Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
6878 58
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984.
Ernaráðin
fréttamaður
á Akureyri
Erna Indriöadóttir hefur verið ráö-
in fréttamaöur útvarps á Akureyri.
Hún hefur unniö um skeið á frétta-
stofu hljóðvarpsins, nú i vor sem
þingfréttamaður.
Norðlendingar hafa lengi ýtt á að
fréttastofan hefði mann í fuliu starfi
á Akureyri og nú hillir undir það.
Ema sagðist flytja norður í ágúst en
taka til starfa 1. nóvember.
Erna er ekki með öllu ókunnug
Norðurlandi því að hún var sem barn
í sveit á Svalbarðsströnd og í Eyja-
firði. Hún sagði að Akureyri væri
sérstaklega fallegur bær og sér litist
mjög vel á að starfa þar. „Mér finnst
alitaf spennandi að fást við ný verk-
efni. Þetta leggst voöa vel í mig.”
JBH/Akureyri
4% launaskriö?
„Ég tel líklegast að launaskrið á
þessu ári verði um 4 prósent,” sagði
sérfræðingur í Þjóðhagsstofnun í við-
tali við DV. Launaskrið eru launa-
hækkanir umfram samninga.
Þá taidi sérfræðingurinn að kaup-
máttur kauptaxta mundi á síðasta
fjórðungi þessa árs geta aö óbreyttu
orðið 5—6% lægri en var á sama tíma
í fyrra. A móti því kemur 3% kaup-
htítkun 1. september samkvæmt
samningum. Verkamannasamband-
ið hefur sett fram kröfur um 5—6%
kauphækkun í september í stað 3ja
prósentanna, plús hækkun lágmarks-
launaíl4þúsund.
-HH
Byggingarblað
fylgirámorgun
Efnismikiö 32 blaðsíðna bygging-
arblað fylgír DV á morgun, laugar-
dag. Meðal efnis er úttekt á innlendri
einingahúsaframleiðslu, hvemig á
að gera upp gamlar hurðir, hvaða
lán er hagstæðast að taka með tilliti
til skatta, Byggingaþjónustan kynnt
og fleira er nýtilegt fyrir húsbyggj-
endur.
LOKI
Svo má líka
fá ódýran bjór í
London.
Þyrla Varnarliðsins lenti mað brasku flugmennina tvo við
Borgarspítalann skömmu eftir kl. átta í morgun og var
þessi mynd tekin ftegar verið var að færa annan þeirra inn á
spítalann. DV-myndBj. Bj.
Niðurstöður skoðanakönnunar DV:
MEIRIHLUTINN
VILL FÁ BJÓR
Meirihluti landsmanna er andvíg. Aðeins 5,8% voru óákveðin
fylgjandi því aö leyfð verði sala á og 6,2% vildu ekki svara spuming-
áfengu öli hér á landi. Þetta kemur unni.
fram í skoðanakönnun DV, sem birt
erídag. Þetta þýðir að 59,5 prósent þeirra
Af öllu úrtakinu sögðust 52,3 sem taka afstöðu eru fylgjandi bjór
prósent vera því fylgjandi að bjór en 40,5% andvíg.
yrði leyfður. 35,7 prósent vora því Fyrr á árum var oft mjótt á
munum í skoðanakönnunum milli
stuðningsmanna og andstæðinga
bjórsins. Bjórinn hefur sótt á síðustu
ár. -HH
sjánánarábls.4og5
UTSALA A FAR-
MIDUM í LONDON
Offramboö á leiguflugi í Bretlandi
veldur því aö unnt er aö komast
þaöan til ýmissa staöa í Evrópu á
ótrúlega góðum kjörum. Flugmiðar
eru seldir á fimmfalt lægra verði en
á Islandi.
DV ræddi við farmiðasala í London
í gær og fékk þær upplýsingar að nú
kostaði 1600 krónur að fljúga þaðan.
til Miinchen. Flugmiði frá London til
Barcelona kostar 2000 krónur, til
Feneyja 2000 krónur og til Möltu 2600
krónur. Hér er um að ræða miða báð-
arleiðir.
Væru þessir sömu miðar keyptir
hér á landi kostaði 12.617 krónur að
fara fró London til Miinchen, 10.500
krónur að fara til Barcelona, 10.908
krónur til Feneyja og 10.232 til Möltu.
1 þessum tölum er að sjálfsögöu ekki
fargjaldiö frá Reykjavík til London,
en það er ódýrast 8.854 krónur.
Munurinn felst í því aö íslenskir
farmiðasalar eru skyldugir sam-
kvæmt alþjóðasamningum að selja
miða á því verði sem bresku flugfé-
lögin gefa upp hverju sinni. 1 Bret-
landi er þessu öðravísi farið. Þar
gera farmiðasalar tilboð í sæti sem
umboðsmönnum flugfélaganna
hefur ekki tekist að selja og taka
sjólfir óhættuna af að koma þeim í
verð.
Flugfélögin selja þessi sæti
langt undir kostnaöarverði en álagn-
ing farmiðasalanna fer eingöngu
eftir framboði og eftirspum. Eins og
greint var frá í DV í gær liggur um
ein milljón flugsæta á lausu hjá
bresku flugf élögunum í sumar.
Farmiðasali, sem DV ræddi við í
gær, taldi að verð flugmiða mundi
hækka eftir því sem liði á júlímánuð
og að þeir yrðu um eitt til tvö þúsund
krónum dýrari í byrjun ágústmánað-
ar. Hann sagði að unnt væri að panta
miða með allt að mánaöar fyrirvara.
Það mætti gera í gegnum síma fró Is-
landi, en þá yrðu menn að borga með
kreditkorti.
EA