Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984. MARGAR GERÐIR HEITRA POnA A MARKAÐNUM OG MISJAFNT VERÐ Þeir sem eru meö sína einkagarða vilja gjarnan fá heitan pott i garðinn. Aörir hafa slíkan pott í garðstofunni. Einnig eru nokkrir sem vilja hafa heila sundlaug. A markaði hér á landi er all- nokkurt úrval af slíkum pottum og sundlaugum og er þá bæði um innlenda og erlenda framleiðslu að ræða. Sumir pottar eru seldir með öllu — þaö er að segja meö nuddútbúnaði — en einnig er hægt að fá pottana án alls auka- búnaðar. Innlendu pottarnir eru úr trefja- plasti og eru þeir seldir án dælu- búnaðar. Þó mun vel vera hægt að setja slíkan búnað í þá. Fossplast, Selfossi, hefur selt mikiö af heitum pottum eins og þeir eru gjarnan kaliaðir. Algengasta stærðin er 2x2 m og kosta þeir frá 10.600 krónum upp í 15.500 krónur. Trefjar, Hafnarfirði, eru einnig með heita potta. Þar er aðeins ein gerð sem er 2X2, rúmar fimm manns og kostar 28.783 krónur. Trefjaplast, Blönduósi, er með nokkrar gerðir af pottum og kosta þeir 20—28 þúsund krónur. Þeir eru 2X2 en misdj úpir eða allt niður í 55 cm. Gunnar Ásgeirsson hefur veriö með mikiö af erlendum pottum á markaðn- um. Þeir eru úr akrýli og með trefja- grind, með loftnuddi en án dælu, og kosta 62—69 þúsund krónur. Einnig er Gunnar Ásgeirsson með mikið úrval af margs konar sundlaugum. Fyrirtækiö K. Auðunsson býður upp á fjórar gerðir af akrýlpottum frá Kali- forníu en þeir kosta í kringum 60 þúsund allslausir. 7—8 manna pottur með loftdælu, loftnuddi, stútum, yfir- falli og niðurfalli kostar 93.600 krónur. 5—6 manna pottur með því sama kostar 80.100 krónur, lúxuspottur fyrir 5—6 kostar 99.800 krónur og lúxus- pottur fyrir 3—4 kostar 81.400 krónur. Tveir síðastnefndu pottarnir eru báðir tilbúnir til notkunar. Vatnsnudd í þessa potta kostar um 17.000 krónur. K. Auðunsson er með sýningarpott í versluninni og kennir á pottinn á staðnum. Eins og sjá má er úrvalið mikið og ekki tæmandi upptalningin hér að framan. Við erum með þessari upptalningu einungis að gefa fólki hug- mynd um verð og síðan verður að sjálfsögðu hver og einn að athuga um gæði og hentugustu kjörin. Lengjum fslenska sumarið PLEXIGLER er áreidanlega rétta lausnin fyrir þig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.