Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 12
12 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. iStjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. IRitstjórar': JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. 'Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. 'Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI >27022. :Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. ISÍmi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Smáþjóðir vísa okkur veginn Luxemborgarar settu í ár lög, sem eiga að gera landið að hliðstæðum griðastað erlendra tryggingafélaga og það hefur verið fyrir banka. Meðal annars eru í lögunum af- skriftarreglur, sem fela í sér freistandi skattfríðindi. Þannig soga þeir erlend fyrirtæki inn í landið. Árið 1981 hertu Luxemborgarar bankalög sín, svo að þau eru enn strangari en í Sviss. Liggja nú harðar refsingar við brotum á trúnaði bankamanna við spari- fjáreigendur, jafnvel þótt hinir síðarnefndu séu grunaðir um skattgreiðslutregðu í heimalöndum sínum. I bankalögum Luxemborgara eru líka ákvæði um skatt- frelsi erlendra innstæðna. Með bankaleyndinni og skatt- frelsinu hefur þeim tekizt að fá stofnuð í landinu útibú erlendra banka og erlent fjármagn á reikninga í þessum bönkum. Hið sama hyggjast þeir nú gera í tryggingum. Dæmi Luxemborgara sýnir, að smáþjóðir geta haft drjúgar tekjur af starfsemi, sem stórþjóðir ráða af ýmsum ástæðum síður við. Þeir hafa fetað í fótspor ann- arrar smáþjóðar, Svisslendinga, sem hafa öldum saman verið eitt öflugasta fjármálavirki heimsins. Slíka hluti er einnig hægt að gera hér á landi, þótt auðvitað muni taka langan tíma að byggja þá upp. Jón Sólnes, fyrrum alþingisma^ur, stakk á sínum tíma upp á, að ísland yrði gert að eins konar fríhöfn fyrir erlenda pen- inga. Framsýni hans fékk lítinn hljómgrunn. Erfiöast í þessum efnum er að vinna traust sparifjár- eigenda í útlöndum. Það hefur Luxemborgurum tekizt. Bankaleynd þeirra hefur ekki verið rofin. Hér er hins veg- ar alltaf hætta á, að öfundsjúkir alþýðubandalagsmenn spilli sniðugum lögum, þegar þeir komast til valda. Fleira geta smáþjóðir gert en að búa til fríhöfn handa erlendum peningum. Þær geta til dæmis komið á fót fríhöfn fyrir erlendar vörur og erlendan iðnað, eins og írar hafa gert með góðum árangri. Hér á landi hafa komið upp hugmyndir um að gera Keflavíkursvæðið að slíkri fríhöfn. Tollvörugeymslur og ýmis léttur iðnaður á fríhafnar- svæði við flugvöllinn í Keflavík og landshöfnina í Njarðvík yrði án efa lyftistöng íslenzkum f járhag og efna- hagsmálum. En því miður ríkir hér áhugaleysi á hægri kanti og tortryggni og f jandsemi á vinstri kanti. Ekki má gleyma frímerkjunum, þegar rætt er um lífs- baráttu smáþjóöa. San Marino og Monaco eru dæmi um ríki, sem hafa drjúgar tekjur af útsjónarsemi í útgáfu frí- merkja. Hér á landi hafa menn aldrei haft vit á að kynna sér frímerkjastefnu þessara ríkja og læra af henni. Liechtenstein er smáríki, sem hefur miklar tekjur af skattfríðindum fyrirtækja. Þótt allur rekstur þeirra sé í öðrum löndum, sækjast þau eftir því að koma höfuð- stöðvum sínum fyrir í Liechtenstein eða að minnsta kosti svo sem einum póstkassa. Allt gefur þetta tekjur. 1 upphafi þessa leiðara var fjallað um lagni Luxem- borgara í alþjóðlegum fjármálum. Ekki má heldur gleyma, að þeir eru orðnir stórveldi í fjölmiðlun. tJt- varps- og sjónvarpsstöðin Radio Luxembourg er hin vin- sælasta í allri Evrópu og rakar saman tekjum af aug- lýsingum. Þegar fiskinum sleppir, höldum við hins vegar, að lífið sé refur og lax, lífefni og rafeindir. En það er svo ótal- margt fleira hægt að gera til að breyta láglaunaþjóð í auðþjóð. Við þurfum ekki annað en að læra af öðrum smá- þjóðum, sem lifa góðu lífi af margvíslegri útsjónarsemi. Jónas Kristjánsson. .f‘8ei lnúi ,8S au£>Aaui,aia«i .v DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984. KONUNGS- GERSEMI 1 nótt var Jónsmessunótt, en svo nefndist ein dularfyllsta nótt þjóðfræðanna, þótt minna sé víst um óskastundir hjá alþýöu manna eftir aö byr jað var að vinna svo markvisst gegn verðbólgu. En þótt fomir siðir séu á und- anhaldi, þá hygg ég að enn telji flestir Islendingar þetta vera draumanótt, en ekki aðeins aðfara- nótt sunnudagsins 24. júni 1984, eöa að sumarsólhvörf séu að baki, en þá hættir dag aö lengja; hann fer aftur aö styttast, og er þetta því hápunktur sumarsins í margra augum. Ekki man undirritaður lengur upp á víst rétta notkun hjónagrasa á Jónsmessunótt. Hvemig finna á óskasteininn, eða hvaö draugar, aðrir en verðbólgudraugurinn, eiga aö hafa á sér hemil þessa nótt? Og líklega er regnguðinn á samiags- svæðinu farinn að ryðga í þessu líka, því ef ég man rétt, var gott að baða sig í dögginni þessa nótt, sem er sjálfsagt rétt, en ef miða á við rign- inguna þessa Jónsmessunótt, gæti maður haldið að hann hefði ætlast til þess að menn syntu tvö hundmö metrana. Vatn lá í dælum og pollum og regnið streymdi úr dökkgráum himninum. Fuglasöngur var enginn, því mófuglinn syngur ekki i svona baði og eigi sást til máfa í hornriðanum heldur. Hvorki sá fugl er hímir á fiskhúsum um helgar, né heidur fuglinn í fjörunni, sem leitar sér bjargar með hinum eldri úrræðum, þar sem brimið stynur aiia daga. Grasspretta hefur verið góö og með sama hætti virðist stefna í mikil og góð óþurrkalán í haust, því með sama gangi verður seint fært inn á túnin meö réttar vélar til heyskapar, eins og í fyrra, þegar túnin voru að breytast í fen, vegna látlausra rigninga. Byggingaframkvæmdir ganga nú víöa vel, þrátt fyrir peningaleysi. Þakiö á Undanrennumusterinu er nú orðiö grasgrænt, en hofið er meö torf- þaki, sem sett er ofan á tjargaða steinplötu, og má því segja að þama séu notuð táknræn byggingarefni. Húsið er tóm tjara og forsendan gras af seðlum. Konungsgersemi/vannýtt auðlind? Menn ræddu ýmis mál um helgina, eins og gjarnan vill verða. Fiskverð hefur nú veriö ákveðiö og í framhaldi af því hefir sifrisviður erlendra skulda hækkað töluvert, því standa á undir halla útgerðarinnar með erlendum lánum, með svipuðum hætti og nú verður staðið undir út- flutningsbótum á sauðaket og ost, ásamt niðurgreiðslu vaxta. Þá var töluvert rætt um þýska fálkaræningj- ann, er laumaðist um borð í þýskt leiguskip og er þar með genginn úr greipum yfirvalda, en hér var hann hafður undir hervemd Hjálpræðis- hersins. Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Þetta mál leiöir hugann að íslenska fálkanum, sem er og var konungsgersemi. Oiíufurstar og annaö peningalegt stórmenni mun greiða of fjár fyrir fálka bæöi tamda og til tamningar, en fuglana nota þeir til veiða. Fálkinn er frægur fýrir þrótt og flugfimi og kjörlendi hans er fjalllendi með bröttum, hömróttum hlíðum og sæbrattar sjávarstrendur. Verpur í klettum, oft í gömul hrafns- hreiður, að því er segir í bókum. Það mun flestum ljóst, að töluverður útflutningur hefur verið á Islandsfálka, eggjum hans og ýmissa annarra sjaldgæfra fugla- tegunda. Erlendir veiðiþjófar virðast hiklaust leggja í mikinn ferðakostnað til þess að komast yfir fálka og yfir egg. Og þá vaknar sú spurning, hvort endurvekja eigi fálkatamningu hér. Fuglinn verpir og heldur sig á Islandi og í Noregi, eða valurinn (falco rusticolus), þótt hann muni stundum fara í sólarlandaferðir, sjálfviljugur, eða sem flækingur eins og það heitir í f uglafræðinni. Að vísu skal ég viðurkenna, að ég er álíka fróður um stofnstærðiná og Framleiðsluráðið er um sínar ær og kýr, en ef vera kynni að þama væri um auðlind að ræða (einhverja), sumsé fálka og sjaldfengin egg, ættu sveitamenn að hyggja aö því með fuglafræðingum. Ekkert skal um það fullyrt hér, en þó telja margir að maðurinn geti innan ákveðinna marka stuðlað að örlögum fugla, bæði með friðun og öðru. Á hinu ieikur naumast vafi, að útlendingar myndu ekki leggja upp í kostnaðarsöm ferðalög, ef egg og fálkar gæfu ekki veruleg verðmæti í aðrahönd. Ef möguleikar væru þarna fyrir hendi á gjaldeyrisöflun og aö endur- vekja foma atvinnu og íþrótt, og selja síðan konungsgersemi. sem löglega gjaldvöru. þá gæti það stuðlað að bættum hag til sveita. Fjölskyldubúin vinsælust Eins og flestir vita, þá hefur verið reynt að varðveita svonefnda rétta lyrikk í sveitabúskap á Islandi, því Islendingar eru „andvígir stór- búskap” eins og það er gjarnan orðað. Eftirfarandi ályktun hefur borist frá Búnaðarfélagi Gnúpver ja: ,,Aöalfundur Búnaöarfélags Gnúp- verja, haldinn í Ámesi 27. mars 1984, skorar á landbúnaöarráðherra og Framleiðsluráð landbúnaöarins, að hef ja nú þegar undirbúning aö setn- ingu reglna til að stemma stigu viö takmarkalausri aukningu í fram- leiðslu afurða svína- og alifugla- bænda. Fundurinn telur eðlilegt að miðað verði við framleiösluþak, sem tæki mið af framleiöslu bænda í þessum búgreinum fyrir árin ’82—’83. Þá verði það svigrúm sem hugsanlega skapast á næstu ámm til aukinnar framleiöslu notað til að byggja upp f jölskyldubú af hæfilegri stærð.” Við þetta er engu að bæta, nema því að fálkar munu vera friðaðir á Islandi. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.