Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. GRÓÐIJRSETNÍNG Takið plönturnar úr umbúðum sem fyrst. F.f ekki á að gróðursetja strax eru þær settar í mold til bráðabirgða og vökvaðar. Forðist að gróðursetja í sólskini og vinnið aðeins með eina plöntu í einu. Hafið holurnar svo stórar að hægt sé að greiða \el úr rótum. Notið hálfrotinn búfiáráburð. — Setjið lag af honum neðst í holu og einangrið með mold. Til- búinn áburð er varasamt að nota nema afar lít- ið. — Milli rólanna er fyllt með blöndu af l'iin- um áburði og bestu moldinni og plantan hreyfð varlega svo a.ð öll holrútn fyllist. LIMGERÐÍ í limgerði eru gjarnan notaðar fljótvaxnar og ódýrar plöntur, 20 - 30 cm á hæð, 3 - 4 á metrann. — klippt limgerði eru hentug til að afmarka svæði og mynda línur. Þau taka minna rými en krefjast meiri umhirðu en óklippt limgerði sem eru frekar ræktuð til að skýla og byrgja sýn. Byrjað er að klippa limgerði strax á fyrsta ári. Uppmjó eða keilnlaga gerði endast lengur og þola betur snjóþyngsli en limgerði með lóðrétt- ar hliðar sem gisna fljótt neðan til og glata skjól- áhrifum. Holan er fylll að mestu og vökvað vel. — Þegar vatnið er sigið er hún fvllt alvesz og moldin þjöppuð vcl með l'ótunum. — Phintan á að standa lóðrétl og þola nokkurt átak án þess að losna. — Trjápliinlur eru yfirleitt settar jafndjúpt og þær stóðu áður nema ösp og víðir sem má planta <Jýpra. Ýmis stór tré'þarf að styðja meðan þau eru að festa rætur og er stoðin þá sett í holuna á undan trénu svo að ræturnar skemmist ekki. í lág limgerði, um það bil metra há, henta vel tegundir eins og alparifs, mispill, brekkuvíðir og rauðtoppur. Þetta eru fíngerðar, greinóttar og blaðþéttar tegundir. Eigi limgerði að vera hærra má nota birki, alaskavíði, gljávíði eða viðju sem verða hærri og grófgerðari. Ýmsar fleiri tegundir koma til greina en þessar eru allar harðgerðar og vaxa um allt land. Trjáræktaráhugi hefur vaxið mjög á síðustu árum: Nú er heppilegastí tíminn tii að setja níður tré — birki vinsælasta trjátegundin ,jSkógræktarfélag Reykjavíkur er áhugamannafélag um skógrækt og trjárækt og hefur um 1300 félaga. Skóg- ræktarfélagið er sjálfseignarstofn- un,” sagði Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri félagsins, er við heimsóttum Skógræktina í Fossvogi fyrir stuttu til að kynnast starfsem- inni. Skógræktin er með trjáplöntu- ræktun í Fossvoginum og eru þær plöntur síðan seldar til einstaklinga, auk þess sem þær fara í Heiðmörk og á útivistarsvæði Reykjavíkurborgar. „Við höfum verið meö sumarvinnu fyrir unglinga í Heiðmörk og hér í borginni í tengslum við Reykjavíkur- borg. En alls hafa þetta verið um eitt hundraö og fimmtíu unglingar sem hafa unnið hjá okkur yfir sumartím- ann,” sagði Vilhjálmur ennfremur. Þeir mörgu sem gerst hafa félagar hjá Skógræktarfélaginu hafa notið þess að geta sótt fundi sem félagið heldur nokkrum sinniun á ári. Eru það fyrir utan aðalfund leiöbeiningakvöld um ræktun trjáa og runna. Auk þess gefur félagið út vandaö rit árlega þar sem fjallað er um skógrækt og land- græðslu. I Fossvoginum getur almenningur fengið margháttaöa fræðslu og um leiö og trén eru keypt reyna starfsmenn eftir fremsta megni að leiðbeina kaupanda trjáa um hvar plantan sé best staðsett og hvernig umhirðu hún þarf. „Núna er einmitt kominn tími til að gróöursetja tré því allt frost er farið úr jörðu,” sagði Vilhjálmur. „Við reynum aö leiöbeina fólki eftir því sem við get- um um hvaða plöntur væri best fyrir þaö að kaupa og fólk hefur mjög mikið notfært sér það. Það er Uka mjög mikið smekksatriði hvers og eins sem ræður hvaða trjátegundir best er að taka. Það er mikið um það að fólk komi hingaö seinni part vetrar og spáir þá í hvaöa trjátegundir yrði best fyrir það að fá í garð sinn. Eg held nú aö birki sé algengasta trjátegundin núna, brekku- víðir hefur einnig verið vinsæU og alaskavíðir er mjög í tísku þessa stundina. Gljávíðir var mikið í tísku fyrir nokkrum árum en hefur minnkaö mikið. Hins vegar er gljávíðirinn sú planta sem maðkurinn sækir minnst í. Brekkuvíðir er sú trjátegund sem maðkurinn sækir mest í enda hefur sala mikið dottiö niður í honum vegna þess. Hins vegar er brekkuvíðirinn mjög dugleg planta og faUeg en hún þarf kannski meiri umhirðu en aörar,” sagöi Vilhjálmur. „Svo eru það aftur stærri tré eins og íslenskur reynir og alaskaösp sem hafa verið vinsæl.” ViUijálmur sagði að hægt væri að velja um eitt hundrað tegundir af trjám og runnum og hefði úrvaUð aukist mjög mikið á síðustu árum. „Við seljum venjulega um 80—90 mis- munandi tegundir á vorin en þó eru það um þrjátíu tegundir sem mest fara. Áhugi á trjárækt hefur aukist tU mikilla muna og nú þykir sjálfsagt að ganga frá garðinum um leið og húsið er byggt sem ekki var gert hér áður fyrr. Oft er það svo að fólk hefur sett garðinn í stand áður en flutt er inn. ” Vilhjálmur sagði ennfremur aö mikið væri spurt um limgerði. „Margir hafa klippt limgerðið eftir bókum en einnig höfum við veitt leiðsögn hér á staðnum. Þá förum við gjarnan með fólki hér út og sýnum hvernig á að klippa. Ef limgerðið er klippt rétt verður þaömun þéttara og fallegra.” Áður en hafist er handa við að kaupa tré og runna er í mörg horn að líta, að sögn VUhjálms. Það þarf að vera góð- ur jarðvegur þar sem gróðursett er og sjálfsagt er að spara ekki húsdýra- áburðinn á meðan verið er að byggja upp garðinn. Eftir að garðurinn er gró- inn er hins vegar ekki nauðsynlegt að setja húsdýraáburð nema á þriggja ára fresti, sagði Vilhjálmur. Mikið úrval af svalakössum og kerum: Svalimar geta komið í stað verandarinnar Þeir sem ekki eiga sinn einkagarð geta engu að síður gert blómlegt í kringum sig. Svalirnar eru ákjósanleg- ur staður tU að gera aö skemmtUegum stað á sumrin. Blómaverslanir á höfuðborgarsvæðinu selja margvís- legar gerðir af ýmsum svalakössum, jafnt sem hengja má á svalahandriö, hengja á vegg, eða blómaker sem standa mega á svölunum. I Blómavali er mjög mikið úrval af slíkum kerum. A vegginn getur þú valið um leirpotta í hinum ýmsu litum sem kosta frá 130 kr. eöa ólitaða leir- potta sem kosta aðeins frá 40 kr. Einnig er mikið úrval af plastpottum. Það hefur alltaf verið vinsælt aö setja ílöng ker á svalahandriðiö en þau eru fáanleg frá 40 cm upp í 1 metra. Hvert sumarblóm kostar um 14 krónur þannig að það þarf ekki að kosta mikinn pening að gera svalimar vist- legar. Mjög algengt er orðið að fólk vilji hafa sumarlegt á svölunum. Oft eru svalirnar líka notaðar þegar grilla á matinn úti og þá er mjög skemmtilegt í góðu veðri að hafa stóla og borð og snæða matinn úti. Það þarf sem sagt ekki aö vera ýkja dýrt að lífga svalimarupp. ■/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.