Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. Ran&aðéghafi bent á konuna” Fyrrum sambýlis- maðurinn í„skotmálinu”: „Eg mótmæli því harðlega sem haft er eftir konunni um að ég hafi bent á hana. Það er alrangt,” sagði fyrrum sambýlismaður konu sem tekin var til yfirheyrslu hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir skömmu vegna svokallaðs skotmáls en það gekk út á „skotárás” á vöru- bíl frá Steypustööinni hf. Konan reyndist við yfirheyrslur hafa fullkomna fjarvistarsönnun og sagöi rannsóknarlögreglan, er sam- taliö við konuna birtist, að hún væri alls ekki grunuð í þessu máli. Þess má geta að fyrrum sambýlis- maöur konunnar vinnur hjá Steypu- stöðinni hf., ekur þar vörubíl. Hann er því vinnufélagi bílstjórans sem var á fyrrgreindum bíl. Er DV hafði samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins í gær stað- festi hún að fyrrum sambýlismaður konunnar hefði ekki bent þeim á hana. Þær skýringar fengust að eftir aö biistjórinn taldi sig hafa orðið fyrir skotárásinni fór hann aö ræða málið við vinnufélaga sína. Hann vissi jafnframt um samband vinnu- félaga síns við konuna og barst það í tal er hann gaf skýrslu um málið. ,,I framhaldi af því höfðum við samband við vinnufélaga mannsins, fyrrum sambýlismann konunnar, og spuröum hann hvaö konan héti og hvar hana væri að finna. Hann svar- aði eingöngu spumingum okkar og gaf ekki í skyn að konan ætti þátt í þessu,” sagði Þórir Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóri. Það kom ennfremur fram hjá rannsóknarlögreglunni að búið væri að taka skýrslu af ökumanninum sem hafði farið með bílinn sinn í við- gerð. Þar var settur sóteyðir á bíl- inn. Eftir þaö ók hann honum upp í Mosfellssveit og komu miklir hvellir frá bílnum allan tímann. „Sá maður telur að um hvell frá sínum bíl hafi verið að ræða en rann- sókn okkar hef ur samt ekki leitt í ljós hvað þarna gerðist raunverulega.” -J ,r M Þær Laufey Sigurðardóttir og Eiva Aðalsteinsdóttir eru starfsmenn Upplýs- ingamiðstöðvarinnar. Turninn er sérlega fallegt hús sem stendur við göngugötuna nýju. DV-mynd: JBH Kvennalistinn á Sauðárkróki stöðu og jöfnunar innan þjóðfélagsins, friðarhreyfingu kvenna, kvennaat- hvarf, o.fl. Hvöttu kvennalistakonur stöllur sínar hér til að stofna stuönings- hópa og halda uppi umræðum um mál- efnikvenna. A fundinum buðu kvennaJistakonur ýmsan varning til kaups, t.d. barm- merki, fána, boli með merki listans og kvenna. Einnig nærbuxur meö sömu áletrun, en ekki fékk fréttaritari séð hvoru kyninu þær voru ætlaðar. Siöastliðinn þriðjudag héldu kvenna- listakonur, sem nú eru á hringferö um landið, fund í Safnahúsinu á Sauöár- króki. Voru þar saman komnar konur úr ýmsum hreppum héraösins. Þó ekki væru fundarmenn margir ríkti frjálslegt og gott andrúmsloft, enda hefðbundið fundarform og fund- arstjórn látin lönd og leið. Málefni Kvennalistans voru kynnt og rædd yfir rjúkandi kaffibollum. M.a. Kvennalistakonur á fundinum á Sauðárkróki. DV-mynd Jón Hallur. r Akureyri: I Turninum á að leysa vanda ferðamannsins Feröamálafélag Akureyrar hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn í „Turninum” við Hafnarstræti. Þessi þjónusta er nú veitt þriöja sum- arið í röö en í nýjum húsakynnum. Opnunartími hefur einnig verið lengd- ur. Opið verður að minnsta kosti út ágúst frá klukkan 10-19 virka daga en 11-13 og 16-19 laugardaga og sunnu- daga. Það hefur sýnt sig að ferðamertn kunna vel að meta þá þjónastu sem Upplýsingamiðstöðin veitir. I fyrra komu þar um 3000 manns, stór hluti út- lendingar en tslendingar geta aö sjálf- sögðu ekki síður fengið svör við spum- ingum sínum. Veittar eru upplýsingar um Akureyri og nágrenni, ýmsa þjón- ustu við ferðamenn, ferðamöguleika út frá Akureyri og um landið allt ef því er að skipta. En til aö stöðin geti sem best gegnt hlutverki sínu segja forráða- menn mjög mikilvægt að þangað berist upplýsingar frá þeim sem bjóða ferða- mönnum þjónustu, svo og um viðburði sem ferðamenn kynnu aö hafa áhuga fyrir. Simi Upplýsingamiðstöðvarinn- arer 96-25128. JBH/AKUREYRI Verðbólga, mæld meö hækkun láns- kjaravísitölunnar, var í júní 27 prósent miðaö við heilt ár. Þetta er samkvæmt upplýsingum Seöla- bankans sem reiknaði út lánskjaravísi- töluna í gær. Lánskjaravísitalan verður þann 1. júlí 903 stig. Um 2 prósent hækkun er aö ræða frá 1. júní, en þá var hún 885 stig. Þessi 2 prósenta hækkun þýðir 27 prósenta verðbólgu á heilu ári. Um áramótin, 1. janúar, var láns- kjaravísitalan 846 stig. Sé sú tala borin saman við 903 stig 1. júlí þýðir hækkunin 13,9 prósenta verðbólgu á heilu ári. -JGH Athugasemd f rá Þorgeiri Þorgeirssyni I blaöinu þann 19. júní sl. birtiö þið „fregnir” af ritskoðunartilburðum Rannsóknarlögreglu ríkisins á greinum eftir mig. Sannleiksgildi frásagnarinnar tel ég að mörgu, leyti samboöiö blaöi ykkar. Þó finnst mér þið fara yfir strikið að einu leyti. Þiö tengið þessi mál við svokallað „Skaftamál” bæði í fyrirsögn og texta. Þetta er alrangt meö farið og vildi ég mega biðja ykkur að leið- rétta þetta meö því að birta klausuna atama: Hér er um að ræða fullkomlega aðskilin mál og hefur hvort þeirra sitt númer í „réttarkerfinu”. Auk þess eru málrn f jarska óskyld að inn- taki þarsem annað þeirra fjallar um rétt lögreglunnar til aö berja fólk og handjárna en hitt fjallar um rétt höfunda tilað segja meiningu sína. Semsé um rétt manneskjunnar tilaö rísa uppá afturfætuma og tala. Með fyrirfram þökk fyrir skjóta birtingu. Þorgeir Þorgeirsson Myndverk til sölu og leigu I sýningarsal Listamiðstöövarinnar hf., sem er til húsa í Hafnarstræti 22, stendur yfir um þessar mundir sýning á grafíkmyndum eftir 5 íslenska lista- menn. I tengslum viö þessa sýningu tók Listamiðstöðin upp þá nýbreytni aö bjóða myndverk til leigu. Allar myndir sem em til leigu em einnig til sölu og verður leigugjald fyrir mynd minnst 5 kr. á dag, en fyrir dýrari myndir 1—2% af söluverði hennar f yrir hvem mánuð. Hámarksleigutími hverrar myndar er þrír mánuðir. Leigugjaldið dregst frá söluverði ef mynd er keypt strax og leigutíma lýkur. Listamiðstöðin hf. hefur yfir að ráða sýningarsal þar sem einkasýningar fara fram og sal þar sem myndaleigan og salan fer fram. Hækkun lánskjaravísitölunnar í gær: SAMSVARAR 27% VERD- BÓLGU Á ÁRI Henrik Bemdsen, formaður SÁÁ: Bjórinn yrði ekki til bóta „SAÁ sem slíkt tekur ekki afstöðu til svona mála,” sagði Henrik Bemdsen, formaður SÁA, um skoðanakönnun DV. „I samtökunum eru náttúrlega margir félagar með mismunandi skoðanir en sjálf samtökin marka ekki neina stefnu í þessu máli. Persónulega tel ég að bjórinn yröi ekki til bóta. Eg er ánægöur hvað munurinn er lítill milli hópanna, ég hefði haldið aö fylgið væri meira. Annars er fólk farið að finna smjörþefinn af bjómum með til- komu kránna og þær hafa áhrif á stefnufólks,” sagðiHenrik. -pá r Wm !j| 1 Olafur Þ. |iþi* ^ fj Þórðarson 1 alþingis- maður: BpHjL. ■ Hefekkertað segja um skoðanakannanir „Eg hef ekkert að segja um skoöana- kannanir Dagblaðsins-Vísis,” sagði Olafur Þ. Þórðarson alþingismaður í samtali við DV. „Eg veit aldrei hvenær þær eru gerðar í hreinu áróöursskyni og ■hvenær þær em hremlega upplognar. Þær brjóta allar félagsfræðilegar regl- ur. Eg tel að þaö verði að standa vís- indalega að svona skoöanakönnunum og það hefur aldrei verið gert hjá ykkur,”sagðiOlafur. -pá Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli: Hlutiaf áhuganum tískufyrirbæri „Eg hef ekkert um þetta aö segja í sjálfu sér,” sagði HalldórKristjánsson frá Kirkjubóli um niðurstöðu skoöana- könnunarDV. „Svona kannanir breyta ekki afstööu manna. Eg geri ráð fyrir að þingmenn hugsi málið betur á næsta þingi, ég lít svo á aö hluti af þessum áfanga sé tískufyrirbæri. Það er ekki víst aö gengi bjórkránna veröi hið sama eftir árið,”sagöiHalldór. -pá 1 m1 r' Stefán Benedikts- sonal- þingis- lÉapff s jWIÍp> maður: W &, Hf Kemurmérekki áóvart „Þetta kemur mér ekki á óvart,” sagði Stefán Benediktsson alþingis- maður í samtali við DV. „Það er nánast óskiljanlegt aö stjórnmálamenn skuli ekki átta sig á staðreyndum og haga sér samkvæmt þeim. Núverandi alþmgismenn koma varla til með að afgreiða frumvarp á borð við bjórfrumvarpið nema aukinn þrýstingur komi til,” sagði Stefán. -pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.