldri garðar, sem hafa verið skipulagðir upp aftur, eöa nýjar lóöir. Einnig er þar að finna heil- ar raöhúsagötur þar sem íbúarnir hafa tekið sig saman um aö láta teikna upp götuna til að fá fallega og skipuiega heildarmynd á hverfið. Þá er einnig farið að bera á því að íbúar í f jölbýlis- húsum láti teikna fyrir sig skipulag lóðar og fá þá mun betri nýtingu úr hennienella. „Við erum hálfhissa á að ekki skuli fleiri fjölbýlishús hafa tekið sig saman og látið teikna upp lóðina en raun ber vitni. En það vill oft vera þannig að tveir eöa þrír einstaklingar setja sig á /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.