Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 26
DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984.
SAMRÖÐUN
HEFTING
BROT
SKURÐUR
LÍMING
FRÁGANGUR
3TEMSILL
NÓATÚN117 SÍMI 24250
Andlát
Unnur Jónsdóttir, Silfurgötu 32
Stykkishólmi, lést í St. Fransiskus-
spítala, Stykkishólmi, þriöjudaginn 19.
júní.
Eygerður Ágústa Bjamadóttir, fyrrv.
ljósmóöir, Ásbúö 18 Garöabæ, lést 31.
maí. Jaröarförin hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Matthildur Ágústsdóttir, Hásteinsvegi
64, er lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
þann 15. júní, verður jarösungin frá
Landakirkju þann 23. j úní kl. 14.
Guðmundur Þorsteinsson sem lést 13.
júní, verður jarðsunginn frá Selfoss-
kirkjulaugardaginn 23. júníkl. 13.30.
Guðmundur Sveinsson bifreiðarstjóri,
Þórunnargötu 7 Borgamesi, sem lést í
Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 15.
júns verður jarðsunginn frá Borgar-
neskirkju laugardaginn 23. júní kl. 14.
Þorleifur Þorleifsson, Hraungerði,
Grindavík, verður jarösunginn frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 23.
júníki. 14.
Tilkynningar
Sumarferð
Breiðfirðingafélagsins
veröur til Vestmannaeyja. Lagt verður a£
staö frá Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut
föstudaginn 6. júlí kl. 19 og komið til baka
síðla sunnudags 8. júlí. Vinsamlegast pantið
fyrir 23. júní. Upplýsingar veittar og pantanir
teknar í símum 41531,50383 og 74079.
Lausar stöður
Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru lausar til um-
sóknar kennarastöður í ensku og rafmagnsgreinum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 19. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið,
21. júní 1984.
Auglýsing
um skoðun léttra bifhjóla
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Mánudagur 25. júní R- - 1 til R— 300
Þriðjudagur 26. júní R- - 301 til R— 600
Miðvikudagur 27. júní R- - 601 til R— 900
Fimmtudagur 28. júní R- - 901 til R— 1200
Föstudagur 29. júní R- -1201 og yfir.
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bifreiða-
eftirlitið að Bfldshöfða 8, kl. 08.00 til 16.00.
Svna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í gildi.
Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald ber að greiða
við skoðun.
Skoðun hjóla sem eru í notkun í borginni en skrásett eru í
öörum umdæmum fer fram fyrrnefnda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar umrædda
daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga aö máli.
19. júní 1984.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
_SL •íiiil jlill 7 1 TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðar skemmdar eftir umferðaróhöpp:
Galant 2000 GLS árg.1982
Plymouth Volaré árg.1978
Datsun Cherry árg.1981
Toyota Tercel árg. 1980
Subaru GFT1600 árg.1979
Ford Fairmont árg.1978
Mazda 929 (3 bílar) árg.1977
Fiat125 P árg.1979
Wartburg árg.1980
Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði,
laugardaginn 23. júní frá kl. 13.00—17.00.
Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl.
16.00 mánudaginn 25. júní.
Brunabótafélag íslands.
í gærkvöldi_______ í gærkvöldi
r
Jón L. Amason:
TOMMIOG JENNI
ERU BESTIR
,^Eg hlusta aldrei á útvarp á
fimmtudögum, ekki einu sinni leik-
ritin freista mín. Mér finnst að út-
varpiö ætti að bjóða upp á betri dag-
skrá á fimmtudögum þegar ekkert
sjónvarp er.
Eg er yfirhöfuð lítill útvarps-
hlustandi, þaö er helst að ég hlusti á
rás 2, þótt ekki sé það mikið, en ég er
ánægöur með það sem ég hef heyrt.
Það mætti kannski hafa dagskrá
hennar á kvöldin og þyngja hana
örlítið meö töluðu máli.
Eg er líka frekar lítill fyrir þar
sem sjónvarpið er, Tommi og Jenni
eru náttúrlega það besta á dag-
skránni og fréttirnar horfi ég oftast
á. Fréttirnar hafa lagast mikið á
undanförnum árum.
Þó ég horfi lítið á sjónvarp, þá er
það ekki svo að ég loki mig alveg frá
því, það getur verið gott að horfa á
góöa bíómynd og slappa af.
Eitt sem ég hef tekiö eftir er
hversu mikill fjöldi er af dýralífs-
myndum um einhverjar örsmáar
furöuverur og kynjakvisti, fræðslu-
myndir eiga rétt ásér en fjölbreytnin
verður að vera meiri. ”
Motocross — motocross
Fyrsta motocrosskeppni sumarsins veröur
haldin laugardaginn 23. júní kl. 14 rétt sunnan
viö Grindavíkurafleggjarann. Keppt verður í
125cc—250cc og 500cc flokkum og gefur
keppnin stig til Islandsmeistaratitils. Albr
helstu crossarar landsins veröa meðal þátt-
takenda og verður eflaust hörkuspennandi
keppni. Keppendur geta skráð sig á staðnum.
Vélhjólaíþróttaklúbburinn.
Frá Rauða kross deildum
á Vestfjörðum
Orlofsdvöl aldraðra Vestfirðinga verður að
Laugum í Sælingsdal 9.-14. ágúst nk.
Að Laugum er öll aðstaða til hvíldar og
skemmtunar mjög góð. Eins og áður verða
haldnar kvöldvökur og stiginn dans. Farið
verður í dagsferð um Borgarfjörð og Stykkis-
hólmur heimsóttur.
Dvalargestir geta ekki orðið fleiri en 45 og
er þátttökugjald 5000 kr.
Þeir sem áhuga hafa, láti skrá sig hjá
Sigrúnu Gisiadóttur í síma 94-7770 eftir kl. 17
fráog með 25. júní.
Happdrætti FSI
Dregið hefur verið í Landsliðshappdrætti FSt
og hlutu eftirtalin nr. vinning.
1. Ferð á vegum Útsýnar, andv. 10.000,-
nr. 537.
2. Ferð á vegum Fluglciða, andv. 10.000,-
nr. 1307.
3. Ferð á vegum Fluglelða, andv. 10.000,-
nr. 337.
4. Ferð á vegum Flugleiða, andv. 10.000,-
nr. 1184.
5. Ferð á vegum Flugleiða, andv. 10.000,-
nr. 1053.
Vinninga ber að vitja eða tilkynna í sima
43345. (Guðrún.)
Vinningar í happaregni SVFÍ
Dregið hefur verið um aðalvinninga í
„Happaregni”, happdrætti Slysavarnafélags
íslands, þ.e. um 10 bifreiðir af gerðinni Fiat
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælui^
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
Uno 45/S og 22 myndbandstæki af Nordmende
gerð. Féllu vinningar á eftirtalin númer:
FiatUno45/S: 42284,48468,48530 , 65232,72685,
99739, 112209, 133207, 134227, 146946.
Nordmende myndbandstæki: 1588, 7610, 8174,
10219, 17734, 20599, 26773, 43449, 43630,
43694, 50796, 52612, 72913, 84616, 94407, 103904,
104888,117692,140680,147150, 148157, 151966.
Áður hafa verið birt vinningsnúmer fyrir
1000 vinninga, sem dregnir voru út 1. og 8.
júnl.
Slysavarnafélag Islands þakkar öUum
þeim, sem hafa veitt félaginu stuðning með
því að kaupa miða í happdrætti félagsins.
Handhafar vinningsmiða eru beðnir að hafa
samband við skrifstofu félgsins að Granda-
garði 14.
Ferðalög
Útivistarferðir
Hornstrandaferðir.
1. Hornvík 13.-22. júlí. Gönguferðir frá tjald-
bækistöð, m.a. á Hælavíkurbjarg og Horn-
bjarg. Fararstjóri Lovísa Christiansen.
2. Aðalvík 13.-22. júlí. Tjaldað að Látrum,
gönguferðir þaðan.
3. Aðalvík-Jökulfirðir-Hornvík. 13.-22. júlí.
Fararstjóri: KristjánM. Baldursson.
4. Hornvik-Reykjafjörður 20.-29. júlí. 4 dagar
með farangur og síðan dvalið um kyrrt í
Reykjafirði. Fararstjóri: Lovísa
Christiansen.
5. Reykjafjörður 20.-29. júlí. Tjaldbækistöð og
gengiö til aUra átta.
Hægt er að tengja ferðir saman og lengja
þannig sumarleyfið.
Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni,
Lækjargötu 6a, símar 14606 og 23732.
Tvö bana-
slysígær
Um hádegisbil í gær lést sautján ára
piltur í umferöarslysi í Fljótshlíð ná-
lægt Fljótshlíðarskóla er bíll sem hann
ók rann til í lausamöl, fór út af og valt.
Farþegi sem var í bifreiðinni, jafnaldri
ökumanns, slapp lítið meiddur.
Báðir piltamir köstuðust út úr bif-
reiðinni og er talið að ökumaður hafi
látist samstundis. Bifreiöin er talin
gjörónýt.
Annaö dauöaslys varð í gærkvöldi í
Þúfuveri uppi á öræfum þar sem unnið
er við Kvíslarveitur. Þar varð maður
undir grjótflutningabíl. Öskað var eftir
þyrlu frá Slysavamafélaginu til að
flytja hann til læknis en áður en hún fór
á loft var beiðnin tekin til baka því
maöurinn var lótinn.
SGV
Fiskverð
hækkaði um
6 prósent
Fiskverð var hækkað að meðaltali
um 6% af fyrirnefnd verðlagsráðs
sjávarútvegsins. Verðið gildir til árs-
loka. Þá var ákveðin 4% hækkun á
verðuppbót sem greidd er úr
verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs
sjávarútvegsins.
Ákvörðunin felur í sér aö verð á
þorski hækkar um 6%, verö á ýsu og
steinbít um 7% en verð á öðrum
tegundum hækkar yfirleitt um 5,5%.
Þess má geta að útgerðin hefur
fengið vilyrði fyrir því að olíuverð til
fiskiskipa hækki ekki á tímabilinu.
-JGH
Siglingar
Ferðir Herjólfs
A virkum dögum eru ferðir Herjólfs sem hér
segir:
Kl. 7.30 frá Vestmannaeyjum.
Kl. 12.30 frá Þorlákshöfn.
Áföstudögum:
Kl. 7.30 og 17.00 frá Vestmannaeyjum.
Kl. 12.30 og 21.00 frá Þorlákshöfn.
Á laugardögum.
Kl. 10.00 frá Vestmannaeyjum.
Kl. 14.00 frá Þorlákshöfn.
Á sunnudögum.
Kl. 14.00 frá Vestmannaeyjum.
Kl. 18.00 frá Þoriákshöfn.
Aætlun Akraborgar
Frá Akranesi
kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavík
kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
Kvöldferðir 20.30 og 22.00.
Á sunnudögum i april, maí september og
október.
Á föstudögum og sunnudögum í júni, júli og
ágúst.
Tapað -fundið
Tapað — fundið
Grábröndótt Iítil læða, hvít á trýni og bringu,
er í óskilum að Bústaðavegi 75 R. síðan á
mánudagskvöldið sl. Uppl. í síma 34293.
Afmæli
80 ára afmæli á í dag, 22. júni, Sölvi
Elíasson leigubílstjóri, Einholti 9 hér í
Reykjavík. Hann er fæddur í Þórðar-
búð í Eyrarsveit á Snæfeilsnesi. Kona
hans er María Guðmundsdóttir. Hann
er aö heiman.
70 ára afmæli á í dag, 22. júni, Guð-
mundur Finnbogason verkstjórl, Mel-
haga 15 hér í Reykjavík. Hann er að
heiman í dag.