Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. Kennara vantar Almennan kennara vantar aö grunnskólanum Borgarfirði eystra. Upplýsingar í síma 97—2932 og 97—2925. Skólanefnd. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR Frá Skólataxmlækningum Reykjavíkurborgar Tannlækningastofurnar verða í sumar opnar á eftirtöldum stöðum: í júní: Heilsuverndarstöð Árbæjarskóla .... Austurbæjarskóla Breiðholtsskóla... Fellaskóla....... Fossvogsskóla ... Hólabrekkuskóla . Langholtsskóla... Laugarnesskóla .. Melaskóla........ Ölduselsskóla .... Seljaskóla....... .. Sími 22417 686977 25709 73006 75452 31430 74470 33124 35545 10625 75522 77411 í júlí: Heilsuverndarstöð..................................— 22417 Langholtsskóla til 20. júlí........................— 33124 Melaskóla til 9. júlí..............................— 10625 Ölduselsskóla......................................— 75522 Seljaskóla til 15. júlí............................— 77411 íágúst: Heilsuverndarstöð..................................— 22417 Fossvogsskóla......................................— 31430 Melaskóla frá 22. ágúst............................— 10625 Ölduselsskóla......................................— 75522 Seljaskóla.........................................— 77411 Athygli er vakin á því að tannlæknadeild Heilsuvemdarstöðv- arinnar er opin alla virka daga frá kl. 8.30—16.00 og eru þar gefnar upplýsingar um neyðarþjónustu í síma 22417. Yfirskólatannlæknir. VIDEOAUGAÐ Höfum flutt videoleiguna í stóran, bjartan sal í Brautarholti 22, gengið inn við hliðina á Pottinum og pönnunni, Nóatúns- megin. Mikið úrval af nýjum myndum í VHS með íslenskum texta og án texta. Gjörið svo vel að líta inn. VIDEOAUGAÐ Brautarholti 22. ATH. nýtt símanúmer 2 2 2 5 7. Útlönd Útlönd Útlönd Kúba endurselur sovéskar oh'uvörur Fidel Castro reynir nú að auka útflutningstekjur Kúbu með því að endurselja sovéskar olíuvörur. Kúba hefur aö undanförnu selt mikið magn af olíuvörum sem þeir hafa keypt af Sovétmönnum. Tilgangurinn er sá aö bæta gjaldeyrisstöðu Kúbu sem er afar bágborin vegna lækkandi verðs á meginútflutningsvöru lands- ins, sykri. Sovétmenn selja Kúbu mikið af olíu- vörum og er veröiö töluvert lægra en heimsmarkaösverð. I skýrslu sem vestrænir diplómatar á Kúbu komust yfir kemur fram aö ríkisstjórn Kúbu endurseldi í fyrra olíuvörur fyrir um þaö bil 600 milljónir Bandaríkjadollara og er taliö aö það sé um 57 prósent aukning frá árinu 1982. Taliö er aö tekjur Kúbu af endursölu á sovéskum olíuvörum nemi aö minnsta kosti um þriöjungi af öllum gjaldeyristekjum landsins. Þaö að Sovétmenn skuli selja Kúbu oliu á verði sem er lægra en heimsmarkaðs- verö er í andstöðu viö samninga þeirra við önnur ríki sem aðild eiga að efna- hagsbandalagi kommúnistaríkja, Comecon. Hin aðildarríkin hafa kvart- að sáran undan háu olíuverði frá Sovétríkjunum og var þetta tekiö fyrir á nýafstöðnum fundi Comecon í Moskvu. Bandaríkin: Fólksfjölgun fer minnkandi George Schultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Anatoly Dobrynin, sendiberra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Þeir áttu viðræður um samskipti stórveldanna. Schultz og Dobrynin ræddust við George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Anatoly Dobryn- in, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, áttu þriggja klukkustunda fund saman í fyrra- dag. Dobrynin sagði í viötali við frétta- menn að margt hefði borið í góma á fundinum og viðræðumar heföu ver- ið ítarlegar. Sendiherrann svaraöi ekki hreint út spumingu frétta- manna hvort rætt hefði verið um möguleikann á fundi Ronalds Reagans Bandarikjaforseta og Konstaníns Chemenkos, forseta Sovétríkjanna. Þegar þessi spurning var borin fram var svar sendiherr- ans „við reyndum að ræða um allt”. Dobrynin bætti því við að engar lausnir hefðu fengist á þessum fundi en hins vegar heföu viðræðurnar verið mjög itarlegar og kvaöst hann mundu skýra ráðamönnum í Sovét- ríkjunum frá viðræðunum en Dobrynin fer til Sovétríkjanna snemma í næsta mánuði til fundar viö æðstu menn landsins. Ronald Reagan hefur aö undan- fömu farið mildari orðum um Sovét- ríkin en hingað til og í síðustu viku sagöi hann á fréttamannafundi aö hann hefði áhuga á viðræðum við Chernenko og ennfremur að hann myndi ekki gera kröfur um að á slík- um fundi færu fram formlegar við- ræður um afvopnunarmál. Fólksfjölgun í Bandaríkjunum fer minnkandi og hlutfall háaldraðs fólks mun vaxa mjög á næstu áratugum. Þannig hljóða niðurstöður í skýrslu sem unnin hefur verið af opinberum aöilum þar í landi. I skýrslunni kemur fram að um miðja næstu öld verði ekki um neina fólksfjölgun að ræða í Banda- ríkjunum. Ennfremur segir þar að árið 1982 hafi 2,5 milljónir Bandaríkja- manna verið 85 ára og eldri og er það um það bil eitt prósent þjóðarinnar. Um næstu aldamót er talið að í þessum aldurshópi verði tvöfalt fleiri, árið 2030 verði níu milljónir Bandaríkjamanna í þessum hópi. Mun það verða um sex prósent þjóðarinnar. Sex létu lífið og 20 manns slösuðust þegar langferðabifreið og flutningabif- reið lentu í árekstri ó Spáni í fyrradag. I langferðabifreiðinni voru erlendir ferðamenn og voru margir þeirra breskir og hollenskir. Bílstjórarnir, sem bóðir voru spánskir, voru meöal þeirra sem létust. Auk þess lést holl- enskur fararstjóri og margir þeirra sem særöust voru börn. Slysið átti sér staö miðja vegu á milli Tónleikar sem Michael Jackson ætlaði aö halda ásamt bræðrum sínum í Foxboro skammt frá Bandaríkjunum i ágúst næstkomandi hafa veriö bann- aðir af yfirvöldum bæjarins. Sú skýr- ing hefur verið gefin á banninu að brunavarnir væru ófullkomnar á tón- leikasvæðinu og auk þess var sagt að umferðaröryggi væri stefnt í hættu. Er því ljóst að útgjöld bandaríska ríkisins munu aukast mjög á næstu áratugum því nær allir í þessum hópi þiggja framfærslu frá ríkinu, þótt í mismunandi mæli sé. Auk þess segir í skýrslunni að lífslík- ur muni aukast töluvert á næstu árum. Meðalaldur er nú 74,3 ár í Banda- ríkjunum. Um næstu aldamót er því spáð að meðalaldurinn verði 76,7 ár og 81árárið2080. Árið 1982 voru 14,5 prósent Banda- ríkjamanna af lituðum kynstofni og mun það hlutfall fara vaxandi. Er taiiö að litaðir Bandaríkjamenn veröi 16,9 prósent um næstu aldamót og 25,5 pró- sentárið2080. borganna Malaga og Granada. Flestir hinna særöu voru fluttir á sjúkrahús i Granada. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar liggur ekki ljóst fyrir með hverj- um hætti slysið varð. Tæpum tveimur sólarhringum áöur en slysið varð lenti önnur langferðabif- reið í árekstri við tvo fiutningabila. 1 því slysi létust ellefu og tíu slösuðust. Tónleikasvæðið sem um ræðir tekur um það bil 50.000 manns í sæti. Jackson-bræður munu fara i tónleika- ferð um Bandaríkin í sumar og höföu ákveðið að koma fram í Foxboro. Aðstandendur tónleikanna sögðust miður sín vegna þessarar ákvörðunar og að þeir hafi ekki vitað annað en þeir hefðu öll tilskilin leyfi. 1,1 Spánn: SEX MANNS LÉTUST í BIFREIÐASLYSI Tónleikar Michaels Jacksons bannaðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.