Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Blaðsíða 12
12 DV.FIMMTODAGUirsr.'JtWrigBl”'3 wn Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjörnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblaö 28 kr. Konunglegi forstjórinn Langstærsta vandamál menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Unesco, er sjálfur framkvæmdastjórinn, M’Bow frá Senegal. Hann lítur ekki á sig sem forstjóra í vestrænum skilningi, heldur telur sig hafa alræðisvald eftir afrískum hefðum. Hofmóður hans lýsir sér í ýmsum myndum. Forstjórinn getur hagað sér eins og alræðisherra, af því að hann hefur traustan stuðning ráðamanna Araba- ríkja og Afríkuríkja og víðtækan stuðning ráðamanna annarra ríkja þriðja heimsins. Þessir ráðamenn líta á M’Bow sem hæfilega ögrun gegn vestrænni nýlendu- stefnu. , , „ , , , Forstjórinn hefur arum saman hagað ser ems og það sé fyrir neðan virðingu hans að ræða um f járhagsáætlun Unesco, sem hans hágöfgi hefur sjálfur sett fram. Enda er nú svo komið, að vonlausar reynast tilraunir til að átta sig á bókhaldi stofnunarinnar, sem er í hreinni óreiðu. Forstjórinn umgengst sendiherra þátttökuríkjanna af stakri fyrirlitningu og er ófáanlegur að tala við þá nema á eigin forsendum. Hann bannar starfsmönnum Unesco að gefa sendiherrunum upplýsingar. Samt eru nærri allar tillögur hans samþykktar orðalaust af meirihlutanum. Forstjórinn hefur sjúklegan áhuga á leynd. Meira að segja úrklippusafn stofnunarinnar er leyndarskjal, þótt þar sé ekki annað en það, sem hefur birzt um Unesco á prenti. Eftir skjalabrunann mikla í höfuðstöðvunum í vetur hafa grunsemdir manna á þessu sviði aukizt í hans garð. Forstjórinn hefur látið breyta tveimur, víðáttumiklum hæðum stórhýsis Unesco í París í einkaíbúð fyrir sig. Hann ekur um á sex glæsivögnum af dýrustu gerð. Þegar hann fer til útlanda, hefur hann um sig þrefalt stærri hirð en tíðkast hjá framkvæmdastjórum annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna. Forstjórinn er lélegur stjórnandi og hefur endur- skapað Unesco í sinni mynd. Hann hefur ýtt í burtu hæfi- leikamönnum og ráðið í staðinn ættingja sína frá Senegal, aðra Senegala, Afríkumenn og Araba. I því tekur hann ekkert tillit til hæfileika, heldur eingöngu hollustu við sig. Um nokkurra ára skeið hefur ríkt andrúmsloft grun- semda, fordóma, umburðarleysis og skipulagsleysis í höfuðstöðvum Unesco í París. Þaðan flýja flestir þeir, sem eitthvað geta. I staðinn eru ráðnir undirmálsmenn, sem ekki skyggja á konunglega tign forstjórans M’Bow. Ástæðan fyrir því, hve léttilega honum hefur tekist að eyðileggja Unesco, er, að vestræn þátttökuríki hafa litið á stofnunina sem kjaftasamkundu. Þau hafa sent þangað þreytta embættismenn og lágt setta ráðuneytisfulltrúa, er hafa litið á starf sitt sem sumarfrí í París. Hið bezta, sem komið hefur fyrir Unesco, er tilkynning Bandaríkjanna um, að þau muni yfirgefa stofnunina um næstu áramót. Vonandi framkvæma Bretar hótun sína um að gera slíkt hið sama. Þá er búizt við, að Vestur- Þjóðverjar fylgi í kjölfarið. En hvar er Island? í dálkum þessum hefur nokkrum sinnum verið hvatt til, að Island segi sig úr Unesco og verji menningaraðstoð sinni á annan hátt, svo að 50 aurar af hverri krónu brenni ekki upp í höfuðstöðvunum í París. Nú ætti nóg að vera vitað til að taka mark á þessari ráðleggingu. Island á sæti í nefnd þeirri innan Unesco, sem á að gera tillögur um björgun stofnunarinnar. Það starf er vonlaust frá grunni, því að sjúklingurinn getur ekki læknað sig, þegar um M’Bow, hinn konunglega forstjóra, er að ræða. Eina vonin er, að vestræn ríki hverfi úr sam- tökunum. Jónas Kristjánsson. Þegar tilveran flett ir tjöldunum frá Tilveran glettist stundum við menn, flettir skyndilega fró þeim tjöldum, sem þeir reyna aö sveipa sig í, svo að þeir standa eftir berstrípaðir, en við áhorfendur vitum síðan ekki, hvort við eigum heldur að hlæja eða gráta. Eg var fyrir skömmu að blaöa í bókinni Þeir settu svip á öldina, sem Iöunn gaf út á síðasta ári, en í henni skrifa sextán menn um jafnmarga islenska stjóm- málamenn, og rakst þá á tvær setning- ar, sem tilveran hefur í einhverri glettni hrist út úr pennum höfundanna. Einkaskólar og ríkisskólar önnur setningin er í þætti eftir Gísla Ásmundsson um Brynjólf Bjarnason, ráðherra og helsta kennimann ís- lenskra kommúnista á árum áöur. Þar segir frá einstakri fórnfýsi Brynjóifs og látlausum ofsóknum gegn honum: þeim tíma gerðist þaö, að hann skrifaði ritdóm um Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, sem varö til þess, að hann var dæmdur fyrir guðlast og bann lagt við, að hann væri ráðinn til kennslustarfa. Lítt mun þáverandi kennslumálaráðherra hafa órað fyrir því, að só maður, sem þannig var settur út af sakramentinu, ætti eftir að verða menntamálaráðherra landsins. Ekki þótti skólastjóra Kvennaskólans, Ingibjörgu H. Bjarnason, ummælin saknæmari en svo, að hún hafði dóm- inn að engu, enda Kvennaskólinn einkaskóli.” (Bls. 201-202.) Ekki þarf að taka það fram, að Gísli Ásmundsson var frá fyrstu tíð skoð- anabróöir Brynjólfs, sannfærður Moskvumaður. En hvað er hann að segja í þessari setningu? Það er reynd- ar athygli vert, að Ingibjörg H. Bjamason var þá þingmaður Ihalds- Þórarinn Þórarinsson segir, að Magnús Sigurðsson hafi verið skipaður bankastjóri Landsbankans til þess að tryggja framsóknarfyrirtækjum rekstrarfó. flokksins — „auðvaldið” var greini- lega ekki grimmara en þetta! En hitt er þó enn merkilegra, sem Gísli segir siðan, „enda Kvennaskólinn einka- skóli”. Hvað felst í þessu? Ekkert annað en það, sem frjálshyggjumenn hafa alltaf sagt: Gallinn viö víötækan ríkisrekstur er sá, að valdið lendir i fárra höndum og ekki alltaf réttu mannanna, en aðrir eiga síðan alla sína afkomu undir þeim. Kosturinn við einkarekstur er, að margir ólíkir menn hafa valdið, svo að skoðanir eiga sér marga ólíka griðastaði. Kvennaskólinn var einkaskóli, þess vegna óháður ríkinu og griðastaður þess manns, sem hafnaði sannleik ríkisins. I þessari einu litlu setningu eftir sameignarsinnann Gísla Ásmundsson komast meginrökin fyrir séreignarréttinum svo sannarlega til skila. En þessir menn hafa reyndar alltaf vitað þetta. Héöinn Valdimars- son hóf einkarekstur til þess að veröa óháður öðrum. Kristinn E. Andrésson skildi, að hann fengi aldrei ríkið til aö gefa út áróðursrit sin, svo að hann stofnaði Mál og menningu. Og sjálfur Leon Trotskí sagði í riti árið 1937: „I landi, þar sem stjómin er eini atvinnu- rekandinn, bíður stjómarand- stæðingsins hægur hungurdauði.” Samvinnufyrirtæki og einka- fyrirtæki Hin setningin er í þætti eftir gamlan og nýjan kunningja okkar Islendinga, Þórarin Þórarinsson ritstjóra, um Jónas Jónsson frá Hriflu. Þar segir frá samvinnu Jónasar og Hallgríms Kristinssonar, forstjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga: „Þetta urðu mestu gróskuár samvinnuhreyfing- arinnar á Islandi. Það átti sinn þátt í þessu, að Sigurður á Ystafelli fór að ráðum Jónasar og skipaði Magnús Sigurðsson bankastjóra við Lands- bankann. Hann tryggði kaupfé- lögunum rekstrarfé til jafns viö kaup- menn.” (Bls.92) Getur maður verið öllu skýrmælt- ari? Þórarinn segir í þessari setningu kinnroðalaust, að samvinnuhreyfingin eigi velgengni sína að þakka banka- stjórum frá Framsóknarflokknum, sem hafi tryggt henni „rekstrarfé til Menn voru talsvert duglegir við að sverja í lok siöustu viku. Hver eftir annan vitnuðu stjómmálaforingjar um það að engar baktjaldaviðræður færu fram um hugsanlega myndun nýrrar stjórnar ef sú núverandi yrði að leggja upp laupana. Sumir töldu þetta upp- tuggiö slúður úr Helgarpóstinum, aðrir að ég heföi heyrt sögur niðri í bæ og hlaupið eftir þeim, þegar ég taldi mig hafa vissu fyrir því að einhverjar slíkar viðræður ættu sér stað. Nú er það auðvitaö svo að aldrei verður sannað nema með vitna- leiðslum aö viðræður af þessu tagi séu i gangi. Og slikt vitni koma ekki fram í dagsljósið fyrr en allt er afstaöiö. Viö- ræður um sprengingu ríkisstjórna og myndun nýrra fara fram á bak viö harölæstar dyr og fregnir af þeim leka ekki út nema fyrir slys. Þegar af þeirri ástæðu eru allar yfirlýsingar um að viöræður séu ekki í gangi marklitlar. Á móti má segja að menn liggi eilíflega vel við höggi, ef einhver vill bera rangar sögusagnir út, því svardagar séu álitnir marklausir. 1. september er viðmiðunin Ég held því enn f ram að viðræður um myndun nýsköpunarstjórnar hafi verið í gangi. Vegna leyndarinnar er hins vegar erfitt að slá því föstu hve þýðingarmiklar þær hafa veriö. Það er stundum talað um „þyngd” þeirra sem taka þátt í svona viðræðum og er þá átt við áhrif þeirra innan raða fylgis- manna, t.d. í stjómmálaflokkunum. Eg skal ekki fullyrða um „þyngd” í þessum viðræðum, en hún hefur til skamms tíma verið að aukast. Einn Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON heimildarmanna minna hefur fullyrt aö innan sumra flokkanna sé þessum við- ræðum haldið í mjög þröngum hópi vegna þess að vitað sé um harða and- stöðu gegn þeim. Hann fullyrðir að 1. september sé sá útgangspunktur sem viðræðurnar miðist við. Frumskilyrði þess að þær geti borið árangur sé mikill órói á vinnumarkaði, helst verkföll, þannig aö auðvelt sé að sýna fram á að launa- málastefna ríkisstjórnarinnar hafi beðið skipbrot. Verði þá miklu auðveldara fyrir Sjálfstæöisflokkinn aö sh'ta samstarfinu og einnig fyrir A- flokkana að ganga til samstarfs við hann, því þá megi beita gamalkunnu afsökuninni að þjóðarnauðsyn krefji. I raun og veru velti á því hve vel takist að mynda þennan óróa á vinnu- markaðnum, hvort lagt verði út í nýtt nýsköpunarævintýri, þegar drjúgt er liðið á k jörtimabilið. Ekki lagt í aö kjósa? Ýmsir hafa haldiö því fram að ef út- lit væri fyrir að ríkisstjómin biði skip- brot í kjarabaráttunni sem framundan er þá ætti hún aö láta þjóðina ganga að kjörborði og leita eftir stuöningsyfir- lýsingu við stefnu sína. Með hana í farangrinum gæti hún bariö niður flestar tilraunir til þess að riðla því jafnvægi sem komiö er á efnahags- ^ „Ég held því enn fram að viðræður um myndun nýsköpunarstjórnar hafi verið í gangi. Vegna leyndarinnar er hins vegar erfitt að slá því föstu hve þýðingarmiklar þær hafa verið.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.