Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. 13 Frjálsa þjóðkirkju án ríkisafskipta ARITRAUSTI GUÐMUNDSSON, KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND svo. I leiöinni getum viö virt fyrir okk- ur hvemig ríkisvaldiö liggur flatt fyrir gróöaöflunum en grípur til vandarins á launafólk. Af fámenni hér og aðstæðum mætti ætla aö skynsamari útgerö fælist meöal annars í því að styrkja smáút- gerö í einkaeign en að endurskipu- leggja alla stórútgerö. Hana á að fá starfsfólki (sjómönnum og landverka- fólki þar sem viö á) í hendur og sam- eina (og fækka þar meö) fyrirtæki í heilum landshlutum. Meö því má dreifa veiöinni, löndunum og vinnslu eftir þörfum, stjóma nýtingu lands- hlutakvóta innanhéraðs, fækka skip- um, nýta þau betur og hafa yfirsýn í raunverulega efnahagsreikninga. Hagnaöi yrði ráöstafaö meö heildina í huga og launaákvaröanir haföar í höndum þeirra sem afla verðmæt- anna. Eg þykist þess fullviss aö sjó- menn og flest starfsfólk útgeröar hafi alla þá þekkingu og allt það þor sem til þarf til að reka slík stórfyrirtæki, með útibúum. En hvað um útgerðar- menn og stjómendur samvinnu/bæjar- f yrirtækja með sín ótilgreindu hálaun? Þeirra áhuga á útgerð, ábyrgð, gróöa og efnahagsreikningum má nýta til hressandi skrifstofustarfa; fyrir flug- mannslaun í lægri kantinum (með verkfallsrétti). Ari Trausti Guömundsson. Hvaða tilgangi þjónar þaö aö starf- rækja kirkjumálaráöuneyti og burðast meö embætti kirkjumálaráðherra? Hvaða ástæður liggja til þess aö ríkis- valdið er aö skipta sér af málefnum þjóðkirkjunnar í smáu og stóru? Hlýt- ur þaö ekki aö vera grundvallarskil- yrði lútherskrar þjóökirkju að hún njóti sjálfstæöis og frelsis í starfi og ráöi sjálf hvernig hún skipar málum sínum? Erekkikominn tímitilaöþjóð- kirkjan krefjist sjálfstæðis og frelsis, hefji brottför úr herleiðingu ríkisaf- skipta og brjóti af sér ríkisfjötrana? Mikilvægt skref í þessa átt er aö leggja embætti kirkjumálaráöherra niður og hætta starfrækslu kirkjumálaráðu- neytisins en fela kirkju og söfnuöum rekstur sinna málefna. Þá er einnig nauðsynlegt að Alþingi nemi úr gildi lög er kveöa á um skipan prestakalla, veitingu prestsembætta, skipulag sóknarnefnda, kosningu biskups og mörg fleiri er fjötra kirkjuna í starfi, en kirkjan fái sjálf vald til þess að ákvaröa um þessi efni. Núverandi samband kirkju og ríkis er ókristilegt Inntak hins kristna boðskapar, sem kirkjunni er ætlað að flytja um iðrun og fyrirgefningu, frelsi mannsins og réttlæti, hlýtur að gera þá kröfu til kirkjunnar að hún sjálf njóti frelsis og sjálfstæöis. Kirkjan stendur í fótspor- um Jesú Krists andspænis rikisvald- inu, kerfum og mannlifinu í heild. Kirkja meö slíkan boðskap er striðandi samfélag sem kallar til ábyrgðar og réttlætis á öllum sviðum mannlífsins. Slíkt samfélag getur ekki uppfyllt hlut- verk sitt með því að lúta vfirstjóm ríkisvalds í skipulags- og rekstrar- málum sinum. Sumum er tíðrætt um að nýr kirkju- skilningur hafi rutt sér braut innan ís- lensku þjóðkirkjunnar síðustu misseri. En það sem háir kirkjunni eru hin nánu ríkisvaldstengsl. I hugum fjöl- margra er kirkjan ríkisstofnun, emb- ættiskerfi sem veitir ekki þjónustu heldur afgreiöslu. Hvort sem mönnum líkar betur eöa verr þá er þetta ekki misskilinn skilningur því skipulags- málum kirkjunnar er þannig háttað að hún er ríkiskerfi, ein stofnun í ríkis- kerfinu. Sóknarprestarnir og starfs- fólk Biskupsstofu eru embættisfólk ríkisins, kirkjumálaráðuneytið fer með yfirstjórn á rekstri kirkjunnar, Alþingi ákvarðar með lögum um alla skipulagshætti kirkjunnar, kirkjuþing og kirkjuráð eru lítið annað en sam- komur hvar bænarskjöl eru samþykkt til ríkisvaldsins sem jafnan eru hunsuö með auðmýkjandi þögn. Málið er að allt tal um nýjan kirkjuskilning er lítið meira en vonarsnakk á meðan látið er hjá líða að leysa kirkjuna undan ríkis- valdsfjötrunum. Embættiskirkja ríkis- ins verður aldrei trúverðug í hugum fólks. Er kirkjan fjárhagslegur baggi á ríkisvaldinu? Stundum ógnar og hótar rikisvaldið kirkjunni með áætlunum um að skera niður ríkisfjárframlög til kirkjunnar. Osjaldan þurfa kirkjuráðsmenn að fara bónarveg á hnjánum fyrir f raman embættismenn ríkisvaldsins og stjórn- málamenn og biðja um skilning og fjárhagslega náð. Hvernig getur slik kirkja verið trúverðug sem stríöandi samfélag í fótsporum Jesú Krists um að kalla sömu menn til ábyrgöar um landsstjórnina á róttækan hátt? Á sama hátt krýpur kirkj uþing einu sinni á ári og biður Alþingi og kirkjumála- ráðherra pólitískrar náðar um að komið verði fram bráðnauðsynlegum umbót- um á skipulagi og starfsháttum kirkj- unnar. Þess vegna er kirkjan dýrt rikiskerfi, hvort tveggja fjárhagslegur og skipulagslegur baggi á þjóðinni, þvi hún getur ekki mótað nýjan kirkju- skilning í verki og þjónustu þar sem hún er bundin ríkisfjötrum. Því er kominn tími til að kirkjan fái sjálf forræði í skipulags- og fjármálum sinum. Að hún ráði m.a. sjálf hvernig fjármunum verði skipt á milli ein- stakra starfsþátta sinna, sem nú er gert á Alþingi og í kirkjumálaráðu- neytinu, að hún ráði s jálf hvemig sókn- arprestar eru kjömir, og hvar þeir starfi, en um það gilda lög frá Alþingi. Hér eru aðeins nefnd dæmi sem miklu máli skipta. Á sama hátt gengur það ekki lengur að kirkjan þurfi að una hentistefnum af hálfu ríkisvaldsins í fjárveitingum. Kirkjan verður að búa við fjárhagslegt sjálfstæði og ráða sjálf um beitingu fjárins. I íslensku þjóðkirkjunni eru 93% þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að koma á fót kerfi um beinan skatt er rynni til kirkjunnar. Slíkur skattur er að vísu í gildi, sem em sóknargjöldin. Með nauðsynlegri hækkun þeirra mætti gera kirkjuna f járhagslega sjálfstæða og óháða ríkis- valdinu í fjármálum. Þessi skipulags- breyting hefði mikla þýðingu fyrir safnaöarvitundina og ábyrgð safnaöarins. Einnig mætti hugsa sér að með yfirstjóm jarðeigna kirkjunnar færi söfnuðurinn á viðkomandi stað í samvinnu við kirkjuráð. Núverandi skipan mála um meðferð jarðeigna kirkjunnar, sem nánast alfarið er í höndum embættismanna í kirkjumála- ráðuneytinu, er óviðunandi. Það er sérkapituli út af fyrir sig þar sem ekki er stjómaö, heldur braskaö með jarð- ir, hvar sukk og pólitísk spilling hefur einkennt braskið síðustu áratugi. Mál er að linni. Samskipti kirkju og ríkis þarf að stokka upp svo að kirkjan geti sjálf aðlagað starfshætti sína þörf- um nýrra tíma. A meðan ríkisvaldið Kjallarinn GUNNLAUGUR STEFÁNSSON, STARFSMAÐUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR fer með úrslit flestra skipulags- og fjármála kirkjunnar þá verður ekki ætlast til að nokkur nenni að starfa inn- an kirkjunnar að slíkum málefnum eða taki þátt í umræðum um slík efni á lýð- ræðislegum grundvelli innan kirkj- unnar. Enda er raunin sú að sáralitil umræða fer fram innan safnaðanna um skipan og starfshættikirkjunnar. Mikilvægt er í sambandi við endur- skoðun á samskiptum kirkju og ríkis að valdiö um skipulagsmál kirkjunnar verði fært til safnaðanna og þeirra kirkjulegra stofnana sem kjömar eru af söfnuöunum, þ.e. biskups, héraðs- funda, kirkjuþings, kirkjuráðs, sókn- arnefnda og almennra safnaöarfunda. Nauðsynlegur þáttur í þessari endur- skoðun út frá guðfræðilegu og fram- kvæmdalegu sjónarmiði er að kirkju- málaráðuneytið verði lagt niður, og þá um leið kirkjumálaráðherrann, og Al- þingi felli úr gildi lagafjötra herieið- ingar svo að kirkjan fái notið kristilegs sjálfstæðis, frelsis og réttlætis í skipu- lagsmálum og störf um sinum. Gunnlaugur Stefánsson. • „Mikilvægt skref í þessa átt er aö leggja embætti kirkjumálaráðherra niður og hætta starfrækslu kirkjumálaráðuneytisins en fela kirkju og söfnuðum rekstur sinna málefna.” Ljúkum Seðlabankanum og Þjóðarbókhlöðunni götuna. Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að byggja þama ljótari hús en þar eru: Jafnvel arkitektum eru ein- hvertakmörksett. Og þá hlýtur hugurinn að reika til Al- þingis. Aukin starfsemi þess hefur fyrir löngu leitt til húsnæðisvandræða. Menn era þó sammála um að ekki komi til greina að byggja nýtt Al- þingishús heldur hefur embætti húsa- meistara lagt til aö starfsemin fari fram í húsum í kring. Alþingi á allar lóðir í kringum Alþingishúsiö nema Oddfellowhúsið og eru hæg heimatökin að hrinda þessum hugmyndum í fram- kvæmd. Ef þessar hugmyndir, sem ég nefni hér, komast á rekspöl og ef lokið er við þau miklu hús. sem menn hafa ákveðiö að byggja í Reykjavík. þá verður það til mikilla framfara í menningarlegum efnum. Eg býst við því að menn telji að hér sé um mikla sóun að ræða, hér sé ekki boöið upp á brauð og leiki. Og ég hefi heyrt verkalýðsforingja tala um nauðsyn þess að stöðva Seðla- bankahúsið í sparnaöarskyni. Ég spyr á móti: Hverjir reisa mestu hús á Is- landi um þessar mundir og skortir aldrei fé? Það eru verkalýðsfélögin. Eg veit ekki til þess að þessum bygg- ingum sé slegið á frest og peningum varið til að bæta k jör félaganna. Haraldur Blöndal. ,Og það er eðlilegt að taka mið af fyrri sögu staðarins og Batteríið væri ágættnafn á Seðlabankahúsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.