Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Page 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur S. Gunnlaugsson og ðlaf ur Bjami Guðnason Leiötogafundir daglegt brauð Leiðtogafundur Efnahagsbanda- lagsríkjanna, undir forsæti Francois Mitterrand Frakklandsforseta, sem nú stendur í Fontainbleu, nærri París, er þriðji leiðtogafundurinn sem Frakklandsforseti situr á minna en þrem vikum. Fyrir leiðtoga Breta, V-Þjóðverja og Itala verður þetta annar sameiginlegi fundur þeirra með Frakklandsforseta í þessum mánuði. Embættismenn í Evrópu segja að leiötogafundum muni ekki fækka á næstunni. Þeim muni frekar fjölga, þrátt fyrir almennar efasemdir um gagnsemi funda sem oft eru lítt undirbúnir. Leiðtogafundir eru oftast haldnir að sumarlagi, en duglegustu leiðtog- amir finna sér fundartíma á öðrum árstíðum h'ka. Evrópuleiötogamir fjórir hittu Bandaríkjaforseta, ásamt leiötogum Japana og Kanada- manna, á leiðtogafundi í London fyrr í þessum mánuði og þar var fjallað um efnahagsmáL Síðan þá hefur Mitterrand fundið sér tíma til þriggja daga heimsóknar til Moskvu, á fyrsta fund sinn meö Sovétleiðtog- anum, og Helmut Kohl, kanslari V- Þýskalands, fór til Búdapest. Mitterrand var einnig á fundi í París með kínverska forsætis- ráðherrann, Zhao Ziyang, forseta Costa Rica, og forsætisráöherra Irlands, Belgíu og Hollands. Fljót- lega eftir leiðtogafundinn í Fontainbleu heldur Frakklandsfor- seti til Jórdaníu en Kohl fer til Argentínu og Mexíkó. Áhyggjur af fjölmiðlum Flestir diplómatar telja leiðtoga- fundi, eins og Fontainbleu-fundinn, gagnlega, en margir hafa áhyggjur af þeirri áherslu sem fjölmiðlar leggja á þá. Þeir segja að leiðtoga- fundir undir slikum kringumstæðum geti valdið misskilningi. „Leiötoga- fundir em listgrein, ólík öörum list- greiniun,” segir einn vanur skipu- leggjandi. „En væntingar almennings, vegna umfjöllunar í fjölmiðlum, verða yfirleitt alltof miklar.” Áriegur leiðtogafundur sjö helstu ríkja Vesturlanda er hálft ár í undir- búningi hverju sinni. Lægra settir embættismenn eru oft annað hálft ár, eftir slikan fund, að vinna úr pappírsflóðinu sem af honum ieiöir. I upphafi áttu þessir leiðtogafundir að verða vettvangur umræðu um efnahagsmál en hafa sífellt orðið pólitískari. Á Lundúnafundinum voru gerðar ályktanir um sambúð austurs og vesturs, hryðjuverka- starfsemi og Persaflóastríðið. En þessir fundir eru einu reglulegu fundirnir sem Bandaríkjaforseti situr með öllum helstu banda- mönnum sinum í einu. Þrír leiðtogafundir eru haldnir ár- lega á vegum Efnahagsbandalagsins og er þar mest fjallað um efnahags- vanda bandalagsins. 1982 var mikið fundasumar fyrir leiðtoga Vesturveldanna. Þá voru þrír leiötogafundir haldnir á 26 dögum, þar á meðal Nató-leiðtoga- fundur haldinn í Bonn. En auk svið- settra funda sem þessara, þegar stjómmálamenn feröast með hiuidruöum fréttamanna, eru fundir tveggja þjóðarleiðtoga í senn sífellt að veröa vinsælli. Leiðtogar Efnahagsbandalagsrikjanna funda þannig mjög oft, sérlega til að undir- búa stærri f undina. Fundaskrá Mitterrand hittir Helmut Kohl og Margréti Thatcher reglulega og þau Kohl og Thatcher hittist tvisvar á ári. Aðstoðarmenn Thatchers segja að hún hafi verið um 40 daga erlendis á ári hverju frá því hún tók við for- sætisráðherraembætti. Á fundaskrá hennar er m.a. leiðtogafundur Samveldisríkjanna sem haldinn er annaö hvert ár, en þarkoma fimmtíu þjóðarleiðtogar saman. Margir þeirra funda svo reglulega með öðrum leiðtogum í Bandalagi óháðra ríkja sem koma saman á þriggja ára fresti og sumir þeirra fara árlega á leiðtogafund Einingarsamtaka Afríkuríkja. Leiðtogafundir Arabaríkja eru erfiðari í f ramkvæmd vegna pólitískt flókinnar stöðu í þeim heimshluta. Leiðtogar Rómönsku Ameríku hitt- ast oft í smærri hópum. Flokksleið- togar austantjaldsríkjanna hittast annað til þriðja hvert ár og héldu ný- lega fyrsta leiðtogafundinn í 15 ár um efnahagsmál. Indira Gandhi, forsætisráöherra Indlands, gekkst fyrir fundi leiötoga ýmissa smarri ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum á síöasta ári. Og leiðtogar ríkja þriðja heimsins eru almennt duglegir við ferðalög til nágranna- ríkjanna og til risaveldanna. Sumir fara ekki af stað í minna en fimm rík ja heimsóknir. Hugsanlegur misskilningur Embættismenn, sem undirbúa leiötogafundi, segja að þeir séu mikilvægir vegna þess að þar kynnast leiðtogarnir. En stundum, eins og gerðist eftir fundinn um efna- hagsmál 1982, þar sem rifist var um viðskipti austurs og vesturs, snúa leiðtogamir heimleiðis með mismun- andi hugmyndir um það hvert sam- komulagiö var. Og þá getur það kost- aö sendiráðsstarfsmenn mikla vinnu aö koma málunum á hreint. Þegar um meiriháttar leiðtoga- fundi er að ræða verður hver þjóðar- leiðtogi að hafa í huga kjósenduma heima fyrir og velta fyrir sér hliðum vandamála sem skipta þá máli heima en koma öðmm leiðtogum ekki við. Þannig stendur yfir kosningabarátta i Bandaríkjunum nú og stóð meðan á leiðtogaf undinum í London stóð. A siöasta ári fór Margrét Thatcher snemma heim af leiötogafundinum i Williamsburg vegna þingkosninga. En margir leiðtogar segja að óformlegt fundafyrirkomulag vinni gegn spennu og frá því á síðasta ári hafa leiðtogamir reynt að funda án fyrirfram ákveðinnar dagskrár. Aðalstöðvar Efnahagsbandalags Evrópu. í ríkjum Efnahagsbandalagsins en ti þar hefur Bretland mikla sérstöðu. 1; Mun minni framleiðsla landbúnaðar- h afurða fer þar fram en í hinum n ríkjunum og finnst Bretum þaö því n haröneskjulegt að skattpeningar b þeirra skuli fara í slika styrki. Þeir 2 njóti alls ekki góðs af þessari stefnu. Helsta tekjulind Efnahagsbanda- o lagsins er virðisaukaskattur. Lagt á hefur verið til að skatturinn verði a hækkaður til að koma í veg fyrir a greiðsluþrot bandalagsins. Þessu 1; hafa Bretar harðneitað og segja að jj slíkt komi ekki til greina fyrr en ljóst r sé hversu há framlög landsins muni r verða í framtíöinni. Fjárhagsvand- t: ræðin em þó svo stórkostleg að þrátt e fyrir að skattur þessi fengist þ hækkaður þá mundi það aldrei duga v til að koma í veg fyrir halla á banda- laginu. Því hefur verið spáð að hallinn verði um það bil tveir milljarðar dollara á árinu 1984 en niðurstöðutölur fjárlaga Efnahags- bandalagsins fyrir þetta ár em um 22 milljaröar dollara. Af þessu sést að vandinn er mikill og því kannski einkennilegt að ágreiningurinn skuli ekki leystur því að miðaö við ofangreindar tölur er aðeins um smámuni að ræða. En ljóst er að ef samkomulag á að nást þá verður frumkvæðiö aö koma frá ríkjunum níu. Bretar eru -hinir rólegustu og segjast ekki vera tilbúnir að ræða neinar lausnir fyrr en ljóst sé að tekið verði tillit til óska þeirra um að framlög Bretlands verði lækkuö. Frá leiðtogafundinum í London. Þau eiga fles* eftir að hittast á fleiri fundum, seinna á árinu. BRETAR ROLEGIR ÞRÁn FYRIR DEILURINNAN EBE Harðar deilur um framlög Breta til Efnahagsbandalags Evrópu hafa haft slæm áhrif á sambandið milli ríkisstjómar Bretlands og annarra aöildanríkja bandalagsins. Auk þess eru afleiðingarnar þær að fjárhagur Efnahagsbandalagsins er mjög bág- borinn. Ástæður deilnanna em þær að Bretar telja sig greiða alltof mikið til bandalagsins miðað viö þaö sem þeir fá í staðinn. Þessi afstaða Breta hefur valdið mikilli gremju annarra og hafa meðal annars Frakkar sagt að fráleitt sé af Bretum að reikna það í beinhörðum peningum hvað þeir fái út úr vem sinni í banda- laginu. Hins vegar hafa bandalags- menn Breta í EBE viðurkennt að framlög Bretlands séu í hærra lagi og taka þá mið af þvi aö Bretland er í sjöunda sæti meðal ríkjanna tíu hvað varðar þ jóöartekj ur á hvem íbúa. Deila um keisarans skegg Mörgum finnst aö hér sé aðeins verið að deila um keisarans skegg. Ágreiningur stendur um 200 milljónir dollara og eru það ekki miklir fjármunir sé tekiö mið af þeim hagsmunum sem í húfi eru — framtíð Efnahagsbandalags Evrópu og samskipti aðildarríkjanna. Hins vegar benda menn á að ágrein- ingurinn sé orðinn sálrænn og hvomgur aðilinn treysti sér til að slaka meira á kröfum sínum Hér sé því um aö ræða prinsippmál og lausn þess nú geti haft stefnu- markandi áhrif í framtíöinni þegar framlög verða ákveðin. Fundur verður í Efnahagsbanda- laginu í þessari viku. Svo virðist sem Frakkar ætli aö reyna aö kæfa þennan ágreining á þeim fundi og þá í skjóli þess að þeir sitja í forsæti á fundum bandalagsins. Hins vegar ber mönnum saman um að meiri þrýstingur hvíli á ríkjunum níu fremur en Bretum um að gera nýjar tillögurtil lausnardeilunni. Stórkostlegur halli Þaö sem veldur bandalaginu mestum fjárhagsvandræðum er stefna ríkjanna í landbúnaðar- málum. Gífurlegum fjárhæðum er varið til styrktar þeirri atvinnugrein

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.