Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 22. JtJNl 1984. 5 Niðurstöður skoðanakönnunar DV: HLUTINN FABJOR Meiríhluti landsmanna vill, aö leyfð verði sala á áfengu öli hér á landi. Þetta sýnir skoöanakönnun, sem DV gerði fyrir skömmu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur því, að leyfð verði sala áfengs öls hér á landi? Urtakið í könnuninnivar 600 manns. Þar afvar helmingur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þvi helmingur úti á landi. Jöfn skipting var milli kynja. 52,3 prósent af öllu úrtakinu reyndust fylgjandi bjórnum. Andvígir voru 35,7 prósent. Aðeins 5,8% voru óákveðin og 6,2% vildu ekki svara spurningunni. Þetta þýðir, að 59,5 prósent þeirra, sem taka afstöðu, vilja leyfa sölu áfengs öls, en 40,5 prósent eru því and- víg. DV hefur ekki áður gert könnun á þessari ákveönu spumingu eftir sameiningu Dagblaðsins og Vísis, en fyrirrennarar DV gerðu kannanir, sem oft sýndu, að mjótt var á munum milli stuðningsmanna bjórs og andstæöinga. Bjórinn sótti sig heldur, þegar á leið, og hefur haft meirihluta í síöustu skoðanakönnunum. DV kannaði í vetur afstöðu fólks til Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi 314 eða 52,3% Andvigir 214 eða 35,7% Óákveðnir 35 eða 5,8% Vilja ekkisvara 37 eða 6,2% Efaðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niður- stöðurnar þessar: Fylgjandi 59,5% Andvígir 40,5% Ummæli fólks í könnuninni: „ Yrði seldur f vínbúðunum” ,,Það er fásinna og vitleysa aö banna bjórinn,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu, þegar hún svaraöi spurningunni í skoðanakönnun DV. , ,Drekk ekki mikiö af honum s jálf ur en vil samt leyfa hann,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Hundrað prósent með því,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Vil bjór með vissum skilyrðum. Hann yrði seldur í áfengisverslunum ríkisins eða veitingahúsum, ” sagði karl á Suður- nesjum. „Það má leyfa bjórinn, ef hann verður seldur gegnum ÁTVR,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. , J^ylgjandi, er salan yrði bundin við áfengisútsölumar og bjór ekki seldur í matvörubúðum,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Oþolandi frelsis- skerðing að hafa ekki bjórinn,” sagði karl úti á landi. „Vil, að bjórinn verði seldur alls staðar, líka í matvöm- verslunum,” sagöi karl úti á landi. „Það er góö þróun, sem hefur orðið með fjölgun á veitingastöðum. Eg er fylgjandi bjór,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Auðvitaö á að leyfa bjórinn. Það er hvort eð er allt fullt af bjór í landinu, aö minnsta kosti nóg af bjórstofum. Hvemig á maður að út- skýra þetta fyrir útlendingum?” sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu. „Vil hafa reynslutíma á ölinu og sjá afleiðing- arnar, sérstaklega hvað varðar ung- .lingana,” .sagðl karl. á Reykjavíkur- svæðinu. „Eg er fylgjandi ölinu, því það er nú þegar komið að hluta inn í landið. Áhafnir og ferðamenn fá að kaupa öl. Hví ekki við hin líka?” sagði karl á Akureyri. „Nóg af fyllibyttum" „Nóg er af fyllibyttum, þó aö við bætum ekki bjómum við,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu á hinn bóginn. „Ottast um ungdóminn, ef bjórinn verður leyfður,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Eg er persónulega fylgjandi bjór, en á móti því, að hann veröi gefinn frjáls,” sagði kari úti á landi. „Eg er andvíg sölu á áfengu öli. Salan yrði aðeins til að auka á áfengis- neysluna i landinu,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Bjórinn yrði bara til bölvunar,” sagði karl á Norðurlandi. „Bjórdrykkja kæmi verst niöur á heimilunum,” sagði kona á Vestfjörðum. „Andvíg bjórnum vegna þess að hann eykur drykkju hjá fólki, ” sagði kona út á landi. „Hélt að nóg væri drukkið. Fólk er að veltast dmkkið í strætisvögnum. Eg er á móti öllu áfengi,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Ég býst ekki við, að við sækjum neina lukku í ölið,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Það er orðið svo mikiö af þessu brennivíni hér í sveitinni, að það er ekki á það bæt- andi,” sagði kona í sveit. i.|! —HH Ein hinna fjölmörgu knæpa sem sprottíð hafa upp að undanförnu. tillagna um að láta fara fram þjóðarat- kvæði um, hvort leyfa skyldi bjór hér á landi. Þá voru 74,5% af úrtakinu fylgjandi þjóðaratkvæði um bjórinn, 17,7% andvíg, 4% óákveðin og 3,8% vildu ekki svara spurningunni. Þetta þýddi að 80,8% af þeim sem tóku afstöðu vom fylgjandi þjóðaratkvæði, enl9,2%andvíg. Vmsir sem ekki em fylgjandi bjórn- um vilja samþykkja þjóðaratkvæði, er skeri úr í deilunni. 1 könnuninni nú var mikill meirihluti karla því fylgjandi, að bjór yrði leyfður, einkum karlar á Reykjavíkur- svæðinu. Aðeins lítill meirihluti kvenna var fylgjandi bjórnum. Utan Reykjavíkur- svæðisins voru fleiri konur andvigar bjómum en fylgjandi. -HH / B/acksi Decker GARÐSLÁTTUVÉLAR jj' / f •ífpr STRIMMER T—1 tólt tommu lottpúðasláttuvél. Lauflétt loftpúðasláttuvél sem líöur yfir grasflötinn, slær bæði rakt, þurrt og hátt gras af snilld. Tvöföld einangrun, þrjár hæöarstillingar. 1000 W mót- or. Ars ábyrgö. Verðkr. 6.684.- Umboó og þjónusta. Utsölustadir um land allt. grasiö þar sem aörar sláttuvélar komast ekki aö. Laufléttur, einnar handar grasskeri meö kraftmiklum 210 W mótor sem snýr nælonþræöinum 12.000 hringi á mínútu. 6 metra nælonþráöur fylgir. Tvöföld einangrun. Ars ábyrgö. Verökr. 2.332.- G. ÞORSTEIIMSSOIM & JOHNSON HF. Ármúla 1, sími 685533.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.