Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 18
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. 18 Plexiglermikið notað ígarðstofur: Glerið Þaö er ekki langt síðan plexigler kom hér á markað en það hetur unniö sér gífurlegar vinsældir, sérstaklega í garðstofur og lítil gróöurhús. Plexigler hefur mjög mikið einangrunargildi eða 2,9 K-gildi eða 10% meiri einangrun en venjulegt rúöugler. Þess vegna hefur það verið mjög vinsælt í garðstofumar sem hér eru orðnar svo vinsælar. I garöstofur er fyrst og fremst tekið tvöfalt plexi- gler en það fæst í standard breiddum, 105,3 cm og 98 cm. Lengdin er alltaf upp í sex metra, þó mun vera hægt að sérpanta lengra gler. Tvöfalt plexigler kostar 925 hver fer- metri og þá glært en einnig er hægt að fá þrefalt sem er 120 cm breitt og sömu lengdir og sama verð á þvi. Plexigler sem er 105,3 cm breitt hefur 32 mm bil milli þverbanda en plexigler sem er 120 cm breitt er með 16 mm bili milli þverbanda. Eini munurinn á þessum tveimur er sá að önnur gerðin hefur 86% ljós- gegnumstreymi en hin 96%. Eiginleik- arnir eru hinir sömu. Einnig er hægt að fá reyklitað gler og kostar fermetrinnl 1018 kr. af því. Reyklitað gler hefur 60% ljósgegnumstreymi en hleypir ekki útf jólubláum geislum i gegn eins ogþaö giæra. Plexiglerið er þannig útbúið aö þaö sést ekki í gegnum það. Þess vegna hafa margir valið það í garðstofur, sér- staklega í veggi sem snúa að nágrönn- unum. Hins vegar þar sem fólk vill hafa útsýni hefur það valið venjulegt gler. Fyrirtækið Akron í Síðumúla selur plexigler og þar er hægt að fá upplýs- ingar um á hvern annan hátt er hægt að nota plexigler. Að sögn þeirra hjá Akron má búast við aö þegar búið er að kaupa plexiglerið í garðstofu megi áætlaö að 40—45% verðsins á öllu húsinu séu komin ef fólk kaupir smiö til að vinna verkið. En sökkull og bitar eru eftir þegar glerið er komiö. Að sjálfsögðu er svo æði misjafnt hvernig fólk notar plexiglerið. Sumir nota það aðeins í þakið, aðrir í tvo veggi eöa bara einn, þannig að erfitt er að segja til um heildarverö á garðstofu. Plexigler hefur verið mjög vinsælt i garðstofur enda hleypir það í gegnum sig útfjólubláum geislum sólarinnar. tilskrúð- garðyrkju- meistara: „Skrúðgaröyrkja felst einkum í því að laga eldri lóðir og byggja upp nýjar,” sögðu þeir Þór Snorrason, 'formaður Félags skrúðgarðyrkju- meistara, og Markús Guðjónsson gjaldkeri er DV spurði hvað félagið þeirra léti í té er fólk fengi þá til vinnu. „Við teljum aö með því aö láta skrúögarðyrkjumann sjá um lóðina fáist miklu meiri nýting á henni. Við útvegum allt efni sem til þarf, gras, tré, blóm, hellur og hvaðeina. Oft höf- um við líka ráölagt fólki sem síðan vill sjálft vinna garðinn. Við kantskerum, bætum við mold, hreinsum beð og þess háttar í eldri görðum og oft er það þannig að við vinnum á tímakaupi eða gerum tilboð í verkið áður. Við tökum einnig að okkur klipping- ar á trjám. Það verður aö gerast áður en trén laufgast og síöan aftur er þau eru fulllaufguö. Þaö hefur aukist mjög mikið að fólk fái landslagsarkitekt til að teikna upp lóðina og ráði síðan skrúðgarðyrkju- THERMO CLEAR: Plast með mikinn sveigjanleika Thermo Clear er plast sem mjög mikið hefur veriö haft í garðstofur en er þó að langmestu leyti notaö í gróður- hús. Einnig hefur Thermo Clear verið notaö á svalir, í geymsluglugga, þak- glugga, gripahús og í anddyri við hús. Thermo Clear hefur mikið einangrunargildi eða k-gildi, 3,2 í tvöföldu plasti en í þreföldu 2,2. Ástæða þess að Thermo Clear hefur verið svo Þetta hús lét Skógræktarfélag Reykjavikur reisa i Fossvoginum og var notað í það Thermo Clear. DV-mynd Bragi Guðm. mikið notað í gróðurhús er t.d. hversu sveigjanlegt plastið er og einnig hversu vel það heldur hita. Thermo Clear er mjög sterkt plast og það brennur ekki. Plastiö hleypir í gegnum sig hluta af útfjólubláum geislum sólarinnar eins og akrylplötur gera. Ekki sést í gegnum plastiö og er það því ekki notað þar sem á að njóta útsýnis. Mjög margir hafa valið Thermo Clear plastið í viðbótarbyggingar við stofur, sérstaklega þar sem ekki á að sjást inn. Það er Konráð Axelsson, Ármúla 36, sem selur Thermo Clear og er verð á plötum án festinga eins og hér segir: 16 mm þrefaldar, heilar plötur, 2,10 x 6,0 m 10 mm tvöfaldar, heilar plötur, 2,10 x 6,0 m 8 mm tvöfaldar, heilar plötur, 2,10 x 6,0 m 6 mm tvöfaldar, heilar plötur, 2,10 x 6,0 m I 41/2 mm tvöfaldar, heilar plötur, 2,10 x 6,0 m kr. 983,- kr. 598,- kr. 528,- kr. 457,- kr. 352,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.