Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Blaðsíða 13
DV.FIMMTOÐAGUR'íl’.’JtJKrKW^^ wt
13
Ótímabærar
athugasemdir
HANNES H.
GISSURARSON
CAND. MAG.
jafns við kaupmenn”. Og þetta segir
Þórarinn ó sama tíma og allir kerfis-
karlar landsins harðneita hver um
annan þveran ásökunum Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar alþingismanns um, að
rikisbankamir hafi fyrr og síðar hjálp-
að samvinnuhreyfingunni óeðlilega á
kostnað annarra viðskipta vina sinna.
Að sjálfsögðu eiga bankar ekki að
tryggja einum né neinum rekstrarfé
„til jafns við” aðra. Þeir eiga að lána
þeim, sem geta borgað hæsta vexti.
Þeir eiga að hækka vexti, fari eftir-
spurn eftir lánsfé fram úr framboði
þess, þangað til jafnvægi hefur komist
á milli eftirspurnar og framboðs. Með
öörum orðum eiga vextirnir að
skammta peningana, en ekki ein-
hver jir misvitrir valdsmenn, gæðingar
stjómmálaflokka. Að sjálfsögðu hefði
Samband íslenskra samvinnufélaga
aldrei vaxið upp í það bákn, er varpar
skugga yfir allt atvinnulíf í landinu, ef
það hefði ekki haft betri aðgang að
ódýru lánsfé en önnur fyrirtæki.
Ríki eða markaður?
Þeir Gisli Ásmundsson og Þórarinn
Þórarinsson hafa í ógáti lagt okkur til
sterk rök fyrir frjálshyggju. Einka-
skólar hafa það fram yfir ríkisskóla,
að þeir eru ekki eins háðir einum sann-
leik — sannleik rikisins. Einkabankar
hafa það fram yfir ríkisbanka, að
bankastjórar þeirra iána út sam-
kvæmt arðsvon, en ekki til að tryggja
illa reknumframsóknarfyrirtækjumfé
„til jafns við” önnur. En við áhorf-
endur segjum: Niður með einhæfingu,
skömmtun og spillingu ríkisstofnana!
Upp með f jölbreytni, séreign og sam-
keppni!
Hannes H. Gissurarson.
TÍU RAUDAR RÓSIR
Kunningi minn úr kennarastétt
sagði mér á dögunum þessa sögu:
„Starfssystur mína langaði tii þess
aö gleðja skyldmenni á hátiðisdegi.
Hún fór í blómabúð til þess að kaupa
tíu rauðar rósir. Rósirnar tíu kostuðu
átjónda hluta mánaðarlaunanna
sem hún bar úr býtum fyrir að kenna
þeim sem eiga að erfa þetta land.”
Heima í stofu á ég rósavið sem
blómstraði tuttugasta hluta mán-
aðarlauna kennara nú um hvitasunn-
una.
I hverfinu mínu eru rósarunnar
sem í sumar munu líklega blómstra
kennaralaunum bamanna sem þar
búa.
Hvort skyldu rósimar okkar vera
svona verðmætar — eða launin
svona iág? Ætti ég kannski heldur að
spyrja: Hvaðvarðarokkurumþað!
Tvær þjóðir í einu landi
Á Islandi búa tvær þjóðir.
Islendingar með stómm staf og
íslendingar með litlum. Hvomg þjóð-
in þekkir k jör hinnar.
Islendingar með stórum staf sjá
feguröina í tiu rauðum rósum.
Islendingar með litlum staf sjá i
þeim átjánda hluta mánaðarlaun-
annasinna.
Islendingar með stórum staf fylltu
öldurhús Reykvíkinga um sl. áramót
þar sem hjónin borguöu um eða yfir
tíu þúsund krónur fyrir kvöldstund í
glööum hópi. lslendingur með litlum
staf er 23 — tuttugu og þrjá — daga
að vinna fyrir þeirri kvöldskemmt-
an.
Hvomgur skilur upp né niður í
hinum. Hvorugur getur sett sig í hins
spor né botnað í hins lífi.
Þetta eru hin tvö andlit Islands.
„Neöanjarðar" — hvað?
„Neðanjarðarhagkerfi er það
kallaö þegar blómlegt viðskipta- og
athafnalíf á sér stað meö þjóðinni án
þess nokkurs staöar sjáist um þaö
stafur á opinberu blaði.
„Neðanjarðarlaunakerfi” er það
líka kallað þar sem umsamdir
kauptaxtar em hafðir fýrir flögg úti
í vindinum en álags-, auka- og yfir-
borganir til innanhússnota.
Heitinu „neðanjaröar” í þess-
ari nafngift er sannarlega ofaukið.
Það er ekkert „neðanjarðar” við
þetta þvi þetta er ekkert launungar-
mál. Heilu atvinnugreinamar em
starfræktar samkvæmt þessu hag-
kerfi. Heilu tekjuhóparnir taka laun
sin samkvæmt þessu launakerfL
Allir landsmenn vita það. Það mó
bara ekki viðurkenna þaö
opinberlega. Málið er „tabú”
Hin „stikkfría"þjóð
Það er í slíkri atvinnustarfsemi og
á slíkum launakjörum sem sá hluti
þjóðarinnar starfar sem ég hef hér
kosið að nefna Islendinga með
stórum staf. Forsvarsmenn atvinnu-
fyrirtækja í þessum „bransa”
viðurkenna fúslega í einkaviðræðum
að þeir hafi ýmist aldrei látiö verð-
bótaskerðingu rikisstjórnarinnar
koma til framkvæmda gagnvart
„góðum starfsmönnum” eða endur-
greitt hana þegar fór að harðna ó
dalnum. Opinberlega er viðurkennt
að mikið launaskriö hafi átt sér stað
að undanfömu sem haldiö hafi eftir-
spurninni svo til óbreyttri þrátt fyrir
aðhaldsaðgeröir ríkisstjórnarinnar.
Hverjir eru það sem hafa getað
haldið óskertum kaupmætti sökum
launaskriös og viðhalda óbreyttri
eftirspurn þrátt fyrir aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar? Það er sá hluti
þjóðarinnar sem einungis sér
fegurðina í tíu rauðum rósum. Sá
stóri hópur landsmanna, sem er
„stikkfrí” í öllum efnahagserfið-
Kjallarinn
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR
leikum og greiðir auk þess oftast nær
lítið eða ekkert til sameiginlegra
þarfa.
Sjáandi sjáið þið ekkil
Sjáið þið ekki, íslendingar með
litlum staf, hvemig ykkur er skef ja-
laust storkað. Á sama tíma og
saumakonunni, barnakennaranum,
búðarstúlkunni og verksmiðjuverka-
manninum eru borgaðar 6 — sex —
rósir á dag fyrir vinnu sína hefst inn-
flutningur á Rolls-Royce bifreiðum í
einkalitum brezku konungsfjöl-
skyldunnar og fá víst færri en vilja.
Þvi er ákveöið aö bjóða slikan bil til
útleigu meö einkennisbúnum bíl-
stjóra, sjónvarpi og bar. Á hvaöa
markað haldið þið, íslendingar með
litlum staf, að verið sé aö stíia? lrÁ
stórvesira landsins eins og Rolf
Johansen, Sigurð Helgason,
Jóhannes Nordal, Albert Guðmunds-
son, Erlend Einarsson, Hörð Sigur-
gestsson, Ingólf i Útsýn og svoleiöis
kalla,” svarið þið eins og böm.
Haldið þið að þessir menn og þeirra
líkar láti sér til hugar koma aö leigja
Rolls-Royce með einkennisbúnum
bílstjóra, sjónvarpi og barþjónustu!
Þeir hafa enga þörf fyrir slíkt né
heldur myndu þeir verja þannig fé
sínu. Nei, markaðurinn er annar.
Markaöurinn er hann Jón Jónsson
sem aðeins kunningjar og nábúar
vita hver er en stendur með fullar
hendur fjár, veit ekki til þess að neitt
sé að þótt hann tali um erfiðleika til
þess að tolla í tízkunni og er svo
næmur fyrir fegurðinni í tíu rauðum
rósum að hann lætur sig ekki muna
um að senda Rolls-Royce með einka-
litum brezku konungsf jölskyldunnar
útbúnum með sjónvarpi, bar og ein-
kennisklæddum bílstjóra eftir þeim á
afmælisdegi elskunnar sinnar.
Hversu lengi?
Hversu lengi á þessi tvöfeldni í lífi
þjóðarinnar að viðgangast? Kvenna-
rútur og krakkarútur þeysa um
landið þar sem hjalað er um jafnrétti
kynja, jafnrétti aldurshópa — allt
nema það, sem máli skiptir sem er
misréttiö í afkomu og kjörum
fólksins sem byggir þetta land. Allt
er hjóm hjá þvi. Meðan í þessu landi
búa tvær þjóðir, sem eiga nær ekkert
sameiginlegt nema tungumálið, en
hyldýpi skilur fátækt og bjargálnir,
þá hljómar auglýsing eins og: „Nú
hossumst við konur til Húsavíkur”
eins og fimmaurabrandari. Úr
hvorum hópnum skyldu þær vera
sem þar hossuðust; þeim sem sér
fegurðina i hinum 10 rauðu rósum
eða hinum sem sér þar átjánda hluta
mánaðarlaunanna sinna? Spyr sá,
semveit.
Þar sem íslenzk verkalýðshreyfing
áður stóð er tómarúm. Gap
ginnunga, en gras hvergi.
Sighvatur Björgvinsson.
Q „Á tslandi búa tvær þjóðir: islendingar
með stórum staf og íslendingar með litl-
um. Hvorug þjóðin þekkir kjör hinnar. íslend-
ingar með stórum staf sjá fegurðina í tíu rauð-
um rósum. íslendingar með litlum staf sjá í
þeim átjánda hluta mánaðarlaunanna sinna.”
Nú miðast allt við 1. sept.
málin. Líklega er þetta ekki svo auð-
velt. Sannleikurinn mun nefnilega
vera sá að alla hryllir við því að láta
kjósa eftir hinum nýju kosninga-
lögum. Þótt reiknað hafi verið aftur og
fram af ekki minni kúnst en Sölvi
sálugi gerði forðum munu æ fleiri vera
aö komast á þá skoðun að í hinu nýja
kosningafyrirkomulagi leynist margir
gallar sem þurfi að laga áður en kosið
verður. Reynslan kennir mönnum að
eftir að farið er aö nota kosningalög á
annað borð er ávallt erfitt að breyta
þeim því þá fari menn alltaf að „hugsa
í þingsætum” og eru tregir til breyt-
inga.
Sumir ganga svo langt að segja að
með hinum nýju kosningalögum hafi
óréttlæti verið leiðrétt með óskapnaði.
Enda þótt misvægi atkvæða eftir bú-
setu virðist hafa verið leiðrétt veru-
lega sé að finna möguleika á alls kyns
öðru óréttlæti innan ramma laganna
sem menn hafi í fyrstunni ekki hugsað
út í og því þurfi aö eyða. Þetta hafi
mönnum veriö orðiö ljóst á síðasta
þingi en ekki hafi náðst samstaða um
að breyta þessum ákvæðum. Hafi
ákveðin stjómmálaöfl einkum þvælst
þar fyrir og kunni ástæðan að vera sú
að þau vilji ekki aö kosningamögu-
leikinn sé of aðgengilegur fyrir ríkis-
stjómina.
Hvað sem þessum vangaveltum
líður er heldur ósennilegt að kosið
verði í haust. „Þjóðarnauðsynin” og
þarfir hennar eru líklegri til að þvinga
fram myndun nýrrar ríkisstjórnar ef
núverandi stjórn hrökklast frá
völdum.
Sömu slagorðin
Verkamannasambandið hefur nú
gefið tóninn fyrir aðgerðir 1. septem-
ber. Ef dæma á eftir fyrstu fréttum af
kröfum þess er ljóst að gömlu
slagorðin em þar í fullu verðgildi. Þeir
sem þar ráða ferðinni hafa ekkert lært
ogengugleymt.
Því er haldið hiklaust fram að kaup
þurfi að hækka um ein 27 prósent til
að ná sama kaupmætti og hafi veriö á
fyrsta ársfjóröungi í fyrra. Þetta er
tuggið upp sem einhver allsherjar-
sannleikur.
En hvenær á honum, með leyfi að
spyrja? Þegar vísitöluhækkanimar
vom nýkomnar eða þegar búið var að
éta þær upp eftir rúman mánuö og
'beðið var eftir næstu hækkunum? Og
er því treyst að fólk sé svo gleymið eða
vitlaust að það muni eða viti ekki að
þessar 27% kauphækkanir em bein
ávísun á svipaða gengisfellingu sem
verður að koma samstundis.
Enginn virðist hafa áhuga á því að
kanna hvaða áhrif þessi kauphækkun
muni hafa á verðlag i landinu og hve
langt muni líða þar til allir standa i
sömu sporum með veröbólgu upp á
tugi prósenta að nýju, verðtryggðu
lánin æöandi upp á við og allar þær
fórnir sem launþegar hafa þurft að
færa að engu gerðar. Ákannski að taka
erlend lán til þess aö greiða þessar
launahækkanir? Eða er engin heil
hugsun á bak við kröfumar önnur en
sú að nota verkalýðinn fyrir pólitískari
vagn til að koma rikisstjórninni frá?
En um leið og ábyrgðarlítil forysta
verkalýðssamtaka er gagnrýnd er full
ástæöa til þess að gagnrýna fleiri. Af
hverju skiiar hið stöðuga ástand efna-
hagsmálanna sér ekki betur í stöðugu
verðlagi og meiri lækkun? Það var
búið að innbyggja ráðstafanir vegna
verðhækkana og gengisfellinga í
álagningu verslunarkerfisins. Þykist
það engu geta skilað nú þegar laun-
þegar hafa fært miklar fómir til þess
að ná verðbólgunni niður? Af hverju
knýr ríkisstjórnin ekki fram lækkun
gjalda og minnkandi hagnað í verslun
og samgöngum? Spyr sá sem ekki veit
en grunar sitthvað.
Magnús Bjarafreðsson.