Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR19. MAÍ1984. Nú eru steyptu plönin að hverfa. . . Fallegar mismunandi hellur skreyta nú aðkomur húsa Það er ekki langt síöan öll aðkoma við hús var steypt. Gangstéttirnar voru steyptar og jafnvel veröndin. Sem betur fer hefur sú þróun stöðvast og margvíslegar hellur hafa rutt sér til rúms. A allra síðustu árum hefur því aðkoma að húsum víðs vegar orðið falleg og skemmti- leg enda er úrvalið af mismunandi hellum gífurlega fjölbreytt. Urvalið er ekki aðeins fjölbreytt heldur eru möguleikamir að raða steinunum saman einnig mjög margir. Þar ræður einungis hugarflug hvers og eins. Flestar tegundir af hellum kosta 400—500 krónur hver fermetri og má kannski segja að það geti orðið dýrt aö helluleggja þegar um stórt svæði er aö ræða. Aftur á móti mun það vera lítiö mál að semja við þau fyrir- tæki sem selja hellur og fá jafnvel að greiða þær á löngum tíma. Það auðveldar fólki vissulega aö koma aUrí lóöinni i stand á sama tíma, Ef ekið er um ný hverfi í Reykja- vík, sem þegar hafa fullmótast, það er að segja að garðarnir eru komnir í stand, tekur maöur strax eftir hversu víða fóUc hefur hafist handa við að gera lóðína snyrtUega, jafnvel um leið og flutt er inn i nýbyggt húsið. Alls kyns heUulögð aðkoma að húsum gerir götuna í heild mjög spennandi. Oft hafa ibúarnir þá sjálfir átt hugmyndina eða fengiö landslagsarkitekt tU að finna bestu lausnina. FiðrUdalaga hellur (eöa I-hellur) hafa verið geysivinsælar en fer- metrinn af þeim kostar í kringum 480 krónur. Einnig hafa litlu hellumar, 20 X 20, verið mjög vinsælar enda hægt að leika sér mikið með þær. Hellur af stærðinni 15x30 gefa lflca mjög mikla möguieUca. Mjög margir aðilar eru famir að selja hellur og má þar nefna HeUu- og steinsteypuna Vagnhöfða 17 sem sífellt er með nýjungar á þessu sviði. Þá er það BM VaUá, sem hefur nýverið hafið framleiðslu á hellum og steinum, Hellusteypan, Smára- hvammi, Stétt. Hyrjarhöfða 8, og VinnuheimUið að Litla-Hrauni. Auk þess sem þessi fyrirtæki selja misjafnar gerðir af heUum er enn- fremur mikið úival af hleöslu- steinum og grjóti. Margvíslegir steinar fást sem tU dæmis eru heppi- legir í hlaðin útigrUI eða tjamir. boga korna „otar haUor Va01aso'inU ftSUoma" uiö bílskurana; Léku sér með litlar hellur og fengu góða útkomu: „Aðkoman var talsverður höfuðverkur” Séð upp lóð hússins. Fremst á mynd- inni er sandkassi en ofar í lóðinni eru leiktæki barna. DV-myndir Bragi. Veröndin hjá Árna lítur þannig út. Útigrillið fremst á myndinni. Mismunandi garðhellur setja orðiö mikinn svip á ný hverfi í Reykjavík. Er DV gerði sér á hendur ferð um borgina fyrir skömmu kom á óvart hversu margir hafa notað hugmyndaflugið á skemmtilegan hátt og útbúið aðkeyrslur að húsum og verandir með garðheUum. Er alveg óhætt að benda fólki sem hefur hug á sUkri hellu- lagningu aö gera sér ferð á hendur og skoöa hinar mörgu og mismunandi útfærslur. Arni Eyjólfsson, sem býr að Vaðla- seU 6 ásamt fjölskyldu sinni, hefur sjálfur hannað garðinn sinn og notar heUur af stærðinni 20 X 20 á einstaklega smekkleganhátt. ,,Við hjónin vorum búin að spekúlera mikið í því hvernig við ættum að gera lóðina en við höfum bæði mikinn áhuga fyrir garðinum. Við ákváðum að fá þessa stærð af heUum enda fannst okkur þessi gerð gefa okkur mikla möguleUca. Til dæmis þurfa kantarnir ekki að vera aUir jafnir eins og þyrfti kannski aö vera ef hellumar væru stærri. Þetta var talsveröur höfuðverkur í byrjun en mjög skemmtilegt að vinna þetta,” sagði Arni. „Aðkoman fyrir framan bUskúrinn var kannski mesta málið þar sem við setjum hellumar í boga. Eg var svoUtiö hræddur við það. Hélt kannski að þær myndu hreyfast og færast úr stað í vetur en það gerðist ekki. Hér upp að húsinu er halU og ég ákvað að setja hellumar upp á viö í stað þess að gera tröppur og ég er mjög ánægður með þá útkomu. Annars emm við alltaf að breyta garðinum og laga hann. Viö höfum verið að vinna hann í þrjú ár og ég held að maður geti alltaf haldiö áfram og fundið eitthvað betra.” Árni hefur sett garðhellumar á veröndina og búið tU skjólvegg úr timbri þannig aö hann hefur fengið mjög skemmtUega og skjólgóða verönd. „Hér blæs nær aldrei vindur og er alveg suðupottur í góðu veðri á hellnmar hjá HeDu- og steinsteypunni og fékk þær á mjög góðum kjömm.” Arni er meö hlaðið útigrUl á lóðinni en steinana í það fékk hann hjá JL- húsinu. Á veröndinni hefur hann einnig útbúiö litla tjörn sem að vísu er ekki enn fuUbúin. ,,Eg hef hugsaö mér aö koma upp einhverjum Utlum gos- brunni eöa einhverri bunu upp úr,” segirhann. Þó Árni sé kominn með faUegan garð þar sem mikiö er af trjám og blómin verða í sumar gleymir hann ekki bömunum sínum tveimur og hefur komiö upp leiktækjum fyrir þau. Einnig hefur hann smíöaö sandkassa sem er í laginu eins og bátur. „Mér finnst nauðsynlegt að bömin fái líka stað í garðinum,” sagði hann og það eruoröaðsönnu. nunivrrí hnfV* trJrV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.