Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 12
12
Frjálst.óháó dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. ,
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr.
Helgarblað28kr.
Minni sprengihætta
Sprengihættan af aðgerðum verkalýðsfélaga í septem-
ber hefur minnkað.
Kjarasamningar geta verið lausir 1. september, ef
launaþegafélögunum líst svo á. Flest bendir til að félögin.
segi samningunum lausum. Þetta hefur lengi verið í bí-
gerð. Margir óttuðust að kröfur félaganna yrðu háar og
langt umfram getu þjóðarbúsins.
Réttilega hefur verið bent á, að meira en 25 prósent
kauphækkun þyrfti til að vinna upp kjaraskerðingu síð-
ustu tveggja ára. Kjaraskerðingin varð, vegna þess að
við höfðum lifað um efni fram. Þjóðarútgjöldin þurfti að
skerða. Spurningin var nú, hvort launþegahreyfingin
mundi, hvött af forystu Alþýðubandalagsins, freista þess
að endurheimta mestan hluta kjaraskerðingarinnar. Með
því hefði stjórnarstefnunni og, enn mikilvægara, þjóðar-
hag, verið stefnt í hættu. Spurningin hefur því verið, hvort
verkalýðshreyfingin mundi í september „sprengja upp”
stjórnarstefnuna. Svarið virðist vera, að verkalýðshreyf-
ingin hafi vit til að gera það ekki.
Sprengihættan í september hefur minnkað.
Forystumenn Verkamannasambandsins tala um 5—6
prósenta kauphækkun í september, í stað þeirra 3ja pró-
senta, sem samningar gefa.
Auk þess er rætt um hækkun lágmarkslauna í 14 þúsund
á mánuði.
I heild sinni eru þessar kröfur ekki langt umfram raun-
veruleikann. Þjóðhagsstofnun mun telja, að kaupmáttur
verði næsta haust hugsanlega um 5 prósentum undir því,
sem var haustið 1983. Ætlunin með kjarasamningunum
síðastliðinn vetur var að varðveita kaupmáttinn frá
haustinu 1983. Vel að merkja kaupmátt taxtakaupsins.
Ríkisstjórnin átti vissulega þátt í samningunum síðast-
liðinn vetur. Þeir gengu lengra en stjórnarstefnan, en
ekki er fjarri lagi að segja, að stjórnin hafi lagt blessun
sína yfir samningana.
Að mörgu leyti er því ekki fráleitt að biðja um sama
kaupmátt og um var samið í vetur.
Allavega stefna slíkar kröfur stjórnarstefnunni og efna-
hagsviðreisninni ekki í verulegan háska.
Ljón eru á veginum.
1 Þjóðhagsstofnun telja menn, samkvæmt óformlegum
viðtölum við DV, að „launaskriö” á árinu gæti vel orðið
um fjögur prósent. Þetta þýðir launahækkun sem því
nemur framyfir samninga.
Ætti ekki að taka tillit til þessa launaskriðs, þegar næst
verður samið? Launaskriðið segir okkur allavega, hvað
kauphækkanir hafa orðið í reynd.
1 öðru lagi stefnir enn í minnkun þjóðarframleiðslu á
þessu ári, hugsanlega um 11/2 til 2 prósent.
Þýðir þetta ekki, að við verðum enn að draga saman
seglin eða standa fyrir meiri slætti erlendis ella?
Það er því ekki gefið, að kaupmátturinn geti haldist.
Flestum mun þykja kaupmátturinn kominn langt niður
og nú þurfi að bæta hann.
En tölur um framleiðslu benda ekki til, að nú sé tími til
þess kominn.
Hitt skyldu menn skoða gaumgæfilega, að kröfur
verkalýðshreyfingarinnar, sem fram hafa komið, eru
ekki fjarri því sem raunhæft er. Þær eru miklu skynsam-
legri en ætla hefði mátt að óreyndu. Þær stofna ekki til
„sprengingar”.
Því ætti ríkisstjórnin að geta staðizt þeirra vegna, ef
hún „springur” ekki á fiskverðinu. Haukur Helgason..
DV
.j>8ex ivroi .ss HuoAauTaoo. va
DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNl 1984.
Ekki á ég skip
til að leggja
Stundum er sagt að þjóöfélagið móti
viöhorf manna öðru fremur. Samfélag
sem stendur og fellur með heimild til
ótakmarkaðrar gróðasóknar einstakl-
inga er sagt móta viöhorf manna til
þess hvað kalla má rétt og hvað rangt.
Það er til dæmis rangt af mér að steyta
göm út af 20.900 kr. grunnlaunum af
því til eru 13.000 kr. grunnlaun. Fáir
draga hins vegar í efa réttmæti fullyrð-
inga um að flest fyrirtæki og eigendur
eða stjómendur þeirra hafi ekki efni á
að rýra tekjur sínar meö hærri launa-
greiðslum. Þaö er líka rangt af fólki
með 30.000-40.000 kr. grunnlaun að
boða verkfall. Svoleiðis fóik hefur
nefnilega „nóg”; verkfallið getur líka
bitnaö á sumarleyfisfara eða sjúklingi
(hugsiö ykkur, verkfall getur haft
áhrif á aðra en fjármálaráðuneytið eða
nokkra atvinnurekendur!) og loks er
auðvitaö deginum ljósara að mín
launaupphæö er bundin af upphæð
annarra launa. Menn skulu trúa því að
iaunagreiðslur em nánast fast hlutfall
af g jöldum f yrirtæk ja. Þetta hlutfall er
skilgreint í Garðastrætinu eða Arnar-
hvoli; reyndar án þess að við fáum að
sjá útreikningana. öll þessi viðhorf
hafa náð að festast í fólki og þá einnig í
þeim sem ættu að hafa hag af þveröf-
ugumskoðunum: Þorralaunafólks.
Meðaljón og herra Jón
Þegar meðaljónarnir telja sig ekki
hafa lengur efni á að reka heimili (með
sínum vinnandi maka) og grípa til að-
gerða eru viðbrögð yfirvalda og at-
vinnurekenda hörð: Verkbann, bráða-
birgðalög og órökstuddar fullyrðingar
um auraleysi fyrirtækja. Orð meðal-
jónanna eru dregin í efa, þeir eru
ákærðir um að kalla á atvinnuleysi
• „Aðalatriðið er að vandinn liggur í
skipulagi og rekstrarformi útgerðarinnar
sjálfrar.”
(4% atvinnuleysi á Selfossi stafar
nefnilega af því að laun eru almennt
allt of há í ölfusinu, eins og allir hljóta
að vita). Ráöherra harmar ekki að-
gerðirnar og lofar velvilja ríkisstjóm-
arinnar. Hann fordæmir þær og hótar
aö kalla til erlenda launamenn til að
vinna verkin og það eru engir sérfund-
ir launamanna og ríkisstjórnarinnar
haldnir.
Þegar herra Jón og aðrir útgerðar-
menn hóta að stöðva atvinnutækin
kemur annað hljóð í strokkinn. Þeir fá
ekki á sig bráöabirgöalög og þeir þurfa
ekki að leggja fram efnahagsreikning-
ana; í hæsta lagi nokkur meðaltöl frá
Þjóðhagsstofnun. Orð þeirra eru ekki
dregin í efa og þeim verður lofuð fyrir-
greiðsla úr ríkissjóði.
Gengið sér til húðar
Utgerð er að álíka hlutum stunduð
hér af opinberum aöilum, samvinnu-
hreyfingunni og einkaaðilum. I raun er
ekki marktækur munur á rekstri í
neinum þessara geira og kjör strit-
vinnufólksins hjá þeim öllum jafnlé-
leg. Aðalatriðið er að þau lúta engu
heildarskipulagi, starfsfólk (9/10)
ræður engu um reksturinn eða afrakst-
urinn og hvert um sig reyna þau að
níða niður skóinn af hinu. Það er látið
líta svo út að þetta skipulag sé hið eina
viti boma fyrirkomulag og að yfir-
menn útgerðarfyrirtækjanna beri enga
ábyrgð á eigin vegferð. Hér em
nokkrar ákærur og minnispunktar
(auövitaö órökstuddir!): Utgerðin
stundar og hefur stundað rányrkju. Ut-
geröin hefur fengiö gegn'darlausa
fyrirgreiðslu. Græðgin stjómar skipa-
kaupum og ofsetningu á mið, ekki
þarfir byggðarlaga. Tapreikningar og’
fáránlegar afskriftareglur hafa falið
mikinn fjárleka, bæði í einkaneyslu
yfirmanna og óráðsiu í skipulagi út-
gerðarinnar....
Þetta eru megineinkenni með til-
heyrandi undantekningum. Aðalatrið-
ið er að vandinn liggur í skipulagi og
rekstrarformi útgerðarinnar sjálfrar.
Utgerðin má stöðvast vegna þess að
hún er gengin sér til húðar. Hótanir
einhverra útgerðarmanna og sporslur
ríkisins til þeirra geta kannski seinkaö
uppskurði á kerfinu öllu, en ekki komiö
í veg fyrir hann.
Fáein fyrirtæki duga
Ég á ekki skip til að leggja. Kennar-
ar hafa ekki vit á útgerð. Víst er að
hvort tveggja er nær sanni. Hitt er
nærri jafnvíst að enginn hefur getað
sannað að einkaframtakið eða kapital-
ískur samvinnu/bæjarrekstur sé for-
senda útgerðar á íslandi. Þar koma
aðeins til óljósar fullyrðingar um frelsi
til athafna, ábyrgð, og hvata til góös
reksturs (gróðavonin, með öðrum orð-
um). Við sjáum nú hvert slíkir leiðar-
hnoöar hafa leitt okkur á 50 árum eöa
Nú eru tímar spamaöar. Og eins og
alltaf þegar á að spara, — raunar man
ég ekki eftir því að nokkur ríkisstjórn
haf i gleymt að lýsa því y fir að sparnaö-
ur yrði aldrei meiri, — þá keppast
menn við að sýna fram á spamað. Og
þá er ætíð byrjað á Seölabankanum.
Fyrir löngu var ákveðiö að reisa
bankanum byggingu, — og fram-
kvæmdir eru nokkuð vel á veg komnar.
Það er ekki gerlegt að átta sig til f ulls á
því hvemig húsið verður endanlega en
traustir, steinsteyptir veggirnir minna
á að eitt sinn hét þessi staður Batteri
vegna virkis sem þar var. Og það er
eðlilegt að taka mið af fyrri sögu
staðarins og Batteríið væri ágætt nafn
á Seðlabankahúsiö.
En skiptir það máli til sparnaðar
hvort menn fresta þessari byggingu
eitt árið enn? Eg held ekki. Starfsemi
bankans er nauðsynleg og það er þvert
á móti óskynsamlegt að fresta bygg-
ingunni sem svo vel er komin af stað.
Eða vilja menn endurtaka ævintýrið
um Þjóðleikhúsiö sem var áratugi í
byggingu? — vilja menn hafa hálfkar-
aða byggingu við miðbæ Reykjavíkur,
t.d. eins lengi og Hallgrimskirkja
hefur verið í smiðum?
En það er tiska að ráðast á Seðla-
bankann, — e.t.v. vegna þess að
Jóhannes Nordal er þar bankastjóri, —
er hann þó maður sem nýtur mikillar
virðingar meðal þeirra sem Islending-
ar hafa sótt til bæði um stórlán til
þeirra framkvæmda sem ein geta
treyst h'fskjör í landinu og þá ekki
síður meðal þeirra sem Islendingar
hafa átt í samningum við um stóriðju
og orkusölu.
En Jóhannes hefur jafnframt beitt
sér fyrir því að Islendingar stæðu vörð
um menningarverðmæti sín. Hann veit
að meiru skiptir fyrir litla þjóð að
handrit, sem geymir sögur hennar, sé
keypt til landsins heldur en tímabund-
in aðgerð í byggðamálum sem einung-
is skilar atkvæðum en er að öðru leyti
sóun.
Islendingar eru fátækir af stórbygg-
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆDINGUR
ingum, — menningarlegum fram-
kvæmdum eins og Safnahúsinu. Það
var reist í ráöherratið Hannesar Haf-
stein og kostaði of Qár. Mig minnir um
helming f járlaga. I þvi húsi er ekkert
sparað, — og var raunar aðeins
byrjunin, því að reisa átti a.m.k. annaö
eins hús norðan við, og væri þá við
Lindargötuna, og síðan átti að tengja
húsin á milli með bogagöngum.
A þúsund ára afmæli alþingis var
samþykkt að reisa þjóðhýsi í Bakara-
brekkunni þar sem nú eru veitingahús
í svokölluðum menningarverðmætum
og verið að reisa eitt hús enn sem á að
vera hundrað ára þótt steypa hafi ekki
verið almennt byggingarefni á Islandi
fyrr en nokkru síðar. Mér hefur oft
verið spurn, — fyrst smíða má fom-
menjar með þessum hætti, af hverju
var þá ekki teiknað hús og reist þarna í
brekkunni sem var jafngamalt í útliti
og stjórnarráðiö og menntaskólinn,
svipað að stærð og hentugt fyrir æðstu
stjóm landsins, — sem er á hrakhólum
um allan bæ. Til samanburðar má
nefna að Landsbankinn er reistur í stíl
löngu liöinna tíma og þykir falleg
bygging.
Naglaskapur og spamaðarvilji
(níska) kom í veg fyrir að þjóðhýsi
yrði reist. En 1974 var ákveöið að reisa
Þjóðarbókhlöðu. Það hús er nú nærri
fokhelt og kostar það ríkissjóð óhemju-
fé aö láta húsið standa autt. En
spamaðarpostular, sem aðeins horfa á
þá hluti til spamaðar sem heyra til
menningu en sleppa atkvæðasukkinu,
hafa hamast gegn þessu húsi og reyna
að fresta byggingu þess. Þó vita allir
að húsið verður klárað, — það er að-
eins spurning um tima.
Er þama ólíku saman að jafna og
hjá Reykjavíkurborg meðan sjálf-
stæðismenn hafa ráðið borginni. Geir
Hallgrímsson reið á vaðið með bygg-
ingu Kjarvalsstaða og endurbyggingu
Höfða, m.a. fyrir áhrif Páls Líndals, —
og i borgarstjóratíð Birgis Isleifs var
ákveðin bygging borgarleikhúss. Sú
framkvæmd tafðist nokkuö í tíð vinstri
meirihlutans en nú er unnið af fullum
krafti.
Davíð Oddsson hefur lýst vilja sínum
til þess að reist verði ráöhús viö Tjöm-
ina. Það er gömul hugmynd, — og var
einu sinni nærri komin til fram-
kvæmda í borgarstjóratíö Gunnars
Thoroddsens. Ráðhúsið þótti þá hins
vegar of stórt og skyggja á Alþingis-
húsið og féllu menn frá hugmyndinni.
En hugmynd Davíðs er að reist verði
ráðhús þar sem áður var Báran. Slíkt
hús gæti fallið vel að umhverfinu ef
það væri snoturlega gert. Og síðan
mætti í framhaldi af þeirri byggingu
rífa blokkirnar sem eru við Tjamar-
götuna og reisa á lóðinni framhald af
ráöhúsinu og tengja þá byggingu við
hina með bogagöngum yfir Tjarnar-