Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Qupperneq 5
DV. FIMMTUDAGUR 21. JUNl 1984, 5 Það eru ýmsar leiðir fœrar i sólarferðum en mestu skiptír þó að komast, því þaðer gaman eins og sjá má. Ef viðkomandi fjöiskylda nýtir sér apex-fargjald til Amsterdam verður heildarkostnaðurinn við feröina 53.958 krónur. Fyrir þessa þriggja manna fjölskyldu kostar ferðin frá Islandi til Costa del Sol 57.900 krónur og munar því tæpum 3.942 krónum. Búast má við því að fjölskyldan þurfi að gista einhverjar nætur í Amsterdam og kostar gisting þar fyrir hana frá 1.400 og upp í 1.700 krónur. Fullyrða má því að lítill hagnaður sé fólginn í að fara þessa ferð frá Amsterdam. Mallorca Þriggja vikna ferð í júlí til Mallorca frá Amsterdam með ferðaskrif- stofunni D-Tours kostar um 1.200 gyllini í íbúð þar eða 11.640 íslenskar krónur fyrir einstaklinginn. Fyrir þriggja manna fjölskylduna okkar kostar því fargjaldið frá Amsterdam 32.980 krónur og ef við fljúgum þangaö með apex kostar það okkur 24.135 krónur og heildarkostnaöurinn er því kominn upp í 57.115 krónur. Frá Islandi kostar 3ja vikna ferð 69.250 krónur og munurinn þvi einar 12.135 krónur ferðaskrifstofunni í Amsterdam í hag. Fyrir þá upphæö er hægt að dvelja á hóteli í Amsterdam i 8 daga, eða t.d. 4 daga, og nota afganginn í mat á meöan á dvölinni stendur þar í borg. Ef menn hafa áhuga á aö dvelja i Hollandi i nokkra daga áður en farið er í steikjandi sólina á Mallorca. Það má vera að því fyigi meiri fyrirhöfn að ferðast á þennan máta miðað við að kaupa sér far hér á Islandi beint í sólina. Hins vegar er vert að benda á að þetta er möguleiki fyrir þá sem eru veraldarvanir og geta bjargað sér á er- lendri grund án hjálpar islenskra leiðsögumanna. Við höfum litið á verð sem gildir fyrir júlí sem er aðalfrítimi Hol- lendinga og eftirspurn því mikil eftir sólarferðum og verðið hæst á þessum tíma. I Hollandi er gert lítið af því að selja óselda miða á niöursettu verði á síðustu stundu. Hins vegar skal á það bent að verðmunur er mikill eftir árs- tiöum. I apríl/maí er algengt að verðið sé um helmingur þess sem það er á mesta annatímanum. -APH. DÆMIFRA ÍSLANDI DV kannaði einnig verð á sólar- landaferðum hjá þremur íslenskum ferðaskrifstofum sem hafa má til hlið- sjónar þeim erlendu. Tekið skal fram að hér er um dæmi að ræða og að verð- in geta verið lægri eða hærri eftir aö- stæðum. Samvinnuferðir/Landsýn Samvinnuferðir bjóða í sumar upp á ferðir til Rimini á Italiu, Vulgamene á Grikklandi og Dubrovnik í Júgóslavíu. Þriggja vikna ferð til Rimini kostar 68.400 krónur fyrir hjón meö níu ára barn en 28.400 krónur fyrir einstakling. Þá er matur ekki innifalinn. Til Vulgamene kostar 72.600 krónur fyrir þriggja manna fjölskyldu en 29.500 krónur fyrir einn. Morgunverður er innifalinn í einstaklingsverðinu en ekki hjá fjölskyldunni. Miðað er við þriggja vikna dvöl. Uppselt er í allar ferðir til Dubrovnik fram í september en þar greiðir fjölskylda 66,200 krónur fyrir þrjár vikur á hóteli með hálfu fæði en einstaklingar borga 27.500 krónur. Útsýn Tveggja vikna ferð til Costa del Sol með ferðaskrifstofunni Utsýn kostar 20.800 krónur fyrir hvern fullorðinn og böm fá 4.500 króna afslátt. Böm fá einnig 4.500 króna afslátt ef ferðast er til Italíu í tvær vikur en fullorðnir borga 26.500 krónur hver. Algengt verð til Portúgal er 64.400 krónur fyrir f jöl- skyldu. Oski menn eftir að ferðast einir til þessara staða geta þeir reiknað með að borga um 30.000 krónur. Úrval Þriggja vikna ferð til Mallorca fyrir hjón og eitt barn kostar 69.250 krónur hjá ferðaskrifstofunni Orvali. Tveggja vikna ferð kostar 64.700 krónur. Fari sama fjölskyldan til Ibiza kostar ferðin 62.000 krónur. Einstaklingar borga tæplega 30.000 krónur fyrir ferðir til þessarastaða. ea Efþúferð til London: Ein milljón sæta á lausu Verð á sólarlandaferðum hefur snar- lækkað í Bretlandi að undanförnu vegna gífuriegs offramboðs á leigu- flugi þar í landi. 1 grein í Sunday Times 17. júní síðastliðinn kemur fram að um ein milljón flugsæta liggur á lausu fram á haust og að þegar sé farið að selja þau undir kostnaðarverði. Tekiö er sem dæmi aö kostnaöur við að koma einum farþega frá London til Aþenu sé 4.800 krónur en að ferðin sé seld á 2.800 krónur. Það sama á við um ferðir til Malaga á Spáni. Þær em seldar á 2.400 krónur en kostnaðurinn er 4.100 krónur. Gjaldþrot blasir við mörgum flugfélögum. DV hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur í London til að for- vitnast um verð á sólarlandaferðum. Hjá ferðaskrifstofu Tomas Cook fengust þær upplýsingar að tveggja vikna f erð til Mallorca f yrir tvo kostaði 11.900 krónur á manninn og til Ibiza 8.300 krónur. Innifalið er hálft fæði og böm fá 50% afslátt. Ferðaskrifstofan Exchange býður hins vegar upp á ferðir til Mallorca fyrir einn á 5.300 krónur og til Ibiza fyrir 4.500 krónur. Matur er ekki innifalinn en eldhús fylgir íbúöinni. Ferðaskrifstofan Airlink Holidays er með fjölda ferða til grísku eyjanna Korfu, Krít, Rhodos, Menorca og Poros. Tveggja vikna ferð fyrir einn kostar á bilinu 6.500 til 7.700 krónur og er matur ekki innifalinn. Verðið lækkar eftir því sem nær dregur brott- farardeginum en hér er um afsláttar- verð að ræða. Martin Rooks Holidays býður upp á tveggja vikna ferðir fyrir einn við Garda vatn á Itaiíu fyrir 11.500 og til Como vatns fyrir 12.300 krónur. Hálft fæði fylgir þessum tilboöum. Rétt er að geta þess að allir sem ferðast frá Bretlandi þurfa að greiða 400 króna flugvallarskatt. Og svo þarf aö sjálfsögðu að reikna meö far- gjaldinu til London. -EA. Á Kastrup- flugvelli erhægt að prútta Á Kastrupflugvelli í Kaup- mannahöfn er ekki óalgengt að sjá ferðalanga standa með töskur sínar og fylgjast grannt með því hvemig gengur að fylla flugvélar þær sem eru á leiö til sólarlanda. Þegar líöa fer að síðasta útkalli byrjar nefnilega uppboð á þeim sætum sem ekki hefur tekist að selja og þá er prúttað fram á síðustu mínútu. Danskir f erðaskrif- stofuhöldar vita sem er að betra er að selja sæti fyrir hálfvirði en að fljúga með það tómt. Að vísu er þetta ekki öruggasta aðferð til að komast í ódýrt sumar- frí því eins er víst að ferða- langurinn sem ætlar aö notfæra sér þennan möguleika verði að snúa heim með tösku sína þegar vélin fer í loftið. En þá er bara að mæta næsta dag í von um aö heppnin sé með í farangrinum og ódýrt sumar- friívændum. -EIR. m ÞESSI PLASTKASSI EREINN AFMÖRGUM FRÁ PERSIORP... Uppröðun á mismunandi gerðum Perstorp kassa er einföld. NES ítm PORTHF UMBODS OG HEILDVERSLUN Perstoip verksmiðjan í Svíþjóð, er meðal stærstu plastkassaframleiðenda í Evrópu. Nesport hf. hefur tekið að sér umboð fyrir Perstorp Fomi á íslandi. Við bjóðum þér að kynnast möguleikum Perstorp plastkassa, með því að hringja í sölumenn okkar í síma 621190 og fá sendan bækling með nánari upplýsingum. eða líta við í sýningarsal okkar að Austurströnd 1, Seltjamamesi. Perstorp plastkassar henta vel fyrir-. Frystihús, fiskverkanir, sláturhús, pósthús, bakarí, gróðurhús, kartöflur, grænmeti og fyrir allskonar iðnað. -hafóu samband Austurströnd 1 sími 621190 Seltjarnamesi og kynntu þér úrvalið. auglýsingastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.