Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Síða 2
2 •jut íwT'n n* r«iv»*ft;»Tw<n>sr w DV. FIMMTUDAGUR 21. JUNI1984. Verkföllíhaust? Fólkið fúsara að fylgja eftir kröfunum „Það er þungt hljóð í mönnum, þyngra en nokkru sinni fyrr. Fólkið er fúsara til að fylgja eftir kröfum sínum nú en áður,” sagði Lárus Guöjónsson, einn fulltrúa á formannafundi Verka- mannasambandsins, í samtali við DV. Á formannafundi þessum voru um fjörutíu manns og var samþykkt sam- hljóða áskorun framkvæmdastjómar Verkamannasambandsins um að verkamannafélögin segi upp samn- ingum frá 1. september. „Við lögðum fram kröfugerð á þessum fundi,” sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins. „Hún felur í sér í fyrsta lagi 14 þúsund króna lágmarks- laun. 1 öðru lagi að taxtakerfið verði endurskoðað þannig að fuilt tillit verði tekið til vinnuálags og starfsaldurs. I þriðja lagi aö reiknitölur fylgi töxtum svo að taxtar fyrir bónus verði miðaðir við gildandi dagvinnukaup og í fjóröa lagi munum við í komandi kjara- samningum taka fullt tillit til raun- hæfra verölækkana sem kjarabóta.” — Eigum viö von á hörðum átökum á vinnumarkaðinum í haust? „Ja, við erum að fara í baráttu. Við munum halda fast fram okkar kröfum vegna undangenginna kjara- skerðinga.” — Þýðir þetta ekki í raun verkföll í haust? „Það get ég ekki sagt um eins og stendur,” sagði Karl Steinar Guðna- son. -KÞ. I _1__ - WZ/í&i • jsg fetSJr■■ • 'Ttr ■■■ ••■ ■»••• • • Ef tekíð er meðaltal þríggja mest seldu bíla hérlendís kemur í ljós að Skoda '84 er hvorkí meíra né mínna en ÞRIÐJUNGI STÆRRI O0 bví mtín rúmhotrí on Uoí*- Frá formannafundi Verkamanna- sambandsins i Lindarbæ on þar voru mættir um fjörutiu manns. DV-mynd Arinbjöm. Akureyri: Norræna hafnar- sambandið þingar Tólfta ársþing Norræna hafnarsam- bandsins er nú haldið á Akureyri en þessi þing eru haldin til skiptis á Noröurlöndunum annað hvert ár. Þrjú mál eru efst á baugi á þinginu, þróun hafnarmála á Noröurlöndunum, tækninýjungar á hafnarsvæðum og brúttóstærð skipa sem mælikvarði á hafnargjöld. Frá hverju hinna Norðurlandanna sitja 10 fulltrúar en með Islendingun- um eru þetta alls 65 fulltrúar. JBH/Akureyri VISITALA BYGGINGAR- KOSTNAÐAR HÆKKAR Visitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta júní 1984 reyndist samkvæmt Hagstofunni vera 163,87 stig sem hækkar í 164 stig. Gildir þessi vísitala á tímabilinu júlí—september 1984. Samsvarandi vísitala, miðuð við eldri grunn, er 2428 stig og gildir hún einnig á sama timabili til viðmiðunar við vísitölur á eldri grunni. Hækkun vísitölunnar frá því hún var síðast reiknuð lögformlega, í mars 1984, er úr 157,99 stigum þá í 163,87 stig í júní 1984. Erþað3,72%hækkun. Áætluð vísitala byggingarkostnaðar miðað við maíverðlag 1984, var 161,48 stig og er því hækkun hennar frá maí til júní 1,48%. Milljarðar Prentvilla varð í frétt DV í gær um vanskil útgeröarinnar við Fiskveiða- sjóð. Þar átti að standa 5,5 milljarðar en ekki 5,5 milljónir. Viökomandi málsgrein verður því birt hér aftur leiðrétt: „Ef allir útgeröarmenn sem hafa fengið lán hjá Fiskveiðasjóði heföu tekið sig til þann 30. maí og greitt lánin og vanskilaskuldimar upp hefðu þeir oröið að borga 5,5 milljarða til Fisk- veiðasjóðs. Það er heildarskuld út- gerðarinnar við s jóðinn. ” Því má bæta við að vanskil útgerðar- ínnar 30. maí voru 820 milljónir eins og greintvarfráígær. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.